Morgunblaðið - 30.03.1961, Side 16

Morgunblaðið - 30.03.1961, Side 16
16 MORCUNVT 4MH Fimmtudagur 30. marz 1961 UM þetta leyti árs fyrir fimmtán árum lagði ég upp í mitt fyrsta blaðamannsferðalag á vegum Morgunbiaðsins. Ég hafði aflað mér nauðsynlegra leyfa til þess að fara til Þýzkalands, sem þá var lokað land vegna styrjaldar- ástandsins, sem þar ríkti, — enda ekki liðið ár frá styrjaldarlokum. I roki og rigningu var lagt upp frá Keflavíkurflugvelli í apríl- byrjun 1946 í þeirri gerð flugvéla, *em þá þóttu hvað mestar, elztu gerð Skymastervéla. Það var tek in stefna suður til Parísar. Við vorum yfir London í myrkri. Ljósadýrðin var ekki tilkomu- mikil, en víðáttan var ótrúleg. Ég man ég velti því fyrir mér, «ð öflugur hefði þýzki flugherinn þurft að vera til þess að leggja öll hús Lundúna í rústir. Allt í einu vorum við í flugvélinni SS-mönnum, sem verið höfðu fangabúðaverðir í búðum einum í Austurríki. Mig minnir endilega, að í járn- grindarhliði fangabúðanna hafi staðið „Vinnan gerir yður frjálsa“. ☆ Sverrir Þórðarsosn: Þýzkalandsferð fyrir 15 árum komnir til móts við vorið, sem var á leiðinni norður. Loftið, sem streymdi inn 1 flugvélina, var ekki lengur kalt heldur hlýtt. Flugmennirnir kölluðu til okkar að París væri fríimundan og Orly flugvöllur. Áður en ég kvaddi áhöfnina fékk að uppáskrifaðan Bandaríkjadal hjá flugstjóranum, sem sannaði að ég hefði lokið flugi yfir Atlantsála, en það þótti meira að segja viðburður í þá daga. ☆ l»lð skuluð drífa ykkur í land, var sagt við okkur i flughöfninni, því að tollarar aðrir embættis- xnenn hér eru fyrir löngu farnir heim að sofa. Hinn ágæti fulltrúi hins frjálsa Frakklands á íslandi Voiliery sendiherra, hafði skrif- að heila síðu í passann minn Átti nú allt það tilskrift til franskra að engu gagni koma. — Flugvitinn á Orly-flugstöð- inni snerist í sífellu og annar beindi Ijósgeisla sínum beint upp var komið vor, vegtrén á leiðinni Nokkrum dögum seinna voru í heiðan himininn yfir París hér háttar. til borgarinnar voru að byrja að laufgast, en borgin var í svefni því klukkan var langt gengin í þrjú. Eldsnemma naesta morgun vaknaði ég við hávaða utan af götunni. Þetta var fyrsti morgun inn í stórborg. Hér var allt svo nýtt og framandi. Þegar ég kom út á breiðgötuna Rue Lafayette, fannst mér það vera eins og að ganga spariklæddur á ótryggum ís, hætta fannst mér fylgja hverju spori; týnast, hverfa í manngrú- ann, jafnvel þótt hádagur væri Ég fór inn í lítinn skrúðgarð til þess að hvíla mig, mér fannst ég vera dauðþreyttur orðinn. Ég sat þarna lengi vel eins og til þess að klimatíserast. Konur sátu með prjóna sína og konu man ég eftir með krakka sinn, þar sem þau sátu með heljarlangt „bakettý", franskbrauð, sem þau frekar rifu í sig en borðuðu. í þá daga var þröngt fyrir dyrum hjá mörgum Parísarbúanum. Þar sem ég sat komu bæði sakleysislegir menn og skuggalegir fírar og spurðu hvort ég myndi hafa til sölu gjald eyri, sígarettur eða eitthvað þess Enskuskóli LEO MUNRO Fyrir börn Fyrir fullorðna VORNÁMSKEIÐ frá 6. apríl til 30. maí Athugið: TVISVAR f viku AÐEINS 10 í FLOKKI. Tímar fyrir fullorðna síðdegis og á kvöldin. Kennsla