Morgunblaðið - 05.05.1961, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 05.05.1961, Qupperneq 8
ft MORGVHBLAÐIl Fðstudagur 3. ma! 1961 Fjögur 1 hektaralönd 17 km. frá Reykjavík, á fögrum staö Til sölu Ætlast er til að á hverju landi verði byggt eitt íbúðarhús (bungalow)- Heitt vatn í ná- grenni, rafmagn, sími, skólabíll. — Löndin seljast ódýrt með hagkvæmum kjörum. Þeir sem hafa hug á að athuga þetta, sendi nöfn sín og heimilisföng til afgr. Mbl- merkt: „Bungalow — 1188“. HALLÓ! HALLÓ! r * Odýru vörurnar á Víðimel Allskonar fatnaður á börn og fullorðna. Notið tæki- færið til ódýrra fatakaupa fyrir sumarið. Lítils- háttar gallaðar vörur seljast einnig á lægsta verði meðan birgðir endast. Sumarkjólaefni, tvíbreitt á 25.— og 30.— meterinn o. m. m. fl. IMærfataverksmiðjan Lilla hf. Smásalan — Víðimel 63 ur Nýjar gerðir skófatnaðar okkar eru með smekklegu lagi, einkar þægilegir á fæti og henta bæði heimanotkun og til ferðalaga. * Skórnir eru bæði liprir og léttir, þetta trygg- ir efnið sem þeir eru gerðir úr en það er: dúkur, filt og plast allt fyrsta flokks efni. U mboðsmenn: EDDA H.F. umboðs- og heildverzlun Grófin 1, Reykjavík. Útflytjendur: OIUTSCHBR INNEN • UND AUSSiNHANDEl TEXTIL IERIIN W I • BIHIENSTNASSE 4« GERMAN DEMOKRATIC REPUBLIC Gu&rún Sœmundsdóttir frá Vindheimum - kveðja F. 30. okt. 1869 — D. 30. apr. 1961 í DAG verður hún borin til mold ar hér í Rvík. Guðrún var fædd að Vindheimum í ölfusi. Foreldr ar hennar voru Sæmundur Eiríks son og fyrri kona hans Vigdís Gunnarsdóttir, en móður sína missti Guðrún er hún vær tæpra 5 ára að aldri. Sæmundur kvænt- ist síðar Elínu Magnúsdóttur, hinni ágætustu konu. Eignaðist hann alls seytján börn. Það var því stór barnahópur, sem síðari kona hans hlaut að annast um og sem hún gerði með hinni mestu prýði. Af þessum stóra barnahóp eru nú aðeins fjögur á lífi, tvær systur og tveir bræður. Bjó Sæ- mundur alla tíð miklu rausnar- búi í Vindheimum, en hann and- aðist hinn 18. júní 1911. Þann 6. júlí árið 1900, giftist Guðrún Þórði Eyjólfssyni að Vogsósum í Selvogi. Bjuggu þau þar stórbúi í átta ár, en fluttu þá að Hvassahrauni á Vatnsleysu strönd. Árið 1912 fluttu þau að Vindheimum, en hingað til Reykjavíkur árið 1921. Eignuðust þau hjónin fjögur börn, Guðrúnu, gifta Eggert Kristjánssyni, stór- kaupmanni; Vigdísi, gifta Sæ- mundi Ólafssyni, framkvæmda- stjóra; Sæmund stórkaupmann, kvæntan Guðlaugu Karlsdóttur og Guðmund loftskeytamann, sem dó 25 ára gamall árið 1930, einnig ólst upp hjá þeim Kristrún dóttir Þórðar frá fyrra hjóna- bandi, sem gift er Sigurði Sæ- mundssyni frá Vindheimum, hálf bróður Guðrúnar. Árið 1918 tóku þau fósturdóttur Lóu Lúthers- dóttur, sem þá var aðeins árs- gömul, hún er gift Óskari Ólafs- syni brunaverði. Guðrún missti mann sinn hinn 9. febrúar 1939, eftir nærfellt þrjátíu og níu ára sambúð, en allan þann tíma var hann meira eða minna veikur og lá margar Takið eftir verkstæði mínu og stofu verður lokað vegna flutnings dagana 5.