Morgunblaðið - 30.03.1961, Síða 11

Morgunblaðið - 30.03.1961, Síða 11
Fimmtudagur 30. marz 1061 MORCUNBLAÐIÐ 11 IVfagnús Þórðarson: • Opin garffhlið. Það er margvíslegt, sem er- lendum mönnum kemur spánskt fyrir sjónir hér. Þjóðverji einn býsnaðist mjög yfir því, að hann hefði á næturgöngu um Vestur- bædnn veitt því athygli, að hvert einasta garðhlið hefði staðið opið upp á gátt. Hlið eiga að vera harðlokuð á nóttunni, sagði hann ákveðinn. í Þýzkalandi eru hlið- in ekki aðeins lokuð, þau eru líka læst. Svo er grimmur varð- hundur í garðinum, og ekkert líklegra en að heimilisfaðirinn hafi riffil í gluggakistunni. Þessi formáli veitti honum tækifæri til að ráðast á ýmislegt, sem hon- um finnst slappt og kærulaust í fari íslendinga. Það verður að segjast eins og er, að hann er ekki einn um ýmsar þær skoð- anir, sem hann heldur fram. Það, sem hér fer á eftir, er ekki allt álit hans heldur eru teknar með hugrenningar ýmissa annarra útlendinga. • Boffiff í kaffi í fyrsta lagi finnst þeim skorta mjög á hagsýni og ráðdeild með- al íslendinga. Sá hugsunarháttur sé allt of almennur að láta allt reka á reiðanum. Stundum sé ekki nokkur vegur að ná til manna í opinberum stöðum eða einkafyrirtækjum, einkum þó í hinum fyrrnefndu, og þegar þeir séu loksins við, vilji þeir venju- lega bjóða útlendingnum í kaffi, mat eða á fyllirí. Þar sé skrafað og þusað um menn og málefni, i, þetta máttu ekki hafa eftir mér Setnihgin hér að ofan er ó- skemmtileg í eýrum blaðamanns ins, því að oft glymur hún í tolustum hans. Þessar þagnar- sníkjur eru oft til leiðindabaga, t>ví að venjulega er einmitt farið fram á, að þagað verði yfir því, sem mest fréttagildi hefur. Ástæðurnar til þagnarbónarinnar eru margvíslegar, stundum póli- tískar en allt of oft eins konar toræðsla við að opinbera skoðanir sínar. Menn óttast að verða hafð ir að spéi, ef þeir láta blöðun- um í té álit sitt, einkum ef það er á einhvern hátt sérkennilegt og afbrigðilegt frá fastmótuðu og löngu viðteknu almenningsáliti. Þess vegna er skaði að því, þeg- ar menn, sem hafa rifið sig upp úr móki hugsanaletinnar, þora ekiki að birta öllum lýðnum Iþanka sína. Stundum er skoðun- in, sem blaðamaðurinn er beð- inn að þegja um, álit mannsins á lífinu og tilverunni, sjálf lífs- fílósófía mannsins, endanleg niðurstaða, sem hann hefur ver- ið að mynda sér á langri ævi. En hún má ekki koma á prent, oft eingöngu af því að mannin- um finnst hann verði sér til ekammar, hann sé að gerast hátíð legur og spekingslegur um ein- falda hluti, eða hann sé hreint og beint hlægilegur. ð Álit Finna á Svíum Sá, sem þetta skrifar, minn- ist margra þagnarbeiðna frá þeim stutta tíma, sem hann hef- tir fengizt við blaðamennsku. Hann hefur aldrei kunnað við ennað en að verða við bóninni, til þess að glata ekki trausti þess, sem við er talað. Einstöku sinn- um hefur hann þó slakað á sam- vizkukröfunum, þegar um ein- hvern smávægilegan hégóma er að ræða, sem engan getur sakað. Þannig tók hann t. d. ekki mikið mark á því, þegar Finni einn bað hann að geta þess ekki, að Finn- um þætti Svíar með leiðinlegri mönnum, en líkaði hins vegar vel við Norðmenn og íslendinga. Hér á eftir verður getið ýmissa hluta, sem erlendir menn hafa skýrt frá í viðtölum, en beðið tolaðamanninn að þegja um. Glöggt er gests augað og sá er vinur, er til vamms segir, má segja um sumt í frásögnunum, svo að mér leyfist