Morgunblaðið - 12.05.1960, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 12.05.1960, Blaðsíða 17
Fimmiudagur 12. mal 1960 17 MORGVNBLAÐÍÐ Með Jóni Frh. aí bls. 3. ir hann við, þegar Esjuend- inn er um Nes, förum við fram hjá innstu trossunni. Við miðum líka við Hamra- hlíðina og Sjómannaskólann, en það er víst bezt ég segi þér ekki meira, maður verð- ur að fara dálítið varlega með þetta eins og varðskipin. Ég heyrði ekki vel þessi síðustu orð, því Ég var að hugsa um hvernig tímarnir breytast. Nesstofan sem einu sinni var miðstöð heilbrigðis- málanna í landinu, aðsetur landlæknis og fyrsta lyfja- búðin, „höggin af steini“ og önnur virðing eftir því, var nú ekki orðin annað en mið- unarstöð fyrir okkur, grá- sleppukarlana. Svona breytir tíminn mati sínu og það á skemmri tíma en liðin er frá því Nes- stofa var landlæknisbústaður (1763). — Sérðu þennan máv þarna? kallar Jón Einarsson allt í einu og bendir á stóran gráðugan fugl í miðju gerinu. Hann er að verða kynþroska þessi, þú sérð hann er enn grár á vængjunum. Þegar hann verður tveggja ára mega þær fara að vara sig. Þeir eru byrjaðir að draga netin og Ekki-Jón muldrar í barm sér um leið og hann gerir að: — Þetta er rétt handa kett- inum, og svo fleygir hann út hausnum á stórri grásleppu og svo öðrum og enn einum og það má sjá að fuglarnir hafa lengi beðið eftir máltíðinni. Ekki-Jón og Jón Einarsson draga inn hverja tross- una á - fætur annarri, enda veitir ekki af, því þær eru 9 í allt. Það er fátt sagt, en þó gerir Ekki- Jón eina athugasemd um leið og hann kastar grásleppu- haus í mávinn: — Hún er lúsug þessi, sjáðu helvítis fiskilúsina, hvemig hún skriður eftir henni, segir hann. Það er fleira lúsugt en maðurinn og hrúturinn. — Við fengum einu sinni þrjár skötur í netið, segir Jón Einarsson. — Vertu ekki að skrökva að honum, segir Ekki-Jón. Þeir eru nógu lygnir samt, þessir blaðamgnn. Fyrstu próf 1 gæzlu og umönn- un vangefinna HINN 26. apríl luku fyrstu stúlk urnar prófi, sem lært hafa gæzlu og umönnun vangefinna hér á landi, þær Ásta Einarsdóttir frá Runnum í Borgarfirði og Sigrid Alette Andersen frá Bergen. Nám ið hafa þær stundað á Kópavogs hæli undanfarin 2 ár og er það bæði bóklegt og verklegt. Verk- lega námið er meðal annars fólg- ið í daglegum störfum á hælinu, enda eru greidd laun sambærileg við laun starfsstúlkna yfir náms- tímann. Bóklegar kennslugreinar eru líkams- og heilsufræði, upp- eldis- og sálarfræði og hjúkrun- arfræði. Kennarar eru Ragnhildur Ingi- bergsdóttir hælislæknir, sem kennir líkams- og heilsufræði og Ásta Björnsdóttir yfirhjúkrunar- kona, sem kennir bóklega og verklega hjúkrun. Prófdómari var Brynjúlfur Dagsson héraðs- læknir í Kópavogi. Þetta nám er hliðstætt því námi sem krafizt er til slíkra starfa á Norðurlöndum, enda er náms- fyrirkomulagið sniðið eftir fyr- irmyndum frá Danmörku og Noregi. Ráðgert er, að þrír til fjórir nemendur geti komist að árlega. Áður hafa nokkrar íslenzkar stúlkur lokið sams konar eða svip uðu námi erlendis. Þeir karpa um þetta um stund, en Ekki-Jón verður að láta í minni pokann. Jón Einarsson skrökvar aldrei. Eftir hálfan annan tíma er aftur siglt að landi. Jón kveikir sér í sígarettu, Ekki- Jón leggst fram í