Morgunblaðið - 12.05.1960, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.05.1960, Blaðsíða 8
8 MORGVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 12. maí 1960 Af 20 milli. dala heimild hefur verið tekið 7,8 millj. dala lán til greidslu skulda Upplýsingar um gjaldeyrislántökur gefnar á Alþingi í gœr í GÆR var á dagskrá Sam- einaðs Alþingis fyrirspurn um gjaldeyrislántöku ríkis- stjórnarinnar frá Eysteini Jónssyni. Fyrirspurnin var svohljóðandi: „Hvað er búið að nota mikið af heimildum þeim til gjaldeyr- islántóku, sem ríkisstjórnin afl- aði sér með efnahagslöggjöfinni í vetur? Úr tveim áttum Gylfi Þ. Gíslason, viðskipta- málaráðherra, varð fyrir svörum og upplýsti, að í samrsemi við „kvóta“ sinn hjá Alþjóðagjald- eyrissjóðnum og þá samninga, sem gerðir hefðu verið við sjóðinn á sl. vetri, gæti ísland keypt gjaldeyri af sjóðnum f y r i r samtals 8,4 millj bandaríska dali. Af þessari heim- ild hefðu nú ver ið n o t a ð i r 2,8 millj. dalir, en það samsvaraði gúll innborgun íslands í sjóðinn. Ennfremur skýrði ráðherrann frá því, að yfirdráttarlánið hjá Evrópusjóðnum væri 12 millj. bandarískir dalir — og hefðu af þeirri upphæð nú verið notaðir 5 millj. dalir. Bankaskuldir greiddar Samtals hefðu því verið not aðar 7,8 milljónir af þeim 20 milljónum bandarískra dala, sem til ráðstöfunar væru hjá þessum tveim stofnunum. Þetta fé hefði eingöngu verið notað til þess að greiða yfir- dráttarskuldir íslenzkra banka við erlenda, en þær liefðu ver- ið mjög háar ,þegar gengis- breytingin var framkvæmd. Gegn miklum lántökum Eysteinn Jónsson þakkaði fyrir þessar upplýsingar. Hann kvaðst vilja nota tækifærið til að vara ríkisstjórnina enn einu sinni við miklum gjald- syrislántökum. Þó að ráðstaf- inir hennar í efnahagsmálun- am væru hugs- xðar til jafnvæg ;s, mundu þær xð öllum líkind- im leiða af sér 5jafnvægi. Þeg- ar svo væri komið, mundu gjald eyrisskuldirnar verða okkur fjöt ur um fót. Frekari umræður urðu ekki um málið. Flugbrautin á Raufarliöfn stælíkuð RAUFARHÖFN, 11. maí. — Mikil atvinna hefur verið hér undan- farið. I gær var hafin stækkun á flugbrautinni, en ætlunin er að lengja hana upp í 550—600 m, svo stærri flugvélar en sjúkra- flugvélar geti lent á henni. Þá hefur verið unnið að endurbótum á Síldarverksmiðjunni og mikil •vinna í sambandi við það. Afli hefur verið góður í vor eins og venjulega. — Undanfarið hefur verið mikil veðurblíða, eins og víðast hvar á landinu, og krían kom óvenjulega snemma í vor, rétt upp úr mánaðamótum. Þált. Bjartmars Guðmundssonar o.H. Vegalog endurskoð- uð fyrir næsta þing Lagt hefur verið til að auka jbjóð- vegakerfið um nær 1200 km BJARTMAR Guðmundsson og fleiri alþingismenn lögðu í gær fram á þingi ályktunartillögu um að ríkisstjórninni verði falið að láta fram fara athugun og endurskoðun á lög- um um þjóðvegi, sýsluvegi, fjallvegi og hreppavegi — og sé endurskoðuninni lokið áður en næsta reglulegt Alþingi kemur saman. Með þingsályktunartillögunni fylgir greinargerð af hálfu flutn- ingsmanna, sem auk Bjartmars Guðmundssonar eru þeir Sigurð- ur Ágústsson, Jón Arnason, Ein- ar Sigurðsson, Björn Pálsson og Benedikt Gröndal. Auk þess er birt sem fylgiskjal umsögn Vega málastjóra um tillögur þær, sem gerðar hafa verið á Alþingi nú tun breytingar á vegalögum. 