Morgunblaðið - 12.05.1960, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 12.05.1960, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 12. maí 1960 MORCVNBLAÐIÐ l5 Swissair til Kefla- víkur á DC-8 jbotum GUÐJÓN E. Bjarnason, yfirflug- umsjónarmaður á Keflavíkurflug velli, er nýkominn heim frá Svisslandi af námskeiði hjá Swissair. Fréttaritari Mbl. hitti Guðjón að máli og bað hann að segja lesendum blaðsins frá fyr- irætlunum Swissair um flaug með viðkomu á Keflavíkurflug- velli. Varð Guðjón vel við þeirri málaleitan og sagðist honum svo frá: Swissair bauð mér til Ziirich á námskeið, sem félagið hélt fyrir flugumsjónarmenn sina, er starfa á flughöfnum við norðan- vert Atlantshaf, svo sem Shann- on, Lissabon og New York. Við vorum rúmlega 20 á námskeið- inu og var ég sá eini, sem ekki var starfsmaður Swissair. Námskeiðið Námskeiðið fór fram í aðal- bækistöðvum félagsins í Zúrich og stóð yfir frá 28. marz til 14. apríl. Var okkur kennt það helzta er lýtur að tæknilegum rekstri hinnar nýju DC-8 farþegaþotu, svo sem gerð flugáætlana og hleðsluseðla, flugeiginleika og byggingarlag DC-8 og einnig var mikið rætt um veðurfræði í sam- bandi við háloftaflug. Ástæðan fyrir því að mér var boðið á námskeiðið, er sú að Swissair hyggst hefja áætlunar- flug um Norður Atlantshaf með DC-8 í lok þessa mánaðar, eða nánar tiltekið 31. maí og er ætl- unin að hafa viðkomu á Kefla- víkurflugvelli að minnsta kosti á vesturleið. Flugumsjónardeild flugmálastjórnarinnar á Kefla- víkurflugvelli mun síðan sjá um flugáætlanir fyrir flugvélarnar á leiðinni Keflavík til New York. Náin samvinna SAS og KLM um rekstur DC-8 Swissair mun hafa í hyggju að hafa flugvélavirkja staðsettan í Keflavík, en 3—4 flug í viku eru áætluð fyrst um sinn. DC-8 þarf um 3000 metra flug- braut til flugtaks og eru flug- brautirnar í Shannon of stuttar, en unnið er að lengingu þeirra og er því óvíst hvað verður um viðkomur Swissair hér, þegar því verki er lokið. Swissair á 4 DC-8 farþegaþot- ur í pöntun' og hefir afhending þeirrar fyrstu þegar farið fram. SAS og KLM hafa einnig pantað DC-8 og fengið eina vél afhenta hvort. Fer nú fram reynslu- og æfingarflug þessara þriggja flug félaga frá Arlandaflugvelli við Stokkhólm, en mjög náin sam- vinna verður á milli flugfélag- anna með rekstur flugvélanna, en allir varahlutir í DC-8, eins og farþegaþotur almennt, eru mjög dýrir og munu flugfélögin því koma sér upp sameiginlegri vara hlutageymslu. Swissair er allstórt flugfélag og er í örum vexti. Félagið var stofnað árið 1931 með samein- ingu Ad Astra Aero og Balair. Félagið heldur uppi áætlunar- flugi víðsvegar um Evrópu og einnig til Austurlanda, Suður- Ameríku og Norður-Ameríku. Flugvélakostur Swissair er m.a. 12 Convair 440, nokkrar DC-7-C og Caravelle farþegaþotur, en auk DC-8 á félagið Convair 880 farþegaþotur í pöntun. Enda þótt innanlandsflug sé ekki mikið í Svisslandi, þá er áhugi fólks fyr- ir flugi mjög mikill. Á meðan ég var þar um páskana, þá komu 65 þúsund áhorfendur í heimsókn á Klotenflugvöll við *Zúrich á einum degi og áætlað var að 200 þúsund áhorfendur myndu horfa á þegar DC-8 lenti þar í fyrsta skipti. Léttast um 1 kg á 8 klst. ÓC-8 er mjög fullkomin flug- vél. Hún tekur 120 til 140 far- þega, eftir því hvað mörg sæti eru á fyrsta farrými. Fullhlaðin af eldsneyti hefir hún um 8 klst. flugþol, en eldsneytiseyðslan er sex og hálf smálest á klst. ef flog ið er í 10 km. hæð. Sé flogið í 10 km. hæð, þá er loftþrýstingi í farþegaklefunum haldið þeim sama og flogið sé í aðejps tveggja km. hæð frá jörðu, svo að flughæðin veldur engum óþægindum. En þó hafa menn ný lega komizt að raun um að hálofts flug hefir líka sína galla. Loftið svo hátt uppi hefir nefnilega á- kaflega lágt rakastig, og það er ekki hægt að auka rakastig þess um borð í flugvélinni, nema með ærnum tilkostnaði. Það er því talið að farþegi, sem ferðast með þotu í 8 klst. léttist um 1 