Morgunblaðið - 12.05.1960, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.05.1960, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 12. maí 1960 / ITtg.: H.f Arvakur Reykjavík Framkvæmdastjóri: Sigí'ús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Asknftargjald kr. 45.00 á mánuði mnanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. SPARNAÐUR ER UNDIRSTAÐA FRAMKVÆMDA CÉRHVER einstaklingur ^ þekkir það af eigin reynslu, að ef kaupa á eitt- hvað sem er dýrara en svo að hægt sé að greiða fyrir það með tekjunum, eða afgangi teknanna hverju sinni, þá verður að leggja fyrir fé. Get- ur slíkur sparnaður oft tek- ■ ið langan tíma. Nákvæmlega sama lögmál gildir um þjóðfélag í heild, ef miðað er við þær eðlilegu aðstæður að full atvinna ríki, Þá getur ekki orðið úr nein- um framkvæmdum, hvort heldur sem þær eru á vegum einkaaðila eða opinberra að- ila, nemá fram komi sparnað- ur, sem er jafn mikill og framkvæmdirnar kosta. Ann- ars er verðbólgunni boðið heim. Stundum eru tekin erlend lá* * og er þá verið að nota sparnað annarra þjóða, og er það eins konar frestun á eig- in sparnaði, því lánin þarf að endurgreiða. En slíkar lán- tökur geta flýtt mjög efna- hagsþróuninni, ef skynsam- lega er á haldið. Hversu vel sem til tekst um öflun er- lendra lána, geta þau þó aldrei verið nema hjálpar- tæki við uppbyggingu at- vinnuveganna. Fjármagn til framkvæmda verður fyrst og fremst að byggjast á sparnaði þjóðarinnar sjálfrar. Sparnaður getur verið í ýmsu formi. Má til dæmis nefna skattana, sem eru eins konar skyldusparnaður. — Þannig er fé tekið til opin- bers rekstrar og fjárfestingar. Með háum sköttum er hægt að skylda eða neyða þjóðina til að leggja fé í þær fram- kvæmdir, sem stjórnarvöldm ákveða. Allir munu sammála um, að skattar séu nauðsynlegir til þess að hið opinbera geti lagt í vissar framkvæmdir og haldið uppi ýmiss konar þjónustu. Jafnframt munu flestir vera þeirrar skoðunar, að skattar megi ekki vera mjög háir. Af háum sköttum leiðir margs konar spilling, það dregur úr löngun manna til að vinna mikið og jafn- framt getur það ekki talizt réttlæti, að opinberir emb- ættismenn fái ráðstöfunar- rétt yfir verulegum hluta af tekjum einstaklinganna. Fjárfesting getur aldrei orðið heilbrigð nema hún byggist að mestu leyti á ó- þvinguðum sparnaði fólksins, sparnaði, sem það finnur, að það hefur sjálft hag af. Til þess að sparnaðurinn komi atvinnuvegunum til góða, þá þarf verulegur hluti hans að vera í formi sparifjár, er lagt sé í banka og sparisjóði, eða að almenningur ráðstafi fé sínu beint til fyrirtækja með kaupum á skuldabréfum eða hlutabréfum, sem þá þyrftu að vera til sölu á almennum markaði. Á undanförnum árum og áratugum hafa verið gerðar margvíslegar ráðstafanir til að bæta hag hinna ýmsu at- vinnugreina og stétta, en furðulegt tómlæti hefur rikt um hag þeirra, sem hafa vilj- að leggja fyrir sparifé. Þeir, sem ekki hafa gefizt upp og hafa haldið áfram að leggja fyrir fé, þrátt fyrir hinar ó- hagstæðu aðstæður, hafa orð- ið fyrir hverju áfallinu á fæt- ur öðru vegna rýrnunar pen- inganna. Nú hefur, undir for- ystu ríkisstjórnarinnar verið horfið inn á nýja