1 greinargerðinni segir svo: Fram hafa komið á Alþingi því, sem nú er senn að ljúka, margar breytingartillögur við vegalög Lúta þær allar að því að leggja til, að vegalög verði opnuð og vegaspottum í öllum kjördæmum landsins, nema RÆykjavíkurkjördæmi og Reykja neskjördæmi, verði bætt inn á þjóðvegakerfið. Alls er þar um allmikla aukningu að ræða við þjóðvegakerfið, eða 1163,4 km. Álit vegamálastjóra Á sinum tíma var öllum þess- um breytingartillögum vís- að til samgöngumálanefnda þingsins, en þær sendu hins vegar tillögurnar til vega- málastjóra til umsagnar. Komið er nú frá honum ýtarlegt álit, sem gengur í aðalatriðum í þá átt að leggja til að vegalög verði ekki opnuð á þessu þingi, þar sem fjárframlög til þjóðvega séu svo takmörkuð, að taka muni um 30 ár að fullgera þá þjóðvegi, sem þegar hafa verið ákveðnir, með viðlíka fjárframlagi árlega og verið hefur hin síðustu ár. Liðin eru nú 5 ár, síðan vega- lög hafa verið opnuð, og er það lengri tími en verið hefur áður. Að undanförnu hafa viðaukar við þjóðvegakerfið einkum verið þannig til komnir, víða a. m. k., að kaflar sýsluvega hafa verið teknir inn, en sýsluvegakerfið hins vegar fært út heima fyrir að sama skapi. Ákvæði gömul og úrelt Eins og nú hagar háttum Þetta er mynd af de Havilland „Caribou" — hreindýrinu — flugvél, sem sumir telja að hentug sé til innanlandsflugs hér. Flugvél af þessari gerð er væntanleg hingað til lands síðar i Vonir bundnar við flugvélina Flugmálaráðherrá, Ingólfur Jónsson, taldi réttmætt að vonir væru bundnar við ,Caribou“ flug- vélarnar og væri ákjósanlegt, ef hægt yrði að reyna slíka vél hér í nokkrar vikur. Það yrði vissu- lega mikill sparnaður, ef kom- ast mætti af með flugbrautir, sem aðeins væri þriðjungur af lengd- þeirra, sem nú eru notaðar. A hinn bóginn kostuðu flugvélar þessar tugmilljónir og væru svo nýjar af nálinni, að naumast væri komin á þær nægileg reynsla. Ef í ljós kæmi við athugun, að flugvélin hentaði vel hér og kunn áttumenn teldu skynsamlegt að ráðast í kaupin, yrði að sjálf- sögðu leitazt við að útvega fjár- magn til að eignast slíka flugvél. mánuðinum. — Verði staðsett hér um skeið t Alþingi r gœr ; ,Caribou' flugvéi Magnús Jónsson benti á það, að bandaríski flugherinn hefði keypt allmargar flugvélar af „Garibou" gerð og mætti því e. t. v. ná samkomulagi við varnarlið- ið um að slík flugvél yrði stað- sett hér um nokkurt skeið og hún reynd við islenzkar aðstæður. reynd bráðlega Tillaga um að athugað verði, hvort sú tegund henti ekki innanlandsfluginu bezt Á FUNDI Sameinaðs þings í vélar þyrftu, er nú væru notað- ...... . ar i innanlandsflugi hérlendis. gær, fylgdi Sigurvm Einars- Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs og var tillögunni vísað til at- hugunar í nefnd. Þess má að lokum geta, að nokkuð var um flugvélategund þessa rætt á Alþingi fyrir rúmu ári. Þá hafði minni reynzla af henni fengizt og voru skoðan- ir skiptar um það, hversu hent- ugt mundi vera að kaupa slíka son úr hlaði ályktunartillögu um að ríkisstjórnin láti at- huga, hvort de Havilland „Caribou“ flugvélar, sem smíðaðar eru í Kanada, muni ekki henta öðrum flugvélum betur til innanlandsflugs hér. Þurfa stutta flugbraut Þær mætti nota til margvís- legra fluttninga, m. a. gætu þær flutt 20—30 farþega, og væri4 meginkostur þeirra sá, að þær þyrftu ekki nema um 150 m langa flugbraut þegar skilyrði væru góð og kæmust af með 400—540 m langar brautir við hin erfið- ustu skilyrði, í stað allt að 1200 m langia brauta, sem þær flug- manna og viðskiptum, er hvert byggðarlag svo að segja dæmt úr leik, sem ekki hefur sæmilegt vegasamband, svo og einstök býli. í fjölmörgum byggðarlögum er ástandið að þessu leyti enn al- gerlega óviðunandi að meira og minna leyti, jafnvel sums stað- ar þar, sem þó eru sæmilegir ak- vegir um aðalbyggðirnar. Ur þessu verður að bæta, og til þess eru ýmis ráð. Þjóðvegakerfið verður að færa eitthvað út frá því, sem nú er, og fjárframlög til þjóðvega er óhjákvæmilegt að auka á næstu árum, jafnvel afla lána til að hraða þar einstökum vegalagning um. Fjárráð sýsluveganna verður og að auka í miklum mæli, einn- ig fjárráð hreppavega. Akvæði um sýsluvegi og sýsluvegasjóði eru gömul og úrelt