Morgunblaðið - 12.05.1960, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 12.05.1960, Qupperneq 10
10 MORCVNBLA f>l Ð Fimmtudagur 12. maí 196C Erlendur Magnússon Kálfatjörn sjötugur ÞAÐ var í Tíðagerði, litlum og landnytjasmáum bæ á Vatns- leysuströnd, að hjónunum þar, Magnúsi Magnússyni og Herdísi Jónsdótfur fæddist sonur hinn 12. maí 1890. Hlaut hann nafnið Erlendur. Strax hefur þessi ungi sveinn fengið dýrmætar vöggugjafir dyggða og marg- þættra mannkosta. Hann er hið þriðja barn foreldranna, tvær systur eldri; sem báðar dóu í blóma lífsins, nær um tvítugs aldur. Hafa það að sjálfsöðu ver- ið þungar raunastundir fyrir foreldra ungu systkinanna, sem þá voru eftir tvö. Enn var Er- lendur á unga aldri er faðir hans missti heilsuna og að honum látnum bjó hann með móður sinni og systur þar til 1915. En á því ári gekk hann að eiga Kristínu Gunnarsdóttur frá Skjaldarkoti. Um þeirra sambúð má segja: Það var hjónaband svo gott að af bar. Fimm urðu þeirra mannvænleg börn auk eins fóstursonar og eru öll á lífi. Það er að vonum þungt þeim sem eftir lifir er leiðir skilja. En Kristín andaðist 14. janúar 1957. Um Erlend væri nóg efni í langa afmælisgrein. En hér verð- ur farið fljótt yfir sögu. Ekki var aldurinn hár, þegar ráðizt var á þann starfsvettvang er frekar hæfir þeim fullþroskuðu. Aðeins 12 ára réðist Erlendur fyrst á skútu, raunar ásamt föð- ur sínum. Upp frá því stundaði hann sjóinn meira og minna um langa tíð. Mikið áræði og átak var það þegar þau hjón Kristín og Erlendur eftir 5 ára búskap á litla býlinu í Tíðagerði og með 5 ung börn, réðust í að flytja og reisa bú að Kálfatjörn, Áreiðan- lega voru eignirnar ekki miklar utan það sem drýgst kunni draga, bjartsýni, kjarkur og atorka. Hef ur sannarlega reynt á manndóm og viljafestu Erlendar þá, það því fremur, sem kona hans veikt- ist, einmitt um þetta leyti, svo snögglega mjög mikið. Hún komst þó til nokkurrar heilsu aftur. Nú eru þá búskaparár Erlend- ar á Kálfatjörn orðin 40 talsins, og störf hans því mest við þann stað bundin. Ég ætla ekki að hafa mörg orð um athafnir hans þar. íveruhús, fjós og fjárhús hefur verið endurbyggt og gripa húsin raunar aukin stórlega. Já, og þeir, sem sáu Kálfatjarnar- túnið fyrir 40 árum síðan og sjá það aftur í dag, mega sannfær- ast að hér hefur ekki verið setið auðum höndum. Og hvað sem krakkahnokka eða hálffarlama gamalmenni lægi á, að komast á hestbak, myndi hvergi bakþúfu að finna. Já, út á flest má eitt- hvað setja. Vegna hæfileika sinna og hald góðrar sjálfsmenntunar — því ekki var um langskólagöngu að ræða — hefir Erlendur ekki komizt hjá að inna aí höndum V teikningunni sést vel hvernig hin nýja flugstöðvarbygging verður. — Minni byggingarnar til iægri eru ekki reistar enn. „Fingurnir“ sjást vel og