Morgunblaðið - 05.05.1961, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 05.05.1961, Blaðsíða 17
FBstudagur 3. maf 1961 MORGVNBLAÐIÐ 17 Sumarliði Sveinsson S0MARIÐ 1913 hélt héðan til Vesturheims ungur og óvenjulega efnilegur maður, svarthærður og hinn fríðasti sýnum, Sumarliði Sveinsson að nafni. Hann hugð- ist verða að heiman hálft annað ár, og það var dugnaður og ein- Ibeittni æskumannsins, sem trú- ir á lífið og framtíðina, sem gerði honum kleift að fara þessa för. Hann hafði aðallega stundað mál- arastörf, en hann var svotraust- vekjandi og aðlaðandi, að honum var auðvelt að fá vinnu, þótt öðr- um gengi tregt. Og hann brást engum. Þótt hann væri aðeins tví tugur að aldri, hafði honum ver- ið sýndur ýmis trúnaður, og hann hafði getið sér hið bezta orð. Þess má minnast, að hann var ikjörinn formaður Taflfélags Reykjavíkur 18 ára gamall, en félagið var þá tiltölulega fjöl- mennt og skákáhugi mikill í bænum. Hann var endurkjörinn árið eftir, og undir forustu hans i efndi félagið til fyrsta Skákþings | íslendinga. Þátttakendur voru 12, | og sigraði Pétur Zophoníasson | alla keppinautana nema einn — l Bumarliða Sveinsson, sem sigr- j aði hann.' Pétur varð þó fyrsti j Skákmeistari íslands, þar sem Sumarliði tapaði skák sinni við Jón Baldvinsson og gerði auk | }>ess jafntefli, en hann varð ann- ar. Einbeittni, rökvís hugsun og rólyndi færðu honum sigrana við skákborðið eins og á fleiri svið- «m um ævina. Hann átti ekki eft- ir að taka þátt í fleiri skákmót- um hérlendis né vera í forustu hér, en hæfileíkar hans urðu þó íslendingum oft til sóma, og fengu notið sín. H Sumarliði hélt fyrst til Winni- peg, og tók virkan þátt í félags- lífi fslendinga þar, eins og vænta mátti. Og svo fór, að örlög hans urðu landnemans. Hann kynntist þar Ólöfu Gunnarsdóttur, sem fædd var vestra, og gengu þau að eigast 22. apríl 1915. Sveinninn ungi var nú orðinn eiginmaður 22ja ára gamall og brátt fyrir- vinna 4ra manna fjölskyldu. Það má nærri geta, að hann átti ekki heiman gengt heim aftur, eins og segja má, því að sá sem fer tví- tugur að heiman frá mörgum settingjum og vinum, skilur svo mikið eftir, að honum nægir ekki eevin til að flytja þaðan að fullu. Sumarliði hefur vafalaust reynt það, hve sár heimþráin getur ver- ið, því að svO mjög unni hann móður sinni og systkinum. Heimilislífið að Smiðjustíg 11 í Reykjavík, þar sem hann fædd- ist og ólst upp, var til fyrirmynd- ar að ástríki og umhyggju, glað- værð og góðlyndi, og að hugsa heim var að hugsa þangað. Og að Smiðjustíg 11 skyldi hann einnig koma aftur, þótt síðar yrði en hann ætlaði. Hann kom hingað til lands 1946 eftir 33ja ára fjar- veru, silfurhærður og virðuleg- ur, og það fyrsta sem hann gerði, var að fara á æskustöðvarnar við Smiðjustíg. Húsið var þar ennþá, en heimilið góða var horfið. En systkini hans fögnuðu honum, hann hafði ekki komið Of seint héim. Og hann skyldi koma fljótt aftur, nú gat hann það, og það gerði hann oft. Hann ætlaði einn- ig að koma í sumar, en skjótlega hefur tilhlökkun breytzt í sorg. En þá ber að minnast hins með þakklæti, að hann náði því að tengjast landi sínu aftur lifandi böndum — honum tókst að fullu að bæta