Morgunblaðið - 12.05.1960, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.05.1960, Blaðsíða 4
4 MORCUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 12. maí 1960 Hafnarf jörður Til leigu er 2ja herb. íbúð í Miðbænum til 1. okt. n.k. Fyrirspurnir sendist í póst hólf 711, Hafnarfirði, fyrir 15. maí. 2 systur óska eftir 2ja herbergja íbúð. Hring- ið í síma 24160. Húseigendur! Vantar 2—3 herb. íbúð nú þegar. Húshjálp kemur til greina. Uppl. í síma 12802. — Húsnæði 2 herb. með aðg. að eldhúsi til leigu fyrir einhleypt, reglusamt fólk. Uppl. í síma 17826 frá kl. 6-—8 í dag. — 2 skrifstofuskrifborð til sölu, annað tvöfalt. Sími 14600 og eftir kl. 7 í kvöld og næstu kvöld 33274. Saumur á gamla verðinu í pökkum 4” og 2’’ og IVz” ódúkkað 2” og 2Vz", dúkk- aður. Fæst í Þakpappaverk smiðjunni, Silfurtúni. — Sími 50001. Verkstæðispláss til Ieigu Stærð 65 ferm. Tilboð send ist Mbl., fyrir sunnudag,. merkt: „3312“. Ung barnlaus hjón óska eftir 2—3 herb. íbúð. Vinna bæði úti. Upplýsing- ar í síma 17307. Tek að mér að skafa og lakka útihurð ir. — Sími 33281. Stúlka vön saumaskap óskast. — SKÓGERÐIN h.f/ Rauðarárstíg 31. Sími 11092 Herbergi óskast Vantar herbergi með eld- unarplássi sem fyrst fyrir einhleypan, eldri mann. — Fyrirframgreiðsla. Uppl. í síma 14005. Nýleg harmonikka til sölu að Brekkustíg 8. — Barnavagn til sölu Sem nýr Silver-Cross barnavagn til sölu. — Upp lýsingar öldugötu 9, 3. hæð. — Ungur og reglusamur maður óskar eftir einhverri hreinlegri vinnu. Ýmislegt gæti komið til greina. Uppi. í síma 36154. íbúð 2—5 herbergja íbúð óskast til leigu. — Uppiýsingar í síma 34251. í dag er fimmtudagur 12. maí, 133. dagur ársins. Árdegisflæði kl. 05:54. Síðdegisflæði kl. 18:17. Slysavarðstofan er opin allan sólar- hringinn. — Læknavörður L,.R. (fyrir vitjanir), er á sama stað kl. 18—8. — Sími 15030. Vikuna 7.—13. maí er næturvörður í Vesturbæjar-apóteki, en sunnudaginn 8. mai í Austurbæjar-apóteki. Vikuna 7.—13. maí er næturlæknir í Hafnarfirði Kristján Jóhannesson, sími 50056. Holtsapótek og Garðsapótek eru opin alla virka daga kl. 9—7 og á sunnudög- um kl. 1—4. Ljósastofa Hvítabandsins Fornhaga 8 er opin fyrir börn og fullorðna alla virka daga kl. 2—5 e.h. I.O.O.F. 5 = 1425128*^ = Spkv. Aðgát skal höfð í nærveru sál- ar. — Einar Benediktsson. Sál lífvera er einnig og fjöldi í senn, eins og tunglið, sem speglast í mörg- um vötnum. —- — Ur Upanishads. Mig dreymir um eina alveldis sál, um anda sem gjérir steina að brauði. — Einar Ben. Úti kyrrt er allt og hljótt, ekki kvik á nokkru strái; vindar sofa sætt og rótt, sjávaröldur kúra í dái; víður himinn, lögur, láð ljóma, sunnugeislum stráð. • Gengið • Sölugengi 1 Sterlingspund ......... kr. 106,98 1 Bandaríkjadollar ....... — 38.10 1 Kanadadollar .......... — 39,25 100 Norskar krónur ......... — 534,25 100 Danskar krónur ......... — 551,80 100 Sænskar krónur.......... — 736,70 100 finnsk mörk ............ — 11,90 100 Franskir Frankar ....... — 776.30 10C Belgískir frankar ...... — 76,42 100 Svissneskir frankar .... — 878,70 100 Gyllini ................ — 1010,30 100 Tékkneskar krónur ...... — 528.45 100 Vestur-þýzk mörk ....... — 913.65 1000 J-irur ................. — 61,38 100 Pesetar ............... — 63,50 100 Austurr. schillingar ... — 146,40 Ungleg brosa grös á grund, gróður prýðir laut og bala; blómleg skreyta birkilund blöðin græn í hlíöum dala; fífill undir fögrum hól faðminn breiðir móti sól. Fuglinn býr er fyrrum svaf fjarri byggð í skorum kletta, vetrarblundi vakinn af víða þreytir flugið létta; hátt í lofti hörpu slær, heilsar vori röddin skær. Helgi Hálfdánarson: Vorblíða. Lárétt: — 1 sveitar — 6 hátið — 7 matur — 10 á — 11 sjá — 12 nið — 14 einkennisstafir — 15 vatns- ins — 18 óslétt. Lóðrétt: — 1 skip — 2 fitl — 3 létust — 4 raddar — 5 úði — 8 þeysir — 9 stækkuðu — 13 sjór — 16 ósamstæðir — 17 skamm- stöfun. A LAUGARDAGINN lcggur Karlakórinn Fóstbræður upp í söngferðalag um Norðurlönd. Með honum í förinni verð- ur Sigurður Björnsson, sem nú er í röð okkar beztu söngvara. Sigurður Björnsson er fædd- ur 19. marz 1932 í Hafnarfirði, sonur Björns Árnasonar, bif- reiðastjóra í Hafnarfirði og konu hans Guðfinnu Sigurðar- dóttur. Sigurður lagði stund á fiðlunám við Tónlistarskól- ann í Reykjavík og lærði jafn- framt söng hjá Guðmundi Jóns syni. Er farið var að kenna söng í Tónlistarskólanum lærði Sigurður þar hjá Primo Montanari og Kristni Halls- syni og útskrifaðist frá skól- anum með söng sem aðalnáms- grein vorið 1956. Haustið eftir fór hann utan til náms í Mún- chen, og þar hefur kennari hans verið Gerhard Húsch. — Hefurðiu verið á tónlist arskóla í Mún^hen eða í einka tímum? — í skóla, — Staatliche Hochschule fúr Musik, nefnist hann og þar hef ég sótt tíma í söng, píanóleik, hljómfræði, óperusögu, Ijoðasögu og al- mennri músik sögu. — Leggurðu eingöngu stund á ljóðatónlist? — Nei, einnig óratoríum söng og óperur Mozarts og óperur í Belcanto stil. — Væri ekki vænlegra að vera óperusöngvari upp á ítalskan máta að því er við kemur atvinnumöguleikum? — Jú, eflaust er það, en bæði er það að mér leiðist fremur ítalskur óperusöngnr og svo er rödd mín ekki eins heppileg fyrir slíkan söng og óratoríumsöng. Alla vega sam- ræmist það illa að syngja hvort tveggja. En það er mjög erfitt að koma fram sem nýr og óþekkt- ur söngvari, því að oftast er það að menn fá fyrst nafn eftir að hafa sungið í óperum. — Hvað hyggstu vera lengi undir handarjaðri Húsch? — Það er ekki gott að segja. Ég hef verið á þýzkum styrk si. ár og er ég að vona að hann verði framlengdur um eitt ár enn. — Hefurðu sungið opinber- Iega úti nýlega? — Já, ég er nú að koma frá ' Bilbao á Spáni, en þangað fór ég með Gerhard Húsch og söng í Mattheusarpassíunni eftir Bach og Sköpuninni eftir Haydn. Er ég ráðinn til að syngja þar aftur um næsbu páska. í vetur söng ég með Brúckn- er Rúggeberg í Hamborg og þegar til Múnchen kemur mun ég halda þar hljómleika á veg- um skólans. — Hvað verður þegar námi er lokið? Kemurðu heim? — Ætli það — hér verður ekkert fyrir mig að gera — nema syngja við jarðarfarir. — Þá er eins gott að fara á sjóinn. JÚMBÖ Saga barnanna — Manstu eftir kvöldinu, þegar við fylgdum herra Leó til krárinnar „Svarta skipsins"? Á meðan við bið- um fyrir utan, var hr. Leó að tala við gamla sjóræningjaforingjann. — Þegar ég var lítill, sagði Bola- bítur skipstjóri, átti ég hvorki föður né móður. Ég gekk aldrei í skóla — og þess vegna varð ég bara að gerast sjóræningi, þegar ég- varð stór. Nú iðrast ég og vil fá hjálp þína. — Hérna er kort, sem sýnir, hvar fjársjóður minn er falinn. Farðu nú og sæktu hann. Peningana vil ég gefa munaðarlausum börnum. Þá geta þau gengið í skóla og lært eitthvað — og þurfa ekki að gerast sjóræningjar. Jakob blaðamaður Eftir Peter Hoffman — Ég get ekki .. hrevft mig .... get ekki ___ Á meðan, í veitingavagni lestar- innar. —• — Áttu við að þú ætlir loksins að hætta að borða? —- Já, það er kominn tími til að fara að heimsækja farþegana, sér- staklega einn þeirra!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.