Morgunblaðið - 05.05.1961, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.05.1961, Blaðsíða 24
Lítið vart við brezka togara PÉTUR Sigurðsson, forstjóri Uandhelgisg'szlunnar, s k ý r ð i blaðinu svo frá í gær, er það spurði hann frétta af brezkum togurum hér við lahd, að Rán, gæzluflugvél Landhelgisgæzlunn- ar hefði í gærmorgun verið flog- ið frá Reykjavík tii Vestmanna- «yja og þaðan vestur og norður að Bjargi. EINN RREZKUR TOGARI Á þessu svæði var aðeins einn brezkur togari að veið- nm milli G og 12 mílna fisk- veiðimarkanna, á Selvogs- banka, en 6 mílna mörkin ern þama eins og kunnugrt er, 10 sjómilum utar en 12 mílna mörkin gömiu voru. Annars staðar en á Selvogsbanka var enginn brezkur togari að veið Sglufjörður samgöngulaus SIGLUFIRÐI, 4. maí: — Á meðan sólin bræðir hægt og sígandi snjóa af Siglufjarðarskarði, stend ur snjóýta Vegamálaskrifstofunn ar ónotuð fyrir augum bæjarbúa, eins og storkandi dasmi um skiln ingsleysi og sofandahátt vissra skrifstofuherra í höfuðborg lands ins. Er það ætlun manna hér, að vegamálastjórnin vakni til vit- undar um tilveru og samgöngu- leysi einnar stærstu útflutnings- hafnar landsins og til hvers nefnda ýtu beri að nota, þegar vorsólin Og hlýviðrið hefur skot ið þeim ref fyrir rass. — í dag er Siglufjarðarkaupstaður sam- göngulaus á landi og í lofti. — Stefán. Drengur fyrir bíl f GÆRKVÖLDI var fjögurra ára gamall drengur, Einar Magnús- son, fyrir bíl á horni Barónsstígs og Laugavegar. Hann var fluttur á Slysavarðstofuna, en litlu síðar á Hvítabandið. Elkki tókst að afla upplýsinga um meiðsli hans í gær kvöldi. um í þeim básum, þar sem þeir mega veiða, en einn ísl. togari var að veiðum í bás suð-vestur af Malarrifi. Hins vegar voru nokkrir brezkir togarar að veiðum utan 12 mílnanna við Geirfugladrang, suður af Reykjanesi, út af Vestmannaeyjum og Breiða- firði. * MIKILL MUNUR Það vekur athygli, að frá því landhelgissamningurinn við Breta var gerður, hefur lítið orð- ið vart við brezba togara í þeim básum, sem þeir mega stunda veiðar samkvæmt landhelgis- samningnum, nema helzt á Sel- vogsbanka, þar sem 6 mílna mörkin eru 10 mílum dýpra en gömlu 12 mílna mörkin. Áður en samningurinn var gerður, veiddu brezkir togarar undir herskipavemd á þessum svæðum allt upp að 4 mílna mörkunum gömlu. " aJI. íslenzkir stúdenfar og handritin STÚDENTARÁÐ Háskóla ís- lands samþykkti á fundi sinum í gær samhljóða að senda stúd- entaráðinu við Kaupmannahafn- arháskóla svohljóðandi skeyti: „Stúdentaráð Háskóla Islands lýsir furðu sinni yfir og harmar afstöðu háskólastúdenta í Kaup- mannahöfn til handritamálsins. fslenzkir stúdentar minna á, að hvergi er betri aðstaða en á fslandi til vísindarannsókna á íslenzkum handritum, þar sem þau eru rituð og mál þeirra lif- andi þjóðtunga enn í dag. fslenzkir stúdentar fagna af- stöðu dönsku ríkisstjórnarinnar og vona, að málið megi leysast á grundvelli tillagna dönsku og íslenzku ríkisstjómanna í anda norrænnar samvinnu“. Gústaf E. Pálsson ráð- inn borgarverkfrœ&ingur BÆJARSTJÓRN samþ. í gær samkvæmt tillögu bæjarráðs að Gústaf E. Pálsson, verkfræðing- ur, verði ráðinn borgarverkfræð- ingur frá 1. júlí nk. Gústaf E. Pálsson er vel þekkt ur fyrir verkfræðistörf sín. Hann lauk námi í Þýzkalandi 1934 og vann hjá Vegagerð ríkisins til 1941. Stofnaði hann þá ásamt fleirum Almenna byggingafélag- ið Og varð framkvæmdastjóri þess. Gústaf hefur unnið að margskonar stórframkvæmdum, m. a. byggingu raforkuvera, síld- arverksmiðju 0. fl. — og eftir hann liggja ritgerðir um vega- og gatnagerð. Hinn nýi borgarverkfræðingur verður fulltrúi borgarstjóra um verklegar framkvæmdir og önn- ur tæknileg málefni. — Á fundi bæjarstjórnar í gær var honum samkvæmt tillögu borgarstjóra, falið, ásamt borgarritara og hagsýslustjóra, að gera til- lögur til bæjarráðs og bæjar- Gústaf E. Pálsson stjórnar um samræmingu tækni- legra verkefna bæjarins og verkaskiptingu milli einstakra stofnana á því sviði. Bíllinn á árekstrarstaðnum. (Ljósm. Sv. Þormóðss.) Kona slasaðist illa í bílaárekstri Bænadogur þjóðkirkjunnor ó sunnudng UM hálí sjöleytið í gær varð harður bifreiðaárekstur á horni Reykjavegar og Sund- laugavegar. Kona, sem var í annari hifreiðinni, kastaðist út úr henni og slasaðist m. a. illa á höfði. Nánari tildrög eru þau, að Volkswagen-bifreið — R-1157 — var ekið vestur Sundlauga- veg á leið í bæinn. Er bif- reiðin var komin á móts við gatnamót Reykjavegar og Sund laugavegar, bar að sömu gatna- mótum Buick-bifreið — X-192 — hn hún kom eftir Reykjavegi. Þarna er stöðvunarskylda, og bar bifreiðastióranum á Buick- bifreiðinni að nema staðar, en Víkingur vann KR t GÆRKVÖLDI fór fram þriðji leikur Reykjavíkurmótsins og mættust Víkingur og Reykjavík urmeistararnir KR. Þau urðu ó- vænt úrslit leiksins að Víkingur sigraði með 1 gegn 0. I leiknum var lítið um góðan samleik en mikið um harða bar áttu Víkingar voru mjög ágengir og gáfu KR aldrei frið til að byggja neitt upp og „KR-spilið“ kom aldrei í gang. Mjög hallaði á Viking í síðari hálfleik en alltaf tókst að bjarga. Við lá síðan að Víkingar skoruðu annað mark, en skotið var í þverslá á mannlausu marki KR. Fyrstiu umferð mótsins er nú lokið. Eftir hana hafa Fram og Víkingur 2 stig, Valnr og Þrótt ur 1 stig en KR ekkert. Frumsýning á „Sex eða sjö“ EIKFÉLAG Reykiavíkur frum- mdi í gærkvöldi skozka gaman- dkritið „Sex eða sjö'V eftir esley Storm. Leiknum var af- raaðsvel tekið, og voru leikend- r hvað eftir annað klappaðir ram að leikslokum. hann sinnti því engu og ók inn á Sundlaugaveginn og lenti aftan til á vinstri hlið Volks- wagen-bifreiðarinnar. Missti stjórnina Áreksturinn var harður og kastaðist Volkswagen-bifreiðin til að aftan. Ökumaðurinn missti vald á bifreiðinni, og lenti hún með hægra framhorn á Ijósa? staur, sem þarna er vestan meg- in á götunni. Eldri kona, Kristín Hannesdóttir, kastaðist út úr henni og lenti á götunni. Skarst hún mikið á höfði og marðist illa. Hún var þegar flutt á Slysa- varðstofunna en þaðan á Land- spítalann. Ekki í lífshættu. Fullnaðarrannsókn var ekki lokið í gærkvöldi, er blaðið hafði samband við Landsspítalann, en líðan hennar var talinn góð eftir atvikum. Hafði hún skaddast á mjöðm að auki, en meiðsl hennar voru ekki talin lífshættuleg. Blað inu er ekki kunnugt um að aðrir, sem í bifreiðunum voru, hafi slas azt alvarlega. — Volkswagen-bif rciðin er mikið skemmd, en Buick bifreiðin lítið sem ekkert. HINN árlegi bænadagur ís- lenzku þjóðkirkjunnar er á sunnudaginn kemur, 7. maí. Sameiginlegrt bænar- efni: Réttlæti, friður og frelsi í samskiptum manna, stétta og þjóða. — Guðs- þjónustur fari fram í öll- um kirkjum, ef við verður komið. Brezkur togari eyðilagði net FORSTJÓRI Landhelgisgæzlunrí ar, Pétur Sigurðsson, skýrði blað inu frá því í gær, er það hafði tal af honum, að snemma í gær- morgun hefði brezkur togari eyðilagt 8 eða 9 net fyrir Stapa- felli SH 15. Það var statt út af miðjum Breiðafirði, 6—7 sjó- mílur fyrir utan 12 mílna land- helgismörkin, er atbuíður þessi gerðist. Varðskipið María Júlía var þarna nálægt Og höfðu varðskips- menn tal af skipstjóranum á brezka togaranum og tóku skýrslu af atburðinum. Skírt, fermt og messað oð Árbæ EFTIR vígslu kirkjunnar í Árbæ 16 f. m. hafa guðsþjónustur verið haldnar þar fyrir sóknarfólk Lágafellssóknar, sem búsett er innan Reykjavíkur í Selás- og Árbæj arbyggðum. Á sumardag- inn fyrsta voru fimm drengir skírðir í kirkjunni, en sl. sunnu- dag voru fermdir 10 unglingar og gkírð fyrsta stúlkan. Til minn ingar um fyrstu fermingarat- höfnina fengu börnin biblíu að gjöf frá borgarstjóra, Geir Hall- grímssyni og sálmabók frá síra Sigurbirni Á. Gíslasyni. hvor tveggja bókin með ágylltu nafni hvers fermingarbams. Kirkjunni hafa borizt góðar gjafir gíðan hún var vígð. Stjórn endur Elliheimilisins Grund hafa gefið henni altarisbúnað, kaleik og sérbikara til notkunar við altarisgöngur, en frú Unnur Ólafsdóttir, sem saumaði hina fögru altarisbrík með upphleypt- um gullsaumi, og maður hennar Óli ísaksson hafa gefið kirkjunni krossfestingarmynd skoma úv tré, sem komið verður fyrir síð- ar. ' Næstkomandi sunnudag, 7. maí, sem er hinn almenni bæna- dagur verður guðsþjónusta kl. 2 e. h. í kirkjunni. Séra Sigurbiöm Á. Gíslason prédikar en síra Þor- geir Jónsson f. prófastur á Eski- firði þjónar fyrir altari, báðir Skagfirðingar, ættaðir úr Hialta- dalnum. Þótti hlýða að fyrsta guðsþjónusta i kirkjunni utan þátttöku eiginlegs sóknarfólks yrði flutt af Skagfirðingum oa fyrir Skagfirðinga búsetta í bæn- um, þar sem kirkjan er að stofni komin norðan úr Skagafirði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.