hvernig flugvélunum verður rennt upp að þeim. — Stærsta opinber bygg ing í Danmörku Kaupmannahöfn, 30. apríl í DAG var hin stækkaða og endurbætta flugstöð í Kast- rup vígð. Þetta var þó í raun- inni ekki nema táknræn vigsla. Mikið vantar á að nýja ílugstöðvarbyggingin sé full- gerð. Að vísu verður hún tek- in í notkun á morgun, þegar „Dan Viking“, fyrsta DC-8 þotan, sem SAS hefur eignast, leggur af stað í fyrstu áætl- unarferðina. Hún á að fljúga milli Stokkhólms Kaupmanna hafnar og New York. Þessi risaþota verður afgreidd frá nýju flugstöðvarbyggingunni. En annars verður nýja bygg- ingin ekki notuð fyrr en í fyrsta lagi um miðjan maí. Ef til vill dregst það lengur. Þarna er mikið ógert. Veldur því ekki hvað sízt skortur á verkamönnum. Nýtt tímabil. Verða flugvélarnar því fyrst um sinn afgreiddar frá gömlu flugstöðvarbygging- IMýja flugstoðin á Kastrup unni, þrátt fyrir hina hátíð- legu vígslu í dag. Hún fór. fram í afgreiðslusal nýju bygg ingarinnar. Margt manna var þar saman komið. Voru kon- ungshjónin þarna viðstödd. Kai Lindberg samgöngumála- ráðherra hélt vígsluræðuna. Að því búnu var gengið út á svæðið framan við bygging- una. Konungur klippti þar í sundur rauða snúru. 1 hvítur og 9 rauðir loftbelgir hófust í loft upp. Um leið renndi „Dan Viking“ sér að flugstöðvar- byggingunni. Konungur mælti nokkur orð og sagði m. a„ að með þessum viðburði hefjist nýtt tímabil í samgöngum Dana. Stærsta opinbera bygg- ingin. Nýja flugstöðvarbyggingin er stærsta opinbera bygging- in í Danmörku. Hún er 160 m löng, 67 m breið og 13 m há. Þarf eins mikið eldsneyti til að hita hana upp og bæ með 5000 íbúum. Á götuhæðinni er hinn mikli afgreiðslusalur. Á fyrstu hæð er m. a. biðsalur fyrir fram- haldsfarþega. Rúmar hann 1.000 manns á móts við 350 í gömlu byggingunni. í kjall- aranum eru snyrtiherbergi. salerni og baðherbergi. Þar eru líka hvíldarherbergi, þar sem fólk getur sofið, meðan beðið er eftir flugvélum. Á 2. hæð eru stórar svalir fyrir almenning. Getur fólk, sem þarna er, séð flugvélarnar koma og fara. 24 flugvélar afgreiddar í einu. Farþegar sem ætla út á flug völl, ganga úr afgreiðslusaln- um upp á 1. hæð og koma þar inn í hina svokölluðu „fingra“ sem eru nýjung í Kastrup. Vekja þeir ekki hvað sízt eft- irtekt. Þessir „fingur'* eru yfirbyggð göng, sem gerð hafa verið frá flugstöðvarbygging- unni út á flugvöllinn. Geta farþegarnir því gengið inn- an dyra út að flugvélunum. „Fingurnir“ eru tveir, hver þeirra h. u. b. 300 m að lengd. Eru 12 flugvélastæði við hvern þeirra. Hægt er að af- greiða þarna 24 flugvélar í einu. Stæði þotanna verða við enda „fíngranna“. Farþegar, sem skipta um þotur í Kast- rup, eiga því alllanga göngu- för fyrir höndum. Fyrst verð; þeir að fara frá flugstæðini upp stiga, svo gegnum 