Morgunblaðið - 12.05.1960, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 12.05.1960, Blaðsíða 23
Fimmtudagur 12. maí 1960 MORGUIVBLAÐIÐ 23 — Ræktunars]óbur Frh. af bls. 2 semi sinnar og æskilegt væri að geta hækkað byggingalánin upp fyrir 75 þús. kr. Áætlun um fjár þörf byggingasjóðsins væri ann- ars á þessa leið: Gert er ráð fyrir, sagði ráð- herrann síðar, að greiða skuld við Seðlabankann, sem nú er að verða þriggja ára gömul, 7,5 millj. kr., skuld við sparisjóðs- deild Búnaðarbankans, 1 millj. kr., lánsumsóknir fyrir 1959 5,3 millj., sem búið er að lána og til viðbótar 5 millj., sem gjaldfalla hinn 31. des., það er vegna húsa, sem þegar eru í smíðum. Þetta eru samtals 10,3 millj. kr. Vextir og afborganir lána 7 millj., rekst- urskostnaður 1,5—2 millj. og á- ætluð lán haustið 1960 eru 10 millj. Fjárþörfin er því, ef gera á skil á skuldum við Seðlabank ann, sparisjóðsdeild Búnaðar- bankans og standa í skilum við Framkvæmdabankann, 37,8 millj. kr. Tillag ríkissjóðs er ekki mik- ið, aðeins 2,5 miiy. kr., og ár- gjöld eldri lána aðeins 4.5 millj. eða 7 millj. kr. alls. Það sem vantar á, til þess að byggingar- sjóðurinn geti þá fullnægt því, sem óskað er eftir, eru 30,8 millj. Þessa fjár hefur ekki enn verið aflað, en mun verða aflað fyrir haustið, svo sjóðurinn geti starf- að á líkan hátt og áður. Ekki kvaðst Ingólfur Jónsson á þessu stigi málsins segja neitt um það, hvernig þessa fjár yrði aflað, en nægilegt ætti að vera fyrir menn að vita, að ríkisstjórn in ætlaði sér að útvega þetta fé. Veðdeild Búnaðarbankans efld Að lokum svaraði landbúnaðar ráðherra svo 3. spurningunni og sagði að ekki hefði enn verið út- vegað fé handa Veðdeild Búnað- arbankans. Hún hefði haft ákaf- lega lítið fjármagn til útlána á undanförnum árum og væri mjög æskilegt að Búnaðarþing hefði samþykkt ályktun um þetta í vetur og á Álþingi væri nú til meðferðar tillaga frá Sjálfstæð- ismönnum um að reynt yrði að ráða bót á þessu máli til fram- búðar. Hefði ríkisstjórnin einnig fullan hug á að svo mætti verða. Ásgeir Bjarnason þakkaði fyr- ir upplýsingarnar og kvað nú miklu máli skipta, hvernig kom- ið yrði til móts við þá, sem í byggingar hyggðust ráðast í næstu framtíð. Uggur í bændum væri nú með mesta móti. Þá spurðist Á. Bj. fyrir um það, hvort ríkisstjórnin væri nokkuð farin að vinna að málum Veð- deildar Búnaðarbankans í sam- ræmi við ályktun Búnaðarþings. Kenningar Framsóknarmanna Ingólfur Jónsson ítrekaði það, að ríkisstjórnin mundi útvega ræktunarsjóði og byggingasjóði fé. Þetta væri síður en svo í fyrsta skipti, sem fjárskortur gerði vart við sig. Erfiðleikar bænda hefðu komið gleggst fram við síðastliðin áramót, en það væri í samræmi við kenningar Framsóknarmanna að halda því fram að slæmur fjárhagur bænda að undanförnu væri nú- verandi stjórn að kenna. Það væri ekki stórt spor að stíga, að jafnast á við það sem Framsókn- armenn hefðu gert í þessum efn- um. Þó að bændur ættu nú sem áður í ýmsum erfiðleikum væri vissúlega misjafnt, hversu svart- sýnir þeir væru á framtíðina. Spurningu Á. Bj. svaraði I. J. á þá leið, að ríkisstjórnin