Morgunblaðið - 05.05.1961, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.05.1961, Blaðsíða 20
20 MORCVNBLAÐIÐ Fostudagur 5. maí 1961 DÆTURNAR VITA BETUR SKALDSAGA EFTIR RENEE SHANN 45 — Ég efast um, að þú værir nokkru nær þó að ég færi að útskýra það fyrir þér. En >ú getur verið viss um, að það tekur allan tíma minn og er vel þess virði. Nú vill svo til, að ég á kost á að hækka í tign. Ég á að fara til Singapore eftir mánuð og taka þar við enn mikilvægara starfi. — Singapore! Guð minn góð- ur! Hversvegna varstu ekki búin að segja mér frá því áður? — Ég veit ekki. Það barst nú ekkert í tal. Og sannast að segja er það fyrst í dag, að ég er alveg staðráðin að taba því. Mér var boðið það og gefinn umhugsun- artími þangað til í dag. — Þú gætir ekki vel farið lengra frá mér. í>á verðum við bókstaflega sitt á hvorum enda veraldar. Henni þótti óþarfi að taka fram, að líklega færi bezt á því. Það hlaut hann að sjá eins vel og hún. Hún leit á úrið sitt. — Það er orðið áliðið. Philip. Ég þarf að fara að koma mér af stað. — Þetta þykir nú ekki fram- orðið í París. Klukkan er ekki orðin ellefu ennþá. — Það er sama. Ég er afskap- lega þreytt. — Nei, elskan mín. Það getur ekki verið. Hlustaðu nú á: við skulum fara eitthvað annað. Á einhvern skemmtilegan stað >ar sem við getum dansað .... Þetta hafði nú einmitt næstum orðið þeim til falls, þegar þau borðuðu saman seinast. Var ekki lengra síðan en í fyrrakvöld! Hún sá þau sitja í klúbbnum í London, við hornborð, og hann f "á ^assmmmmmm — Skelfing koma margir indælir flibbahnappar í Ijós, þegar húsgögnin eru flutt! hélt í höndina á henni. Hún hafði þá verið næstum eins veik fyrir og hann. Hún hafði verið að hugsa, þegar þau óku saman heim, að það væri eins gott, að þetta væri ekki í París, þar sem hún hafði eigin íbúð, þar sem það hefði verið svo hægt um vik fyrir hann að koma inn og segja góða nótt .... — "Nei, Philip, ég ætla að ná mér í bíl og fara beint heim. — Og hvað á ég þá að gera af mér? — Því ræðurðu sjálfur. Efn- aður maður, aleinn síns liðs í París, ætti ekki að verða í vand- ræðum með sjálfan sig. — Vertu ekki með neina vit- leysu. — Mér var nú heldur ekki mjög mikil alvara. Hún leit á hann. — Veiztu hvað ég vildi helzt, að þú gerðir? Ég vildi, að þú færir rakleitt til London aftur. — Það eru ekki fleiri ferðir í kvöld. — Farðu þá með fyrstu ferð í fyrramálið. — Það getur vel komið til mála. En ef þú heldur, að ég skeiði beint heim til mín til þess að vita um, hvernig Margot líði .... Hann hristi höfuðið. Það væri til ofmikils ætlazt. Ég fer beint í skrifstofuna og svo heim á sama tíma og vant er. — Manstu nú allt, sem ég hef sagt við þig? — Mér þykir ólíklegt, að ég gleymi því. Hann bað um reikn- inginn og borgaði hann. Hún tók töskuna sína og hanzkana, og þau gengu saman út í þungt næt urloft Parísarborgar. Allsstaðar sat fólk og dundaði'við glösin sín í úti-veitingahúsunum, og ekki sást fararsnið á neinum. — Ég ætla að fylgja þér heim. — Ég vildi heldur fara ein. Náðu mér bara í bíl. Á næsta andartaki kom bíll til þeirra og stanzaði við stéttar- brúnina. Bæði minntust þau þess, er þau kvöddust í fyrsta sinn. Nú voru kveðjurnar næst- um eins stuttlegar. Kannske jafn Vel enn meir, því að hvorugt þeirra þorði að láta þær