300 m löng göng, því næst kemur dálítill spölur í flugstöðvar- byggingunni, og loks verða farþegarnir að fara aftur gegn um göngin út að flugvélinni. Þetta getur orðið nálega 3/4 km. Flugbrautirnar hafa sem kunnugt er verið lengdar, til þess að þotur geti notað þær. Svæðið framan við flugstöðv arbygginguna nýju er 168.00( fermetrar eða sjö sinnun stærra en Ráðhústorgið i Kaupmannahöfn. Flugvöllur- inn er 6.8 milljónir fermetra á stærð. Eldsneytisgeymar fylltú á 15 mín. Eldsneytisleiðsla hefur ver- ið lögð frá olíu- og benzín. eyjunni „Prövesten“ til olíu- og benzíngeyma á flugvellin- um. Þaðan verður eldsneytim; dælt í flugvélarnar. Er hægt að fylla eldsnéytisgeyma stórr ar þotu á 15 mínútum, þótt þeir rúmi 80.000 lítra. Tuttugu blaðamenn eru boðnir í fyrstu áætlunarferð „Dan Vikings" á morgun. — Annars verður þessi viðburð- ur ekki haldinn hátíðlegur. Meira verður um dýrðir, þeg- ar SA'S sendir fyrstu DC-þotu í fyrstu áætlunarferðina til Los Angeles. Verður það 3. júní nk. Er gert ráð fyrir, að þrjár skandinaviskar prins- essur, ein frá hverju landi, fari með þessari flugvél. Mar- grét ríkiserfingi Dana verð- ur ein þeirra. Loks má nefna, að SAS- gistihúsið mikla á Vesturbrú mun verða tekið i notkun 15. júní nk. Kosta þar herbergi handa einum 42—175 d. kr. og handa tveimur 85—250 d kr. Samt sem áður munu öll her- bergin vera pöntuð frá byrj- un júlí til septemberloka. Páll Jónsson. mjög mörg störf fyrir hveit sína og samfélag. í hreppsnefnd var hann nær 40 ár, þar með oddviti um skeið. For- maður Búnaðarfélags Vatns- leysustrandarhrepps. — í stjórn Mjólkurfélags Reykja- víkur og fulltrúi hreppsins þar. Fulltrúi í Stéttarfélagi bænda frá stofnun þess og í sóknarnefnd og safnaðarfulltrúi um fjölda ára. Sjálfsagt er margt enn ótalið, en þetta ætti að nægja til að sýna að honum hefur verið treyst til margs og hefur líka sízt brugðist því trausti. En geta má nærri að í þessi mörgu störf hefur verið fórnað miklum tíma og fyrirhöfn. Góði vinur, ég þekkti heimili þitt af eigin raun og ef ég ekki lít á hlutina eitthvað allt öðru vísi en allir aðrir, þá held ég, að allir sem hjá ykkur Kálfa- tjarnarhjónunum hafa verið, lengri eða skemmri tíma hafi mátt bera heimili ykkar hinn fegursta vitnisburð. Þú hlýtur að fá margar vin- arkveðjur í dag og ég og allir biðja guð að blessa þér förina á áttunda tuginn. J. H. F e r m i n g á Siglufirði og Patreksfirði Ferming í Siglufjarðarkirkju Sunnudaginn 15. maí (Prestur: Séra Ragnar Fjalar Lárusson) S t ú 1 k u r : Anna S. Arnadóttir, Túngötu 27 Auður S. Olafsdóttir, Túngötu 9 Guðbjörg O. Björnsdóttir, Suðurgötu 2 Guðlaug J. Aðalsteinsd., Hvann.br. 51 Guðrún B. Jóhannesdóttir, Hólaveg 9 Hugljúf H. Sigurðardóttir, Hólaveg 31 Jóhanna S. Eiríksdóttir, Þormóðsg. 