hefði ekki tekið afstöðu til ályktunar- innar. Eysteinn Jónsson stóð upp og bar nokkurt blak af Framsókn- armönnum vegna ádeilna I. J. og urðu því í lokin stutt orðaskipli milli þeirra um það hvor flokk- urinn hefði betur unnið að mal- um bænda. Gísli Guðmundsson, sem ekki kvaðst fullkomlega hafa náð einu atriði í upplýsingum land- búnaðarráðherra fékk það end- urtekið. — Fleirí. kvöddu sér ekki hljóðs. Nú eru aðeins eftir þrjár sýningar á hinum vinsæla gamanleik, „IIjónaspil“, sem Þjóðleikhúsið sýnir í 15. sinn á föstudags- kvöld. Aðsókn að leiknum hefur verið góð, enda er leikurinn léttur og skemmtilegur. Myndin er af Rúrik Haraldssyni og Bessa Bjarnasyni í hlutverkum hinna kostulegu skrifara. Asfaltblanda Framh. af bls, 22. urkenningu alþjóðasambandsins á þessu yfirborðslagi, eða í það minnsta að alþjóðasambandið geri sér ljósa þá staðreynd að þetta efni sé til, og því þurfi að semja ný lög, sem byggð eru á vitneskjunni um hið nýja efni. Nýja heimsmetið notað Umsóknin um viðurkenningu hins nýja yfirborðslags verður send alþjóða frjálsíþróttasam- bandinu um leið og óskað er eftir staðfestingu þess á hinu nýja - heimsmeti John Thomas, 2.17 í hástökki, en er Thomas náði þessu stökki á Penn-leikjunum notaði hann uppstökksstað, sem lagður var yfirborði úr asfalts- og togleð- urssamsetningu. Það má því segja að viðurkenning heims- metsins verði um leið viðurkenn ing á hinu nýja efni. „Ég er sannfærður um að bandaríska frjálsíþróttasamband ið mun viðurkenna hið nýja met John Thomas, sem amerískt met í hástökki, en ég get ekki spáð um hvað alþjóðasambandið mun gera, eftir að fram hafa farið umræður um hið nýja yfir- borðslag, sem um þessar mundir er allsstaðar notað við lagningu uppstökksstaða og atrennu- brauta á íþróttavöllum í Banda- ríkjunum. En eins og kunnugt er, er þetta yfirborðslag þannig samsett, að á því má nota venju- lega broddaskó. Það er skoðun okkar að alþjóðasambandið verði að taka ákvarðanir um þetta“. Og Charles Starke, fram- kvæmdastjóri íþrótta- og skemmtigarða New York-borgar, sagði að hann myndi ekki bíða eftir ákvörðun alþjóðasambands ins viðvíkjandi hinu togleðurs- kenda asfalti, heldur láta leggja atrennubrautir og uppstökks- staði úr hinu nýja efni á íþróttavöllum í New York, Downing Stadium og Randalls Island. Ætla ekki að bíða Bandaríkjamenn ætla þó ekki að bíða eftir ákvörðun alþjóða frjálsíþróttasambandsins eða dómi þess um hið nýja efni og í viðtali við íþróttafréttaritara fyrir skömmu lét formaður bandaríska frjálsiþróttasam- bandsins, Pinky Sober, hafa eftir sér eftirfarandi: —■ Grimsby Frh. af bls. 1. stöðu sína, svo það síðasta sem hann gerði væri að vísa blaða- mönnum á bug. Þetta háttalag hans sýnir því að Welch er ekki allt of öruggur um sjálfan sig á Lundúnafundinum á morgun, sem sennilega verður mjög ör lagaríkur í deilunni við brezku ríkisstjómina. Stutt yfirlýsing var gefin út eftir fundinn hjá Denis Welch og segir þar að fundurinn lýsi ein- róma stuðningi við verkfallshót- unina. Reiknað er með að sams- konar yfirlýsing verði gefin út eftir fund vélstjóra hér á morg- un. Söluhæstur