og tekjur þeirra nú af fasteignum heima fyrir og framlög úr ríkissjóði á móti í engu samræmi við þörf eða það, sem upphaflega var, þegar lög þessi voru sett. Þörf á miklum umbótum Hin síðari ár hefur lítið sem ekkert verið hægt að vinna að nýlagningu sýsluvega, nema þá helzt fyrir lánsfé. Tekjur þeirra hafa farið í að halda akfærum þeim köflum, sem komnir eru og flestir gerðir af vanefnum. Hvar sem litið er á vegi, blasir við pörf á miklum umbótum. Endurskoðun sú, sem þings- ályktunartillaga þessi leggur til að fram fari á vegum ríkisstjórnarinnar, er nauðsynleg og ætti að geta leitt til mikillar úrlausnar í vandamáli, og henni þyrfti að hraða svo mikið, að mái þetta gæti fengið afgreiðslu á næsta reglulegu Alþingi. Smíði hófst fyrir þrem árum Allmikil reynsla hefði þegar fengizt af „Caribou“ flugvélunum og virtust þær yfirleitt gefast heldur betur, en lofað var af verk smiðjunni, þegar framleiðsla var hafin fyrir u. þ. b. þrem árum. Æskilegt væri að fá sem fyrst úr því skorið, hvert nota- gildi „Caribou“ flugvélanna væri hér. Kemur hingað bráðlega 1 framhaldi af þessu skýrði Sigurvin Einarsson frá því, að fyrir atbeina flugmálastjóra mundi innan skamms gefast tæki færi til að athuga allítarlega flug- kosti „Caribou" flugvélanna, en ein slík flugvél mundi staldra við hér á landi um sólarhrings- skeið einhvern tíma milli 20. og 23. maí. Mundi verða reynt að fá þá dvöl framlengda ef hægt væri. flugvél hingað til lands. Verður fróðlegt að fylgjast með, hver niðurstaðan verður að þessu sinní. Gunnar Friðriksson kosinn forseti SVFÍ TÍUNDA landsþingi Slysavarha- félags íslands lauk í gærkveldi, eftir að hafa setið á rökstólum síðan á sunnudaginn var. Síðasta málið, sem þingið gekk frá var að venju kosning stjórnar og trúnaðarmanna. Forseti félagsins Guðbjartur Ólafsson, lýsti því yfir, að hann mundi nú ekki fram ar gefa kost á sér til þess að veita félaginu forstöðu. Lét þing ið á eftirminnilegan hátt í ljós þakklæti til hans fyrir brigðu- Iaust starf í þágu félagsins og sí vakandi árvekni og veivilja á undanförnum árum. Síðan var gengið til stjórnar- kjörs. Gunnar Friðriksson, fram- kvæmdastjóri var kjörinn forseti Slysavarnafélags íslands. Hafði hann undanfarið gegnt formanns störfum i byggingarnefnd Slysa- varnahússins, og sýnt afburða dugnað í því starfi. Hann var kjörinn mótatkvæðalaust, og mátti fremur kalla að um hyll- ingu væri að ræða en kosningu, því þingheimur allur reis úr sæt um og fagnaði hinum nýja for- seta. Stjórn Slysavarnafélags íslands næstu 2 ár skipa því: Forsetí Gunnar Friðriksson, framkvstj.; féhirðir Árni Árnason, kaupmað- ur. — Meðstjórnendur eru: Gróa Pétursdóttir, frú; Rannveig Vig- fúsdóttir, frú; Friðrik Ólafsson, skólastjóri; Ólafur Þórðarson, skipstjóri, og Baldur Jónsson, framkvæmdastjóri. — Varameð- stjórnendur eru: Árni Sigurjóns- son; Ingibjörg Pétursdóttir, frú; Jón Oddgeir Jónsson; Sigurjón Einarsson og Geir Ólafsson. Meðstjórnendur fyrir lands- fjórðunga eru. Fyrir Sunnlend- ingafjórðung: Frú Sigríður Magn úsdóttir, Vestmannaeyjum. Fyrir Vestfirðingafjórðung: Þórður Jónsson, Látrum. Fyrir Norðlend ingafjórðung: Júlíus Hafstein, fyrrverandi sýslumaður, Reykja- vík. Fyrir Austfirðingafjórðung: Árni Vilhjálmsson, erindreki, Reykjavík. Varameðstjórnendur fyrir landsfjórðungana eru: — Fyrir Sunnlendingafjórðung: Bergur Arinbjarnarson, Akranesi. Fyrir Vestfirðingafjórðung: Arngrím- ur Fr. Bjarnason, ísafirði. Fyrir Norðlendingafjórðung: Egill Júlíusson, Dalvík. Fyrir Austfirð ingafjórðung: Þórunn Jakobsdótt ir, frú, Norðfirði. Endurskoðendur félagsins fyr- ir næsta kjörtímabil, voru kosn- ir: Þorsteinn Árnason og Sigur- jón Sigurbjörnsson. Varaendur- skoðandi Jón Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.