braut. Tryggja á verðgildi íslenzka gjaldmiðilsins, þannig að all- ir geti sannfærzt um, að hon- um sé að treysta. Bæði inn- anlands og erlendis sjást merki þess, að slíkt traust er óðum að skapast. Nú þarf að myndast spari- fé til að leggja grundvöllinn að margs konar framkvæmd- um, svo sem til áframhald- andi rafvæðingar í landinu. Það má ekki endurtaka sig, að jafnvel þurfi að taka er- lend lán til að borga innlenda tolla af vörum til nauðsyn- legustu framkvæmda. Að undanförnu hafa orðið verulegar hækkanir, einkum á innfluttum varningi, sem segja má að snerti hvert mannsbarn í landinu. Fólk getur því færri krónur spar- að, en það hefði getað áður. En nú hefur orðið sú mikil- væga breyting, að þar sem áður mælti flest með sem mestri eyðslu, þá er nú skyn- samlegt að spara. Fyrst og fremst vegna öryggisins, sem nú er verið að búa íslenzka gjaldmiðlinum og einnig vegna hinna háu vaxta, sem sparifíár°iöendum eru boðn- UTAN UR HEIMI Nýr ritstjdri við málgagn páfastóls • Erfitt aS breyta venjunum Aðalritstjóranum, Giuseppe della Torre di Sanguinette greifa, sem var orðinn 75 ára gamall, hafði starfað við blaðið um 40 ára skeið og „lifað“ þrjá páfa, reyndist allt annað en auð- velt að breyta skyndilega venj- um í þessu efni. — Nú hefir hins vegar alveg breytt um stíl í páfamálgagninu. — Hinn „nýungagjarni" páfi hefir sem sé skipað nýjan ritstjóra við blaðið, Raimondo nokkurn Manzini — tæplega sextugan mann, sem á undanförnum árum hefir verið ritstjóri áhrifamesta kaþólska blaðsins í Bologna, „L’AVennire d’Italia“. • „Rödd páfans“ „L’Osservatore Romano" er á ýmsan hátt allóvenjulegt blað. Starfsliðið er fámennt, og út- breiðsla þess ekki sérlega mikil — upplagið ca. 75.000 eintök — en áhrifa þess gætir miklu meir og víðar en við mætti búast, ef litið er á eintakafjöldann. Má segja, að blaðið nái til milljóna manna heimshornanna milli — en það er af því, að kaþólskir líta á það sem „rödd páfans". — RAIMONDO MANZINI — hinn nýi ritstjóri „L’Osser- vatore Romano“ Fyrir meira eh 30 árum sagði Pietro Gaspari kardínáli, utan- ríkisráðherra páfaríkisins: —■ Við þurfum aðeins blað, þar sem við getum birt nauðsynlegar tilkynn ingar okkar — og mótmæli, þeg- ar með þarf. • Réðst á allt og alla En L’Osservatore Romano varð með tímanum meira en þetta —■ og nú, þegar það hefir brátt komið út í 99 ár, má það teljast með áhrifameiri blöðum heims- ins. — Það þroskaðist mjög, ef svo mætti segja, og fékk aukna alþjóðlega þýðingu á Mussolini- tímanum, en þá gerði della Torre greifi oft harða hríð að einvaldsherranum í blaði sínu, þótt hann mætti búast við fang- elsun á hverri stundu. — Á ár- unum eftir stríðið þótti hinn aldraði ritstjóri hins vegar ger- ast æ íhaldssamari og „þurrari“ £ skrifum sínum — og hann gerði árásir á allt og alla, allt frá helztu stjórnmólamönnum heims ins til baðfata kvenfólksins. — ★ — Hinn nýi ritstjóri, Raimondo Manzini, er gamall vinur Jó- hannesar páfa — og styður af heilum hug hin nýtízkulegu sjónarmið hans. Og vafalaust mun Manzini gera breytingar á blaði sínu í samræmi við það. ÞESSI mynd er frá þjóðar- atkvæðagreiðslu um lýð- veldisstofnun í Ghana, sem fram fór fyrir