Morgunblaðið - 05.05.1961, Page 2
MORGVWBLAÐ1Ð
Föstudagur 5. maí 1961
Meirihluti danskra þing
manna með afhendingu
— en málsmeðferð síjórnarinnar
gagnrýnd
HANDRITAMÁLIÐ var í
gær til umræðu í danska
þinginu og samkvæmt fregn
um danska útvarpsins kom í
ljós að mikill meirihluti þing
manna úr öllum flokkum er
því fylgjandi að íslending-
um verði afhent handritin að
gjöf. Hins vegar kom fram
hörð gagnrýni á ríkisstjóm-
ina fyrir meðferð málsins og
vegna ýmissa erfiðleika, sem
þurfa athugunar við, er tal-
ið að afgreiðsla málsins
muni taka lengri tíma en
ætlað hafði verið. Málinu
var vísað til nefndar eftir
umræðurnar í dag.
Sinfóníuhljóm-
sveitin stnrfnr
nfrnm
SAMKVÆMT áreiðanlegum upp-
lýsingum, er Mbl. hefur aflað sér,
hefur tekizt að finna leið til að
halda starfi Sinfóníuhljómsveitar
íslands áfram. Starfsemi hljóm-
sveitarinnar hefur, sem kunnugt
er, legið niðri að undant'örnu,
vegna fjárskorts.
Alsing Andersen, fyrrverandi
ráðherra hóf umræðurnar í þing
inu í dag. Lýsti hann fylgi sínu
við afhendingu handritanna, sem
hann sagði vera réttlætisgjörð
gagnvart norrænni bræðraþjóð.
Ekki kæmi til mála að ísland
héldi áfram að vera Sögueyja án
sagna.
Paul Möller, talsmaður ihalds-
flokksins gagnrýndi ríkisstjórn-
ina harðlega fyrir að koma þing-
inu í þessa óvirðulegu aðstöðu.
Hann kvaðst vera hlynntur því
að afhenda Islendingum handrit-
in. Þótt forðast bæri afhendingu
safnmuna, hefðu handritin sér-
stöðu. En menntamálaráðherra
og danska stjórnin hefðu komið
klaufalega fram með því að til-
kynna gjöfina til íslendinga áður
en málið hafi verið tekið fyrir
í þinginu.
Talsmaður Radikala, Helge
Larsen, sagðist vona að afhending
handritanna yrði hraðað, en
harmaði árekstra þá, sem orðið
hafa.
Axel Larsen, formaður sósial-
istiska þjóðarflokksins, lýsti einn
ig yfir fylgi sínu og flokksins
við afhendingu handritanna,
sem væru eign íslenzku þjóðar-
innar. En hann taldi að ríkis-
stjórnin hefði átt að ræða málið
við fulltrúa þingflokkanna áður
en .ákvörðun var tekin til að
fyrirbyggja deilur á þingi.
Erik Eriksen fyrrverandi ráð-
herra og talsmaður vinstri flokks
ins sagði að málstaður íslands
ætti fylgi að fagna í flokki sín-
um. Sjálfur hefði hann ávallt tal
ið að Danir ættu að afhenda hand
ritin á virðulegan hátt. En máls-
meðferðin hefði gert það að af-
hendingin færi fram öðruvísi en
til var ætlazt.
Ole Bjöm Kraft fyrrum ráð-
herra íhaldsflokksins lýsti sig
fylgjandi afhendingunni. Lýsti
hann allri ábyrgð á hendur Jörg
ensens menntamálaráðherra.
Menntamálaráðherra Jörgen
Jörgensen varð fyrir svörum og
lýsti þeirri von sinni að unnt yrði
að ná samstöðu í þinginu um mál
ið. Svo virðist sem meirihluti
þingmanna allra flokka væri af-
hendingunni fylgjandi.
••>•!**' -.-.l-l ÍT'.-,.-..-V.,. I... .
§ m
Keilvíkingor voftta Al-
ired Gíslasyni bæjarfó-
geta ftraust og vinsemd
Síld tíl
Akraness
AKRANESI, 4. maí. — 2660
tunnur síldar bárust á land af
3 bátum til Akraness í dag. Afla-
hæstir voru Höfrungur H. með
1370 tunnur, Haraldur með 840
tunnur og Heimaskagi með 450
tunnur. Síldina fengu þeir 4 klst.
siglingu NNV frá Akranesi. Hún
fór öll í bræðslu. — Geysilega
mikil vaðandi síld sást í logni og
sólskini út af Malarrifi í gær. En
torfurnar voru þunnar. — Oddur.
