Morgunblaðið - 05.05.1961, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.05.1961, Blaðsíða 22
22 MORGl’yBLAÐlÐ Fðstudagur 5. maí 1961 Guðmundur, Hrafnhildur og Hörður unnu alfar greinar Gott sundmót KR. i fyrrctkvöld \ ÞAÐ var hörkukeppni og skemmtileg á sundmóti KR. Sundfólkið veitti þeim áhorf- endum er komu, eins skemmtilega stund og unnt er að fá á slíku móti. — í öllum greinum fullorðinna Var annað hvort um að ræða svo harða og jafna keppni að ekki mátti á milli sjá fyrr en við markalínu — eða að ein- hver eiilstakur vann svo gott afrek og yfirburðasigur, að stappaði alls staðar nærri því bezta er áður hefur verið unnið hér á landi. ^ Þannig var það að í öllum greinum lullorðinna var sek- únða eða skemmra í ísl. met- ið. I tveim greinum munaði 1/10 úr sekúndu og í síðustu greininni 1 sekúndu. Slík bar átta við metin hefur . sézt á _ fáum mótum. Það vekur athygli við úr- slitin að sundfólk ÍR fer með ' þó sigur í öllum greinum karla og kvenna. Þarna eru að verki Guðmundur Gíslason, Hrafn- hildur Guðmundsdóttir og Hörður Finnsson. Þetta fólk hefur áður gert garð félags- ins frægan en aldrei sem nú. Jónas Halldórsson þjálfari á þakkir skildar fyrir afrekið. BEZTU AFREKIN Guðmundur Gíslason vann bezta afrek mótsins samkv. stiga töflu. Var það 58,4 í 100 m skrið- sundi. Fyxir það fékk hann af- reksbikar mótsins. Guðmundur sigraði einnig í 50 m skriðsundi og 50 m baksUndi. í öllum grein- unium var hann aðeins örfá sek- úndubrot frá metum sínum og sýnir þar með góða þjálfun sína. Hrafnhildur átti tvö næstu afrekin í röðinni. Fyrir bringu- sund hlaut hún 856 stig (móti 860 stigum Guðmundar). Þar vann þún yfirburða sigur. En óvæntari var sigur hennar í skriðsundinu — og þó einkum hinn ágæti tími hennar. Heggur hún nú nálægt meti Ágústu sem er bezt ísl. kvennameta. Ágústa náði einnig mjög góðu afreki í greininni. ÓVÆNTUR SIGUR Ennþá óvæntari var sigur Harðar Finnssonar í bringu- sundinu. Hann hefur nýlega haf- ið þjálfim hjá ÍR undir stjórn Jónasar Halldórssonar. Uppsker- an er þegar góð. Hann náði for- ystu í upphafi og hélt henni. Sund hans er kröftugt en ekki eins stílhreint og t. d. bringu- sund Hrafnhildar sem er glæsi- legt. Allar greinar mótsins voru skemmtilegar. Sama má segja um unglingasundin, en hæst bar af sigurvegurum þar Guðm. Þ. Harðarson sem synti 100 m skriðsund á 1.05.3 — ágætt afrek. Úrslit í einstökum greinum: 100 m'skriðsund karla 1. Guðm. Gíslason ÍR 58.4, 2. Guðm. Sig- urðshson ÍBK 1.03.2, 3. Þorsteinn Ingólfsson ÍR 1.04.0. 100 m skriðsund kvenna 1. Hrafhildur Guðmundsd. ÍR 1.06.4, 2. Ágúst Þorsteinsd. Á 1.06.7, 3. Margrét Óskarsd. Vestra 1.12.5. 100 m bringusund karla 1. Hörður Finnsson ÍR 1.15.1, 2. Einar Kristinsson Á 1.16.9, 3. Sig. Sigurðsson ÍA 1.18.1, 4. Guðm. Samúelsson ÍA 1.18.9. 50 m skriðsund karla 1. Guðm. Gíslason ÍR 26.3, 2. Guðm. Sig- urðsson ÍBK 27.4, 3. Pétur Krist- jánsson Á 27.7, 4. Sigmar Björns- son KR 28.7. 50 m baksund karla 1. Guðm. Gíslason ÍR 31.5, 2. Guðm. Samúelsson ÍA 33.9, 3. Birgir Jónsson Á 35.0, 4. Sverrir Þor- steinsson ÍR. 100 m bringusund kvenna 1. Hrafnhildur Guðmundsd. ÍR 1.23.5, 2. Sigrún Sigurðard. SH 1.31.9, 3. Stefanía Guðmundsd. ÍBK 1.40.1. 4x50 m bringusund karla Sveit ÍR (Hörður, Þorstein, Guðm., Sverrir) 2.20.8, 2. Ármann 2.23.4, 3. Sveit S.H. 2.30.0. 100 m skriðsund drengja 1. Guðm. Þ. Harðarson Æ 1.05.3, Framh. á bls. 23. Sundfólkið sem færði félagi sínu sigra í öllum greinum fullorðinna og vann bikar- ana alla. T. v. Guðmundur Gíslason með afreksbikar mótsins. 1 miðið Hrafnhild- ur Guðmundsdóttir og t. h. Hörður Finnsson bringu- sundsmaður. ' — Ljósm. Sv. Þormóðsson. 2 LESBÓK BARNANNA LESBÓK BARNANNA w 3l) 0L « 0 -wCC 4-r-J, .