Morgunblaðið - 05.05.1961, Blaðsíða 1
24 síður með BarnalesboK
«giiiíil>IaWI>
48. árgangur
99. tbl. — Föstudagur 5. maí 1961
Prentsmíðja Morgunblaðsins
flanskir stúdentar vilja
gefa fslandi Jörgensen
DANSKIR STÚDENTAR
fóru í gær í móttmælagöngu
gegn afhendingu handrit-
anna. Var gengið frá Frúar
torgi til þinghússins (Krist-
jánsborgar). Fréttaritari Mbl.
í Kaupmannahöfn segir að
þegar gangan hófst hafi þar
verið um 580 þátttakendur,
en í Reutersfrétt segir að
þeir hafi verið 700 og munu
einhverjir hafa bætzt við
á leiðinni.
Verkfall
leyst
KAUPMANNAHÖFN, 4. mai
NTB) _ VerkfalH járn- ogr
málniðnaðarverka m a n n a i
Danmörku lauk í dag: eftir
atkvæðaigxelðslu um nýja
miðlunartillögu. Var tlllagan
samþykkt með 33.000 at-
kvæða meirihluta. Talið er að
unnt verði að hefja vlnnu að
nýju á morgnn. Verkfallið
náði til um 100.000 verka-
•nanna.
Borin voru kröfuspjöld,
eins og sést á myndinni hér
að ofan, þar sem stúdentarn
ir bjóðast m.a. til að gefa
íslendingum menntamálaráð-
herrann Jörgen Jörgensen.
í Reutersfrétt er skýrt frá
kröfugöngunni og saga hand
ritanna rakin ítarlega. Þar er
nokkuð skýrt frá sjálfstæð
isbaráttu íslendinga og ítrek
uðum tilraunum til að endur
heimta handritin, sem Reut
er telur um 1200 milljón kr.
virði.
Segir í fréttinni frá því að fyrir
sextíu árum hafi Bandaríkin
óskað eftir að fá Flateyjarbók lán
aða til sýningar á heimssýning-
unni í Chicago og boðizt til að
senda herskip eftir henni til Dan
merkur og vátryggja handritið
fyrir 40 millj. kr. En Danir ekki
þorað að senda bókina úr landi.
•
Kaupmannahöfn 4. maí.
Einkaskeyti frá Sigurði
Líndal.
KLUKKAN 11 í morgun eft-
ir dönskum tíma efndu dansk
ir stúdentar til mótmæla-
göngu frá Frúartorgi í Kaup-
mannahöfn til Kristjánsborg-
ar vegna fyrirhugaðrar af-
hendingar handritanna til ís-
lands. Þegar gangan hófst
voru þar saman komnir um
580 þátttakendur. Báru þeir
kröfuspjöld, sem á var letr-
að: „Menningarleg landráð",
..Hefur ríkisstjórnin rétt til
að fremja órétt", „Norræn
misklíð", „ísland krefst gjaf-
ar", „Víðtækari norskar kröf-
ur í vændum", „Gefi maður
börnum kökur, heimta þau
fleiri", „Vísindamálaráðherr-
ann brýtur niður vísindin",
Framhald á bls. 23.
Herflufningar
vinstri manna
í Laos
Vientiane, Laos, 4. maí (Reuter)
PHOUMI Nosavan hershöfð-
ingi hélt því fram í dag að
kommúnistasveitir Pathet
Lao virtu að vettugi vopna-
hlésfyrirskipanir Pathet Lao-
útvarpsins og hefðu hafið
skothríð á herlið hægri stjórn
arinnar.
Sagði Phoumi, sem er varnar
málaráðherra og aðstoðar for-
sætisráðherra hægri stjórnarinn
ar, að flokkur vinstrisinna hafi
af yfirlögðu ráði skotið á sveit-
ir stjórnarinnar fyrir norðan
Luang Prabang, og svo virtist
sem þessar sveitir hlýddu
hvorki fyrirskipunum né ráð-
leggingum. Sagði ráðherrann að
vinstrisinnar héldu áfram lið-
flutningum á þessu svæði. Hins
vegar héldi herlið stjórnarinnar
skilmála vopnahlésins í einu og
öllu.
Phoumi skýrði frá þessu eftir
Mótmælaganga danskra
stúdenta á leið til þing-
hússins. Mynd þessi var
send símleiðis frá Kaup-
mannahöfn í gær og kom
um kvöldmatarleytið, eða
8 tímum eftir að gangan
var farin. Er þetta sér-
staklega vel heppnuð sím
mynd að því er þeir
Valdimar Einarsson og
Pétur Brandsson hjá
Landssímanum tjáðu
blaðinu. En það eru þeir,
sem taka á móti mynd-
um erlendis frá.
Á myndinni má greini-
Iega sjá áhorfendafjöld-
ann á gangstéttunum og
lesa kröfuspjöld stúdenta,
sem segir nánar frá í
einkaskeyti Sigurðar Lín-
dal hér á síðunni.
Skýrt er frá umræðum i
danska þinginu í gær á
bls 2 og frá ummælum
danskra blaða á bls. 10.
að hafa sent vinstrimönnum
orðsendingu varðandi undirbún-
ing að vopnahlésviðræðum. Segir
hann að hægristjórnin muni
senda fjóra háttsetta foringja úr
hernum til fundar við fulltrúa
vinstrimanna nálægt þorpinn
Hin Heup. Segir Phoumi að
fundurinn geti orðið til þess að
sætta Laosbúa ef ekki útlend-
ingar komi í veg fyrir það.