Morgunblaðið - 05.05.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.05.1961, Blaðsíða 6
" MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 5. maí 1961 Sænsk nútímagraflist AÐ undanförnu hefur nokkuð borið á því, að hingað hafa komið sýningar á grafiist frá Evrópu. Fyrst var það sýning Rússa, síðan komu Pólverjar með ágæta sýningu, sem margir muna og nú hefur verið opnuð sýning á graflist frá Svíþjóð í Bogasal Þjóðminjasafnsins. — Þetta er ágætur háttur, og von- andi verður hér ekki staðar numið. Með slíkum sýningum má fá nasasjón af því, sem er að gerast í myndlist í ýmsum fjarlægum ríkjum, og ekki veit- ir okkur af hér á íslandi að fylgjast með í listum annarra þjóða. 1 septembermánuði næst- komandi verður mikil sýning frá öllum Norðurlöndum hér í Reykjavík, og þá gefst gott tækifæri til samanburðar á list hvers lands fyrir sig. Þá verður Listamannaskálinn notaður til sýningar á graflist, og verða Svíar þar einnig þátttakendur. Sú sýning, sem við nú sjáum þess, að ekki er verið að tefla á tvær hættur, en heldur valið það, sem fullvíst er, að gott getur talist. Það er því ekki eins frísklegur blær yfir sýn- ingunni og gæti hafa verið. En allur er bragur sýningarinnar mjög snyrtilegur og felldur og hefur þjóðlegan svip Svía. Ég nefni hér aðeins örfá nöfn þeirra listamanna, er einna mest vöktu athygli mína á þessari sýningu, en það eru: Sven Erix- son, hann notar sterka liti og teiknar á leikandi og lifandi hátt. Stíll hans nálgast mjög myndlist Expressionista. Olle Bonniér vinnur einnig í litum og verk hans «ru létt og svíf- andi í lit og formi. Gerhard Nordström vinnur í svörtu og hvítu og kann vel að skapa stríðandi andstæður, sem hafa þrungna spennu, sem orkar á áhorfendur. Karl Axel Pehrson byggir lit-steinprent sín á skemmtilegan og leikandi hátt, GERHARD NORDSTROM: „Fjórir ávextir". f Bogasalnum, er byggð upp á breiðum grundvelli, og alls konar stíltegundir og tæknileg vinnubrögð hinna tuttugu lista- manna, er þar eiga verk, eru fjölbreytileg og skemmtileg. Vel hefur verið vandað til sýningar þessarar, og hún er saimarlega eftirtektarverð í heild. Sumt af þeim verkum, sem send hafa verið til sýningar að sinni, eru að minu áliti ekki sér- lega forvitnileg. Nokkuð gætir M.s. „TUNGUFOSS" fer frá Reykjavík Xaugardag- inn 6. þ. m. til Vestur- og Norður- lands. Viðkomustaðir: ísafjörður, Sauðárkrókur, Siglufjörður, Akureyri, Húsavík. Vörumóttaka á föstudag. H.F. EIMSKIPAFÉL. ÍSLANDS. og kann sér vel hóf í litameð- ferð. Verk hans eru einföld en HÉR höfum við fyrstu mynd- ina af hinum nýtrúlofaða Hus sein Jórdaníu konungi og verð andi drottningu hans, An- toinette Gardiner. Konungur tilkynnti trúlofun þeirra um útvarpið í Amman 1. maí og kvaðst þá hafa fundið sína „draumadís." Var fréttin-ni víðast tekið með miklum fögnuði af íbúurh Jórdaníu. Antoinette — eða Toni eins og hún er venjulegast kölluð — er 21 árs að aldri. Hún er fædd í Chelmondston í grennd við Ipswioh í Englandi og er einkabarn foreldra sinna. Fað ir hennar fluttist fyrir rúmu ári til Jórdaníu þar sem hann varð hernaðarráðunautur stjórnarinnar. Á fundi, sem hjónaefnin héldu með fréttamönnum 2. maí upplýsti ungfrúin, að brúðarkjólinn hefði hún pant- að frá Englandi, en ekki væri enn ákveðið endanlega hve- nær brúðkaupið færi fram Jafnframt tilkynntu þau, að Toni hefði nú tekið sér nýtt nafn og héti nú Muna el Hus- sein — sem þýðir „Ósk Hus- seins." Hefði konungur hjálf- ur gefið unnustu sinni nafn þetta. Sem fyrr segir, var trúlof- unarfregninni vel tekið og gaf t. d. sendiráð Jordaníu í London öllu starfsfólkinu frí til þess að halda hátíðlegan þennan merkisviðburð. En í Kairo, þar sem margir bera ekki ýkja hlýjan hug til Husseins, var því óspart hald- ið á lofti, að sýnilegt væri að Hussein hefði skort hlýju og skilning — hann hefði ekki átt því að fagna hjá íbúum lands síns. sterk. Olle Ángkvist ristir í tré á mjög eftirtektarverðan hátt og sér fyrirmyndir sínar ein- göngu í sambandi við myndflöt- inn. Ture Jörgenson hefur mjög sérstæðan stíl á hafnarmyndum sínum, og málmristur hans bera vott um mikla tækni. — Svo mætti lengi telja, en ég læt þetta nægja hér. Eins og áður er sagt, er þessi sýning sænskra listamanna, sem nú stendur í Bogasalnum hin eftirtektarverðasta og það er aðeins einn galli á fyrirtækinu. Sýning þessi stendur of stutt. Henni er ætluð aðeins ein vika og má því ekki dragast að þeir er ætla sér að sjá graflist Svía, geri það nú þegar. Ég veit, að margir hafa ánægju af að sjá þessa sýningu, og ég hvet fólk til þess að gefa sér tóm til þess. Valtýr Pétursson. • Hestarnir hafa ekki við^að^^framleiða áburð Allt frá sumarmálum höf- um við verið að segja að nú væri blessað vorið komið. Þegar við göngum um íbúð- arhverfi bæjarins sjáum við húseigendur vera að ditta að girðingum og laga til í kring- um húsin sín. Aðrir aka á völl og hreita skít og hest- arnir í Fákshúsunum hafa ekki við að framleiða áburð fyrir garðeigendur bæjarins. Á þessum tíma árs eru það óvenju fáir sem bölsótast yfir hestum, hestamönnum og hrossataði. Nú verður áburð- urinn þeim að gagni, sem annars hafa lítið uppáhald á þessum dýrum. • Glerbrot^J^JÍaut- hólsvíkinni En það er ekki nóg með að vorið sé komið á lóðirnar hjá húseigendum, það er líka komið í Nauthólsvíkinni og á Ægissíðunni. En á þessum stöðum er enginn húseigandi til að hreinsa til og ditta að. Nýlega var góðkunningi Vel- vakanda á ferðinni í Naut- hólsvík og hugðist fá sér að minnsta kosti fótabað. En það var á takmörkum að hann hætti á að fara ber- fættur fram í fjöruna. Þar var svo mikið af glerbrotum og grjóti og þeir, sem dag- lega ganga á „dönskum“ skóm eru það viðkvæmir í iljunum að þeir þola ekki eggjagrjót og glerbrot fyrir gangvöll. Þessi sami maður hafði tekið eftir því að Isra- elssandi, sem hingað hafði verið fluttur sem „ballast" í skipum, hafði verið ekið inn með Skúlagötu og hellt þar af bílunum. Hann benti á að nær hefði verið að flytja sandinn í fjöruna í Nauthóls- víkinni og gera þannið Mið- j arðarhaf sströnd norður við Dumbshaí. Nú fer fólkið að streyma út í Nauthólsvíkina til þess að „nota sjóinn og sólskinið“, eins og einn íþróttafrömuður okkar komst að orði. Það eru vinsamleg tilmæli þeirra, sem þarna vilja njóta okkar fáu sólskinsstunda, að þeir sem ríkjum ráða í Nauthóls- FERDIIMAIMH víkinni hefjist þegar handa um að laga þar til svo þessi norðlægi baðstaður geti orðið höfuðstaðarbúum til ánægju. • Ruslið við mmmmmmammmammmmKmmmmm Ægissíðuna Við minntumst á Ægissíð- una áðan. Þangað ganga margir sér til ánægju á kvöldin til þess að njóta sól- setursins, en þeim hinum sömu finnst að allt það rusl, sem þar er meðfram sjónum sé til lítils augnayndis, svo sem gjarðir, mjólkurhymur og spítnarusl svo eitthvað sé nefnt. Hér niðri í bænum má sjá menn að verki við að hreinsa göturnar, sópa þær og þvo og er vissulega vel um það, en það eru fleiri staðir, sem hreinsa þarf. Við viljum góðfúslega minna á þetta í von um að næst þeg- ar við tökum okkur kvöld- göngu vestur á Ægissíðu þá verði þar snyrtilegt um að litast. • Heilsu barna stefnt í voða? '^^"^i^^mmmmmmmmmm^m Velvakandi hefur fengið fyrirspurn um það hvort hollt sé fyrir börn að fara I tuga kílómetra gönguferðir i einum áfanga. Maður sá er fyrirspurnina gerir kvaðst hafa frétt að foreldrar ætluðu að taka 6—7 ára börn með sér í Keflavíkurgönguna. —■ Ekkert kvaðst hann vilja um málefnið segja, en hins veg- ar kvað hann vera hægt fyr- ir fólk að láta í ljós andúð sína á veru herliðs hér á landi án þess í blindu ofstæki að stofna heilsu barna í voða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.