Morgunblaðið - 12.05.1960, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.05.1960, Blaðsíða 24
Íbróttasíðan er á bls. 22 JHorgMiiMafo íifa 107. tbl. — Fimmtudagur 12. maí 1960 Grasleppuveiðar Sjá blaðsíðu 3. Veiðar- fœra- fjón? Akureyri, 11. maí: — TOGARINN Kaldbakur kom til Akureyrar sl. sunnu dag af Nýfundnalandsmið- um og landaði þar 270 tonn- um eftir 5 daga veiði á Ritubanka. Þegar Kaldbak- ur var að leggja af stað heim, komu togarinn Ask- ur og Elliði á miðin, en færðu sig siðan norðar á svokallaðann Sundál. Heyrði skipstjórinn á Kald- bak, að þeir töluðu um að 70—80 rússnesk fiskiskip smá og stór, væru á þessum slóðum og erfitt væri að at- hafna sig vegna þeirra. ★ Óstaðfestar fregnir í gær hermdu, að togarinn Elliði hefði orðið fyrir miklu veiðafæratjóni á þess um miðum af völdum rússneskra veiðiskipa, er hann kastaði út trolli sínu. Sigluf jarðarskar ð fært um mánaða- mót SIGLUFIRÐI, 11, maí, — Bæjar- togarinn Hafliði kom hingað í morgun með nálega 200 tonn. Eins og áður hefur verið sagt frá er uftnið að því að moka Siglu- fjarðarskarð, og má búast við að það verði orðið bílfært um næstu mánaðamót. Hér er nú hlýtt og gott veður, dálítill þokuslæðing- ur. — Stefán. Vorar vel ÞÚFUM, 11. maí. — Mikil veður- blíða hefur verið hér undanfarna daga, hlýindi og lítilsháttar úr- koma. Gróðri fer vel fram og er túnvinnsla víða langt komin og áburðardreifing hafin. Sauð- burður er að byrja og má segja, ef þessu heldur áfram, að vel vori í ár. — Sýslufundur N-ísa- fjarðarsýslu hefst þann 14. þ.m. — P.P. 3000 kr tonnið af járni í fjöru „HVAÐ eruð þið að gera i strákar?“ sagði Ól. K. M., II ljósmyndari blaðsins, og I tók myndina er hann sá drengi þessa vera að kíkja inn um naglagöt á sólbaðs- ' skýli Sundlauganna í góða veðrinu í gær. „Ekkert“ var svarið — en þeir urðu feimnislegir. Og þegar þeir sáu myndavél- ina tóku þeir á sprett, eins og neðri myndin sýnir. — Já, sólskin og gott veður hefur margvísleg áhrif á unga og gamla. Manni misþyrmt í svefni oj peningum hans rœnt Jónas Árnason RANNSÓKNARLÖGREGL- AN leitar nú manns eða manna, er frömdu árás á 66 ára gamlan mann, sem var sofandi í herbergi sínu. Var þessi árás gerð á Elías Hólm, Bergstaðastræti 19, aðfara- nótt þriðjudagsins. ♦ f svefni í þessari árás voru Elíasi veittir miklir áverkar í and- liti og við röntgenmyndun kom í Ijós að kjálki hans er tvíbrotinn. Elías telur að árásin hafi verið framin fyrrihluta næt- ur, þegar hann var í fasta- svefni. Hann kveðst hafa vakn að um kl. 1,30 aðfaranótt þriðjudagsins með þungan höfuðverk. Hann hafi farið fram fyrir spegil og þá séð að hann var allur blóðugur, bólginn og blár í andliti Ekki taldi Elías þó ástæðu til að leita læknis þá um nóttina og yfirleitt hefur hann sjálfur gert lítið úr þessu árásarmáli. Það var ekki fyrr en laust eftir hádegi á þriðjudaginn sem ættingjar hans gengu í málið og var rannsóknar- lögreglan látin vita. ♦ Kverkatak Þá þegar veittu lögreglumenn- irnir því eftirtekt, að á hálsi hans voru för er bentu ótvirætt til þess, að Elías hefði verið tekinn feikna kverkataki. Var hann færð ur í læknavarðstofuna og gert að meiðslum hans. En gamli mað- urinn var þrátt fyrir allt enn vel ferðafær, því hann hafði labbað út af slysavarðstofunni og heim til sín, meðan verið var að fá úr því skorið hvað röntgenmyndin hefði leitt í ljós. ♦ Stuldur Við rannsókn málsins hefur komið fram, að á borði við legu- bekkinn voru í tveim peninga- veskjum á þriðja þúsund krónur £ peningum. Þeim var báðum stolið. Á mánudagskvöldið hafði kunn ingi Elíasar setið hjá honum, og hann farið frá honum laust eft- ir kl. 11. Árásarmennirnir virð- ast því hafa komið einhverntíma á tímabilinu frá kl. 11,15 til kl. 1,30 aðfaranótt þriðjudagsins. Ekki segist Elías gruna einn eða neinn. Hann hafði þó bent á tvo pilta, án þess að bera þá sökum, en þeir gátu sannað að þeir voru víðs fjarri og höfðu ekki komið til Elíasar. En sjálfur segir Elías, sem fyrr segir, að á sig hafi verið ráðizt í svefni og árásarmennirnir hljóti að hafa verið minnst tveir að verki. Vegna kjálkabrotsins verður Elías að ganga undir uppskurð Hitaveita á Akranesi ? FLUTT hefur verið á Al- þingi breytingartillaga við þingsályktunartillögu um jarðboranir í Krýsuvík og á Reykjanesi. Er hún þess efnis, að ríkisstjórnin láti einnig fram fara borun eft- ir heitu vatni að Leirá í Borgarfirði, svo fljótt sem auðið er, með