Morgunblaðið - 12.05.1960, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.05.1960, Blaðsíða 20
20 MORGVNBLAÐIÐ Fímmtudagur 12. maí 1960 Shipbrotám enn 7 EFTIR W. W. JACOBS c= — Það hlýtur að hafa bilað hjá þeim, sagði hann loks, ön- uglega. Verst að við skyídum ekki biðja húsvörðinn að láta okkur fá te. — Við skulum hlaupa þangað. Pope hristi höfuðið. — Gigt! sagði hann stuttaralega. — Við yrðum hundgagndrepa. Síðan stakk hann höndum í vasa og tók að ganga um gólf. Þannig leið hálf klukkustund. — Hver skrattinn skyldi hafa komið fyrir þá, sagði Knight. — Vonandi ekki neitt alvarlegt. — Ég vildi, að hann færi að koma, sagði Pope. — Svona er að fara að þínum ráðum. Hann gekk aftur að stiganum og settist niður, skjálfandi. Úti fyrir rigndi allt hvað af tók, og nú var auk þess tekið að bregða birtu. — Ég er hræddur um, að það sé eins og þú segir, að eitthvað hafi komið fyrir hann. Hann myndi aldrei láta mig bíða svona annars. — Eða mig! sagði Knight. — Þei, þei! Hann gekk út að dyrum og Pope á eftii. Glöggt mátti heyra í bíl, sem nálgaðist og eftir nokkr ar sekúndur sáust ljósin koma fram fyrir beygjuna á stígnum. Bíllinn staðnæmdist um leið og Pope læsti dyrunum, og stóð kyrr með vélina í gangi. — Hvað var að? spurði hann, þegar Biggs teygði sig aftur á bak og opnaði hurðina. — Að? Ekki neitt! svaraði Carstairs, eins og steinhissa. — Hvað hefurðu þá verið að drolla allan þennan tíma? spurði Pope og lét fallast þungt niður í sætið. — Er ég búinn að vera lengi? Ekki fannst mér það sjálfum. — Þú hefur ekki verið allan þennan tíma hjá frú Penrose? — Því ekki það? sagði Carsta- irs og var eitthvað svo innilegur í málrómnum. — Vel á minnzt, Knight, það var ungfrú Sea- combe, sem var í kerrunni með henni um daginn. Knight, sem var að tosa sér í frakkann, snuggaði. — Þessi yf- ir sig hrifna lýsing þín hefði heldur ekki getað átt við neina aðra, svaraði hann þui-rlega. — Lofaðu mér að hjálpa þér í frakk ann, Pope. Pope þá hjálpina, sem boðin var og hneig síðan aftur í sæti sitt, og er hann hafði um stund rýnt á Carstairs gegn um myrkr- ið, þagnaði hann alveg og var fúll. Loksins rauf hann þó þögn- ina, með því að minnast á te. — Te! sagði Carstairs. — Það er ég þegar búinn að fá. Hann dró síðan kragann upp um eyrun, kom sér vel fyrir í hominu og lokaði augunum. En Pope, sem varð til allrar ham- ingju eitthvað stirt um mál í bili, lét Knight hafa orðið fyrir þeim báðum. — Það er ekki te, sem hann skortir, heldur mannúð. Þarna situr hann og hugsar um engan annan en sjálfan sig, en við get- um drepizt úr kulda og hungri, án þess að það komi neitt við hann. Heyrirðu til mín, Carsta- irs? — Ég gleymdi ykkur alveg, svaraði Carstairs. — Við skulum stanza við fyrstu krá, sem við komum að. Áfram, Biggs. — Gleymdi okkur, þó, þó! end urtók Knight, og hækkaði rödd- ina, eftir því sem bíllinn herti á sér. — Og þetta heldur hann, að sé einhver afsökun. 