Morgunblaðið - 30.03.1961, Side 5

Morgunblaðið - 30.03.1961, Side 5
Fimmtudagur 30. marz 1961 MORCVNBLAÐ1Ð 5 Elín Pálmad.: Þá var 1 í>að eru talsvert skiptar sko<5- anir um hvort í rauninni sé til nokkuð sem heitir heppni. Frétta menn verða þó oft rækilega varir við að heppnin kemur þeim til hjálpar eða þá þeir verða fyrir barðinu á óheppninni. Stundum koma upplýsingarnar svo að segja upp í hendiurnar á þeim, í önnur skipti virðist nær óger- legt að fá úr því skorið hvort óljós fregn er algerlega úr lausu lofti gripin eða raunverulega stórfrétt, sem hefur við rök að styðjast. Sé sem gæti gefið upp- lýsingarnar er kannski að veiða lax uppi í öræfum eða að fylgja ömmu sinni til grafar norður í landi. Fimmtudaginn 8. október 1959 var heppnin t.d. á okkar bandi. Ég sat hin rólegasta við að þýða grein í næsta sunnudags- blað, rétt ófarin í kaffi, þegar okkur barst óljós fregn um að í Grindavík eða einhversstaðar á nærliggjandi fjörur hefði rekið bjarghring, sem sennilega væri úr Hans Hedtoft. Þetta danska Grænlandsfar hafði farizt með allri áhöfn suðaustur af Hvarfi 31. janúar 1959 og ekki fundist tangur né tetur af skipinu fyrr. Málið hafði valdið stanzlausum deilum í danska þinginu og ver- ið mikill blaðamatur í Dan- mörku. Þetta var því stórfrétt ef sönn reyndist. Mér var þegar í stað falið að sjá um hana. Mér tókst ekki að ná síma- sambandi við nokkurn þann að- ila sem kannaðist við slíkan bjarghring, hvorki hjá Slysa- varnafélaginu né annars stað- er. Þegar komið er fram í októ- ber, dimmir fljótt og þá lítið svig rúm til að taka myndir og safna efni á víðavangi, Þennan dag var líka dimmt í lofti, rok og úr- koma. Það var ekki um annað að ræða en að reyna að hafa upp é hringnum í snarheitum. Við Ólafur K. Magnússon Ijósmynd- ari náðum okkur í bíl og þeyst- um af stað til Grindavíkur. ’ Blaðið hafði engan fréttaritara I Grindavík um þessar mundir, en um leið og ég hljóp út, tók ég upp nafnið á sölumanni blaðs ins á staðnum. Við fundum hús- ið fljótlega. Sölumaðurinn reynd ist vera ungur drengur. Pabbi hans hjálpar honum við starfið, en þeir feðgar höfðu ekki heyrt um að neitt merkilegt hefði rek- ið á fjörur í Grindavík. Bkki heldur aðrir sem við hittum. Við komumst þó að því að símstöðv arstjórinn, Sigurður Þorleifs- son, er einnig formaður Slysa- varnadeildarinnar á staðnum, og því manna líklegastur til að vita um sjórekinn bjarghring Við leituðum til hans. Hann kannaðist ekkert við sögu okk- ar, en sagði að þarna í nágrenn- inu ræki mest á fjörur í landar- eign tveggja bæja. Bauðst hann til að ganga úr skugga um hvort nokkuð hefði fundizt þar. Á hálum liælum í fjörugrjótinu Fyrst hringdi hann fyrir okk- ur að Hrauni, sem er austasti bærinn í Þórkötlustaðahverfi við Grindavík. Og þá var það sem heppnin kom í spilið. Bónd- inn, Magnúg Hafliðason, sem var einn heima þennan dag, var staddur inni í bæ, og hann kvaðst einmitt hafa fundið dansk an bjarghring, með áletruninni Hans Hedtoft. Við biðum ekki boðanna en ókum sem leið ligg- ur að Hrauni. Magnús bóndi var drifinn nið ur 1 fjöru með hringinn og á staðinn þar sem hann hafði fund izt. Þetta var í ljósaskiptunum og hífandi rok og brim. Þarna staulaðist ég nú á eftir Ólafi og Magnúsi yfir hnullungana í fjör unni á einum af þessum nýmóð- ins skóm með mjóum, háum hæl um og vindurinn tætti hárið á mér í allar áttir og reif í káp- una. (Eitt aðalvandamál kven- fólksins, sem stundar blaða- mennsku, er að hitta á að fara að heiman á morgnana í spari- skónum og sæmilega til fara, þegar maður er svo sendur í