—10. maí. Opna aftur 10. maí að Laugavegi 85 Er til viðtals eins og áður alla virka daga nema laugardaga frá kl. 14—16. Sími 18519. Á öðrum tímum eftir samkomulagi. Steinar S. Waage Orthop, skóg- og innleggjasmiður R.C.A. strauvél frístandandi til sölu. Verð kr. 5000 þúsund,; Útstillingagína. Verð kr. 3000 þúsund. Einnig stórt skrifborð fyrir skrifstofur. — Upplýs- ingar í síma 12335. Stúlkur vanar saumaskap óskast strax Upplýsingar í síma 22453 Verksmiðjan Eyglö Skipholti 27 Húsgögn til sölu Hús með 2 íbúðum til sölu í Kleppsholtinu. íbúð- irnar eru 2ja herb. og 3ja herb., ásamt stórum bíl- skúr. Allt í góðu standi. Nánari upplýsingar gefur: INGI INGIMUNDARSON, hdl., Vonarstræti 4. Sími 24753 Steypustyrktarjárn nýkomið Allir sverleikar frá 8 mm til 25 n?m. Lækkað verð. H.F. AKIJR Sími 13122 — 11299 og þungar legur. Var hún honum hin ágætasta eiginkona, sem með óbilandi þreki, ástúð og nær- gætni stóð við hlið hans og hjúkr aði honum í langvarandi veikind- um. Var hjónaband þeirra með ágætum, og því sár harmur að henni kveðinn er hún missti mann sinn fyrir röskum tuttugu og tveimur árum. Eins og áður segir var Guðrún fædd og uppalin í sveit og flutt- ist ekki til Reykjavíkur fyrr en fyrir réttum 40 árum. Af þeim tíma hefir hún búið í rösk- þrjátíu ár hjá Guðrúnu dóttur sinni og tengdasyni að Túngötu 30. Barnabörnin ólust því upp # með henni og nutu ástrikis henn- ar og umhyggju eins og öll henn- ar barnabörn og börn fósturdótt- ur hennar nutu í ríkulegum mæli. Síðar kom svo yngri kynslóðin, barna barnabörnin, sem öll voru umvafin ást hennar og blíðu, eins og reyndar öll börn, sem hún mætti á lífsleiðinni. Börnin voru sólargeislarnir í lífi hennar, fyrr og síðar. Það var góður skóli fyr- ir alla og ekki sízt börnin að vera með Guðrúnu. Hún var kirkju- rækin og mjög trúuð kona, hafði verið alin upp í guðstrú og góð- um siðum og allt líf hennar og starf mótaðist af því. í trúnni leitaði hún styrks og fann hann. í daglegri umgengni var hún til fyrirmyndar og var alla tíð sann- ur vinur munaðarleysingja og mikill dýravinur. Eftir að Guðrún missti mann sinn og fósturdóttir hennar flutt- ist frá henni, var heimili þeirra hjónanna að Túngötu 30 sem hennar eigið heimili. Þar naut hún alls þess bezta sem unnt var að láta henni í té. Samtímis, eða fyrir tíu árum, fékk hún til sam- býlis við sig hina ágætustu konu, Guðbjörgu Guðbrandsdóttur. Var mikið ástríki á milli þeirra og verður Guðbjörgu aldrei full- þökkuð öll hennar umhyggja og óeigingjarnt starf, til hinztu stundar, henni til handa. Guðrún var gæfukona, hun hafði alla ævi góða heilsu og var svo ern að hún fylgdist til þess allra síðasta með öllu sem skeði. Rúmri viku fyrir andlát sitt kenndi hún lasleika og var al- gjörlega rúmföst fjóra síðustu dagana. Hún fékk hægt og rólegt andlát, klukkan tvö, aðfaranótt sl. sunnudags. Það er vissulega vandi að skrifa um konu eins og Guðrúnu, svo vel fari. Eg tel að skylt sé, að lýsingu og orðum sé stillt í hóf og rétt með farið. Hér að framan hefi ég drepið á það, sem, mér finnst mestu máli skipta og sem ég veit sannast og réttast f fari hennar. Þegar ég lít yfií langa og viðburðaríka ævi, þá tel ég, að henni hafi fallið í skaut mikið af hinum sönnu gæðum lífsins. Að vísu bar þar skugga á, vegna sonarmissis og langvar- andi veikinda og fráfalls eigin- manns hennar, en slíkt verða flestir að reyna, sem lengi lifa, Síðustu vikurnar vissi hún áreið- anlega hvert stefndi og þráði end urfundi við ástvinina handan vi3 gröf og dauða. Hún er í dag kvödd hinztu kveðju, af börnum, barnabörnum og ástvinum öllum með einlægri þökk fyrir allt. Guð blessi minningu hennar. Viitnr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.