5. Óslitinn straumur þyrstra öku manna inn í veitingastofuna í „Rauða Ljóninu" í marzmánuði, gaf til kynna búferli Carstairs til Berstead. Þeir fluttu á vögnum sínum gömul húsgögn og uppgerð húsgögn, sem minntu mest á það, er nýju víni er hellt á gaml ar flöskur með bezta árangri. — Stólar, sem höfðu fyrir ævalöngu gefið upp bök sín sem ólæknandi, réttu nú úr sér aftur, og buðu hverjum áhugamanni um list- muni að skoða sig, og aðrir stóðu á þremur nýjum fótum og ein- um gömlum. — Það er ekki hægt að sjá neitt nema taka þá í sundur, sagði Knight við Pope, einn dag- inn, — og það færi ekki einu sinni elzti húsvinurinn að reyna. Sjálfur þarf ég einhvern tíma að fá mér húsgögn, og þessi reynsla hefur verið mér sérlega dýrmæt. Þín innkaup verða var- anlegri en nokkur hinna. — Hvers vegna? — Af því að þau eru nýrri. — Þau verða orðin nógu göm- ul um það leyti, sem þú ferð að fá þér húsgögn, sagði Pope og glotti illkvittnislega. — Ég sagði þér víst ekki frá því, að ég fór með Carstairs í gær, til þess að vera alveg viss um, að frú Pen- rose væri ómeidd. Það er þriðja heimsóknin hans. Knight iyfti brúnum. — Töfrandi kona, sagði Pope og brosti við tilhugsunina. — in- dæl. Hins vegar var það greini- legt, eftir því, hvernig hún tal- aði um þig, að þú hefur ekkert erindi á þann bæ. — Til hvers fjárans fórstu að minnast á mig? — Það datt mér ekki í hug, sagði Pope rólega, en hún var að tala um ungfrú Seacombe við Carstairs — indælis stúlka, svo hrein og flekklaus á svipinn — Svei mér ef ég fór ekki að veita henni nánari eftirtekt. — Haltu áfram, sagði Knight. — Mig varðar ekkert um tilfinn- ingar þínar. — Hún, þ. e. frú Penrose, auð vitað .. var að tala um þá ábyrgð sem á henni hvíldi, og þegar hún minntist á unga iðju — og auðnu leysingja, sem ekkert mark eða mið ættu sér í þessum heimi, vissi ég, að hún átti við þig. Og þegar hún notaði lýsinguna „mein laus og gagnslaus", varð ég al- veg viss. Verst að hún skyldi ekki nefna þig með nafni, þá hefði ég þó getað staðið upp og tekið svari þínu. — Mér er nú sama um öll hin lýsingarorðin, sagði Xnight með ákafa, en „meinlaus" er verra en svo, að ég geti þolað það. En kannske kemst hún á aðra skoð- un með tíð og tíma. Meinlaus .. ekki nema það þó! Það hefur eng inn dirfzt að kalla mig fyrr. — Hefði það verið Fred Peplow, þá var það fyrir sig. — Henni kemur mjög vel sam an við Carstairs, hélt Pope áfram. Það verður gaman að sjá, hvað skeður, þegar hún kemst að þvi, að hann þekkir þig. Annað hvort gefur hún honum reisupassann samstundis, eða.... — Eða hvað? rak Knight á eftir. — Eða hann verður að gefa þér passann. — Það hefur enn enginn gert nema eftir minni ósk, sagði Knight hressilega. — Geturðu hugsað þér annað eins vanþakk- læti? Aldrei hefði Carstairs vit- af. að þetta hús væri til, hefði ég ekki verið. Aldrei hefði hann rek izt á kerruna, ef ég hefði ekki ver ið. Ertu nú alveg viss, að hún hafi sagt meinlaus? Sagði hún ekki meingripur? Næst er þeir hittust, greip Knight tækifærið til að minna Carstairs á allar sínar marghátt- uðu velgjörðir við hann, en jafn- vel þótt Knight hefði þá reglu að líta helzt á björtu hliðina á hverjum hlut, var farinn að leggj ast í hann grunur um, að vinur hans væri ekki eins trúr hags- munum hans og vera ætti. Þessi maður, sem hann hafði auðsýnt svo margháttaðar velgjörðir lét sig meira að segja