Morgunblaðið - 12.05.1960, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.05.1960, Blaðsíða 1
24 síður t Welch hótar blaðamanni M Er ekka oruggur um menn sína Grimsby, 11. rrvaí. — Einkaskeyti til Mbl. frá Haraldi J. Hamar. DENIS WELCH, formaður félags yfirmanna á togurum í Grimsby, fer til Lundúna í kvöld til að sitja þar fund John Hare, sjávarútvegsmálaráðherra, og togaraeigenda. Welch hélt fund með mönnum sínum klukkan 10,30 í niorgun fyrir luktum dyrum, eins og alltaf áður. Ég var á vakki utandyra til að fylgjast með, hve margir sæktu fund- inn, en Welch kom auga á mig út um gluggann og sendi mann eftir mér út. Þegar ég kom inn, voru um tuttugu skip- stjórar og stýrimenn samankomnir í litlu fundarherbergi. Fundurinn var þá að hefjast. Welch bað mig að tala við sig í einkaskrifstofu sinni inn af fundarherberginu, lokaði dyrunum og var þungur á brún. Varaði hann mig við að reyna að veiða eitthvað upp úr skipstjórunum eftir fund- inn, því þar væri fjallað um trúnaðarmál. „Ef þú reynir að hafa einhverjar upplýsingar upp úr mínum mönnum, þá skalt þú ekkert gott hafa af“ sagði hann. „Ég hefi varað blaðamenn hér í Grimsby við að reyna þetta og sagt að ég muni aldrei gefa þeim neinar upplýsingar framar.“ Sýnir þetta að hann er ekki ör- uggur um menn sina og að harka er farin að færast í leikinn, því Rússar njósna Bern, Sviss, 11. maí. (NTB, ReuterJ RÍKISSTJÓRNIN í Sviss hefur vísað tveim starfmönnum rúss neska sendiráðsins í Bern úr landi vegna njósna. Var þeim fyrir- skipað að yfirgefa Sviss „þegar í stað“. Samkvæmt tilkynn- ingu ríkisstjórnarinnar voru mennirnir hand- teknir í Zíirich í gær- kvöldi er þeir voru að ræða við mann sem starf ar að njósnum fyrir Ráð stjórnarríkin. Hjá þess- um manni áttu sendi- ráðsmennirnir að fá skýrslu um ratsjárkerfi svissneska hersins, upp- lýsingar um skipulag hersins og um eldflauga- stöðvar í Vestur-Þýzka- landi. Talið er að starfsmað- ur leyniþjónustunnar hafi einnig verið hand- tekinn, þótt það sé ekki tckið fram í fréttinni. Ekki hafa nöfn sendi- ráðsmannanna verið gef in upp. þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir, hefur Welch ekki fengið nein stéttasamtök utan vélstjóra til að fylkja sér undir verkfallsmerki sitt. Undanfarna daga hefur Welch sýnt það að hann byggir mikið á blöðunum og gerir allt til að fá stuðning þeirra víð verk fallshótunina til að styrkja að- Framh. á bls. 23. Krúsjeff öfundar ekki Eisenhower Moskvu og Washington, 11. ma. (NTB, Reuter) NIKITA Krúsjeff, forsætisráð- herra, sagði í dag að hann kærði sig ekki um að vera í sporum Eisenhowers forseta, þegar hann kemur í heimsókn til Moskvu í næsta mánuði. Sagði Krúsjeff þetta við erlenda blaðamenn er hann mætti á sýningu í Gorki- almenningsgarðinum í Moskvu, þar sem sýnt er brak úr banda- rísku flugvélinni U-2, sem skot- in var niður fyrir 10 dögum. Kvaðst Krúsjeff hafa blöskrað það að Eisenhowér hafi lýst sam- þykki sínu á njósnafluginu. Að- spurður hvort hann gerði ráð fyrir að heimsókn Eisenhowers yrði frestað, sagðist Krúsjeff ekkert vilja um það segja á þessu stigi, málið yrði áreiðan- lega rætt á „topp“-fundinum í París, sem hefst hinn 16. þ. rrr. Þegar Krúsjeff var spurður að því hvort njósnaflugið hefði breytt áliti hans á Eisenhower, svaraði hann: „Það hefur það auðvitað gert. Ég vissi ekki að flugið var ekki einungis ákvörð- un óábyrgs yfirmanns í flug- hernum. Ég er ábyrgur gjörða ríkisstjórhar minnar og mér blöskraði að heyra að forsetinn hafi samþykkt þetta flug“. „Munið Pearl Harbour" Eisenhower forseti sagði á blaðamannafundi í Washington í dag að könnunarflug yfir Sovét- ríkjunum væri nauðsynlegt til að fyrirbyggja að Bandaríkin yrðu fyrir öðru áfalli eins og Pearl Harbour (þegar japanskar flug- vélar réðust fyrirvaralaust á flotastöð Bandaríkjanna 7. des. 1941). Forsetinn sagði að sú leynd, sem hvíldi yfir Sovétríkj- unum, og það hve erfitt væri að afla upplýsinga þaðan, væri ein helzta ástæðan fyrir þeirri spennu, sem ríkti