Morgunblaðið - 30.03.1961, Síða 15

Morgunblaðið - 30.03.1961, Síða 15
Fimmtudagur 30. marz 1961 MORGZJNBLAÐ1Ð ~ U — Samviska Framh. af bls. 11. eru manna naskastir á allt, sem miður fer á prenti. Oftast er gagnrýni þeirra til hins mesta gagns, því að menn varast betur þær skissur, sem gerðar hafa verið að umtalsefni. Stundum verður þó ekki betur séð en þeir leiti býsna langt yfir skammt, tíni upp ómerkiiegustu smá- atriði, en sjáist yfir verulegar villur og málleysur. Hætt er við, að ýmsum okkar ágætu málvönd unarmanna yrði einhverntíma ihált á málinu ástkæra og ylhýra, ef þeir ættu að skila af sér verk efnum með þeim hraða, sem blaðamenn verða að temja sér. Sígilt dæmj um þetta er íslenzku fræðarinn, sem lokaður var inni í herbergi og sagt að skila vissri frétt í skyndi. Reyndin varð auðvitað sú, að vaktmennirnir skrifuðu sínar fréttir, blaðið var forotið um og komið í prentun áður en bólaði á fréttinni fræð- arans. En það eru fleiri en málvönd- unarmenn, sem býsnast, — ein- um finnst of lítið skrifað um listir í blaðið, öðrum of lítið um vísindi, þeim þriðja of lítið um íþróttir og sá fjórði býsnast yfir of fáum afmælis og minningar- greinum. Starf blaðamanns á fslandi er afar fjölbreytt. Blöðin eru ekki enn orðin svo stór, að sérhæf- ingar gæti. — Þessvegna verða þeir, ef vel á að vera, að afla frétta og skrifa frétt- ir, annast viðtöl og þýðingar, prófarkalestur og umbrot. Auk þess verða þeir stundum að setj ast niður og skrifa eitthvað um eitthvað eða ekki neitt, hvort sem þeim líkar betur eða verr. Og þar sem ekki allir eru gæddir Ihinum eina sanna neista er út- koman eðlilega dálítið misjöfn, svo ekki sé meira sagt. Til blaðsins berzt allskyns efni, innanlands og utan og síð- an er það verkefni blaðamann- anna að vinsa úr það, sem kann að vera lesendum til gagns og ánægju. Sú úrvinnsla gerir afar mismunandi kröfur til eiginleika folaðamannsins. Fréttaritun Ikrefst til dæmis fýrst og fremst algers hlutleysis og skýrrar fram setningar. Ef vel á að vera, má fréttaritarinn ekki láta minnstu ögn af sinni persónulegu skoðun eða tilfinningum hafa áhrif á fréttina. — Er þá alveg burt séð frá þeim stíl, sem hver og einn kann að temja sér við frétta ritun. Nauðsynlegt er að vera fær um að greina aðalatriði frá auka- atriðum svo ekki sé á það minnzt hversu mikilvægt nefið á fréttamanninum er — einkum þeim innlenda. í nefi frétta- mannsins verður — auk venju- legra skynfæra — að vera sér- stakt sístarfandi fréttaskyn. Það er því mikið kappsmál blaðanna að hafa yfir að ráða sem flest- um og beztum slíkum nefjum. Ýmislegt efni er í blöðum, sem ekírskotar til tilfinninga allra manna og þó ekki sé nema þess vegna, þarf blaðamaðurinn að hafa einhverjar ærlegar tauga- títlur. Enn fremur vinna blaða- menn ýmis konar efni með til- liti til ákveðinna lesendahópa. Sumir eru þeim kostum gæddir að hafa áhuga á öllum möguleg- um málefnum, allt frá slúður- 6Ögum um leikkonur til vísinda. Aðrir eru ekki gæddir þessum eiginleikum en verða helzt engu að síður að geta sett sig í spor sem flestra í hinum sundurleyta lesendahópi eins blaðs. í þessu, ásamt hinum mikla flýti, virðist starfandi blaða- manní nokkur hætta búin, — hættan á því að hann týni sjálf- um sér, sínum eigin persónu- leika, vegna viðleitni til þess að setja sig inn í hugarheim ennaira. Leggi blaðai-aðurinn binsvegar ekkert frá sjálfum sér ■f þess verkefnis, sem ,ann fr:*t við, hlýtur það að koma ópersónulega og yfirborðslega fram í blaðinu. Með þetta i huga má segja, að sérhæfing sé að sumu leyti heppileg í þessu starfi sem öðrum. Ef til vill eiga þessar /anga- veltur ekki við rök að styðjast — kunna aðeins að verr grillur reynsluleysingjans í sté.tinni og hverfa úr kollinum fyrr en var- ir. Ent' . getur vart liðið á löngu áður en hann hefur annaðhvort fundið leið til þess að notfæra sér hið bezta í starfinu til þroska en verjast öðru, eða hann er orð- inn að hálfgerðu brotajárni. Eitt er að vera innlendur fréttamaður á íslandi og annað erlendur, þótt margt sé þeim sameiginlegt. Hinn innlendi er að meira eða minna leyti í persónulegum tengslum við uppruna fréttanna. Hann sér með eigin augum það, sem fram fer í næsta nágrenni, auk þess, sem hann hefur mikla mögu- leika til að þekkja land sitt út og inn. Hinn erlendi verður aftur á móti að þeytast í huganum heims hornanna á milli og reyna af misjafnlega miklum mætti að setja sig inn í aðstæður, sem hann þekkir alls ekki til. — Sitja svo á sínum