fyrir það, að honum dvaldist ytra. Hann átti aftur heima hér hjá sínu fólki, og það átti heima hjá honum vestur á Kyrrahafsströnd. . t Systkini Sumarliða á lífi eru þau Július Sveinsson, trésmiður, Guðríður Sveinsdóttir, gift Bergi Sturlaugssyni, húsgagnabólstr- ara og Karólína Sveinsdóttir, gift Ásgeiri Ásgeirssyni, skrifstofu- •tjóra, en svo vill til, að þau Ás- geir og Ólöf, kona Sumarliða, eru systrabörn. Börn þeirra og barnabörn ásamt stórum hÓDÍ vina hér á landi syrgja með þeim góðan dreng. Sumarliði flutti ásamt fjöl- skyldu sinni frá Winnipeg til San Francisco árið 1919. Bjuggu þau þar í nær 10 ár, og rak Sum- arliði þar málningarverkstæði fyrir bíla. En 36 ára gamall snýr hann sér að fasteignasölu eftir að hann hafði aflað sér tilskil- innar þekkingar á því sviði og flytzt búferlum til Long Beach í Kaliforníu. Þar bjó hann til dauðadags, varð þekktur og nýt- ur borgari og vel efnum búinn. Hann varð ekki aðeins forseti stéttarfélags síns í borginni, heldur og umdæmisstjóri. En síð- asta trúnaðarstaðan, sem hann tók að sér, var formennska ís- lendingafélagsins í Los Angeles. Þannig var hann aftur orðinn for- maður íslenzks félags, eins og þegar hann fór héðan tvítugur. Heimili þeirra Ólafar og Sumar liða var ávallt opið Islendingum, enda bæði með afbrigðum gest- risin. Margar stórveizlur voru haldnar á hinu fagra heimili þeirra í Long Beach af einhverju íslenzku tilefni, og margan ís- lendinginn studdi Sumarliði með ráðum og dáð, svo að þeir minn- ast hans ævinlega með þakklæti og virðingu. Fulltrúar fslands í hinum miklu alheims fegurðar- samkeppnum, sem árlega eru haldnar í Long Beach, bjuggu ætíð á heimili þeirra hjóna, og frú Ólöf hefur ávallt verið eins konar „verndari" þeirra og séð um þær í keppninni, en þeim hjónum var mjög annt um það, að hlutur fslands væri sem mest- ur á þessari hátíð, enda oft sér- stakt tækifæri til góðrar land- kynningar í sambandi við hana. Sumarliði Sveinsson kynnti land sitt og þjóð, hvar sem hann fór, með mesta sóma með fram- komu sinni, ljúfmennsku og virðu leik. Hann starfaði einnig um áratugi að beinni landkynningu með fyrirlestrum, en hann var mjög vel máli farinn. Hann sómdi sér alls staðar vel, höfðinglegur Og fyrirmannlegur, svo að hann vakti athygli á mannfundum og gæddur var hann ógleymanleg- um persónustörfum. Eg hef aldrei heyrt hina ólíkustu menn tala jafnlíkt um nokkurn mann. Hon- um báru allir vel söguna. Sumarliði var gæfumaður bæði í þeim skilningi, að honum var það svo eiginlegt að vera öðrum til gæfu, og að lífið var honum einnig gjöfult á margan hátt. Hann naut ástúðlegs uppeldis. Hann naut vináttu, vinsælda og trausts í ríkum mæli alla ævi. Hann fann snemma lífsförunaut sinn, glæsilega og gáfaða konu, sem unni honum öllu ofar. Þau eignuðust falleg börn, sem hefur vegnað vel í lífinu. Hann naut frábærrar heilsu allt sitt líf, unz hann kenndi válegs sjúkdóms um síðustu áramót. En þá var dauð- inn honum mildari en svo mörg- um, er hann sækir heim með þeim hætti. Hann var jarðsettur 29. marz sl. í Sunnyside Mausoleum í Long Beach að viðstöddu miklu fjölmenni. Yfir hinztu hvílu Sum arliða Sveinssonar vestur á Kyrrahafsströnd var sungið: Go- ing home. Minning hans er geymd, björt og hlý, austan hafs og vestan. Sveinn Ásgeirsson. t EFTIRFARANDI grein birtist þ. 28. marz á ritstjórnarsíðu dag- blaðs í Long Beach, Kaliforníu: Við fráfall Sumarliða Sveins- sonar hefur Long Beach misst einn fyrsta borgarann, sem fram fylgdi í verki hugsjón hinnar „alþjóðlegu borgar“ og þeim vin áttuboðskap, sem hún er tákn um. Sumárliði, sem vár fslendingur að ætt, og var fasteignasali hér í 31 ár, var dæmi um borgara, eins og þeir bezt gerast, einkenni, sem oft verður vart við hjá þeim, sem nýlega eru seztir hér að og sem vel kunna að meta réttindi og möguleika lands þess, sem þeir hafa gert að sínu öðru föð- urlandi. Hann var fyrrverandi forseti Long Beach Exchange Club og fyrrverandi svæðisstjóri Exchange Clubs, stjórnarmeðlim- ur í Félagi fasteignasala í Long Bach og í hinu trúfræðilega kirkjufélagi. Sumarliði mun ekki einungis verða í minnum hafður vegna framlag hans til borgara- og við- skiptalífs bæjarfélagsins. Hin al- þjóðlega fegurðarsamkeppni okk- ar í Long Beach var annað og meira fyrir hann en tíu daga viðburður. Hann og kona hans, Ólöf, framfylgdu árið um kring boðskapnum um vináttu milli allra þjóða, með því að bjóða árlega fulltrúa íslands velkom- inn á heimili sitt. Allir hinir ungu gestir, sem valdir hafa verið til þátttöku í hinni alþjóðlegu fegurðarsam- keppni hafa, í lengri eða skemmri tíma, notið hinnar einstöku og frábæru gestrisni, sem var aðals- merki þeirra hjóna, Sumarliða og Ólafar. Og þegar gestirnir sneru aft- ur til íslands, voru þeir boðberar velvildar milli borgar okkar og þjóðar í fjarlægu landi. Læknakosning Vegna fráfalls Gunnars J. Cortes, læknis, þurfa allir samlagsmenn sem höfðu hann að heimil- islækni, að velja sér nýjan lækni hið fyrsta. Menn snúi sér til afgreiðslu samlagsins í Tryggvagötu 28 og hafi með sér samlagsbók sína. Sjúkrasamlag Reykjavíkur Bílar frá Þýzkalandi Getum útvegað leyfishöfum notaðar bifreiðir frá Þýzkalandi. Bílarnir eru valdir o<? eru aðeins L flokks bílar í boði. Bilamíðstöðin Vagn Amtmannsstíg 2 C — Símar: 16289 og 23757 l\l iðstöðvaref ni ',?k m PIPUR FITTINGS OFNKRANAR y2“ á kr. 66.45 RENNILOKUR VENTILSTOPP- HANAR -I ? t- % HELGI MAGiSSOI & CO. Hafnarstræti 19 — Sími 13184 og 17227 Lögtak Eftir krðfu tollstjórans í Reykjavík og að undan- gengnum úrskurðd verða lögtökin látin fram fara án frekari fyrirvara, á kostnað gjaldenda en ábyrgð ríkissjóðs, að átta dögum liðnurr 'rá birtingu þess- arar auglýsingar, fyrir eftirtö.. n gjöldum: Skoðunargjald af skipum fyrir ári< 1961 áföllnum og ógreiddum skemmtanaskatti og miðagjaldi, gjöld- um af innlendum tollvörutegundum og matvælaeftir- litsgjaldi, söluskatti 1. ársfjórðungs 1961, vangreidd- um söluskatti og útflutningssjóðsgjaldi eldri ára, gjaldföllnum skráningargjöldum og iðgjöldum at- vinnurekenda og atvinnuleysistryggingagjaldi af lög skráðum sjómönnum, bifreiðaskatti, skoðunargjaldi af bifreiðum og tryggingariðgjöldum ökumanna bif- reiða fyrir árði 1960, svo og gjaldföllnum fyrirfram- greiðslum upp í þinggjöld ársins 1961. Borgarfógetinn í Reykjavík, 4. maí 1961 Kr. Kristjánsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.