Morgunblaðið - 30.03.1961, Side 17

Morgunblaðið - 30.03.1961, Side 17
Fimmtudagur 30. marz 1961 MORCUNBLAfílÐ 17 um var einkaloftvarnabyrgi ráð- herrans og einkatennisvöllur ihans. Hvarvetna blöstu við rústir fþekktra bygginga, skriðdrekar og önnur hergögn sundurskotin lágu eins og hráviðri um alia borgina. Staður eins og Tiergarten, sem ihafði verið allra reita fallegastur d Berlín, þar sem sigursúlan gnæf ir við himinn, var nú kartöflu- igarður bæjarbúa. Öll té höfðu ver ið felld vegna eldsneytisskorts og meira að segja höfðu rætur jþeirra vei'ið rifnar upp, til þess að ná úr þeim eldsneyti. Ótal byggingar, Ríkisþinghúsið, Keis- arahöllin, Kanzlarahöllin, Brand enburgarhliðið, Adlonhotel aðal- stöðvar Gestapolögreglunnar og fleiri og fleiri heimskunnar bygg ingar voru meira sundurskotnar í loftárásum og í bardögunum um Berlín. Hestarnir ofan á Brand- enburgahliðinu voru skakkir og skældir, en yfir hliðinu blakti rússneski fáninn. Flestar þessara bygginga stóðu Rússa megin við Brandenburgerhliðið, og munu nú hafa verið jafnaðar viðjörðu og horfnar. Við gengum út í garð inn við Kanzlarahöllina, þar sem öllu var umrótað eftir sprengjur og komum þar að, sem Hitler og 'Eva Braun voru sögð hafa verið brennd. f>ar var enn aska og sót. •Við dyr loftvarnabyrgisins, sem t>au munu tíðum hafa leitað til, stóð nú rússneskur hermaður með bríðskotariffil. Gegn smá-síga- rettuskammti leyfði hann okkur blaðamönnunum að skjótast nið ur í loftvarnabyrgið. H' öllum í blaðamannamiðstöð- stöðinni var ráðlagt að vera ekki einir á ferð á götum úti eftir að dimmt var orðið. Það var líka dimmt í Berlín, meira að segja á Kurfúrstendamm loguðu engin igötuljós. Berlínarbúar bjuggu Iþúsundum saman í húsarústun- um, í gluggalausum, sundurskotn um húsum, — alls staðar þar sem hægt var að koma sér fyrir. Fólk bjó við ægilega þröngan Ikost, sjálfsmorð voru afar tíð. Bros sást tæpast á nokkru and- liti, ekki einu sinni bros barna. Þau voru full af tortryggni, enda hlupu þau alltaf eins og fætur toguðu , sennilega til þess að geta ein notið molana, sem sigurveg- arinn, er í allsnægtum lifði, hafði látið falla af borði sínu. ☆ Allt eru þetta atburðir, sem eru meira og minna tengdir sög- unni órjúfanlegum böndum. Þessar endurminningar og fleiri vakna nú 1S árum síðar og „þýzka ævintýrið" hefur gert margar þeirra næstum ótrúleg- ar. Það er víst að engan þeirra blaðamanna, sem ég hitti á þess- ari ferð minni mun hafa grunað, að Þjóðverjar myndu aftur á svo skömmum tíma, sem raun ber vitni, vera orðin meðal helztu for ystuþjóða Vestur-Evrópu. Ekki mun þessa menn heldur hafa órað fyrir því, að borgir landsins ættu eftir að risa svo skjótt úr rústum, nýtízkulegri í byggingarstíl en flestar aðrar Evrópulandaborgir. Fyrir mig sem ungan nýbyrjað- an blaðamann, var þessi fyrsta blaðamennskuför mér til mikils gagns, þegar fram liðu stundir. Sv. Þ. Veizluís V a n i 1 I a Súkkulaði Jarðarberja A n a n a s Piparminta ★ Á páskaborðið. I fermingarvei/.luna. ★ Bezti og ódýrasti eftirmaturinn. ISBORG Mjklalorgi Dýfið boxinu í heitt vatn, þá losnar um ísinn. Hvolf- ið ísnum á fat og skreytið með þeyttum rjóma og á,vöxtum. Vorið nálgast, nú er hver seinastur að panta bíl fyrir sumarið. Góður vörubíll þolir nákvæmi athugun. Kynnið yður nákvæmlega uppbyggingu og efnisval í Scania-Vabis vörubílnum. Hagkvæmir greiðsluskilmálar. SCAIVIA 8PARAR ALLT HEIVIAAFLIÐ Söluumboð: r ^ ^ Arní Arnason Hamarsstíg 29, Akureyri Sími 2292 — 1155. Aðalumboð: ÍSARN H.F. Klapparstíg 27, Reykjavík Sími 17270 — 13670. 