stól úti í miðju Atlantshafi — með tugi metra af fréttum fyrir framan sig — klippa og fleygja, geyma og hefta, — en skrifa síðan frétt- ina, helzt eins og hann sé hvergi kunnugri en i Kongó og Laos eða álíka sögulegum stöðum. En hvort heldur um er að ræða hraðferð um Reykjavíkur- bæ eða hugarflug heimshorna í milli við efnisöflun í dagblað, er starfið síkvikt og skemmtilegt, fullt upp af smáum atvikum og stórum, hryggilegum og kímileg- um, sem lesendur aldrei kynn- ast — nema einhver ritstjórinn fái þá hugmynd að biðja blaða- mennina að skrifa um einhvern þeirra í páskablaðið. — mbj. — Eftir... Framh. af bls. 7. ég var á vakki við skrifstofuna. Nú ætlaði ég ekki að láta neitt fara fram hjá mér, fylgjast með því hve margir sæktu fundinn. Ég stóð á gangstéttinni hinum megin við götuna, las blöðin og hafði gætur á skrifstofudyrum Welch. Sjómenn tóku að tínast inn, en ekki voru þeir margir. Blaðamaður við Grimsby Even- ing Telegraph kom til min og sagði, að það skipti engu máli hvort fundurinn hjá Welch yrði fjölmennur eða aðeins nokkrir hræður. Welch væri sjálfsagt bú inn að taka ákvörðun um það sem fundurinn ætti að taka á- kvörðun um. Sjómennirnir kærðu sig kollóttan hvað gert yrði, að það yrði eitthvað hraust legt væri sjómönnunum nóg. Það var kominn fundartími, en ekki voru fundarmenn Welch margir orðnir. Ég sá honum bregða fyrir í glugganum, nú er hann orðinn óþolinmóður, hugs- aði ég. Það var svo sem ekki til neins að vera að hanga þarna, fundurinn yrði mjög fásóttur. Svo hélt ég upp götuna — í áttina að bjórstofunni við Royal Hotel, en þar sitja skipstjórar ætíð sem fastast og tala um fiskiríið, ís- lendinga eða knattspyrnu. Ég var kominn kippkorn frá skrifstofunni, þegar ég heyrði kallað. Fáir voru á ferli í göt- unni og ég leit við. Undirtylla Dennis Welch kom þarna á harða hlaupum og veifaði til mín. Heyrðu viltu ekki koma og tala við hann? sagði pilturinn más- andi af mæði þegar 'hann kom til mín. Hvern? Það var greinilegt, að Bretinn þekkti aðeins einn „hann“ — og það var „hann“, hann Dennis. Hvað vill hann? Tala við þig. Já, hvað? Eitthvað áríðandi. Jæja. — Ég fór með honum til baka. Dennis tók á móti mér. Hann var öskugrár. Ég bauð hon um sígarettu. Hann kærði sig ekki um að menn væru að rölta þarna fyrir framan húsið. Ef menn vildu fá að vita eitthvað, þá ættu þeir að koma til sin. En ef þeir færu hins vegar að reyna að toga eitthvað upp úr sjómönn unum — þá mættu hinir sömu eiga von á góðu. Welch lét dæl- ima ganga. Við vorum í skrif- stofunni, litlu bakherbergi. í fundarherberginu fyrir fram an sátu sjómennirnir umvafðir tóbaksreyk og biðu eftir foringja sínum. Þar voru upp um alla veggi stór spjöld með nöfnum allra skipstjóranna í félaginu. Aðstoðarmaður Welch var með krít í höndum og var að merkja við þá, sem grejtt höfðu félags- gjaldið þarna á undinum. Þetta er ágæt innheimtuaðferð. Allir sem í skrifstofuna koma, sjá hverjir borgað hafa — og hverj- ir ekki. Menn kunna því betur, að vanskil þeirra séu ekki auglýst svo að skrifstofuhaldið hjá Weloh gengur ágætlega. Þegar Welch hafði hellt 'ir skálum reiði sinnar þakkaði ég fyrir mig og kvaddi. Ég hélt því enn til bjórstofunnar, beið, vissi að fundarmenn yrðu að fá sér hressingu eftir að hafa hlustað á Weloh í klukkutíma. — Ég hitti þarna brezkan sjóliða, sem verið hafði á herskipi við togara vernd á íslandsmiðum. Ég var 10 mánuði við Island, en þetta er í fyrsta sinn að ég sé íslending. Ég hélt að þið vær- uð allt öðru vísi. — Segðu mér. Hvernig er kvenfólkið á íslandi? Við hvað áttu? Þú skilur, sko — eru þær feit- ar? Ég var ekki búinn að lýsa ís- lenzka kvenfólkinu fyrir honum, þegar fundarmenn Weloh streymdu inn í krána, orðnir bjórþyrstir. Einn þeirra vatt sér að mér — og spurði. Hver ert þú? Hvað var Welch að tala við þig? Hann var í svo slæmu skapi. — Jæja, én hvað gerðist á fundinum? spurði ég. Þeir svöruðu dræmt, sögðu að Welch mundi sjálfur upplýsa málið, ef hann teldi það rétt. Eftir fjögur bjórglös vissu þeir allt um mig og hvert ein- asta orð sem Welch hafði þusað yfir mér — og ég allt, |em gerzt hafði á fundinum,---Eg fór til Welch síðar um daginn, en hann var mjög leyndardómsfullur og sagðist ekki geta sagt mér neitt um niðurstöður fundarins. Hann hefði ákveðið það við menn sína, að ekkert „laaki“ út. hjh. Hárgreiðsluvörur nýkomnar Halldór Jónsson h.f. heildverzlun Hafnarstræti 18 - Símar 12586 — 23995 «

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.