hafa það að ráðleggja honum að fara burt í eitt ár og leita sér uppi eitthvert erfitt starf, sem ætti við hann! Þegar Knight hafði bent honum á þversögnina í þessu, bað hann Carstairs útskýra mál sitt nánar og eftir langa umhugsun stakk Carstairs upp á kindabúskap í Ástraliu. — Jú, átti ég ekki von? sagði Knight og andvarpaði. — Ég fór nærri um, hvað þú myndir koma með. Þetta er einmitt sú'atvinna, sem greindir vinir mínir velja alltaf handa mér. Og alltaf skulu þeir þurfa að staglast á Ástralíu. Líklega geta þó kind- ur lifað víðar í heiminum. Hvers vegna þá í Ástralíu. Og hvaða fjandans vitglóru hef ég á kind- um? Carstairs hugsaði sig um. — En hænsnarækt? sagði hann dræmt. — Já, það var einmitt hitt úr- ræðið. Þó ekki eins vinsælt af því að það er hægt að fremja hér heima í Englandi. Lít ég ekki al- veg út eins og hænsnabóndi? — Hvernig heldurðu, að hænuræfl- arnir kynnu við mig? — Kannske væri betra fyrir þig að fara að vinna smátt og smátt, sagði Carstairs brosandi. — Ég get útvegað þér hálfan dag. Ertu nokkuð að gera á föstudag- inn? — Það fer allt eftir því, hvaða vinnu þú hefur. — Ég hef verið að semja við gamla föðursystur mína að koma og verða ráðskona hjá mér í Ber- stead, sagði Carstairs. Hún þurfti dálítið langan umhugsunartíma, en nú hefur hún afráðið að koma, en kemur heldur fyrr en ég vildi. Hún kemur til London á föstudag og ætlar að vera þar nokkra daga áður en hún sezt að í Berstead. — Hvað á ég að gera við hana? Senda hana aftur heim til sín? — Nei, þú átt að hafa af fyrir henni í nokkra klukkutíma. Hún kemur á Eustonstöðina klukkan þrjú, en við Pope höfðum ákveð- ið að fara að skoða húsið á sama tíma. Þetta er sjötug kelling, og ef við hittum hana og afhendum þér hana, þurfum við ekkert uð breyta okkar fyrirætlunum. Þú gætir farið með hana hingað heim og litið til með henni, þang að til við komum aftur. — Á hún að verða fastur heim ilismaður í Berstead? — Það var ætlunin. — Og rétt ætlað hjá þér, sagði Knight. — Þið Pope þurfið ein- hvern til að líta eftir ykkur. Ég var nú að vísu búinn að ráða mig — meira og minna áríðandi, \ einum fimm eða sex stöðum á föstudaginn, en ég læt það fokka. Ég vil gjarnan safna glóðum elds að höfði þínu, eins og þeir segja í biblíunni. Hvað sagðirðu, að hún væri gömul? — Sjötug. Knight varð hugsi. — Þið verð ið eins fljótir og þið getið í þess- ari ferð, ég vil ekki safna of mikl um glóðum elds á ykkur. Hún er vonandi ekki hrædd í leigubíl? Þegar Finnur er að flýta sér ] mætir hann elginum, sem hann i Þetta hlýtur að vera gamli I elgurinn, sem ég særði. Hann er buvt með segulbandsspóluna,*hafði sært á hálsi. I ^óður. Ég vil ekki að hún haldi sér fast í mig eða þess háttar. Kvíði Knights fór vaxandi með degi hverjum og hann var held- ur rislágur, er hann beið á stöð- inni með þeim félögum, eftir lest ir.ni. — Hún vill sennilega hvíla sig, þegar hún kemur heim til mín, sagði Carstairs. — Vertu eins góður við hana og þú getur. Það er hálf leiðinlegt, að ég skuli þurfa að þjóta burtu einmitt núna. — Já, fjandans leiðinlegt, sam- þykkti Knight. — Ég vildi bara að ég hefði tekið Fred með mér til þess