að láta tvo málshætti orða hugsunina. • Kynþáttahatur? Sl. sumar kom hingað fjöl- mennur hópur skrautklæddra stúdenta frá Kenya á leið til námsdvalar í Bandaríkjunum í boði Aga Khans og Kennedys. Þeir voru mjög nákvæmir um það, sem hafa mátti eftir þeim, og mestallt viðtalið var fólgið í hátíðlegri yfirlýsingu til lesenda Morgunblaðsins. Þeir voru m. a. spurðir hinnar sígildu spurning- ar: Hvernig lízt ykkur á íslenzku stúlkurnar? Mér til mestu undr- unar voru þeir seinir til svars, því að venjulega eiga útlend- mgar vart nógu hástemmd orð til að lýsa hrifningu sinni á kvenþjóðinni. Að lokum umluðu þeir eitthvað um það, að þeim litist ekkert sérstaklega vel á þær, eiginlega hálfilla. Af kurteisi bættu þeir við, að þetta stafaði e. t. v. af Því, að svörtu fólki litist bezt á svart fólk, gulu á gult og hvítu á hvítt. Það vœri líka heppilegast. Þegar ég bjóst til að rita svör þeirra á blað, hristu þeir höfuðin ákaflega og báðu mig þess lengstra orða að gera það ekki, því að annars yrðu þeir sakaðir um að blása að glóðum kynþáttahaturs! • Stúlkurnar Annars er óhætt að undir- strika það, að útlendingum geðj ast yfirleitt mætavel að stúlk- unum okkar. Sú gagnrýni, sem ég hef helzt orðið var við, er þessi: Þær hafa ljótt göngulag og bera sig illa. Maður getur átt von á því, að þær fari allt í einu að klóra sér í höfðinu á al- mannafæri, laga fötin sín eða sprengja blöðrutyggigúmmí á milli varanna. allar nýjustu slúðursögurnar þýddar fyrir þá o. s. frv., og dýrmætum tíma til einskis eytt. • Stoltir af óstundvísi Ekki taka allir svona djúpt í árinni, en eitt eru allir sammála um: íslendingar eru óskiljanlega óstundvísir, og þeir svara aldrei bréfum fyrr en í síðustu lög. Það tekur svo út yfir allt, að við virðumst jafnvel stæra okk- ur af óstundvísinni. Þegar kvart- að sé undan henni, segja þeir okkur svara hlæjandi, að þetta sé íslenzkt þjóðareðli. Við höf- um alltaf verið agalausir og stoltir af því að láta fyrirskip- anir um að mæta á réttum tíma sem vind um eyrun þjóta. • Afköst íslendinga Þrír útlendingar, sem hér hafa IVIargrét R Bjarnason Samvízka SEM ÉG sit hér — bundin vin- samilegum tilmælum um, að segja frá einhverju eftirminnilegu úr eins árs reynslu í starfi erlends fréttamanns, rennur upp sú stað reynd, að tilviljunin hefur því svo til hagað, að engar hinna stærstu frétta á Reutersrúllu ársins hefur borið upp á frétta- vafctir mbj, og engir erlendir fréttaviðburðir hafa framar öðr- um haft varanleg áhri'f. En um leið verður mér hugs að til hinna fyrstu vikna og mánaða í starfinu, þegar NTB- strimlamir vöfðust um mann eins og ormar um orm í óskiljan legri flækju, sem engan veginn varð séð fyrir endann á, — þeg ar hvert skrifað smáorð fékk á sig annarlegan blæ við tilhugs- unina um, að þúsundir manna kynnu að reka í það augun næsta 4ag, — hvemig minnsti mis- skilningur eins atriðis gat vald- ið óbærilegri hugarkvöl og lestur Morgunblaðsins að af- lokinni fréttavakt var hrein martröð. Eða þegar Dagbókin var á minni könnu — þegar ég gekk inn í, eina matstofu bæjar ins og sá mann nokkum niðux- sokkinn í að lesa Dagbókina — Undur og Skelfing — það var ekki Júmbó, sem hann las, held- ur viðtal á bls. 5. Ég, sem hafði verið svo sannfærð um að enginn læsi Dagbókina, nema ritstjór- arnir af því þeir teldu sér það skylt. En tímin leið og hugmyndirnar. fengizt við framkvæmdir, full- yrtu, að