Morgunblaðið - 30.03.1961, Qupperneq 22
22
MORGVyBLAÐlÐ
Fimmtudagur 30. marz 196i
ám
Þorsteinn Thorarensen:
Hrunadans um
TUTTUGASTA og sjötta þing
Alþýðusambands íslands var
haldið í KR-húsinu við Kapla-
skjól fyrir tveimur og hólfu
ári. Það hófst 25. nóvember
1958. Þá voru þeir enn ritstjór-
ar Morgunblaðsins Bjarni Bene-
diktsson og Einar Ásmundsson
og mig minnir, að annar hvor
þeirra hafi beðið mig um að
fylgjast með ráðstefnunni.
— Það gæti orðið þýðingar-
mikið þing.
Og ekki líður á löngu áður
en ég hef tekið mér sæti við
hliðina á nokkrum öðrum blaða
mönnum þessa bæjar og horfi
yfir salinn, þar sem saman eru
komnir nærri 350 fulltrúar
verkaýðsins frá öllum hlutum
landsins.
og reyni að rifja upp fyrir mér
myndina af þessari stóru ráð-
stefnu, finnst mér í fyrstunni
að ég sjái mannsöfnuðinn í
þoku.
I þokunni
Hugsið ykkur þétta þoku yfir
götunni og það rétt grillir í
menn og farartæki, eins og þústir.
Loks þegar þau nálgast fá þau á
sig fasta mynd, svipurinn skýr-
ist og skugginn sem færðist nær
ögrandi og dularfullur reynist
ef til vill vera bezti vinur
manns eða fjandmaður.
Kannski stafar þessi þoka
endurminninganna frá tóbaks-
reyknum sem ósaði upp frá öll-
um borðum og liðaðist og dreifð
Tveir menn ganga í salinn, heldur en ekki fasmiklir.
Við sitjum þarna í gríðarstór-
um íþróttasal KR-hússins. Minna
hús nægði ekki fyrir svo fjölr
menna ráðstefnu.
Merki Alþýðusambandsins og
tveir íslenzkir fánar hafa ver-
ið festir upp á körfuboltagrind
í innri enda salarins og stjórn
sambandsins situr þar við borð
á upphækkuðum palli eða sviði
undir merkinu.
Forseti Alþýðusambandsins,
Hannibal Valdimarsson flytur
setningarræðuna.
Er ég renni nú huganum til
baka þessi 2Vz ár aftur í tímann
ist um KR-salinn suo það sem
fjarlægast var hvarf í móðuna.
Eða kannski er þetta gern-
ingaveðrið, sem gekk yfir, þar
sem seiðmaðurinn stóð uppi á
pallinum, setti þingið, lyfti hönd
um og flutti særingar, svo storm
ur vísitölugaldurs hvein um sal-
inn og maður sá við særingarnar
hvernig verðbólgualdan tók að
flæða inn eftir gólfinu.
Og seiðmaðurinn hrópaði í
setningarræðu sinni:
— Nú verður að stöðva vísi-
töluna. Annars hækkar hún og
bólgnar upp um 17 stig við
mánaðamótin og við drukknum.
Ég horfi yfir salinn og sé 350
fulltrúa hlýða á með andaktugri
ró. —
En þegar ég horfi á þá gegn-
um endurminninguna bregður
undarlega við, mér finnst ég
sjái þá þessa þrjú hundruð og
fimmtíu fulltrúa, — en það vant
ar andlitin á þá alla.
Suma fulltrúana þekkti ég áð-
ur, hafði kynnzt þeim lítillega
við stutta heimsókn í þorpið
þeirra, frystihúsið eða bátinn.
Þar var gott að sækja þá heim.
Þar áttu þeir allir sín andlit
og það var ánægjulegt að tala
við þá. Þeir voru íslenzk al-
þýða, kjarni þjóðarinnar, auðvit-
að misjafnlega skapi farnir, flest
ir seigir karlar, flestir glaðvær-
ir, sumir mestu mælskumenn og
sagnaþulir, aðrir tortryggnir og
þverir, er þeir hittu íhalds-blaða
mann. En allir áttu þeir sína
sérkennilegu lífssögu, fegurri en
nokkra skáldsögu í öllum sín-
um mannlegu brestum.