Reykjavikurtogarinn J[ón Þor- láksson landaði í Grimsby í nótt og er ekki vitað um að fleiri ís- lenzkir togarar landi hér í bráð. Tveir brezkir togarar lönduðu hér einnig af Islandsmiðum, en með mun minni afla, og var Jón Þorláksson söluhæstur með 7.763 sterlingspund fýrir um 2.400 kitt (153 lestir), en þar af voru rúm- lega 100 kitt (6% lest) ónýt. Ann ar brezki togarinn af íslandsmið- um seldi fyrir 7.225 sterlings- pund, hinn fyrir 3.749 sterlings- pund, og einn frá Hvítahafi fyrir 6.531 sterlingspund. Fiskurinn ekki góður Ég talaði við marga fiskkaup- menn á markaðinum í morgun, og sögðu þeir að Bretarnir hafi haft heldur betri fisk en Jón Þor láksson, og skipstjórinn, Sigurð- ur Kristjánsson kenndi því um, að ísinn, sem fenginn var í Hull í síðustu löndun, hafi ekki verið nógu góður. Nokkrir menn vöruðu skip- verja á Jóni Þorlákssyni við að fara í land í kvöld, því þeir gætu lent í illdeilum á bjórstofunum, en ég held að ástæðulaust sé að óttast slíkt. Jón Þorláksson fer hins vegar fyrir kvöldið heim- leiðis, en hann hefur ekki komið í íslenzka höfn í meira en mánuð. Hugheilar þakkir til allra þeirra er glöddu mig með heimsóknum, gjöfum, blómum og skeytum á, 50 ára afmæli mínu 4. maí. — Guð blessi ykkur öll. Sigurjóna Guðrún Jóhannesdóttir, Ásgarði 4 Innilegt þakklæti færi ég ættingjum og vinum er glöddu mig með heimsóknum, gjöfum, skeytum og blóm- um á 50 ára afmæli mínú 5. maí s.l. Jóhann Hjörleifsson. G eymsluhúsnœði Ca. 100 til 200 ferm. óskast til leigu nú þegar. Æskilegt að það væri á götuhæð — Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir laugardag, merkt: „Húsgögn.—4295“ STÚLKA óskast að Þórscafé frá 10—6, annan hvern dag. Upplýsingar kl. 2—4 á skrifstofunni. Móðir mín SIGRtJN BERGMANN andaðist aðfaranótt 6. þ. m Jarðarförin fer fram frá Dóm- kirkjunni föstudaginn 13. þ. m. kl. IV2. Ingibjörg Bergmann Björnsdóttir. Systir okkar KRISTlN pétursdóttir lézt í Landakotsspítala aðfaranótt 11. mal. , Hólmfríður Pétursdóttir, Valborg Pétursdóttir, Guðjón Pétursson. Útför móður okkar ÓLAFlU ÁSBJARNARDÓTTUR fer fram laugard. 14. maí og hefst með bæn á heimili hennar Garðhúsum í Grindavík kl. 1,30 e. h. Ferð verður frá B.S.Í. Reykjavík kl. 11,30 f.h. Börnin. Móðir mín MARlA ÁSMUNDSDÓTTIR frá Borgarnesi, verður jarðsungin að Borg á Mýrum laugardaginn 14. maí kl. 2 e. h. Jórunn Þorsteinsdóttir. Kveðjuathöfn um SIGURÐ SIGURÐSSON frá Rauðafelli, fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 13. maí kl. 10,30 f.h. Athöfninni verður útvarpað. Jarðsett verður að Eyvindarhólum laugard. 14. maí kl. 2 e.h. Aðstandendur. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför JÓHÖNNU VILBORGAR JÓNSDÓTTUR Efra-Langholti. Vandamenn. Alúðar þakkir og guðs blessunar biðjum við öllum þeim er auðsýndu okkur samúð og vinarhug við fráfall og jarðarför hjartkærs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÓNS GUÐMUNDAR KARVELSSONAR frá Bolungarvík Rósa Jónsdóttir, Magnús Guðbrandsson Dagbjört Jónsdóttir, Gissur Jónsson Ólafur Þórðarson og barnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.