Morgunblaðið - 12.05.1960, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.05.1960, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Flmmtudagur 12. maí 1960 Landbúnaðarráðherra Ingólfur Jónsscn gaf Albingi i gær Yfirlit um hag ræktunarsjóðs og byggingasjóðs á þessu ári Rikisstjórnin mun afla fjár, til þess að sjóðirnir geti gegnt hlutverki sinu INGÓLFUR Jónsson, landbúnaðarráðherra, gaf í sameinuðu þingi í gær ýmsar upplýsingar í sambandi við lánveitingar stofnlánasjóða Búnaðarbankans, en fyrirspurnum um það efni hafði verið beint til ráðherrans frá þeim Ásgeiri Bjarna- syni og Páli Þorsteinssyni. kr. f Framkvæmdabanka fslands eru ógreiddar afborganir og vext ir af lánum, sem gjaldfalla fyrir 1. júlí, 12,4 millj. kr. önnur lán, sem gjaldfalla 1. júlí til 31. des- ember nem® 8 millj. kr. og rekst- úrskostnaður 3—4 millj. Loks eru svo útlán haustið 1960 45 millj., sem er vitanlega áætlun, Með þessu virðist fjárþörf ræktunarsjóðs vera á þessu ári 85,4 millj. Á tekjuáætlun eru tillag ríkis- sjóðs, 1,6 millj. kr., árgjöld af út- lánum 19,2 millj. kr., lán frá Framkvæmdabanka fslands 25 millj., sem gæti eins orðið allt að 30 millj. kr. Fjórar fyrirspurnir Fyrirspurnir þær, sem Ingólfur Jónsson, svaraði, voru á þessa leið: 1. Hefur byggingarsjóði sveita bæja verið útvegað fjármagn til útlána á þessu ári, og ef svo er, hve mikið? 2. Hvenær verða afgreidd lán úr sjóðnum út á íbúðarhús þeirra bænda, sem samkv. reglum bank- ans gátu fengið fyrstu útborgun lána á árinu 1959, en hafa ekki fengið hana ennþá? 3. Verður veðdeild Búnaðar- bankans útvegað fjármagn til út- lána á þessu ári, og ef svo er, hve mikið? 4. Hafa verið gerðar ráðstafan- ir til þess, að ræktunarsjóður geti veitt lán út á þær fram- kvæmdir ársins 1959, sem enn hafa ekki verið veitt lán út á, og út á framkvæmdir ársins 1960? íbúðarlán veitt í sambandi við aðra fyrirspurn ina, skýrði Ingólfur fyrst frá því, að þau lán hefðu verið veitt. Sama máli gegndi um lánabeiðn- ir til ræktunarsjóðs vegna fram- kvæmda 1959, a.m.k. aðrar en þær, sem borist hefðu síðustu vik urnar, en um þessar beiðnir væri spurt í fyrri lið 4. spurningar. Um seinni lið þeirrar spurningar væri það að segja, að ekki hefði enn verið útvegað fé til lána vegna framkvæmda á þessu ári, enda kæmu ekki til greina lán- veitingar á þær framkvæmdir, fyrr en í haust eða væntanlega í desembermánuði. Fjárþörf ræktunarsjóðs í framhaldi af þessu gaf Ing- ólfur Jónsson yfirlit um fjárþörf ræktunarsjóðs á þessu ári, sem hann kvað fróð- legt að gera sér grein fyrir, þótt ekki -gæti verið nema um áætl- un að ræða. — Greiða þarf skuld við Seðla- bankann, bráða- birgðalán, sem I reyndar er nú orðið nær 3 ára gamalt — sagði ráðherrann. Það er 5 millj. kr. Þá eru framkv.-lán gjaldfallin fyrir 1. júlí þ.á., sem nú hafa verið veitt, 11 millj. Þetta eru samtals 45,8 millj. sem virðast vera nokkuð ör- uggar tekjur, en til þess að ná jöfnuði vantar þá 39,6 millj. kr., sem þarf að útvega fyrir haustið. Og fyrir haustið mun ræktunarsjóði verða út- veguð þessi upphæð effa sem næst því. * Með þessu kvaðst ráðherrann telja annarri og fjórðu spurningu svarað. Hagur hyggingasjóðsins Þá vék Ingólfur Jónsson að 1. spurningunni og upplýsti, að byggingasjóði sveitabæja hefði ekki enn verið útvegað fjármagn til þess að lána út á framkvæmd- ir þessa árs. Útvegað hefði verið fé, til þess að unnt yrði að Ijúka útlánum út á það, sem gjaldfall- ið var frá fyrra ári. En vitanlega þyrfti að útvega byggingarsjóðn- um fjármagn til eðlilegrar starf- Framh. á bls. 23 S'NAIShnútar / SV 50 hnútar )£ Snjókoma 9 06 i mrn X/ Slúrir K Þrumur Wtiz, Zs*. KuUatkil Hitas/n/ H Hml 1 L* Ltzai\ 18 stig i innsveitum HLÝJA loftið frá Evrópu streymir enn hægt yfir ís- land. Yfir sjónum