í heiminum. Hann kvaðst enn ætla á „topp“- fundinn og fara fram gagn- kvæmt eftirlit úr lofti við Krús- jeff forsætisráðherra, til að þurfa ekki lengur að eiga á hættu skyndiárás. Þá sagðist for- setinn hafa í hyggju að fara til Moskvu í næsta mánuði, þrátt fyrir njósnaflugið. Sagðist hann ekki álíta að útlit hefði breytzt að ráði vegna atburðarins og kvaðst vonast eftir árangri í um- ræðum um helztu málin sem þar verða rædd, þ. e. afvopnun, Berlín, Þýzkaland og sambúð austurs og vesturs. Ekki mynd af U-2 Forsetinn sagði ástæðu til að ætla að U-2 flugvélin, sem flaug yfir Rússland 1. maí sl., hafi ekki verið skotin niður úr mikilli hæð, eins og Krúsjeff heldur fram. Sagðist Eisenhower enn- Kennedy sigrnr í V. Virginíu Oharleston, Vestur-Virginíu 11. maí (NTB-Reuter). LÍKURNAR fyrir því að John Kennedy, öldungardeildarþing- maður Massachusetts, sem er að- eins 42 áira, verði forsetaefni Demókrata við forsetakosningarn ar í haust, fóru mjög vaxandi eftir að úrslit urðu kunn í Vest- ur-Virginíuríki, þar sem pi'óf- kosningar fóru fram í gær. Úrslit voru þau að Kennedy hafði fengið 173,113 atkvæði, en flokksbróðir hans Hubert Hump- hrey öldungardeildarþingmaður aðeins 108.893, þegar búið var að telja atkvæði á 2.059 af 2.750 kjör stöðum. Er þetta svo mikið áfall fyrir Humphrey, að hann tilkynnti: „Ég er ekki lengur í framboði við kjör forsetaefnis" fremur álita að ljósmyndir þær sem sýndar eru af flakinu, séu ekki af flaki U-2 vélar. Gaf hann ekki nánari skýringar á þessari staðhæfingu sinni. í dag hélt Gromyko, utanríkis- ráðherra, blaðamannafund, þar sem mættir voru um 500 blaða- menn, rússneskir og vestrænir. Sagði hann að Rússar mundu neita ósk Eisenhowers um gagn- kvæmt eftirlit úr lofti, ef sú ósk yrði lögð fram á „topp“-fundin- um í París. Hélt Gromyko því fram að slíkt eftirlit væri sniðið eftir hernaðarþörfum Bandaríkj- anna, og sagði: „Að sjálfsögðu munu Sovétríkin ekki sam- þykkja gagnkvæmt eftirlit úr Framh. á bls. 2. John D. Rocke- feller lótinn Tucson, Arizona, 11. maí (NTB-Reuter). BANDARÍSKI olíukóngurinn og mannvinurinn John D. Rocke- feller lézt í dag 86 ára gamall, eftir margra mánaða veikindi. John D. Rockefellir var faðir Nelsons Rockefeller, ríkisstjóra New Vprk, og var álitinn ríkasti maður heimsins. MYND þessi var, að sögn rússneska blaðsins Pravda, tekin úr bandarísku njósna flugvélinni yfir flugvelli í Ráðstjórnarríkjunum. Flugslys BREMEN, Vestur-Þýzkalandi, 11- maí (Reuter): — Sprengjuflug- vél frá brezka flughernum a£ gerðinni Canberra hrapaði á þriðjudagskvöld til jarðar nálægt Cloppenburg, 65 kílómetrum fyr ir suð-vestan Bremen. Þriggja manna áhöfn var á vélinni, og fórust allir. Um 560 diepnir d dri París, 11. maí (Reuter). ALSÍRSKIR ofbeldlmenn f Frakklandi hafa drepið þar 2.792 manns og sært 7.019 frá því upp- reisn Serkja hófst í Alsír fyrir fimm árum. 77 hvítir borgarar hafa verið drepnir og 486 særðir, 36 lögreglu menn og hermenn drepnir og 249 særðir og 2.679 Serkir drepnir og 6.284 særðir. Ágreiningi milli alsírsku þjóð- ernishreyfinganna tveggja, þjóð- lega frelsisflokksins og alsírska þjóðernissinna flokksins er kennt um hve margir Serkir hafa fallið. I landhelgi Brefa Bruges, Belgíu 11, maí. Reuter. BELGISKIR fiskimenn ætla að senda togara til veiða í landhelgi Breta samkvæmt 300 ára gamalli heimild.. Dagblaðið Le Soir skýrir svo frá að lítill togari með 4 manna áhöfn muni innan fárra daga halda til veiða í brezkri land- helgi. Verði hann með sérstakt leyfi borgarstjórnarinnar í Bruð- es, en hafi auk þess meðferðis 25.000 franka (ca. 20.000 kr.), sem eigi að nota af báturinn verð- urinn verður tekinn af landhelg- isgæzlunni, sem ekki viðurkenn- ir kröfu Belga, en þær eru byggð- ar á samningi frá árinu 1666, undirrituðum af Charles II., sem bjó um tíma í útlegð í Bruges. Samkvæmt samningnum er Belg- um heimilt að senda allt að 50 togara á ári til veiða í brezkri landhelgi. *>

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.