23 Margrét O. Eyjólfsdóttir, Grundarg. 10 Olöf H. Ragnarsdóttir, Lindargötu 26B Sigríður A. Þórðardóttir, Laugarv. 35 Soffía A. Friðgeirsdóttir, Hlíðarv. 34 Sólveig Jónsdóttir, Laugarveg 10 Unnur B. Pálsdóttir, Suðurgötu 18 Þyri S. Hólm, Hvanneyrarbraut 17 Drengli : Albert S. Rútsson, Þormóðsgötu 23 Birgir Vilhelmsson, Hvanneyrarbr. 26 Gylfi V. Ægisson, Túngötu 36 Halldór Vilhjálmsson, Hlíðarveg 4 Ingvar B. Björnsson, Hverfisgötu 28 Jens Þórisson, Gránugötu 25 Jón Gunnlaugsson, Lækjargötu 6 Jón Orn Snorrason, Túngötu 25 Jóhann P. Halldórsson, Suðurgötu 61 Jóhann Skarphéðinsson, Lindarg. 11 Konráð K. Baldvinsson, Hvann.br. 68 Magnús E. B. Jónasson, Grundarg. 6 Sigurður Helgason, Suðurgötu 41B Omar Ingimundarsson, Hafnargötu 10 Sigurður Jónsson, Hvanneyrarbr. 28B Skarphéðinn Guðmundsson, Hávegjr 26 Stefán G. Jóhannsson, Lækjargötu 9 Þórleifur J. Haraldsson, Hólavegi 18 Þórarinn Guðbjartsson, Hafnargötu 10 Sunnudaginn 22. maí S t ú 1 k u r : Anna G. Guðbrandsdóttir, Hlíðarv. 3C Agústa I. Pétursdóttir, Suðurgötu 22 Dröfn Pétursdóttir, Hverfisgötu 19 Elín A. Gestsdóttir, Steinaflötum Guðfinna A. Jóhannesdóttir, Hávegi 3 Guðfinna Oskarsdóttir, Suðurgötu 68 Ingibjörg Kristjánsdóttir, Hólav. 69 Jóhanna D. Jónsdóttir, Laugarveg 44 Jóhanna Rögnvaldsdóttir, Suðurgötu 51 Nanna B. Sigurðardóttir, Suðurgötu 51 Olína S. Björnsdóttir, Hlíðarvegi 3 Olöf Guðmundsdóttir, Hvann.br. 72 Sigríður Magnúsdóttir, Túngötu 27 Þórkatla Sigurbjörnsdóttir, Laugarv. 23 Drengir : Agúst E. Vilhelmsson, Hávegi 5 Björn M. Björnsson, Hlíðarvegi 7B Björn I. Sigurbjörnsson, Grundarg. 6 Eyþór Þorsteinsson, Eyrargötu 14 Freysteinn Jóhannesson, Hverfisgötu 4 Guðbrandur S. Gústafsson, Fossv. 20 Halldór V. Kristjánsson, Hvann.br. 21B Jón H. Pálsson, Norðurgötu 5 Jón H. Sigurbjörnsson, Laugarv. 23 Karl J. Lilliendahl, Hverfisgötu 7 Kristinn H. Eldjárnsson, Hvann.br. 21 Níels Friðfinnsson, Vetrarbraut 6 Oskar S. Arnason, Norðurgötu 7 Oli Hertervig, Laugarveg 32 Sigurður Hafliðason, Lindargötu 16 Sigurmar K. Albertsson, Hvann.br. 23B Stefán Jónasson, Kirkjust. 9 Viktor Þ. Þorkelsson, Suðurgötu 24B Ferming í Patreksfjarðarkirkju Sunnudaginn 15. maí. (Prestur: Séra Tómas Guðmuudsson) S t ú 1 k u r : Aldís Jónsdóttir Auður Kristinsdóttir Asgerður Agústsdóttir Bryndís Friðþjófsdóttir Brynhildur Bjarnadóttir Elín Herdís Þorkelsdóttir Friðgerður Friðgeirsdóttir Hrafnhildur Guðmundsdóttir María Olga Traustadóttir Sigríður Gísladóttir Sigríður Mikaelsdóttir Sigþrúður Ingimundardóttir Þórunn Helga Sveinbjarnardóttir. Drengir: Eiður Bragason Friðrik Haraldsson Halldór Gunnarsson Helgi Sæmundsson Hreinn Kjartansson Jóhann Svavarsson Jón Arason Jón Björn Gíslason Kristinn Jóhannes Guðjónsson Sigurður Jóhannsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.