vera öðruvísi. — Vertu sæll, Philip. — Vertu sæl, Cynthia. Hún hafði þegar sagt bílstjór- anum heimilisfangið. Nú laut hún fram og skipaði honum að fara af stað. Nei ..herrann ætl- aði ekki með henni. Hún sneri sér við um leið og bíllinn fór af stað og horfði gegn um litlu, ferhyrndu rúðuna að aftan og sá Philip standa hreyfingarlaus- an á gangstéttinni. í næsta vet- fangi beygði bíllinn fyrir hom og hann hvarf sjónum hennar. XII. Hún svaf illa. En það hafði hún vitað fyrir. Hún var að borða morgunverðinn sinn í rúminu klukkan níu morguninn eftir, þegar dyrabjallan hringdi og þjónustustúlkan hennar fór til dyra. Hver gat verið að koma svona snemma morguns? En þá var barið á svefnherbergishurð- ina og stúlkan kom í gættina. —- Það er herra að spyrja um yður. Cynthiu brá illilega. Hver gat þetta verið? Bkki þó Philip? Ekki aftur! Hún hafði verið að hugsa til hans áðan og sá hann í anda í flugvélinni til London, eða að minnsta kosti í þann veg- inn að stíga upp í hana. — Það er hr. Derry, sagði stúlkan. —.Nigel! Hvað gat hann verið að vilja? -Var hann ekki venju- lega kominn til vinnu sinnar á þessum tíma? Hún hugsaði til þess með hryllingi, ef eitthvað hefði nú komið fyrir í London, eitthvað í sambandi við Janet eða móður hennar. Hún hafði verið óróleg vegna Janet, síðan hún neitaði að svara henni í sím- ann á sunnudagskvöldið — og heldur ekki verið til viðtals í gærmorgun. — Hvar er hann? — í stofunni, frú. — Ég kem eftir augnablik. — Ég skal segja honum það, frú. Cynthia flýtti sér að fleygja af sér rúmfötunum, fór í inni- skó og slopp. Það var óvanalegt, að hún væri ekki komin á fætur á þessum tíma morguns, en nú var hún í fríi — í orði kveðnu að minnsta kosti. Og þar sem hún hafði átt óværa nótt og ekkert sérstakt verk beið hennar, var engin ástæða til að vera að rífa sig eldsnemma á fætur. Nigel var að horfa út um gluggann, en leit nú við, er hún kom inn í stofuna. — Ég vona, að þú fyrirgefir mér að ég geri þér svona rúm- rusk, sagði hann, án þess að heilsa. — Ég fékk bréf frá Janet I morgun sem ég hef miklar áhyggjur af. Og að vissu leyti snertir það þig líka. Ég vildi gjarna láta þig lesa það. Cynthia horfði á fölt og veiklu legt andlitið á Nigel og var sízt að skilja, hvað gæti hafa komið fyrir hann. Hún dró pappírsörk- ina út úr umslaginu og las: „Því miður, Nigel, það þýðir ekki að fást um það, en ég get ekki með nokkru móti gifzt þér. Ég þykist alveg vita, að pabbi og mamma séu í þann veginn að skilja. Ég vona, að við mamma förum bráð- um að leggja upp í langa ferð saman. Læknirinn okkar segir, að það væri henni fyrir beztu. Ef þú skyldir rekast á Cynthiu — og ég hef heyrt, að hún sé komin aftur til Parísar í dag — þá segðu henni, að ég vilji aldrei sjá hana framar. Þetta óstand stafar allt af henni. Vertu sæll, elsku Nigel, gleymdu mér eins fljótt og þú getur og líði þér vel. Janet“. Cynthia rétti Nigel bréfið og tók að velta því fyrir sér, með * — Ég get ekki trúað því .... Get ekki trúað því að nokkur skuli vilja eyðileggja jafn falleg- an stað og Sólskinsfossa á þenn- an hátt. En í aðalskrifstofum auglýs- ingafélags í New York: — Komdu inn Alex .... Ég hef góðar fréttir að færa .... Auglýsingaherferðin fyrir Goody -goo gengur prýðilega! Salan hefur aukizt þrátt