tilliti til hita- veitu til Akraness. Það eru þeir þingmennirnir Daníel Ágústínusson og Jón Árna- son, sem breytingartillög- una flytja. Óilokksbundinn sem siendur UNDANFARNA daga hafa menn rætt um það sín á milli á göt- um og gatnamótum, að Jónas Arnason fyrrum alþingismaður kommúnista, hafi dregið sig út úr stjórnmálum, sé ekKi lengur í flokknum. í gær hringdi Mbl. til Jónasar Arnasonar, en hann heíur verið kennari í Melaskóianum i vetur, og spurði hann hvað hæft væri í þessum fregnum. Jónas kvaðst vilja svara þess- ari fyrirspurn Mbl. með þessum orðum: Sem stendur er ég alger- lega óflokksbundinn. Frekar ræddi Jónas ekki þetta mál. Síðast sat Jónas á þingi fyrir kommúnista fyrir rúmu ári síð- an, þá sem varamaður flokks síns Tillagan um auknar krabbameinsvarnir samþykkt einróma ALÞINGI hefur nú samþykkt tillögu þeirra Sigurðar Bjarnasonar, Benedikts Gröndals, Þórarins Þórarinssonar og Alfreðs Gíslasonar Iæknis um auknar krabbameinsvarnir. Fékk allsherjarnefnd Sam- einaðs þings tillöguna til meðferðar. Sendi hún hana til umsagnar landlæknis og Krabbameinsfélags íslands. Lögðu báðir þessir að- iiar til að hún yrði samþykkt. Framsögumaður allsherjarnefndar var Benedikt Gröndal. — Samþykkti Alþingi síðan tillöguna með samhljóða atkvæðum mið- vikudaginn 4. maí. Tillagan er svohljóðandi: „Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að beita sér fyrir því í samráði við Krabbameins- félag íslands og heilbrigðisyfir- völd landsins, að krabbameins- varnir verði efldar svo sem frekast má verða. í þeim til- gangi verði m. a. lögð áherzla a; a. að efla allar rannsóknir, sem nauðsynlegar eru við grein- ingu á krabbameini; b. að auka stuðning við öflun fullkomnustu tækja til rann- sókna og lækninga á krabba- meini; c. að bæta aðstöðu leitar- stöðvar Krabbameinsfélags is- lands og athuga, hvort tiltæki- legt sé að stofna leitarstöðvar utan Reykjavíkur; d. að aukin verði almenn fræðslustarfsemi um sjúkdóm- inn“. Kirkjubœjarklaustri, 11. maí. AUSTUR á Mýrdalssandi, á Dynskógafjöru, eru menn að starfi. Þarna austur á sand- auðninni ríkir venjulega þögnin ein, nema þegar sjór- inn er reiður, en það er liann oft á þessum slóðum, og lem- ur hann þá svartan sandinn hvítum hrammi. Þá drinur brimið við sendna strönd með þungum, rámum rómi. Þarna sést aldrei líf nema þegar einmana mávur flögr- ar yfir brimlöðrinu í fjöru- borðinu í leit að einhverju æti. Grimmileg málaferli En nú er þarna allt í einu risið upp stærðar heimili, eins og ör- nefni benda til að verið hafi á þessum slóðum í gamla daga. Húsbóndinn er einn Klausturs- bræðra, Bergur Lárusson, og hús- freyjan er kona hans, frú Ágústa Jónsdóttir. Þau hafa 8 vinnu- menn ,sem allir eru önnum kafn- ir við að grafa, að vísu ekki gull, en gulls ígildi. Með jarðýtu, gröfu og margs konar fleiri tólum, eru þeir að grafa upp járn, því þarna liggja 4000—5000 tonn af hrá- járni undir 5 metra þykku lagi af Mýrdaissandi. Þessu járni var kastað þarna út fyrir 20 árum af stórskinínu Persier, sem strand- ! fjöru á útmánuðum i„-0. var dregið út, en járnið sat eftir í stórum byngjum. Örlitlu var bjargað áður en út af því hófust hin grimmustu mála- . ferli, sem á sínum tíma voru girni legt fréttaefni blaðanna. Þá mátti sjá í hinu fámenna og friðsæla þorpi, Vík í Mýrdal, klóka og lærða lögfræðinga ganga þar um stígana með brúnar skjalatöskur, bólgnar af réttarskjölum. Þeir voru að takast á frammi fyrir dómaranum um björgunarréttinn á járninu á Dynskógafjöru. Síðan féll dómiur, og allt var kyrrt í mörg ár. Til rnikils að vinna. Svo féll gengi krónunnar og jórnið steig í verði, að því talið er allt upp í 3000 kr. tonnið. Má af því marka hvílík verðmæti eru grafin þarna á Dynskógafjöru og til hve mikils er að vinna, ef ein hverju verður bjargað. En þeir, sem þekkja til hér eystra við sjó- inn á söndunum, vita að það er ekkert áhlaupaverk, og ef það tekst ekki með skaftfellskri út- sjón og atorku, þá er það ekki hægt. Vongóðir Þegar siðast fréttist af þeim félögum á Dynskógafjöru um hádegisbilið í dag voru þeir vongóðir og í bezta skapi. Þeir voru að vísu ekki komnir alveg niður á járnið, en þeir héldiu að þeir ættu ekki mikið eftir að hreinsa ofan af einni hrúgunni. Nú eru þeir ef til vill byrjaðir að skipa járn- stykkjunum upp á bílana og flytja þau vestur yfir Múla- kvísl. — Fréttaritari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.