stefni og við Jón Einarsson tölum sam- an um morgunroðann, Sjó- mannaskólann og línuveiðar undan Akranesi. í norðri sjá- um við Snæfellsjökul, þar sem hann hillir upp í grá- myglunni. — Af hverju heldurðu að rauðmaginn sé svona rauð- ur, spyr Ég Jón Einarsson. — Af þaranum, svarar hann ákveðið. Rauðmaginn er ljós, þegar hann er ekki leginn. Svo gengur hann upp og roðnar af að liggja í þaran- um. — Og hvað gérið þið svo við aflann, spyr Ég. — Við seljum mest af hon- um til fisksalanna. Stundum seljum við frúnum beint úr vörinni, svarar Jón Einars- son. — Og hvað segja frúrnar, spyr Ég. — Það er nú misjafnt, svarar hann, „hvernig fer grásleppan að þekkja grá- sleppunetin?“ — Og hverju svarar þú þá, spyr Ég. — Hvernig heldurðu sé hægt að svara þessum kell- ingum, skýtur Ekki-Jón inn í og lagar á sér derhúfuna. — Einu sinni, segir Jón Einarsson, kom fin frú og spurði, hvort við hefðum rauðmaga. <6- Nei, ég sagðist ekki haía rauðmaga. — Hvenær? spurði hún þá. — Það fer auðvitað eftir gæftunum, svaraði ég. Þá horfði hún á mig and- artak og sagði: — Gæftunum, já — auð- vitað, en — eru þeir nú líka hættir að flytja þær inn, eða hvað? Tilkynning Frá og með 12. maí verða fargjöld með strætisvögn- um Kópavogs, sem hér segir: Einstakt fargjaid Kópavogur—Reyjavík kr. 3,75. Ef keyptir eru 17 farmiðar kosta þeir samtals kr. 50.00. Innanbæjar í Kópavogi kr. 2.00. Fargjöld barna: Einstakt fargjald Kópavogur—Reykjavík kr. 2,00. Ef keyptir eru 6 farmiðar kosta þeir kr. 10.00. Innanbæjar kr. 1.00, eða 8 farmiðar kr. 5.00. Strætisvagnar Kópavögs Aðeins tveir dagar eftir Rýmingarsalan stendur sem hæðst t. d. Hanzkar ótal litir og stærðir, frjálst val aðeins 30.00 parið. NÆLON SOKKAR Mikið úrval með 10 til 20 prósent afslœtti Hrærivélahlífar mikið úrval aðeins 20.00. Smávörur Allskonar smávörur í miklu úrvali. Allar nýjar REGNHLÍFAR með 20 prósent afslætti Viðgerðar Regnhlífar, sem ekki hafa verið sóttar fyrir föstudagskvöld, verða seldar fyrir viðgerðar- kostnaði. á I.augardagsmorgun. Látið ekki þetta einstaka tækifæri fara framhjá yður. Verzlunin hættir á Laugardag klukkan 12. Regnhlífabúðin Laugaveg 19. (|> MELAVÖLLUR Bæjarkeppni í knattspymu Akranes - Reykjavík í kvöld kl. 8,30. Dótnari: Haukur Öskarsson. Línuverðir Einar H. Hjartarson og Baldur Þórðarson. MÓTANEFNDIN. Eigum þessar HONINGs vörur á lager MACCARONY stengur og bita SÚPUTENINGA KJÚKLINGASÚPA með hrísgrjónum. SVEPPASÚPA BÚÐINGAR ROMM VANILLA KARAMELLU SÚKKULAÐI Eggert Kristjánsson & Co. hi. Símar 1-14-00. 10 ára Útflufnings- og innflutningsverzlun Til sölu að hálfu leyti. Viðkomandi verður að geta annast stjórn fyrirtækisins. Þeir, sem óska frekari upplýsinga leggi nöfn sín inn hjá Mbl., fyrir laugard. 14. þ. m. merkt: „Gott boð — 4297“. WC tæki nýkomin S og P gerðir. Hvítar og svartar setur. A. Johannsson & Smith hf. Brautarholti 4 — Sími 24244. Snurpunótabátar með Marna vélum og Hydrohiskum spilum til sölu. Jón Gíslason Hafnarfirði — Sími 50165 SIWA SAVOY þvottavélarnar • Sjóða • Þvo • Skola • Þurrvinda þvott- • inn. (þeytivinda) Tökum á móti pönt- unum. Verðið hag- stætt. ÓLAFSSON & LORANGE heildverzlun Klapparstíg 10 Sími 17223.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.