Bolli Thoroddsen
lætur af störfum
BOLLI Thoroddsen, bæjarverk-
fræðingur, lætur af störfum sem
bæjarverkfræðingur 1. júlí nk. Á
síðasta fundi bæjarráðs var lagt
fram bréf frá Bolla þar sem hann
sótti um lausn frá störfum. Lagði
bæjarráð til að fallizt yrði á
lausnarbeiðnina og var það sam-
þykkt á fundi bæjarstjórnar í
gær. Hinn 1. maí sl. átti
Bolli Thoroddsen 35 ára starfs-
afmæli hjá bænum, réðst til
bæjarverkfræðings 1926 og tók
síðan við störfum bæjarverk-
fræðings 1944. Bolli átti 60 ára
afmæli 26. apríl sl. — í bréfi
sínu til bæjarráðs skýrði Bolli
Thoroddsen frá því að hann hefði
haft í huga að segja lausu starfi
sínu við þessi tímamót.
Á fundi bæjarstjórnarinnar í
gær flutti borgarstjóri, Geir HaU
grímsson, bæjarverkfræðingi
heillaóskir í tilefni sextugs af-
mælis hans og 35 ára starfsaf-
mælis — og þakkaði honum marg
'háttuð störf í þágu bæjarfélags-
ins.
L.I.V.
ÞING Landssambands islenzkra
verzlunarmanna verður sett í
dag kl. 8,30 í Tjarnarcafé. — Á
Þinginu eiga sæti um 70 full-
trúar víðs vegar af landinu. —
Gert er ráð fyrir, að þinginu
Ijúki næstkomandi sunnudags-
kvöld.
Bifröst sótti ekki
um vínveitingar
EITT dagblaðanna skýrir frá
því í gær, að veitingahúsið Bif-
röst í Borgarfirði hafi fengið
leyfi til áfengisveitinga í sumar.
Þessi frétt mun vera gripin úr
lausu lofti, því samkvæmt upp-
lýsingum, er Mbl. hefur aflað
sér, hefur nefndinni, sem hefur
með höndum athuganir á um-
sóknum til áfeugisveitinga, sam
kvæmt 12. gr. áfengislaganna,
ekki borizt nein slík umsókn frá
nefndu veitingahúsi, en það er
auðvitað fyrsta stigið. Berist slík
umsókn þá fyrst kemur til kasta
nefndarinnar, sem síðan skilar
áliti sínu til dómsmálaráðherra,
er tekur lokaákvörðun í slíkum
málum.
Mannslát
HINN 18. f.m. lézt á sjúkrahús-
inu í Stykkishólmi rúmlega átt-
ræður að aldri Þorgeir Jónasson
fyrrum bóndi að Helgafelli I
Helgafellssveit. Þorgeir var
kvæntur Ingibjörgu Björnsdóttur
Steinþórssonar í Stykkishólmi og
lifir hún mann sinn. Þorgeir var
mjög vinsæll og því vinmargur.
Seinustu árih var hann búsettur 1
Stykkishólmi.
Herútboð í Algeirsborg
Algeirsborg, Alsír, 4. maí.
—■ (Reuter) —
HERLIÐ var á verði um alla
Algeirsborg sl. nótt eftir að
aðvaranir höfðu borizt um að
hægrimenn hefðu í huga
árásir á helztu starfsmenn
Keflavík, fimmtudag
I GÆR var Alfreð Gíslasyni bæj
arfógeta í Keflavík afhent yfir-
lýsing undirrituð af 1424 kjós-
endum í bænum, þar sem honum
er vottað fyllsta traust og velvild
og harmað að hann skuli nú
hverfa frá embætti. Undir þessa
yfirlýsingu ritar fólk úr öllum
stjórnmálaflokkum þrátt fyrir að
varanir Alþýðublaðsins og Tim-
ans gegn þvi þegar undirskrift-
arsöfnunin var hafin.
Undirskriftir þessar sýna að
Alfreð Gíslason á vinsældum að
fagna, sem ná langt út yfir raðir
Sjálfstæðismanna í Keflavík því
í síðustu bæjarstjórnarkosning-
um hér fékk Sjálfstæðisflokkur-
inn hreinan meirihluta í bæjar-
stjórn með 811 atkvæðum. — hsj.