fyrir mótmæli þín .... Hugmynd mín um að setja upp auglýsingar úti í nátt- úrunni er tekin að gefa arð! — Mér líkar samt ekki við hana herra Tripwell! hryllingi og kvíða, hvað gæti hafa komið fyrir. og sjálf vissi hún ekkert, hvað hún gæti sagit við Nigel. — Hvað á hún við með þessu, Cynthia? Eða er það kannske eitthvað, sem ég má ekki spyrja þig um? Það er annars rétt að segja þér það, að við Janet vor- um að borða saman í Formosa á Iaugardagskvöldið og sáum ykk- ur pabba hennar þar saman. Og við sáum líka þegar mamma hennar gekk til ykfcar og talaði við ykkur. Við ákváðum að láta eins og við hefðum ekki séð ykk. ur, úr því að þið höfðuð ekki tek- ið eftir okkur, þegar við vorum að fara. Við skildum þetta þann- ig — hann hvessti á hana augun — að líklega væruð þið þarna til þess að leggja á ráðin, hvern- ig þið gætuð hjálpað okkur. En nú býst ég við, að okkur hafi skjátlazt. Cynthia varð vör við beizkj. una í málrómi Nigels og hugsaði með sjálfri sér, að hún væri ekki nema skiljanleg. Hvað mátti hann halda um þau? Og hvað mátti Janet halda? Nú skildi hún, hversvegna Janet hafði ekki vilj- að svara henni í símann, og hverg vegna hún sendi þessi skilaboð í bréfinu til Nigels. En engu að síður.. .. — Nei, þér skjátlast ekki, sagðl hún. — Einmitt þessvegna hitt- umst við í fyrstunni. jtó — í fyrstunni? ” — Ég á við, að ég lét til leiðast að hitta pabba hennar Janet a£ því að hann sagðist þurfa að tala við mig um ykkur. Hanni veit hversu vel mér er til henn. ar. — Vel til hennar? Nigel leit á Cynthiu og spurði sjálfan sig, hvort hann ætti að trúa þessu. Hvernig gat henni verið vel til Cynthiu ef hún var í einhverju ástabralli við föður hennar? Annars var honum ekki vel ffltltvarpiö Föstudagur 5. maí 8:00 Morgunútvarp (Bæn — 8:05 Morg unleikfimi. — 8:15 Tónleikar. — 8:30 Fréttir. — 8:25 Tónleikar — 10:10 Veðurfregnir). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar. 12:25 Fréttir og tilkynningar). 13:15 Lesin dagskrá næstu viku. 13:25 Um starfsfræðslu (Ölafur Gunn arsson sálfræðingur). 13:40 „Við vinnuna": Tónleikar. 15:00 Miðdegisútvarp (Fréttir. — 15:05 Tónleikar. — 16:00 Fréttir og til kynningar. — 16:05 Tónleikar. —• 16:30 Veðurf regnir). 18:30 Tónleikar: Harmonikulög. 18:50 Tilkynningar. 19:20 Veðurfregnir. 19:30 Fréttir. 20:00 Efst á baugi (Björgvin Guðmunds son og Tómas Karlsson). 20:30 Operumúsík: Atriði úr „Tann* háuser“ og „Bagnarökum“ eftir Wagner (Elisabeth Grúmmer og Gottlob Frick syngja með kór og hljómsveit Ríkisóperunnar í Berlín; Franz Konvitsnij stj.). 21:00 Upplestur: Ljóð eftir Jóhanit Gunnar Sigurðsson — (Baldur Pálmason). 21:10 islenzkir pianóleikarar kynna sónötur Mozarts; VII: Magnúa m. Jóhannsson leikur sónötu i C-dúr (K309). 21:30 Útvarpssagan: „Litli-Brúnn og Bjössi“ eftir Stefán Jónsson; III. — sögulok. (Gísli Halldórs- son leikari). ljL 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Garyrkjuþáttur: Ölafía Elnarar-* dóttir talar um blómarækt S heimahúsum. 22:30 I léttum tón: Lög úr óperettun* um „Stúlkan í Svartaskógi“ eft* ir Jessel og „Betlistúdentinn** eftir Millöcker (Þýzkir listamenn flytja undir stjórn Franz Marszal eks). 23:00 Dagskrárlok. 12000 vinningar á ári! 30 krónur miðinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.