Morgunblaðið - 05.05.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.05.1961, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 5. maí 1961 limmæJi danskra blaða Kaupmannahöfn, 4. maí. Einkaskeyti frá Sigurði Líndal. DÖNSKU blöðin ræða hand- ritamálið í ritstjórnargrein- um og fréttum í dag. OF STUTTUR TÍMI Berlingske Tidende segir að þinginu hafi verið settur frest- ur til 20. maí til að ljúka störf- um og þessu slegið föstu milli formanna þingflokkanna og for- seta þingsins. Stjómarandstaðan lýsti því þó yfir að tvær hindr- anir væru á því að unnt yrði að ljúka störfum á tilsett- um tíma: Tillaga um fjárhags- aðstoð við norræna flugfélagið SAS og tillaga um afhendingu íslenzku handritanna. Þó álitu menn að unnt yrði að afgreiða fyrri tillöguna. Handritatillög- una taldi stjórnarandstaðan ekki hægt að afgreiða viðunanlega á þessum stutta tíma. Áður en til- lagan yrði afgreidd, verði að afla upplýsinga, bæði lögfræði- legra og visindalegra, þannig að tillagan verði ekki afgreidd að þessu leyti fyrir 20. maí MÓTMÆLI VISINDAMANNA Dagens Nyheder segir í rit- stjórnargrein m.a.: Mikið verður að leggja upp úr mótmælum 425 vísindamanna úr öllum flokkum. Ættu þau næstum að ráða úrslitum fyrir mennta- málaráðherra. Honum ber að gera sér ljóst að hann hafi tap- að svo í viðureigninni að hann eigi að draga fljótfærnisfrum- varp sitt til baka. Eftir þessi mótmæli geti Islendingar ekki trúað að hér sé um höfðinglega þjóðargjöf að ræða. Og afhend- ing nú mun valda djúpri og langvarandi beiskju meðal mik- ils hluta dönsku þjóðarinnar. — Handritin megi ekki afhenda á þessum grundvelli. Sá vindur, sem nú blási á móti Jörgen Jörgensen, menntamálaráðherra, verði að stormi ef það verði gert. HÖFÐINGIÆG GJÖF Blaðið Aktuelt segir í rit- stjórnargrein að með mótmæl- um vísindamanna sé málið orð- ið furðulegur Brávallabardagi. Allir geti tekið þátt í honum, sem vilji. Segir blaðið að hér gæti gamaldags þjóðernisstefnu, sem dregin er fram í tilefni af þessu heilaga máli. Hafi það komið fram á fundi Studenter- foreningen. Danir eru smáþjóð og heppnir að til eru minni þjóðir, því gagnvart þeim hreyki þeir sér hátt. Hugsanlegt er að spillt sé um sinn tækifæri til afhendingar handritanna vegna þeirra aðferða, sem menn hafa kosið. Ekki vegna mótmæla vís- indamanna, því rök þeirra eru léttvæg. Danmörk hefur laga- legan rétt til handritanna. Af- hendingin er höfðingleg gjöf og til eftirbreytni. Spurning er hvort rétt hefur verið tekið á málinu. Ef til vill finnst mörg- um virðingarvottur Dana ekki koma fram í réttum búningi. Hér er um að ræða gjöf ein- stæðs eðlis. Þann dag sem hún er afhent bér Dönum að hafa það á tilfinningunni að þeir taki þátt í gjöfinni. IIEFÐI VERIÐ SÆMRA . . . Folitiken segir í ritstjórnar- grein: Lagalegur réttur Dana til handritanna er ótvíræður. Það er grundvöllurinn fyrir því að gefa Háskóla íslands hlutdeild í fjársjóðnum, sem eru honum mikils virði. Hugsanlegt er að ekki líti allir íslendingar þetta sem gjöf. En það er ekki sjónar- mið