Morgunblaðið - 30.03.1961, Side 10
10
MORCVTSBL ÁÐIh
Fimmíuclagur 30. marz 1961
Ingimar Erl. Sigurðsson:
Jurðarför
ón fylgdar
SUMARIÐ var að kveðja.
Það hafði komið — eins og það
hafði alltaf komið — og það var
ekki gamalt, því að sumarið eld-
ist aldrei. Það var að eilífu ungt
og allt, sem hrærðist á jörð þess.
Það var eins og það hefði aldrei
komið áður, því að allt var nýtt
undir sólinni, og okkur fannst að
við myndum aldrei eldast, því að
sumarið var eilíf seska, og hjörtu
okkar eins og börn, sem kunna
ekki að telja. i,
Haustið var að heilsa.
Litir þess eru rauðir eins og
blóð úr opinni æð. Kyrrlát eftir-
vænting reikar um húsin og garð-
ana. Skuggarnir leggjast yfir
moldina eins og drukknir flagar-
ar. Nóttin hæðist að dögunum,
sem óttast um líf sitt. Vindarnir
drekkja sér við ströndina.
Þetta var ég að hugsa.
Haustið var í helming hjartans,
en í hinum hlutanum var sólin
að rísa. Hún hóf sig hærra og
hærra, til þess að sjá ríki sitt
betur. Við auglit hennar lifnuðu
blómin eins og marglit blys, og
landið birtist eins og nýútsprung
inn draumur.
Ég sá fyrir mér unga stúlku,
og ímyndaði mér sólina kasta sér
yfir hana eins og elskhugi. Loftið
titraði alsett strengjum, sem
slegnir eru ósýnilegri hönd. Jörð-
in er fögur eins og nakin brúður,
og lífið byltist í skauti hennar.
Undarleg kennd vaknar í
brjósti imgu stúlkunnar og sreym
ir um allan líkama hennar, þrýst-
ir á holið og þenur brjóstið, svo
að það ætlar að springa. Blóðið
niðar 1 æðum hennar, fiðringur
hleypur í fæturna. Það er eins
og hún sé ekki lengur hún sjálf
og viti ekki, hvernig hún á að I
vera.
Stundarkorn stendur hún kyrr
eins og rótfast tré, e® tekur síð-
an á rás, knúin gáska og ókunn-
um ótta, hraðar, hraðar, blint og
stjórnlaust, finnur ekki lengur til
fótanna og breiðir út faðminn
líkt og vængi.
En er hún heldur sig fara að
fljúga, fellur hún eins og slegin
til járðar, liggur móð og magn-
laus, og yfir henni sólin eins og
gul þoka. Grannur líkaminn
skelfur, brjóstið hefst og hnígur
eins og öldur, og úr fjarska eigin
vitundar berst hægur svæfandi
niður, sem stöðugt nálgast og
dýpkar, unz hann fellur eins og
myrkt fljót yfir flakandi líkama
hennar, slítur hverjar viðjar,
smýgur hvern afkima og fyllir
vit hennar gleymsku.
Enginn veit hve langt líður, áð
ur blærinn hvíslar til hennar
úr grasinu.
Ég vaknaði upp við að ritstjór-
inn sagði: Þarna kemur sjúkra-
bíll. Andartak hélt ég, að það
væri þessi stúlka, sem verið væri
að flytja, en svo vaknaði blaða-
maðurinn, og skáldið dró sig í
hlé. Við horfðum á bifreiðina,
þar sem hún ók hægt á móti
umferðinni úr bænum. Kannski
hafði orðið dauðaslys. Hún minnti
á jarðarför án fylgdar.
Við reyndum að bora augun-
um inn í bifreiðina, þegar hún
mætti okkur og ók hægt fram
hjá, en við sáum ekkert. Hvað
kom okkur þetta við? Við vorum
að fara á silungsveiðar. En bif-
reiðin skildi eftir einkennilega
þögn á eftir sér. Enginn sagði
neitt. Við vissum, að við myndum
fá skýringuna einhvers staðar
framundan.
Páskablómin
í miklu úrvali á góðu verði.
GRÆNMETISMABKAÐURINN
Laugavegi 63 og Vitatorgi.
Einnig í blómaskálanum við Nýbýlaveg og Kársnes-
braut. — Selt alla daga frá kl. 10—10.
Páskaliljur
Rósir Hyazenthur
Túlipanar Pottaplöntur
Sendum heim
Munið hringaksturinn um stöðina.
Áherzla lögð á fljóta afgreiðslu.
Útsalan Laugavegi 91 og Gróðrarstöðin við Miklatorg.
símar 22-8-22 og 19775.
