Morgunblaðið - 05.05.1961, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.05.1961, Blaðsíða 12
12 MORGVNBLAÐIB Föstudagur 5. maí 1961 ’ JttwgMttMðfrifr Utg.: H.t Arvakur. Reykjavík. Framkvæmdastj óri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgi'eiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 3.00 eintakið. FRELSI EÐA SVARTNÆTTISKUGUN <$------------- 17ilja íslendingar skipia sér í * sveit frjálsra lýðræðis- þjóða eða kjósa þeir að hverfa bak við járntjald hins alþjóðlega kommúnisma? Hvort vilja íslendingar heldur búa við lýðræði og mannréttindi í landi sínu eða svartnætti kúgunar og ó- frelsis? Það er svarið við þessum spurningum, sem skiptir meg inmáli í stjórnmálabarátt- unni í dag. Enginn ábyrgur maður getur komizt hjá því að gera hug sinn upp gagn- vart þessum spurningum. Á svari hans við þeim veltur persónuleg framtíð og ham- ingja hans sjálfs, afkomenda hans og velferð þjóðar hans. Við íslendingar getum ekki verið hlutlausir gagn- vart því, hvort hér á landi á að ríkja kommúnísk ógnar- stjórn eða persónufrelsi og mannhelgi. Hver sá einstakl- mgur, sem lætur sér það í léttu rúmi liggja, hvert á að verða hlutskipti hans sjálfs og þjóðar hans í þessum efn- um, hefur ekki aðeins svikið sjálfan sig, heldur og þjóð sma á hinn herfilegasta hátt. ★ Það er heldur enginn vandi að velja á milli þessa tvenns. Allir þjóðhollir og heilbrigt hugsandi menn hljóta að taka frelsið fram yfir kúgun- ina. íslendingar geta ekki komizt hjá því frekar en aðrar lýðfrjálsar þjóðir að sjá vegg nágranna sinna brenna. Það fer ekki lengur á milli mála, hverskonar þjóðskipulag kommúnisminn býr fólkinu. Almennur og frjáls kosningaréttur er af- numinn. Prentfrelsi og fundafrelsi er úr sögunni í ríki kommúnista. Frelsi til listsköpunar er farið sömu leiðina. Rithöfundar og skáld, myndlistarmenn og hljómlistarmenn verða allir að miða listsköpun sína fyrst og fremst við þarfir komm- únistaflokksins í löndum sósíalismans. Þetta vita íslendingar að er satt. Þannig er kommún- isminn í framkvæmd. AÐALATRIÐI OG AUKAATRIÐI I’kkert er eðlilegra en okk- ur íslendinga, eins og aðrar lýðræðisþjóðir, greini á um margt í innanlandsmál- um okkar. En lýðræðissinn- aða menn má ekki greina á um þá hættu, sem felst í hinum alþjóðlega kommún- isma. Kúgunarstefna hans er hin skelfilega ógnun við frelsi og mannréttindi. Með valdatöku kommúnismans er lokað fyrir áframhaldandi þróun. Andleg kyrrstaða og þrælatök gagnvart frjálsri hugsun koma í staðánn. Þegar á þetta er litið, þeg- ar þjóðin gerir sér ljóst, hvað er í húfi, verða lýð- ræðissinnaðir menn að kunna að greina á milli aðal- atriða og aukaatriða í deilun- þá skoðun. um um innanlandsmálin. — Aðalatriðið er að einstakl- ingurinn og þjóðin haldi frelsi sínu og áframhaldandi þroska og þróunarmöguleik- um. Þess vegna verða allir lýðræðissinnaðir menn að skipa sér í eina sveit, þegar um er að ræða afstöðuna til öryggis- og frelsismála. — Kommúnistar eru þeir níð- höggvar, sem ógna frelsinu. Þeirri hættu verður að bægja á braut. En það verður því aðeins gert að íslendingar skipi sér í hóp frjálsra lýð- ræðisþjóða og hiki ekki við að taka á sig þær skyldur, sem því eru samfara. Á þeim grundvallarskilningi verður íslenzk utanríkisstefna að byggjast. BERLINGSKE TIDENDE OG HANDRIT AMÁLIÐ Derlingske Tidende, stærsta U og útbreiddasta blað Danmerkur, lýsir því í fyrra- dag yfir í ritstjórnargrein sinni, að það sé fylgjandi af- hendingu handritanna til ís- lendinga og lætur í ljós von um að málið fái skjóta af- greiðslu á þjóðþingi Dana. íslendingum er þessi af- staða Berlingske Tidende vissulega hið mesta gleði- efni. Af henni má einnig ráða, að nokkur hópur þing- manna í danska íhalds- flokknum muni verða fylgj- andi frumvarpi ríkisstjómar- innar um afhendingu hand- ritanna. Gagnvart almenn- ingsálitinu í landinu er fylgi Varahlutir í mannslíkamann l ; FYRIR fjórum árum var komið með sjóliða í sjúkra hús bandaríska flotans í Chelsea, Massachussetts. Hann var alvarlega sjúk- ur þar sem kirtlar hans framleiddu ekki nægilega mikið kalk til að sjúkling- urinn fengi haldið lífi. Skurðlæknar sjúkrahúss ins tóku kalkkirtilinn úr sjóliðanum og græddu í hann kirtil úr barni, sem látizt hafði fjögurra daga gamalt. Niu dögum eftir upp- skurðinn var sjóliðinn aft- ur orðinn vinnufær og í dag er hann fullhraustur. Þetta