fyrirsvarsmanna, sem hafa sagzt þiggja gjöfina í þeim anda, sem hún væri gefin. Ef hér er um höfðinglegan virð- ingarvott að ræða, beri vísinda- og lögfræðilegum rökum að þagna. Vísindamönnunum hefði verið sæmra að sitja ekki að- gerðarlausir þegar þær viðræð- ur hófust, sem hlutu að leiða til einhliða virðingarvotts af Dana hálfu, ef þeir vilja ekki taka þátt í honum. Háskólinn getur ekki haldið því fram að Jörg- ensen hafi unnið að málinu án aðstoðar sérfræðinga. Ósæmilegt væri að svo komnu máli að taka allt tilboðið til baka. Ef hand- ritamálið á ekki að enda í öng- þveiti, eins og hætta virðist vera á, ber að hætta að tala um afhendingu eða ekki afhendingu og spyrja hvort við höfum efni á þessári norrænu vináttusönn- un eða ekki. Hvorki vísinda- menn né þjóðaratkvæðagreiðsla getur réttlætt að gjöfin verði tekin aftur. Synjun nú yrði ör- lagaríkari en allt annað. faið þér me6 kjörvjm hjá •Sióurþórjónsson &Co. HAFNARSTR. V BEZT AÐ AUGLÝSA I MORGUNBLAÐINU MYND þessa tók ljósmyndari blaðsins í Sjálfstæðishúsinu í gær. Þar voru þá til sýnis munir þeir, sem verða á 77. listmunauppboði Sigurðar Benediktssonar. Munirnir verða til sýnis í dag frá kl. 10—4, en uppboðið hefst kl. 5. Á uppboðinu verða að þessu sinni málverk og dýrir málm ar og er málverk það, sem myndin er af eftir Ásgrím Jónsson og heitir „Sumar í Húsafellsskógi“ máluð 1926. Þrjár aðrar myndir eftir Ás- grím verða á uppboðinu. Á öðrum munum má nefna 5 myndir eftir Kjarval, ein þeirra er, „Nóttin blá“, máluð um 1923, „Móðir listamanns- ins“ eftir Mugg, blómamynd eftir Kristínu Jónsdóttur „Hús“ eftir Þorvald Skúlason og margar fleiri eftir yngri og eldri málara. Hinar heimsþekktu Bairnswear dömupeysur nýkomnar. — Nýtízku snið og íitlr Fást í: £okkaMm Laugavegi 42 21 SALAN S K I P H O LT 2 1 PARTA & BÍLASALAN - sími 12975 Nýkomnir gearkassar, vélar (diesel) kúplings- pressur, startar, dinamoar, drif o- fl. í margar gerðir amerískra bifreiða. Einnig tökum við í umboðssölu hverskonar notaða og nýja bíla- hluti, sem þér kunnið að hafa til sölu. — Komið með bílana á bílasölu okkar, þar sem veitt er góð þjónusta. í Skipholti 21 eru réttingarverkstæði, bílamálun og almennt bílaverkstæði. — Sæla Café við hlið 21 sölunnar. Við auglýsum og seljum bílana. — Sími 12915. ONNUMST INNKAU AXMINISTER-gólfteppi skrifborð kommóður barnarúm (3 gerðir) sófasett svefnherbergissett hvíldarstóll HANSA-vörur svefnsófar svefnbekkir borðstofuskápar HUSQVARNA-vörur þurrkhettur ísabella-nylonsokkar náttföt (baby doll) undirföt KRINOL nylon svampskjört magabelti brjóstahaldarar apaskinnsjakkar fermingarkápur MOORLEY STYLE peysur barna regnkápur — gallar barna náttföt ALLT LANDIO terelene buxur dömu- og herraskór herrafrakkar myndavélar veiðistengur úr og klukkur ritvélar gítarar — harmonikkur hljómplötur ATSON-leðurvörur BÆKUR til fermingagjafa o. m. fl. pcsft- verzlun pósthólf 058 sími 33755 »CR0H5T|NH HRIIMGID - SKRIFIÐ EFTIR VERÐI - MVMIl'U - SKVRIMGIIIY1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.