Blaðamaðurinn í mér heimtaði,
að ég fengi fulla vitneskju um
það, sem hafði gerzt. Þetta er
bara frétt, sagði hann. Þú verð-
ur að fá þessa frétt. önnur blöð
verða með hana. Þú ert heppinn
að koma svona að. En einhver
önnur rödd sagði: Þér kem-
ur þetta ekkert við. Þú ert
að fara á silungsveiðar. Og þriðja
röddin sagði: Guð, það hefur
kannski orðið dauðaslys. Kannski
einhver, sem hefur verið að fara
á silungsveiðar.
Skyndilega sáum við bílakös
framundan á veginum. Hún
hafði þá verið að koma þaðan.
Þegar við komum að staðnum,
sáum við bifreið á hvolfi utan
við veginn. Það fyrsta, sem ég
tók eftir, voru hjólin á henni.
Þau sneru upp í loft, og minntu
á hendur, sem fórnað er til him-
ins.
Stefán Hörður Grímsson líkir
bifreið við svarta pöddu í Ijóði
sínu: Bifreiðin sem hemlar hjá
rjóðrinu. Bíllinn þarna minnti á
helsært dýr, risavaxinn járnsmið-
eða brunnklukku. Við snöruðum
okkur út úr bílnum og spurðum
nærstadda: Varð dauðaslys? Varð
dauðaslys? Orðin bergmáluðu í
huga mér ótal sinnum.
Síðan gengum við út af vegin-
um að bílnum. Ég man, að ég
nálgaðist hann hægt og treglega.
Helzt hefði ég viljað standa uppí
á veginum og virða hann fyrir
mér þaðan, en ég kunni ekki við
það. Það var ekkert að óttast.
Eða var það einhvers konar virð-
irig? Ems og þegar maður víkur
úr vegi fyrir líkfylgd. Ég véit það
ekki, en ég varð að neyða
mig til þess að ganga niður
að honum. Hvers vegna? Kannski
til að storka tilfinningum mínum.
Eða af því aðrir gerðu það. Eða
var það forvitni?
Ég stóð í nokkurri fjarlægð frá
honum og virti hann fyrir mér.
Flestir gengu alveg að honum,
og sumir lögðust á hnén og gægð-
ust inn í hann. Allt í einu kom
unglingspiltur niður vegkantinn,
gekk snuðrandi í kringum
bílinn, staðnæmdist síðan við
annað afturhjólið, lagði hendurn-
ar á það og sneri því. Ég hrökk
við og starði á drenginn og hjól-
ið, sem snerist. Hvernig gat hann
gert þetta? Margslungnar tilfinn-
ingar börðust innra með mér:
Reiði, fyrirlitning, hatur, sem
snöggvast. Síðan undrun og ótti.
Þetta voru eins og síðustu fjör-
kippir hielsærðar skepnu. Um
leið sá ég, að benzín draup úr
bílnum.
Blóð, já blóð, flaug í gegnum
huga minn.
Tilfinningar mínar komust
fljótlega í jafnvægi aftur. Ég
skammaðist min fyrir hugsanir
mínar ,Hví ekki að káfa á bíln-
um. Þetta var bara járnarusl, sem
lá þarna. Til þess að styrkja þetta
nýja viðhorf, gekk ég fast að
bílnum, beygði mig niður að hon-
um og leit inn í hann.
Sérðu þetta, sagði ritstjórinn,
sem ég hafði alveg gleymt.
Þetta er tætla úr landabréfi.
Hún hékk út úr öðrum fram-
glugganum og minnti á neyðar-
flagg. Skömmu síðar fundum við
hluta af því úti í móa. Sjáðu,
sagði ritstjórinn, og ég held að
okkur hafi báðum flogið það
sama í hug, þegar augu okkar
mættust, hvorum á sinn hátt:
„Það eru ekki allar línur merkt
ar, ekki allar leiðir merktar á
þetta kort. Ekki línan, sem það
rifnaði eftir. Ekki áfangastaður.
Maður leggur af stað og ætlar að
fara eitthvað ákveðið, og maður
fer rétta leið, en kemst samt ekki
á áfangastað. Skrítið. Einhvern
annan stað. Ekkert“.
Þannig orðaði ég það siðar, þeg-
ar ég skrifaði um þetta slys í
Morgunblaðið 18. ágúst 1960. Er
þetta ekki táknrænt fyrir líf okk-
ar á þessari jörð.