í daglegu talmáli án bóka. Kennsla fyrir börn hefst 4. apríl. (þrisvar í viku). Stundaskrá, innritun og upplýsingar í SÍMA 19456 DAGLEGA. ferðapappírarnir til Þýzkalands tilbúnir, ég átti að fara með næturlest til Frankfurt. Ég var alllengi í Þýzkalandi, ferðaðist víða og sagði frá því í bréfum heim, að það myndi taka að minnsta kosti hálfa öld að byggja upp á ný stórborgir eins og Berlín, Hamborg, Miinchen, Frankfurt, svo nokkrar séu nefnd ar. Þá vissi enginn um „Þýzka ævintýrið." Árið 1946 voru nöfn þýzkra stjórnmálamanna eftirstríðsár- anna eins og Adenauer, Schu- macher, Erhardt og Wiily Brandt óþekkt með öllu. Það rauk enn úr húsarústunum í Frankfurt, og enn var verið að grafa rotnuð lík undan múrsteinsbyngjum borgarinnar. Yfir öllu hvíldi ógn styrjaldarinnar með þeim ægi- þunga, sem lagðist á hina gjör- sigruðu þjóð og brenndar borgir hennar. Eymd fólksins við hlið sigurvegaranna verður vart með orðum lýst. Það var sjaldgæf sjón að mæta ungum frjálsum mönnum á leið til vinnu. Ungir menn voru í þá daga flestir illa klæddir, langhraktir og niður- brotnir á sál og líkama, Stafirnir PW voru málaðar á buxnaskálm- arnar, þeir voru margir á leið heim úr fangabúðum, en stafirnir PW táknuðu Stríðsfangi. Það var því helzt í kringum járnbrautar- stöðvarnar, sem þá gat að líta. Sumir þessara pilta voru hrylli- lega bæklaðir eftir sprengjukúl- ur á vögvöllunum. Gjaldmiðillinn var sígarettur, sápustykki og i hverskonar feitmeti. Það var eng inn vandi að kaupa bíla fyrir 30 pakka af sígarettum, fína Ópela, sem staðið höfðu inni í bílskúr- um allt stríðið. Allt, sem tungan tjáði að nefna, var falt fyrir siga rettur eða sápustykki í Þýzka- landi. ☆ f jeppanum á leiðinni frá Frankfurt til Niirnberg lá leiðin eftir sundurskotnum autobönum og eyðilögðum brúm, um fagrar, kyrrlátar sveitir og sveitaþorp, en jafnvel þau höfðu orðið styrj- öldinni að bráð, og fegurðin fékk ekki notið sín vegna eyðilegging- arinnar. í Núrnberg voru þeir þýzkir stjórnmálamenn og herforingjar, sem heimurinn þekkti, í hinum fræga réttarsal. Þar sat næstur mér Hermann Göring, og þá Rudolf Hess, sem var eins g dauðinn uppmálaður. Síðan komu þeir hver af öðrum; gamli gyð- ingahatarinn Julius Streicher, sem alltaf var að maula fransk- brauð og landsstjóri Þjóðverja í Tékkóslóvakiu. Þar sat Keitel hershöfðingi, lítt bældur þrátt fyrir ógöngurnar. Þar var Hjalm- ar gamli Schacht bankastjóri og hinn slungni sendiherra Von Pap en, en þeir lifðu báðir þessi rétt- arhöld af. Enn má nefna Reder og Dönitz, menn þýzka flotans. Allt eru þetta nöfn, sem í þá daga voru nærri því daglega í fréttum blaðanna. AUir voru þess ir menn yfirlýstir stríðsglæpa- menn. í hinni stúkunni gegnt þeim sátu hinir völdustu meðal löglærðra — frá Bretlandi, Banda ríkjunum og Rússlandi. Þeir saumuðu smám saman að hinum föllnu foringjum Þriðja ríkisins, unz dómur gekk. Meðal þessara lögfróðu manna var Bretinn Shawcross, sem síðar varð dómsmálaráðherra í stjórn Attlees, ingja. Samtímis þessum réttarhöldum var verið að fjalla um mála ann- arra minni stríðsglæpamanna fyr ir amerískum herrétti suður í Dachau fangabúðunum illræmdu. Þangað var