afköst íslendinga við vinnu væru mun lakari en erlendis þyki eðlilegt. Einn þeirra, verkfræðingur, sagði ís- lenzka verkamenn hafa marga kosti, sem þeir nýttu ekki. Þeir væru fljótir og viljugir að nema verktækni, og ekki kvaðst hann efa dugnað þeirra og getu. En þeir beittu sér hins vegar ekki við vinnu, og taldi hann það e. t. v. stafa af því, að þeir litu á dagvinnuna nánast sem aúka- vinnu, því að á kvöldin hefðu þeir staðið í húsbyggingum af mikilli hörku fram á rauða nótt. Þessi maður taldi afköst is- lenzkra verkamanna 20—30% lægri en í löndum um norðan- verða og miðja Evrópu. Annar útlendingur kvartaði einnig undan áhugaleysi, hangsi og drolli. Taldi hann meðalaf- köst einstaklings í ákveðinni iðngrein um 25% lægri en í einu Norðurlandanna, þar sem hann þekkti til. Þetta mátti blaðamað- urirm ekki hafa eftir því að báð- ir útlendingarnir óttuðust, að margir myndu móðgast, og að þeim yrði vart vært á vinnustöð um sínum. • Glápt á útlendinginn Sá þriðji var tilkvaddur sér- fræðmgur, sem átti að gera til- lögur um úrbætur í ákveðinni iðngrein. Hafði hann ferðazt víða um lönd í þessu skyni. Þannig er mál með vexti, að maður þessi er allsérkennilegur útlits, en hvergi í heiminum kvað hann þó komu sína hafa valdið verklöm- un á vinnustað fyrr en hér. Sagði hann, að hvar sem hann hefði birzt á vinnustöðum, hefði allt starfsfólkið fellt niður vinnu, meðan það góndi á hann full- nægju sína. Erlendis væri þessu þveröfugt farið, þar kepptust allir við, meðan sérfræðingarnir gengju um. □ □ □ Ekki er rúm til að stikla á fleiru hér, en ég vona, að þessar sundurlausu athugasemdir út. lendinga um okkur geri engum of gramt í geði. Frá þeim er skýrt m. a. til þess að lesandinii gerf sér Ijóst, að í samvizku blaðamannsins er stundum háð erfið barátta milli tveggja grundvallarreglna í starfi hans: Loforð, sem manni er gefið um að þagað skuli um eitthvað, er hann hefur sagt í viðtali eða ut- an þess, skapar blaðamanninum skyldu. En hann á einnig skyldu við lesendur blaðsins um að þeim skuli sagður allur sannleikurinn, ekki hálfur sannleikurinn. — M. Þ. breyttust — enda kennir blaða- mennskan manni fyrr en varir að koma á sáttum, eða öllu held- ur málamiðlun, milli samvizk- unnar og skriffinnskunnar. Menn hafa margar og mismun andi skoðanir um blaðamennsku, hvert sé eðli hennar og hverjir eiginleikar séu bezt til henuar fallnir. Frá sjónarmiði reynsluleysingj ans er starfið í fyrstunni óneitan lega dálítið skrítið — það virðist svoddan asi á öllum. Að ekki sé talað um, þegar einhverjir sér- stakir atburðir eru á döfinni, eins og til dæmis þegar Úranus fanmst og lí'kast var því sem sprengja hefði fallið meðal okkar. Menn voru svo óendanlega hrærðir. Ritstjórinn kallaði saman fund og skipti með blaðamönnunum verkum. Vart hafði hann sleppt síðasta orðinu, er sá í tuttugu iljar — að minnsta kosti. Einstöku sinnum eru blaða- menn rólegir — til dæmis þegar þeir eru timbraðir, — en það er því miður afar sjaldan, a. m. k. á Morgunblaðinu — um önn- ur blöð veit ég ekki. Afleiðingin af öllum þessum flýti er oft og tíðum slæmar taugar og slæmur magi, en þótt furðulegt megi virðast, sjaldan eða aldrei slæmt skap. Það er því furðulegra, sem blaðamenn eru sú stétt, er sífellt liggux undir gagnrýni annarra. Tökum til dæmis málfræðingana, sem Framh. á bls. 15

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.