kólnar það og rakinn þéttist, svo að þoka breiðist yfir sjóinn, en í inn- sveitum brýzt sólin í gegn, svo að hitinn stígur mjög á dag- inn. í gær mældist 18 stiga hiti kl. 15, bæði í Síðumúla og á Egilsstöðum, en á Hornbjargs- vita var aðeins 3 st. hiti kl. 12. Veðurhorfur kl. kvöldi: 22 í gær- SV-mið: A-stinningskaldi, allhvass eða hvass með morgn inum, þokuloft. SV-land til SA-lands og Faxaflóamið til SA-miða: Hægviðri, þokuloft. Fyrirlestror hja KFUM AÐ ALFRAMK VÆMDARST J ÓRI Norska lútherska heimatrúboðs- ins, séra Torvald Öberg, hefur verið á þriggja mánaða fyrir- lestrarferð í Bandaríkjunum. Hann er nú á leið heim til Nor- egs og dvelst hér á landi tvo daga. Mun hann tala á samkomu í húsi K.F.U.M. og K. í kvöld og annað kvöld. Séra Torvald Öberg er kunnur ræðumaður í heima- landi. Áður en hann var ráðinn aðalframkvæmdarstjóri var hann skólastjóri við Biblíuskóla félags ins í Osló, en allmargir íslend- ingar hafa verið í þeim skóla. i* Nær hálf milljón Kiljan bóka prentuð í Rússlandi // i Land Ijóðskáldanna" hlýtur kynn- ingu i Austurvegi RÚSSAR virðast nú leggja æ meiri áherzlu á að auka hin svonefndu „menningar- tengsl“ við ísland. Virðast þeir ekkert til spara í þessu skyni. í fréttatilkynningu frá rússneska sendiráðinu er skýrt frá því nýlega, að á síð- ustu 10 árum hafi 70 rúss- neskir Jistamenn og rithöf- undar heimsótt ísland. — A sama tíma hefur yfir 100 Is- lendingum verið boðið í kynnisferðir um Sovétríkin. Þá hefur verið aukin útgáfa á þýddum íslenzkum bókum í Dagskrá Alþingis SAMEINAÐ Alþingi og báðar þing- deildir koma saman til funda í dag eftir hádegi og eru þessi mál á dag- skrá: Sameinað þing: 1. Fyrirspurn: Al- þýðuskólar. 2. Kosning 4 manna nefnd ar sarnkv. 14. gr. B.XII. 1 fjárlögum fyrir árið 1960 til þess að skipta fjár- veitingu til skálda, rithöfunda og lista- manna. 3. Kosning 5 manna nefndar til að skipta fjárveitingu til atvinnu- og framleiðsluaukningar, að viðhafðri hlutfallskosningu, samkv. 20. gr. Ut XXIII í fjárlögum fyrir árið 1960. Efri deild: Ferskfiskeftirlit, frv. 2. umr. Neðri deild: 1. Símahappdrætti Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra, frv. 1. umr. 2. Sjúkrahúsalög, frv. 2. umr. 3. Verzlunarstaður við Arnaraes- vog, frv. 2. umr. 4. Dragnótaveioar í fiskveiðilandhelgi, frv. 5. Landnám, ræstum og byggingar í sveitum, frv. 2. umr. 6. Verkfall opinberra starfs- manna, frv. 7. Aburðarverksmiðja, irv. 2. umr. 8. Tolls^rá frv. 9. Tolisérá, frv. Viðbrögð stjórnarandstæðinga i fiskverðsmálinu sanna að Viðreisnarstefnan mun sigra HÉR í blaðinu hefur verið skýrt frá því, að útvegsmenn og vinnslustöðvar fiskafurða hafi náð samkomulagi sín á milli um fiskverð. Eins og kunnugt er gerði rík isstjórnin ráð fyrir því, að út- fiytjendur greiddu sérstakah útflutningsskatt, sem rynni til greiðslu á skuldum útflutn- ingssjóðs, en félli niður, þegar þeim væri lokið. Heppilegast var talið fyrir útveginn að losna sem fyrst við þessar greiðslur og því gert ráð fyrir, að skatturinn yrði 5%, og mundi hann þá væntanlega alveg geta fallið niður í árslok. Utvegsmenn og fiskkaupend ur æsktu þess hins vegar, að skatturinn yrði 2%%, þótt hann stæði þá fram á næsta ár, m. a. vegna þess að veru- leg verðlækkun hefði orðið á fiskimjöli, sem rýrði hag út- vegsins í ár frá því, sem ráð var fyrir gert. Á þetta gat rikisstjórnin fallizt, en hefur jafnframt lýst því skýrt yfir, að engin breyt- ing verði á því, að skatturinn haldi áfram, þar til skuldir út- flutningssjóðs séu að fullu greiddar, enda skiptir 1 sjálfu sér minnstu, hvort þær greið- ast mánuðinum fyrr eða seinna. Stjórnarandstæðingar þrá- stagast á því, að með þessari tilhögun sé fengin staðfesting á þeim staðhæfingum þeirra að undanfömu, að viðreisnin sé að hrynja! Er