kíló- gramm vegna útgufunar vatns úr líkamanuro. — B. Þ. B-52 SPRENGJUFLUGVÉL: — Flugskeyti og kjarnasprcngjur. BANDARÍSKI flugherinn gerði vel heppnaða tilraun fyrir skömmu með nýtt flug- skeyti, sem vísindamenn hans höfðu „sett saman úr brotum gamalla áætlana“, eins og m. a. var komizt að orði í viku- ritmu Time, er það sagði frá atburðinum. Flugskeyti þetta er nefnt ,Hound Dog“ (sem vér kunnum tæpast að leggja út á íslenzku — kannski get- um við bara kallað það „Veiði hundinn“), og er það sagt hið skæðasta vopn. — Þetta er fyrsta flugskeyti Bandaríkja- manna, knúið þrýstilofti og ætlað til að skjóta frá flug- vélum til jarðar, sem vel heppnað má teljast. Er það sérstaklega ætlað fyrir hina risastóru og langfleygu her- flugvél, B-52. ★ I MARK Fyrir um það biil hálfum mánuði tók 8 hreyfla B-52G sig upp frá Eglin-herflugvell- inum í Florida með sinn „hundinn“ undir hvorum væng. Flugvélin hélt norður á bógin, allt þar til hún var komin yfir norðurpólinn — sneri þá aftur við suður til Flcrida og sleppti öðru flug- skeytinu lausu, eftir 22 klst. flug. Skeytið þaut til norðurs. Eftir nokkra stund sneri hað uðum — og þykir vel að ver- ii. Eins og fyrr segir, hefir verið „safnað til þess“ úr ýmsum áttum. Til dæmis not- uðu vísindamennirnir nær óbreytt hylki Navaho-flaugar- innar, sem byrjað var að fram leiða þegar 1946 — en það flugskeyti var aldrei fullkomn að. Fjarstýriútbúnaðurinn, tveggja ára skeið, með það fyr ir augum að nota hann fyr- ir flugvélar, var settur í „Hound Dog“-flugskeytin, sem raunverulega mega kallast mannlausar sprengj uf lugvél- ar. Og Banlaríkjamenn eru hæst ánægðir með afkomanda þessara margvíslegu forfeðra. öflugasta vopnið við suður á bóginn aftur, sam kvæmt boðum frá fjarstýri- tækjum, — og var það síðan látið fara ýmsar krókaleiðir áður en því var beint að fyrir fram ákveðnu marki — og skotið geigaði ekki um hárs- breidd. ★ A 30 MÁNUÐUM „Hound Dog“-flugskeytið var framleitt á einum 30 mán- sem notaður var, hafði upp- haflega, eða árið 1950, verið ætlaður fyrir orrustuflugvél. Útbúnaður þessi hefir ekki enn verið reyndur í flugvél, en það eru mjög svipuð tæki, sem nú eru notuð í Polaris- eldflaugarnar en þeim er m. a. skotið frá kafbátum. — Pratt & Whitney J-52 þrýsti- loftshreyfillinn, sem tilraunir höfðu verið gerðar með um L- Jón Eiríksson fyrrv. hreppstjóri Volaseli JÓN fæddist á Víðborði á Mýrum 29. jan. 1880. Foreldrar hans voru Eiríkur Jónsson og kona hans Guðný Sigurðardóttir, er þá bjuggu þar, voru þau ættuð þar úr sveit, fátæk eins og margir í þeirra sporum á þeim tíma, þurftu þau að sjá farborða tölu- verðum barnahóp sem urðu nýtir menn með aldri og þroska. Á tímabilinu frá 1880—1890 var að kalla samfelldur harðindatími sem svarf mjög að þjoðinni og kreppti mjög kjör hennar svo sem kunnugt er, byrjaði hann með frostavetrinum 1880—81, lagði þá firði og flóa, gengu þá bjarndýr á land á Mýrum fæðingarsveit Jóns. 1882 vorfellisvorið mikla er drap fjölda gjár og í kjölfar þess gengu mislingar sem urðu mann- skæðir. 1886 gerði 7. janúar af taka grimdarbyl, sem olli víða miklu tjóni á fé og húsum,en skemmdir urðu á jörð- um af grjótfoki. 1888 gekk barna- ve?ki um sveitir hér, sem skildi eftir mörg djúp sár er seint eða aldri greru. Yfir alla þessa bar- áttu við harðindi og veikindi á barnaldri Jóns slapp hann ókal- inn andlega og líkamlega en sá harði skóli sem hann fékk í upp- vextinum mun hafa gefið honum það vegarnesti, dugnað og fyrir- hyggju, sem mótaði lífsstarf hans. Ungur missti hann föður sinn, Snemma varð 'hann því sjálfur að sjá sér farborða, 16 ára ræður r.ann sig sem matsvein á fiski- skip sem gera átti út frá Horna- firði, en ekkert varð úr þeirri út- gerð vegna þess að skipið týndist á leiðinni frá Eskifirði hingað suð ur er útgerð átti að hefja, með því lokaðist sú leið að Jón gerði sjó- mennsku að ævistarfi, sem vel hefði geta orðið, það sýndi sig síðar að hann hafði gaman af sjó- sókn. Eftir þetta var hann í vist- um á góðum heimilum, eftirsótt- ur unglingur fyrir dugnað og létt- lyndi og glaðværð. 