að hjálpa mér. Lestin kom nú að pallinum og fólkið streymdi út. Lítil og grann vaxin gömul kona, hvíthærð og með skær, blá augu gekk í áttina til þeirra. Carstairs heilsaði henni innilega og kynnti síðan fé laga sína. Síðan skýrði hann frá því, hvernig á stæði, hálf vand- ræðalegur. — Þetta er fallega gert af blessuðum manninum, sagði frú Ginnell, — en annars hefði ég vel gelaS bjargað mér ein. Farið þið nú bara ykkar leið. Hr Knight sér um farangurinn minn. Ég sé ykkur þegar þið komið aftur. Gamla konan lyfti nefi og snuggaði ánægjulega, meðan burðarkarlinn var að hrúga far- angri hennar í bílinn. — Lykt- ar vel! sagði hún. Knight varð að spurningar- merki. — Ég á við London, sagði gamla konan. — Hef ekki komið hingað í tuttugu og tvö ár. — Er langt heim til frænda? — Nei, svo sem tvær mílur. Frú Ginnell andvarpaði. — Biðjið þér hann að aka hægt, tautaði hún. Sflíltvarpiö Fimmtudagur 12. maí 8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn — 8.j5 Morgunleikfimi. — 8.15 Tónleikar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tónleikar. — 10.10 Veðurfregnir). 12.00 Hádegisútvarp. 12.50—14.00 „A frívaktinni", sjómanna- þáttur (Guðrún Erlendsdóttir). 15.00 Miðdegisútvarp. — 16.30 Veðurfr. 19.00 Þingfréttir. — Tónleikar. 19.25 Veðurfregnir. 19.40 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Stormar yfir Afríku, — erindi (Baldur Bjarnason magister). 20.50 Einsöngur: Britta Gíslason syng- ur; Fritz Weisshappel leikur und- ir á píanó. a) „Visa í folkton" eftir Petter- son-Berger. b) Tvö lög eftir Agathe Backer- Gröndahl: „Bláveis" og „Mot kveld“. c) „Lille barn“ eftir Gustav Nordquist. d) „Sáv, sáv, susa“ eftir Jan Si- belius. 21.10 Upplestur: Tvö minningarkvæði eftir Guðmund Friðjónsson (As- mundur Jónsson frá Skúfsstöð- um). 21.20 Tónleikar: Laurindo Almeida leikur á gítar. 21.40 „Fyrst allir aðrir þegja": Ofur- lítið um hina margumtöluðu minka (Olafur Sigurðsson bóndi á Hellulandi flytur). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Smásaga vikunnar: „Syndagjöld ln“ eftir Guðmund G. Hagalín. (Höfundur les). 22.35 Frá tónleikum Sinfóníuhljóm- sveitar Islands 1 Þjóðleikhúsinu 29. f.m. Stjórnandi: Dr. Václav Smetácek frá Prag. Sinfónía nr. 5 1 e-moll (Frá nýja heiminum) eftir Antonin Dvorák 23.25 Dagskrárlok. Föstudagur 13. maí 8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn — 8.05 Morgunleikfimi — 8.15 Tónleikar — 8.30 Fréttir — 8.40 Tónleikar — 10.10 Veðurfregnir). 12.00 Hádegisútvarp. 13.15 Lesln dagskrá næstu viku. 15.00—16.30 Miðdegisútvarp. 19.00 Þingfréttir. — Tónleikar. 19.25 Veðurfregnir. 19.35 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Ur endurminningum Arna Sigur- pálssonar í Skógum, — frásögu- þáttur (Karl Kristjánsson alþing- ismaður). 21.00 Islenzk tónlist: Verk eftir Karl O. Runólfsson. 21.30 Utvarpssagan: „Alexis Sorbas" eftir Nikos Kazantzakis; XVII. (Erlingur XJíslason leikari). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Garðyrkjuþáttur: Grænmeti allt árið (Unnsteinn Olafsson skóla- stjófi). 22.25 I léttum tón: Operettulög. 23.00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.