ekið til þess meðal annars að vera viðstaddur upp- kvaðningu dóms yfir nær sextíu Við vorum skítugir eftir ferð- ina í opnum jeppanum frá Núrnberg. í rakarastofu í fanga- búðunum sagði rakarinn frá því, að kona hans hefði verið Gyðing- ur — þeir eyðilögðu hana hér — kaput! sagði hann, og síðan t'ar hún brennd í einum lík- brennsluofni fangabúðanna. Blaðamannastúkan i Dachau var þéttskipuð þegar dómsuppkvaðn ingin hófst í máli SS-mannanna. Forseti dómsins kallaði upp nafn hvers sakbornings á fætur öðr- um og las honum dómsorðin. Yfir rúmlega fimmtíu mannanna, hljómuðu dómsorðin eitthvað á þessa leið: — Þér eruð dæmdur til dauða og verðið hengd- ur, þegar nánar hefur verið ákveð ið um stað og tíma. Allir voru þessir menn taldir eiga sök á dauða fleiri eða færri fórnar- lamba fangabúðanna, þar sem nazistar fangelsuðu nærri hundr- að þúsund manns. Ungur maður var í þessum hópi SS-manna. Hann hafði látið grimma hunda rífa í sig varnarlausa og máttvana fanga. Og þessi ungi maður var talinn bera persónulega ábrygð á) dauða nokkurra tuga manna. SSmennirnir gátu allir staðið upp hjálparlaust, er dómforseti nefndi nöfn þeirra. Ef til" vill hefur vonarneisti leynzt með hverjum þeirra um að hann myndi sleppa við dauðadóm. Marga varð að styðja út í sólskinið þennan bjarta dag, eftir að' dómar höfðu gengið — flytja þá í fanga- klefana þar sem enn gafst tími til að rifja upp atburði liðins tíma. Skammt frá þessu litlaí dómhúsi fangabúðanna, var stórt spjald fest á tré, þar sem skráð var stuttlega saga Dauhau-fanga búðanna, þar sem drepið hafði verið hálft fjórða hundrað þús. und manns, og í snöru úr þessu sama tré höfðu nokkur þúsund fangar verið hengdir, enda var far í greininni eftir snöruna. Íulllz cminn álanýul Og það var þegar næsta dag tekið til við annan hóp SS- manna, er kærðir voru fyrir stríðsglæpi. Þeir höfðu átt að drepa tvö hundruð óvopnaða amerískra fanga á akri einum í Belgíu. Og til þess að hvíla sig litla stund frá öllum ógnum og hörm. verkamannaflokksfor-1 ungum og daglegum önnum | brugðu blaðamenn sér tíðum suð ur á bóginn til hins þekkta olym- píuþorps í Garmisch. Þangað náði eyðilegging styrjaldarinnar ekki og skriðdrekahersveitir Fattons hins sigursæla þurftu ekki að skjóta einu einasta skoti af byss- um sínum, er drekarnir brunuðu um þau fögru héruð. í fangabúð. um í Garmisch voru sérstakar búðir fyrir ýmsa embættis- menn. Meðal fanganna var dr, Gerlach, sem hér var sendiherra, þegar Bretar komu hingað. Hann var allur annar að vallarsýn en ég mundi eftir á götum í Reykja. vík í Mercedes-bílnum gráa. Gerlach var þreytulegur og von. I leysi var í svip hans. r ☆ Það má cetíö treusta Royal Tempelhof var stimplað á töskumiðann minn dag einn i júnímánuði, réttu ári eftir að Þýzkaland gafst upp. Eftir hinni mjóu loftbrú milli V-Þýzkalands og Berlínar var flogið. Eftir um það bil tveggja stunda flug blöstu rústir höfuðborgarinnar við okk. ur. Nokkru síðar ókum við upp að miðstöð blaðamanna þar i borginni, en í því húsi hafði Funk, fyrrum ráðherra, sem þá stundina sat í Númbergsréttar. höldunum, átt heima. í garðin.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.