var sögulegur viðburð ur í baráttunni fyrir því að utvega „varahluti“ í manns- líkamann, því þetta var í fyrsta sinn að tekizt hafði að græða líffæri í marin úr öðr- um en tvíbura sjú'klingsins. Nylonæðar Rannsóknum er haldið á- fram og tilraunum til að græða líffæri úr einum manni í annan. En um meiri fram- för er að ræða í tilraunum með að „bæta“ mannslíkam- Læknar að skipta um slagæð í sjúklingi. ann með gerfiefnum. Það er lokur úr plasti eða nylon. til dæmis orðið algengt að nota nylon eða dacron til að þessa stóra og áhrifamikla blaðs einnig mjög mikils virði fyrir hinn íslenzka mál- stað. Berlingske Tidende hefur að sjálfsögðu eins og önnur dönsk blöð leyft andstæðum sjónarmiðum að koma fram á síðum sínum um afstöðuna til handritamálsins. Sá er og jafnan háttur frjálslyndra blaða í lýðræðislandi. Við Is- lendingar megum ekki kippa okkur upp við það, þótt ekki séu allir í Danmörku á eitt sáttir í þessu stóra máli. Með afhendingu handritanna eru Danir vissulega að færa fórn, sem kostar þá meira en við gerum okkur ljóst. Mennta- mönnum þeirra og fræði- mönnum er sárt um þessa dýrgripi, sem söfnum þeirra og öðrum menningarstofnun- um hefur þótt hinn mesti heiður af að varðveita. Sú staðreynd breytist ekki, enda þótt við íslendingar teljum hinn siðferðilega rétt okkar til þeirra sterkan og óvéf engj anlegan. Innan skamms tíma mun draga til úrslita í danska þjóðþinginu um þetta mál. Enn eru horfur á því, eins og Gunnar Thoroddsen fjár- málaráðherra benti á í ræðu sinni um daginn, að tryggur þingmeirihluti sé fyrir hendi fyrir afhendingarfrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Afstaða Berlingske Tidende í fyrr- greindri forystuerein styrkir þá skoðun. Gervihjarta þetta var búið til í Cleveland Clinic í Ohio, Bandaríkjunum. I því eru hóif og smádæla, og gengur eftir að hjarta hans var tek- ið úr honum. Þá hefur einnig tekizt að framleiða gerfilíffæri, t.d. bæta skaddaðar æðar og slag- nýru, lifur og lungu, en allt æðar. Hefir mörgum mannslíf er þetta þó á tilraunastigi. Þó um verið bjargað með því að er vitað að gerfihjarta hefur setja í sjúklingana nylonæðar haldið lífi í hundi í fimm klst. í stað aðalslagæða hjartans. eftir að hjartað var tekið úr Einnig hefur mikið verið gert honum. Vísindamenn í Sovét- af því að skipta um lokur í ríkjunum og Bandaríkjunum hjartanu sjálfu, og setja í það hafa grætt limi af einum hundi á annan og haldið hund- inum lifandi um skeið. Ofnæmi En allar þessar tilraunir með dýr hafa reynzt erfiðari þegar til þess kom að reyna þær á mönnum. Það er aðeins í einstaka tilfellum að unnt hefur verið að græða líffæri úr einum manni í annan. Það er eins og líkaminn fái ofnæmi fyrir ígrædda líffærinu. Þetta á þó ekki við um hornhimnu augans. Þess eru ótal dæmi að hornhimna hefur verið flutt milli manna. Meir að segja er nú svo komið að settir hafa verið upp augnabankar víða erlendis til að hafa ávalt fyr- irliggjandi birgðir af horn- himnum. En tilraununum er haldið áfram. Og hver veit. Ef til vill verður árangurinn sá að hætt það fyrír rafmagni. Það var verður að lappa upp á þetta reynt á hundi og hélt honum gamaldags dót, sem í okkur er, lifandi í fimm klukkustundir ef eitthvað bilar. Bara skipta um og fá nýtízku hjarta eða nýra úr plasti! Söngskemmfanir sam- einaðra kóra Hreppa- manna BLANDAÐIR kórar úr Hruna- manna- og Gnúpverjahreppum efna til söngskemmtana nú á þessu vori. Næstkomandi laugar dagskvöld verður fyrsti samsöng urinn í Ásaskóla og á sunnu- dagskvöldið í Félagsheimili Hrunamanna að Flúðum. Að undanförnu hafa kórarnir stundað æfingar af kappi með það fyrir augum að efna til söng skemmtana á þessu vori og hefir komið til tals að auk fyrrgreindra skemmtana verði sungið á fleiri stöðum á Suðurlandi. VííSfQndcofni Vóranna eru bæði innlend og erlend m. a. eftir Sig fús Einarsson, Björgvin Guð- mundsson, Sigurð Ágústsson, Wetterling, Schubert, Ralf Benalzky, svo og þjóðlög frá Rússlandi og fleiri löndum. Alls er söngfólk þessara kóra um 50 talsins. Söngstjórar eru Sigurður Ágústsson og Stcinþór Gestsson, Undirleik annast Skúli Halldórsson tónskáld. Hér austur í sveitum hefir al- menningur fylgzt af athygli með æfingunum og þessari tilraun sameiginlegs kór Hrunamanna og Gnúpverja til þess að efla fé lags- og skemmtanalíf héraðs- ins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.