X’/T NA /S hnútar\ K Sn)ikamo \‘&*SVS0hnitor\ * ÚSiW*> V Skúrir W‘£, KuUooki/ Hitaski/ Hi Ha9 iWlmot
Verður Botvinnih
heimsmeistnri
í kvöld
BOTVTNNIK nálgast nú óðum
það mark að endurvinna titilinn
heimsmeistari í skák. í gær hlaut
hann enn einn vinning í einvíg-
inu við Tal, þar sem hin ungi
heimsmeistari gaf 18. skákina án
þess að tefla hana frekar. Staðan
í einvíginu er 11 % — 6% Bot-
vinnik í vil.
19. skákin verður tefld i kvöld
og leikur Botvinnik þá á hvítt.
UM þessar mundir er lfi'eðai-
lagshiti í Reykjavík 5 stig á
sólarhring. Hann hefur að
undanförnu verið 6—10 stig,
og má telja það góð vorhlý-
indi. Eins og kortið ber með
sér, er enn hægfara lægð fyr-
ir sunnan landið og vindur
hægur A eða NA um allt
land. Við N- og A-ströndina
er þrálát þokubræla og hiti
þar varla yfir 3—4 stig, en í
innsveitum eru sæmileg hlý-
indi og sólskin með köflum.
í París er 19 st. hiti, en vest-
anhafs eru vorhlýindi vart
byrjuð; í New York 6 st. hiti
og -í-1 st. á flugvellinum í
Goose Bay.
Veðurspáin kl. 10 í gær-
kvöldi:
SV-mið: Austan kaldi eða
stinningskaldi, smáskúrir.
SV-land til Breiðafjarðar,
Faxaflóamið og Breiðafj.-mið:
NA gola eða kaldi, léttskýjað
með köflum.
Vestfirðir til Austfjarða:
Hægviðri, sums staðar þoka
í nótt en iéttskýjað á morgun.
Vestfjarðamið til Austfjrða-
mið: Austan og NA gola,
þokusúld.
SA-land og miðin: Austan
kaldi, rigning með köflum.
frönsku stjómarinnar í borg-
inni. Samkvæmt tilkynningu
stjórnarinnar voru kallaðar
út þúsundir hermanna og
lögreglumanna auk þess sem
brynvagnar voru víða á
verði.
Franska fréttastofan sagði að
ástæðan fyrir hervæðingunni
væri sú að óttazt hafi verið að
skæruliðar uppreisnarmanna
ætluðu að ráðast á bústaði emb-
ættismanna, kveikja í þeim eða
jafnvel sprengja þá í loft upp.
1 tilkynningu Alsírmálaráðu-
neytisins í París segir hinsveg-
ar að hér hafi aðeins verið .um
æfingu að ræða til að sýna hve
fljótt væri unnt að loka borg-
inni.
Einn flokkur hermanna grei;j
til vopna er hópur landnema
fleygði að honum tómum flösk-
Framhald á bls. 23.
Blekkingar um íbúðs-
verö í bæjarstjórn
— Staðhæfingar kammúnista hraktar
NOKKRAR UMRÆÐUR
urðu á bæjarstjómarfundi í
gær um byggingu bæjaríbúð
anna við Skálagerði og
Grensásveg, en þær verða
um 100 talsins.
Leitaðist Ingi R. Helgason við
að sýna fram á, að kostnaður við
byggingu þeirra væri meiri en
almennt gerist og gagnrýndi í
því sambandi einkum það, að
kostnaður við teikningar, fram-
kvæmdastjórn, bókhald, eftirlit
og þ. h. væri of hár.
Rangar staðhæfingar
Gísii Halldórsson hrakti stað-
hæfinear IRH um hvaainaar-
kostnaðinn með glöggum tölum
Og sýndi ennfremur fram á, aS
rangt væri farið með hjá honum
í sambandi við Ofangreinda
kostnaðarliði.
Kom það fram í upplýsing-
um GH og ræðu borgarstjóra,
Geirs Hallgrímsson um málið,
að kostnaður við byggingar
þessar væri síður en svo óeðli
legur og verð íbúðanna sízt
hæira en annarra sambæri-
legra, sem fáanlegar eru.
Þar sem bæjarfulltrúar voru
á hinn bóginn sammála um að
allt bæri að gera til þess að halda
byggingarkostnaði niðri, var til-
lögu IRH um athugun sérfróðra
manna á möguleikum til þess,
vísað til bæjarráðs