4 LESBÓK BARNANNA CRETTISSACA 137. Bar hann þær svo á vinstri armlcgg sér, en hafði lausa ina hægri hönd og óð evo út á vaðið. Eigi þorðu |>ær að æpa, svo voru þær hræddar, en áin skall þegar npp á brjósti honum. Þá rak gið honum jaka mikinn, en iiann skaut við hendi þeirri, er laug var, og hratt frá sér. Gerði þ& svo djúpt, að gtraumurinn braut á öxlinni. Óð hann sterklega, þar til er hann kom að bakkanum öðrum megin, og fleygir þeim á land. Húsfreyja kom til tíða og undruðust menn ferðir hennar yfir ána. Hún sagðist eigi vita, hvort hana hefði yfir flutt maður eða tröll. 138. Grettir sneri aftur til Sandhauga og kallaði til mat- ar. Og er hann var mettur bað hann heimafólk fara inn- ar í stofu. Hann tók þá borð og lausa viðu og rak um þvera stofuna og gerði bálk mikinn, svo að enginn heima- maður komst þa<r fram yfir. Enginn þorði í móti honum að mæla. Ekki fór Gestur af klæðum. Ljós brann í stofunni gegnt dyrum. ^ 139. Þá er dró að miðri *»ótt, heyrði hann úti dunur tniklar. Því næst kom inn í Stofuna tröllkona mikil. Hún liafði I hendi trog, en ann- •trri skálm heldur mikla. Hún litast um, er hún kom tnn, og sá hvar Gestur lá, og tiljóp að honum, en hann upp C móti, eg réðust á grimmi- lega og sóttust lengi í stof- unnl. Hún var sterkari, en hann fór undan kænlega. Hún dró hann út úr bænum og þæfði hann ofan til ár- innar og allt fram að gljúfr- um. 140. Þá var Gestur ákaf- lega móður, en þó varð ann- að hvort að gera, að herða sig, ella myndi hún steypa honum í gljúfrin. Alla nótt- ina sóttust þau. Og er þau komu fram á árgljúfrið, bregður hann flagðkonunni til sveiflu. í því varð honum laus hægri höndin. Hann þreif þá fljótt til saxins og brfegður því, leggur þá á öxi tröllinu, svo að af tók hönd- ina hægri, og svo varð hann laus, en hún steyptist í ;ljúfrin og svo í fossinn. 5. órg. ★ Ritstjóri: Kristján J. Gunnarsson ★ 30. marz. 1961 Steíngrímur Thorsteinsson ; Lórelei (Heine) Eg veit ekki, af hvers konar völdum svo viknandi eg er. Ein saga frá umliðnum öldum fer ei úr huga mér. Þaff húmar, og hljófflega rennur í hægöum straumlygn Rin. Hinn ljósgullni bjargtindur brennur, þar blíffust kvöldsól skín. Þar efst situr ungmey á gnúpi meff andlit töfrafrítt og greiffir í glitklæffahjúpi sitt gulHiár furðu sítt. Meff gullkamb hún kembir sér Iengi og kveffur undrabrag. Svo voldugt, aff viff stenzt engi er vífsins töfralag. Og farmaffur harmblíffu hrifinn af hljómnum töfrast fer. Hann lítur ei löffrandi rifin, en ljúft til hæffa sér. Um hann og fleyiff er haldiff. Þeim hvolfdi bylgjan ströng. Og því hefur Lórelei valdiff með leiðslu töfrasöng. Á Baha.i „miar, ná- lægt St. Goar í Þýska- landi, er hár, þverhnípt- ur klettur, sem varpar frá sér einkennilegu bergmáli. Þessi staður reyndist oft hættulegur skipum, sem sigldu um Rín. Sú þjóðsaga varð til, að á klettinum sæti undurfögur hafmey, — Lórelei að nafni, sem seiddi farmennina til sín og léti þá farast með skipum sínum. Sagan sagði, að hún hefði eitt sinn verið undur fríð stúlka, sem kastaði sér í Rín, af því að unnusti hennar sveik hana. Þá I varð hún að hafmeyju, i sem sat á klettinum og

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.