skömmu, en þá var jafnframt kjörinn fyrsti forseti lýðveldisins. — Stofnun lýðveldis var samþykkt með yfirgnæf- andi meirihluta atkvæða — og Nkrumah, núverandi forsætisráðherra, sigraði í forsetakosningunum. — Heyrzt hafa raddir um, að kosningasvik hafi verið höfð í frammi til að tryggja Nkrumah sigurinn.' JÓHANNES páfi XXIII er " hinn mesti „nýjungamað- ur“, eins og kunnugt er — og þykir sumum hinum eldri og íhaldssamari kaþólikkum nóg um allar þær siðabreytingar, sem hann hefir gert á emb- ættistíma sínum, sem er þó ekki langur orðinn — svo að von kann að vera á meiru af slíku taei. — Skömmu eftir Jóhannes páfi \ \ XXIII. vill ekki, að j blaðið nefni sig j „hinn blessaða, s s S „LlillU VICJOUUU, \ j helga foður“ — j |segir, að, ,Jóhannes| i páfi, sé fullgóður S titm... \ ) s i s að hann var kjörinn páfi kall- aði hann fyrir sig ritstjóra málgagns páfastólsins, „L' Osservatore Romano", og bað hana kurteislega, en ákveðið að sjá til þess, að blaðið hætti að nefna sig „Hans háæru- verðugheit" og „Hinn bless- aða, helga föður“ og öðrum álíka hátíðlegum titlum. Jó- hannes XXIII lét ritstjórann skilja, að það væri yfrið nóg — og miklu viðkunnanlegra — að tala bara um „Jóhannes páfa“, eða „páfann“, án allr- ar skrúðmælgi. rsra Óeirðirnor í S-Aíríku skipulugður í Moskvu — segja MRA-menn 8 cic með hálfum fyrir aftan DANSKA blaðið „Informa- tion“ sagði fyrir skömmu nokkuð frá fundi, sem ýms ir leiðtogar Siðvæðingar- hreyfingarinnar svonefndu (MRA) héldu í höfuðstöðv- um samtakanna í Caux í Sviss. Segir blaðið, að þar hafi Ole Björn Kraft, fyrr- verandi utanríkisráðherra Dana, látið svo um mælt í ræðu — án þess þó að til- greina heimildir — að á síð- ustu 6 mánuðum hafi „mill jónum manna að baki járn- tjaldsins orðið ljóst“, að MRA sé kommúnismanum yfirsterkara — að MRA „breiðist óðum út meðal milljóna Rússlands“, og „flóðaldan verði öflugri með degi hverjum“. • Kraft drap einnig á Suður-Afríkumálin. Hann minntist ekki á vegabréfa- þvlnganirnar eða einstök atriði skotárásanna á blökkumenn, fremur en aðrir ræðumenn — en sam- kvæmt fréttaþjónustu MRA „hét Kraft viðstöddum Af- ríkumönnum því, að hann mundi standa með þeim í baráttunni fyrir því, að Sið væðingarhreyfingin næði útbreiðslu um heim allan“. • Sænskur þingm. lýsti einlægri umhyggju sinni fyrir Afríku og kvaðst reiðubúinn að fara þangað þegar í stað á vegum MRA „til þess að bjarga milljón- unum ffrá kommúnisman- um“. — Mannasseh Moer- ane, sem MRA-menn kalla varaforseta 10.000 afrískra kennara í S.-Afríku (Titla- notkun MRA ber þó yfir- leitt ekki að taka of hátíð- lega, bætir blaðið við innan sviga), sagði m.a. í ræðu, að hefði Siðvæðingarhreyf- ingarinnar ekki notið við, „hefðu orðið miklu meiri blóðsúthellingar í Suður- Afríku“. • Loks eru þessi ummæli höfð eftir George Molefe, sem nefndur er „leiðtogi í „Þjóðernissamtökum Af- ríkumanna“, sem nýlega voru bönnuð“: — „Óeirð- irnar og manndrápin í Suð- ur-Afríku eru liður í áætl- unum, sem gerðar hafa ver- ið í Moskvu. Siðferðilegur veikleiki lamar krafta Af- ríkuleiðtoganna og er I þann veginn að gera Af- ríku að nýju Kína“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.