ein- hverja hátíðlega vígslu innan um uppdubbaða gesti með kok- teilglös í höndum, og að koma í vinnuna í bússum og víðu pilsi, . þegar klifra þarf yfir borðstokk inn um borð í togara eða labba yfir hraungrýti úti á landi. Und- irrituð hittir venjulega á að þurfa að leggjast á magann á borðstokkinn og vinda fætuna í hafti í þröngu pilsi og háum hæl um um borð og vaða á óhreinum bússum inn á gólf í hátíðlegri veizlu. Þarna er enn spurning um heppni eða óheppni). Jæja, við komumst öll yfir fjörugrjótið án þess að fótbrotna, Ólafur smellti nokkrum mynd- um af Magnúsi með hringinn, ég spurði hvernig í ósköpunum honum hefði dottið í hug að líta ofan að sjónum einmitt þegar hringurinn lá þar, og er við lögð- um af stað í bæinn var komið myrkur. Við hefðum semsagt ekki mátt koma mínútu seinna. Ólafur framkallaði myndirn- ar, ég skrifaði frásögn: „Bjarg- hring úr Hans Hedtoft rekur í Grindavík". Það var liðið á kvöldið, þegar við ókum heim. Málið virtist að mestu afgreitt. Við vorum ánægð, enda hafði ekkert annað blað haft veður af þessari frétt. Og það skiptir höf- uðmáli fyrir sálarástand blaða- mannsins. y Samtöl við útlönd Kl. 7 morguninn eftir, þegar talsímasambandið við útlönd opnaðist, upphófst gauragangur inn. í Kaupmannahöfn lá röð af pöntunum um samtal við Ólaf K. Magnússon, ljósmyndara Mbl. eða Sverri Þórðarson, blaðamann sem er fréttamaður Ritzau-frétta stofunnar dönsku og hafði kvöld ið áður sent í fréttaskeyti frá- sögnina um fund bjarghringsins. Stórblaðið Berlingur átti fyrsta símtalið. Það vildi fá einkarétt með á birtingu myndanna, sem Ólaf- ur hafði tekið af Magnúsi með Danmörku. í símanum var sami maður frá Berlingi. Hann hafði pantað fyrstu tvö símtölin um morguninn, til að vera viss um að halda línunni fyrir öðrum fréttamönnum. Þá komst Poli- tiken að, siðan fréttastofa Reut- ers í Höfn o.fl. En Berlingur var fyrstur og fékk einkaréttinn á birtingu þessara eftirsóttu mynda — þó án þess að samið væri um ákveðið verð fyrir þær. Við héldum öll að Ólafur K. Magnússon væri búinn að fá stór ann slurk upp í fyrstu milljón- ina. Hann var líka rifinn upp úr rúminu kl. 8 til að ganga frá myndunum, sem lágu í bleyti niðri á blaði. Og enn var héppn- in með okkur, því brottför flug- vélar F.í. til Kaupmannahafnar seinkaði um hálftíma og Ólafur náði að henda myndunum í flug stjórann. Tvær beztu myndirnar voru einnig símsendar seinna um daginn til öryggis. Ólafur xná biða. Engin íslandsfregn hafði um langt skeið vakið eins mikla at- hygli í danska blaðaheiminum, enda voru 9 mánuðir liðnir síðan Grænlandsfarið Hans Hedtoft hvarf sporlaust með 95 manns innanborðs. Berlingur birti mynd ina af Magnúsi með hringinn í fjörunni yfir þvera forsíðuna dag inn eftir og nákvæma frásögn af því hvernig hann hefði fund- izt. Önnur blöð tóku það upp og ýmsar getgátur komu fram um hvaða leið hann hefði rekið, á- samt umsögnum kunnugra manna um Grænlandssiglingar og uppdráttum sérfræðinga af straumum í Atlantshafi. Við Ólafur höfðum semsagt heppnina með okkur, þegar við hlupum af stað í leit að bjarg- hringnum, þ.e.a.s. Ólafur verður enn að bíða með að fara að safna upp í fyrstu milljónina því greiðslan fyrir myndina reynd- ist ákaflega smátt skömmtuð, hringinn. Rétt eftir að þessu við fargjaldið suður eftir tali var lokið kom annað frá E. Pá. Hotel Kongen af Danmark — Köbenhavn I vetur til y4 ’61: — Herbergi kr. 11—16 pr. rúm. HOLMENS KANAL 15 C. 174 I miðbænum — rétt við skipið. — Eftirsótta myndin af Magnúsl með bjarghringinn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.