1904 fór hann til náms á búnaðarskólann á Hvanneyri, að því loknu kom hann aftur í Lói), hafði heimili á Stafafelli, en stundaði aðallega búfræðistörf og barnakennslu. Að Volaseli flytja 1908 hjónin Ólafur Sveinsson og Þorbjörg Gísladóttir. Á þeirri jörð hafði vlítið verið búið undanfann ár og var síðast í eyði þarna, beið þeirra mikið starf að reisa allt úr rústum, byrja varð með því að byggja íbúðarhús sem enn er not- að, en Ólafs naut stutt, hann and aðist 1913 á bezta aldri, heimilið varð forystulaust og framtíð þess í algerri óvissu. Þá ræðst það að Jón sem kunn- ur var að því að rétta hjálpar- hönd þar sem þörf kallaði að, kom til hjálpar og gerðist for- ráðamaður búsins, 1915 kvæntist hann Þorbjörgu, bjuggu þau 33 ár í Volaseli við mikla rausn og mannhylli sem kunnugt er. Heim- ilið var í þjóðbraut, gestrisni og fyrirgreiðsla þerra hjóna var orð lögð, fylgdir og hjálp Jóns við að greiða veg ferðamanna yfir Jökulsá á hvaða tíma sem var brást aldrei. Öll þessi þjónusta var innt af hendi af þeirri ein- lægu fórnfýsi sem ekki spyr um endurgjald. Brátt hlóðust á Jón margvísleg trúnaðarstörf innan sveitar og utan, þau verða ekki talin upp hér, en geta skal þess að allra umfangsmestar voru jarðbóta- mælingar sem hann hafði á hendi frá 1924—55. Mælingarumdæmi hans var A-Skaftafellssýsla sem hann ferðaðist árlega um og stundum mældi hann í suður- hluta Múlasýslu að Breiðdals- heiði..Á þessum árum mun hann hafa mætt á öllum aðalfundum Búnaðarsamb. Austurlands til 1950 er Búnaðarsamb. A-Skaft- fellinga var stofnað. Hann er heiðursfélagi í báðum sambönd- unum og síðarnefnda sambandið hefur stöfnað verðlaunasjóð sem ber nafn Jóns. Ferðamaður var Jón kjarkgóður og hygginn, átti trausta og velmeðfarna hesta, var því að sjálfsögðu fenginn til fylgdar með ferðamönnum um lengri eða skemmri vegu, þegar þess þurfti með. Þrátt fyrir miklar annir og fjarvistir frá heimili var búið að Volaseli gott og notadrjúgt og öll meðferð búpenings ágæt. Gerðar voru áveitur á engjar, túnrækt aukin og girðingar fyrir engi og tún. Útihús öll endurbyggð og bætt eins og bezt var þá hér í Hreyfla „Hound Dog“ er hægt að nota til þess að létta flug- tak hinna risastóru B-52 þrýsti loftsvéla. Flugvélarnar geta allt að einu borið kjarna- sprengjur sínar, þótt þær bæti á sig tveim slíkum skeytum — og þar með segja Bandaríkja menn, að B-52 sé öflugasta vopn, sem heimurinn hafi þekkt. sveit. Samhliða búskapnum sótti Jón sjó um Papós á vetrum, var lengi formaður á árabát aflasæll og heppinn. Jón var ætíð með fremstu mönnum í öllum félags og fram- faramálum. Hann tók einriig mik inn þátt í leikstarfsemi og voru mönrium minnistæð hlutverk hans t. d. Páll á Gili í Prestskosn ingunni og Bjarna á Leiti í Manni og konu, svo vel voru þau af hendi leyst. Ekki varð þeim hjónum barna auóið, en dóttir Þorbjargar af fyrra hjónabandi, Norma vel gef in yndi og eftirlæti móður sinnar og stjúpföður, andaðist uppkimin 1934. Fjögur fósturbörn hafa þau alið upp, hjá einu þeirra Sigrúnu Eiriksdóttur og manni hennar Guðmundi Jónssyni trésmíðam. á Höfn í Hornafirði, eiga þau nú ágætt heimili. Þegar þau Jón og Þorbjörg rættu búskap á Volaseli og fluttu á Höfn 1947 varð hér skarð fyrir skildi, svo mjög komu þau við sögu sveitarinnar eins og að fram an getur. Ég var í ýmsum sveitar málum lengi samstarfsmaður Jóns og dvaldi oft á heimili þeirra hjóna í Volaseli við þau störf og sem ferðamaður, þeirri velvild og umhyggju, sem ég naut þar gleymi ég aldrei. Þegar Jón byrjar nú níunda tug ævinnar og Þorbjörg sem hefur verið hans góði förunautur í 45 ár og er komin nálægt áttræðis- aldrei, færi ég þeim mínar beztu heillaóskir og sveitunga minna allra. Guðsblessun fylgi þér um ókom in ár. Stefán Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.