Og enn varð ég mólkunnugur
fleirum á þessu þingi, í kaffi-
hléum í KR-skálanum. Þaðan
man ég bezt eftir andlitum
þeirra, en ekki úr stóra fund-
arsalnum.
Ókyrrð í salnum
Það er kominn föstudagur 28.
nóvember. I Skjólunum er suð-
austan slagviðri og sú árstíð, að
dimmir skjótt. Menn koma inn
í KR-húsið í rökum úlpum og
yfirhöfnum, gólfið er blautt af
slabbi og það er rakalykt í hús-
inu.
Fundur hefst eins og venju-
lega klukkan 2, en nú er ein-
hver undarleg ókyrrð yfir mönn
um. Þeir hvíslast á og stinga
saman nefjum. Orðrómur kvis-
ast um það að alvarlegar deilur
séu komnar upp milli stjórnar-
flokkanna um efnahagsmálin.
Ha, — verður látið til skarar
skríða?
Um morguninn höfðu verið
haldnir fundir í nefndum og
orðrómur segir, að þar hafi
einnig verið rifizt. Úrslitakostir
og hótanir. — Já, það er víst
allt að fara í bál og brand.
Úrslitastund hefur verið að
nálgast. Mánaðamótin, þegar vísi
talan tekur sitt stóra stökk um
17 stig og menn segja að þótt
aðeins tveir dagar séu fram að
mánaðamótum hafi enginn
stjórnarflokkanna komið með
néinar tillögur í efnahagsmál-
unum. Ætli það sé rétt, að
þetta sé allt að splundrast?
Á fundinum skila nefndir áliti
um trygginga- og öryggismál.
En það er rétt á mörkunum að
fundarmenn hafi eirð í sér til
að hlusta á umræður um örygg-
isútbúnað skipa.
Svolítill hresssilegur kafli kem
ur inn í umræðurnar þegar
Hannibal tekur sig til og fer að
húðskamma allsherjarnefnd
þingsins fyrir að koma með á-
skorun á ríkisstjómina þess efn-
is að tryggja verði nægilegan
innnflutning hráefna til iðnaðar-
ins. Það kallar Hannibal
heimskulegt að vera með slíkar
áskoranir til ríkisstjórnarinnar.
Einn nefndarmanna, Akureyr-
ingur, stendur upp framlár eft-
ir ádrepu Hannibals og segir
vandræðalega: —• Þessi tillaga
fól aðeins í sér fróma ósk um
að forða iðnaðarmönnum frá at-
vinnuleysi á sama tíma og gjald-
eyri er eytt til að kaupa full-
unnar vörur inn í landið.
Menn höfðu hins vegar ekki
hugsað út í að tillagan væri
gagnrýni á ríkisstjórnina.
Símtalið
Ég skrepp fram til að komast
í síma. Ætlunin er að hringja
niður á blað og biðja um að
ljósmyndari verði til taks, því
að stórir atburðir kunni að vera
í nánd.
En síminn er upptekinn og ég
verð að doka við. Ég kemst ekki
hjá því að heyra ávæning af
því sem maðurinn við hlið mér
er að segja í símann. Þetta er
einn þingfulltrúa, Guðmundur
nokkur austan af Stöðvarfirði,
Ég heyri að hann er að tala eins
og margir fleiri um þessi örlaga
ríku mánaðamót, um einhvern
frest, vísitölustig, ríkisstjórnina,
Og allt í einu rennur upp ijós
fyrir mér, að sá sem hann er að
tala við í símann er enginn ann
ar en sjálfur forsætisráðherrann
Hermann Jónasson. Þessi vold-
ugi maður virðist hafa einhvem
áhuga fyrir því sem fer fram í
Kaplaskjóli.
Já, það er verið að vefa hið
mikla vaðmál. Vindum, vindum,
vef darraðar. Allt umhverfis
vefstólinn standa hinir miklu
vefarar og kasta skyttunum
milli sín og toga í hrælana,
Skipulagið kallar, allsstaðar er
það að verki.
A þinginu hefur verið dreift
hagfræðiskýrslum frá Torfa Ás-
geirssyni, hagfræðingi Alþýðu-