í\ *< É| 'XM éfA 4 MV 9 tyí ní t s’ ' ■ ! [ t u0£>£, * 6 T°t>E LTVSEST 8 TAKOB HEHb TOJIOB COUHA IO 1. Myndir, sem Indíánar í N-Ameríku drógu á skinn og sendu milli ættflokka sem sérstakar orðsendingar. — 2. Venjuleg myndagáta (rebus), eins og þær, sem nú eru algengar. Þessi er ensk: Eye (auga) can (dós) knot (hnút- ur) skate (skauti) well (brunnur) = I can not skate weli = Eg kann ekki vel á skautum. — 3. Egypzkt myndletur. — 4. Kínversk leturtákn. — 5. Hebreskt letur. — 6. Arabiskt letur. — 7. Forngrískt letur. — 8. Rússneskt prent. — 9. Rómverskir upphafsstafir, notaðir í áletrunum. — 10. Rómversk skrift (handskrifaðir stafir). blánd af myndum og tákn um. Fyrir meira en 5500 ár um hjuggu Forn-Egypt ar myndletur sitt á veggi hofanna og á steinsúlur, þar sem sagt var frá merk um átburðum úr sögu þeirra. í fyrstu var letur þeirra hreint myndletur, sólin . var sýnd sem disk ur, máninn sem sigð, by.lgjumyndaðar línur táknuðu vatn eða sjó. Mynd af manni, táknaði mann, væri hann með boga, var átt við her- mánn. Smátt og smátt br©rttist myndletrið, sem aldrei gat orðið fullkomið rijmál, í mynda og hug- mýndaletur. Myndin diskur gat þá bæði þýtt sól, birtu og dag, með ör lítilli breytingu þýddi hún líka hring, og að snúast. Að lesa úr þessu letri var svipað eins og að ráða myndagátu (rebus). Babyloniumenn og Assiríumenn höfðu ekki stein til að höggva letur sitt í. Þeir gerðu sér í Staðinn leirtöflur og gréfu letrið í mjúkan leir inn með ritstíl. Á eftir voru leirtöflurnar brennd ar^ svo að þær yrðu harð c Egypzt myndletur. Þessar xnyndir tákna orðið graf- hýsi. ar. Það letur nefndist fleygrúnir, af því það bar nóttunni". sérstakan svip af ritstíln um eða fleygnum, sem það var skrifað með. í Nínevu, höfuðborg inni í Assiríuríkinu, var um 650 árum fyrir Krist til geysimikið „bókasafn" af leirtöflum. Fræðimönnum hefur tekizt að ráða fleygrúnirn ar og myndletrið, og er þar mikinn fróðleik að finna um sögu og menn- ingu þessara fornþjóða. Framh. J. F. COOPER SfOASTI MliUÍKMl 32. Þá sótti söngvar- inn í sig kjark og tók að kyrja sálma af fullum hálsi. Indíánunum varð bilt við, — þeir námu staðar og horfðu undr- andi á þennan bleik- skinna, sem tók til að syngja, þegar hættan var mest. En því miður heyrði Magúa, sem var foringi indíánanna, líka söng Davíðs. Hann rak upp stríðsöskur og hljóp til hópsins og þegar hann fann þau, kallaði hann sigri hrósandi: „Kofi Mag úa stendur hvítu stúlk- unni ’ enn þá öpinn. Vill stúlkan með svarta hárið nú fylgja bragðarefnum á heimili hans og búa meðal ættflokks hans?“ „Aldrei“, svaraði Córa, „heldur vil ég láta lífið, en giftast þér“. Allt í einu greip Magúa Alísu og hljóp með hana inn í skóginn. Córa hrópaði á hjálp og hljóp á eftir þeim, og þegar Davíð sá að hann gat ekki stöðvað hana, tók hann líka sprett inn og alltaf söng hann fullum hálsi. Indíánarnir héldu, að Davíð væri brjálaður og viku úr vegi fyrir honum, því að þeir voru hræddir við andana, sem þeir trúðu að byggju í vitfirrtum mönn- um. ! ! ! Kæra Lesbók! Eg skrifa þér rúnabréf og sendi þér þessa skrítlu: Margir bændur voru samankomnir og meðal þeirra var einn með mjög mikið og úfið hár. Einn í hópnum segir þá við hann í gamni: „Höfuðið á þér er eins og heysáta“. „Nú það er þess vegna, sem allir þessir asnar eru í kring um mig“, svaraði bóndinn. Vertu blessuð og sæl. Hörður Kristjánsson, Reykjavík. Grétar Markússon, 8 ára, Fíflholtshjáleigu, Vestur- Landeyjum, Rang. sendir Lesbókinni þessa ágætu vísu, sem hann hefur skrifað með rúnaletri: Illa þykir afa mínum, að eg fylgi ráðum sínum; vondan vana á mér. Þó han ræðu þylji slíka þykir sumt að honum líka, margur illt hjá öðrum sér. •—o— Lesbókin þakkar Herði og Gesti fyrir bréfin, og við vonum, að þið haldið áfram að æfa ykkur að skrifa með rúnum. Rdðningar úr síðasta blaði Lárétt: 1. hál; 5. frami; 6. þak. Lóðrétt: 2. álasa; 3. æfa; 4. bil. Prófessorinn (er að halda fyrirlestur): „Ugl- an er fugl, sem ekki getur séð dagsbirtuna, nema á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.