Þegar ég kom upp á veginn
aftur, var ég orðinn alveg kald-
ur, eins og strákarnir segja, eða
svo fannst mér. En ritstjóranum
hlýtur að hafa verið eitthvað ein-
kennilega innnanbrjóst, því að
hann sendi mig til að tala við
mann, sem hafði tekið mynd af
afvelta bílnum, til þess að biðja
hann að selja blaðinu eina eða
tvær myndir, en stóð sjálfur að-
gerðarlaus og viðutan á vegin-
inum um hríð, unz hann tók rögg
á sig og gekk til ljósmyndarans
og bar upp við hann sama erind-
ið, sem ég var nýbúinn að bera
upp við hann.
Það var ekki fyrr en við ætl-
uðum upp í bílinn aftur, að við
sáum bílstjórann. Hann var ösku-
grár í íraman og keðjureykti. Það
var eins og hann, sem þetta stóð
næst, væri eini áhorfandinn, en
augu hans virtust horfa á eitt-
hvað annað en það, sem við sá-
um. Það var eins og hann væri í
leiðslu eða öðrum heimi. Sumir
virtu hann gaumgæfilega fyrir
sér, rannsakandi, jafnvel frekju-
lega. Aumingja maðurinn. Ég
stalst til að virða hann fyrir mér,
en aðeins sem snöggvast, því að
ég hafði það á tilfinningunni, að
þó hann virtist horfa á eitthvað
annað en bílinn og umhverfið, þá
sæi hann allt innan frá í einhvers
konar ratsjá. Það var kvöl í aug-
um hans og sektartilfinning.
Kannski var þetta allt mín eigin
ímyndun. En ég held ekki.
Ég var feginn, þegar við lögð-
um af stað aftur. Við ókum þegj-
andi skamma stund, en töluðum
síðan um slysið fram og aftur, til
að létta á okkur og gleyma þvL
Allt í einu tókum við eftir því,
að bíllinn var kominn á nær
hundrað kílómetra hraða, meðan
við létum móðan mása. Það er
svona, sem það gerist, sagði rit-
stjórinn, en dró ekki úr ferðinni
fyrr en nokkru seinna. Það eru
allir að flýja eitthvað, sagði ég,
Eða elta eitthvað, sagði hann. Ég
i.eld við höfum báðir haft rétt
fyrir okkur.
Sumarið var að kveðja og
haustið að heilsa. Við vorum að
flýja borgina, þar sem við vorum
uppaldir, og elta uppi græna nátt-
úruna, síðustu sumargeislana.
Þetta hljómar kannski einkenni-
lega. En veitið athygli æðinu, sem
grípur menn um helgar, þegar
hundruð og þúsundum bifreiða
er ekið beint af augum eftir veg-
unum á ofsahraða inn í sólbakað
landið. Vegirnir stynja undan.
hjólbörðum þeirra og gubba ryk
inu yfir bílana. Sumum liggur of
mikið á og er ekið hægt á móti
umferðinni í bæinn aftur. Sum-
arið er stutt og veturinn langur
í þessu landi. Kuldahroll kynslóð-
anna leggur enn að beinum okk-
ar. ' ,
Af einhverjum ástæðum fékkst
ekki nema einn silungur til að
bíta á agnið hjá mér, en það var
bót í máli, að ritstjórinn fékk
ekki heldur nema einn. Annars
hefði ég haldið, að ég væri feig.
ur. Mér fannst ég vera tilfinn.
ingalaus, þar sem ég stóð á ár-
bakkanum, án þess að hafa fengið
bröndu í meira en tvo tíma. Erx
allt í einu kom ljóðið inn 1 hjarta
mitt, og ég var aftur til. Kannski
var það áin, sem ég stóð hjá,
þegar ég var drengur, sem
streymdi inní hjarta mitt eftir
öll þessi ár. Ég stóð við ána og
hlustaði á nið hennar, þekkti
hvorki upptök hennar né ósa,
vissi aðeins að hún rann og myndi
halda áfram að renna eftir að ég
væri horfinn, eins og hún hafði
runnið áður en ég stóð á bakk-
anum og hlustaði á nið hennar,
Augu mín horfðu á bugðurnar,
sem hún myndaði á leið sinni,
lengra, lengra en augu mín sáu.
Allt í einu fann ég, að niðurinn
var söknuðar hennar og kveðja
til alls þess, sem hún rann fram
hjá á eilífri leið frá upptökum,
sem voru mér ókunn, til ósa
sem voru mér jafn ókunnir, og
hjarta mitt tók undir við nið.
inn, þar sem ég stóð á bakkanum,
Síðan gleymdi ég slysinu. Það
var búið að fjarlægja bílinn
af slysstaðnum, þegar við sner-
um til baka, og vegsteinarnir
höfðu verið settir upp. Eins og
ekkert hefði gerzt. — i.e.s