það vissulega ánægjulegt að andstæðingar hins frjáls- lega efnahagskerfis skuli enga vísbendingu betri geta séð um það, að viðreisnarstefnunni sé hætt. Með því undirstrika þeir í rauninni þá staðreynd, að hin nýja stefna er orðin að veru- leika og er styrkari en bjart- sýnustu menn þorðu að vona. Hitt má segja að sé rauna- legt, að tíma Alþingis sé eytt í endaleysis þvælu Eysteins Jónssonar og Einars Olgeirs- sonar um þetta augljósa mál. Rússlandi. Vinsælastur íslenzkra rithöfunda í Rússlandi er Halldór Kiljan Laxness og nemur upplag bóka hans á rússnesk'u samtals 473 þúsundum. Aðrar íslenzkar bækur, sem komið hafa út í Rúss landi eru “Á leið til unnustunn- ar“ eftir Þórberg Þórðarson, „Úr fortíð íslendinga" eftir Einar Olgeirsson og „fslenzkar nútíma- bókmenntir“ eftir Kristin Andrés son. í fréttum frá rússneska sendi ráðinu er þess einnig getið fyrir nokkru að nýlega hafi komið út út í Moskvu bók, sem ber heitið „Nútímaljóð frá Norðurlöndum og eru í henni allmörg íslenzk ljóð í rússneskri þýðingu. Rúss neska skáldið Evgeni Dolma- tovskí ritar formála að bók þess ari og minnist íslands sérstak lega, en hann kallar það „land ljóðskáldanna“. Hann ræður sovézkum lesendum sérstaklega til að kynna sér verk eftirtalinna íslenzkra ljóðskálda: Halldórs Kiljan Laxness, Jóhannesar úr Kötlum, Þorbergs Þórðarsonar (Seltjarnarnesið er lítið og lágt) Ólafs Jóh. Sigurðssonar og Sig- urðar Sigurðssonar frá Arnar- holti. Krúsjeff Framh. af bls. 1 lofti. Lofthelgi Sovétríkjanna er og verður vandlega lokuð“. Eins og innbrotsþjófur Hann sagði að Tyrkland, Pak- istan og Noregur væru samsek í árásinni 1. maí, og ættu að taka málið til athugunar áður en þeir veita annarri slíkri flugvél að nota flugvelli þeirra. Utanríkis- ráðherrann bar á móti ásökun- um Bandaríkjanna um að rúss- neskar flugvélar 'hafi rekið njósnir yfir bandarískum land- svæðum og löndum Atlantshafs- bandalagsins, og kvað slíkt brjóta í bága við stefnu Sovét- ríkjanna. Spurði hann blaða- mennina hvort þeim fyndist ekki tilraunir Bandaríkjanna til að afsaka njósnaflugið svipaðar því og þegar innbrotsþjófur er staðinn að verki og afsakar sig með því að engin önnur leið hafi verið til að komast inn í lokað húsið. Slæmí ástand í pósl- samgöngum við Eyjar VESTMANNAEYJUM, 11. maí: Mikillar og vaxandi óánægju gæt ir með póstsamgöngur viff Eyj- ar. Sem dæmi um hve áistandið i þessum efnum er slæmt má nefna, að síðustu 4 daga hafa eng in blöð borizt hingað, þrátt fyrir að flognar væru 3 ferðir sl. sunnu dag og Esja færi frá Reykjavík á mánudagskvöld og kæmi hing- að á þriðjudag. Flogið var i dag og kom þá loksins hluti blaða- póstsins — svo lítill að ekki var hægt að afgreiða hann til kaup- enda í dag. Flugfélag Islands áætlaði að fljúga til Eyja kl. 8 sl. mánudags kvöld og tók þá allan póstinn snemma um morgunihn. Ferðin féll niður og lét Flugfélagið und- ir höfuð leggjast að skila póst- inum aftur á Pósthúsið í Reykja- vík, og komst hann þar af leið andi ekki með Esju um kvöldið. I dag heldur sagan svo áfram. Þá eru flognar tvær ferðir til Eyja, og mun önnur flugvélin hafa farið tóm, en hin tók aðeins 9 póstpoka af 20, sem voru í vörzlum Flugfélagsins. Er nú ekki lengur fært til Eyja í dag til að fara þriðju ferðina. Póststjórn in mun hafa gert ráðstafanir til þess í dag, að ná í mótorbát í Reykjavík, sem fer til Eyja, en hann er ef til vill farinn, svo óvíst er að pósturinn komist fyrr en í vikulokin. Una Vestmann- eyingar þessu illa sem von er — á þessum tímum góðra sam- gangna. — Bj. Guðm. Mbl. reyndi í gærkvöldi að nú sambandi við forráðamenn Flugfélags Islands, ef þeir óskuðu að birta athugasemd við ofan- ritaða frétt, en tókst ekki að ná í rétta aðila.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.