Morgunblaðið - 05.05.1961, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 05.05.1961, Blaðsíða 15
Föstudagur 5. maí 1961 UORGVNBLAÐID 15 X—SIG 1/IC 9658 fretta er ástæðan fyrir því, að SIGNAL. inniheldur munnskolunarefni í hverju rauðu striki. IMýja rafstöðin á Akureyri Akureyri 27. apríl. f DAG var fréttamönnum boðið eð vera viðstaddir, er hin nýja toppstöð, sem jafnframt er vara- rafstöð fyrir Laxárvirkjunina, var tekin í notkun. Hér er um að ræða 2000 kw. diesel-rafstöð, sem staðsett er í húsakynnum é Oddeyrartanga. Þarna eru staðsettar tvær vélasamstæður, eem hvor um sig hefur 1440 hest- öfl. Eru diesel-vélarnar af G.M.- gerð, með sambyggðum rafal, og mun rafstöð þessi veita orku- veitusvæði Laxárvirkjunarinnar mikið öryggi, þar sem hún mun fcæði koma að notum sem topp- etöð, þegar álagið er mest, og einnig gerir hún mikið gagn, ef ©rkuverið við Laxá verður vatns- lítið, eða línan þaðan bilar í yeðraham. Verkfræðingur Rafveitu Akur- éyrar, Knútur Otterstedt, sýndi fréttamönnum stöðina og skýrði nokkuð frá gerð hennar. Hann gat þess, að vélarnar væru ikeyptar frá Englandi, og hefðu þær verið notaðar þar um 19000 tíma, en síðan gerðar upp. Ails mun stöðin nú kosta um 5,5 milljðnir, en ýmsu er enn ólok- ið, og er búizt við, að heildar- ikostnaðurinn verði um 5,,7 til 6,8 milljónir. Auk stjórnar Lax- érvirkjunarinnar voru viðstadd- ir verkfræðingar frá Raforku- málastjórninni og nokkrir aðrir gestir. Uppsetningu vélanna hafa þeir annazt Albert Sölvason og Jón Albertsson, og er einkar emekklega og haganlega frá öllu gengið. Fréttam. Mbl. notaði tækifær- ið og ræddi litla stund við Eirík Briem rafveitustjóra um álit han* á þessum framkvæmdum, Og fleiri framkvæmdum á sviði raforkumála hér norðanlands. — Ég tel, segir Eiríkur Briem, »ð stóraukið öryggi hafi skapazt Karimannasandalar m. leður- og gúmmísólum — léttir og þægilegir, gott verð. Kvenstrigaskór með hæl og flatbotnaðir. Barnasandalar og töfflur. ^píamn&suGýi Sími 17345. hér við komu hinna nýju véla, og að ekki þurfi framar að verða hér rafmagnslaust, þótt ein- hverjár truflanir verði í orku- verinu við Laxá. A. m. k. er þó alltaf hægt með þessum vélum að halda uppi allríflegri raf- magnsskömmtun, þannig að ekkert hverfi þurfi að vera straumlaust langan tíma í einu. Um mannvirki þau, sem tekin voru í notkun við Mývatnsósa á s. 1. hausti, er það að segja, að af þeim varð það gagn á s. 1. vetri, sem til var ætlazt, og enda þótt veturinn væri ó- venju mildur, þá mundi nokkr- Verkfræðingar skoð'a stjórnborð rafstöðvarinnar. um sinnum hafa gætt raf- magnsskorts hér, ef þau hefðu ekki verið til staðar, því að nokkr um sinnum þurfti til þeirra að grípa. Um framtíðina get ég ekki mikið sagt, en eitthvað verður þó að gera í vifkjunarmálum hér, og það fljótlega. Laxárvirkj- unin er nú svo til fullnýtt, eða verður það mjög fljótlega. Nú þegar hafa verið gerðar mæl- ingar og ýmsar frumáætlanir, og beinast liggur við að gera nýja virkjun við Laxá, því að enn er þar mikil orka óbeizluð. Hitt er svo annað mál, að ef til ein- hvers konar stóriðnaðar kæmi, þá þarf miklu steerri virkjun, en til þess að slík virkjun geti á nokkurn hátt borið sig, þarf hún að vera mjög stór. Margt er enn ógert hjá okkur í raf- magnsmálum, en allt, sem að þeim lýtur, er mjög kostnaðar- samt. Við höfum ekki ótakmark- að fé, en áfram mun haldið að rafvæða landið, eftir því sem fjárhagurinn leyfir á hverjum tíma. St. E. Sig. Nýtt tannkrem með munnskol- unarefni í hverju rauðu striki Signal er fremra öllu öðru tannkremi. bví aðeins það gerir tennur vðar skínandi hvítar og gefur vður hressandi munnbragð. Sérhvert gott tannkrem hreinsar tennurnar, ■ en hið nýja SIGNAL gerir miklu meira! Hvert og eitt hinna rauðu strika SIGNALS inniheldur Hexa- Chlorophene. Samtímis því, ?ífem hreinsunarefni SIGNALS gætir og verndar tennur yðar, blandast þetta kröftuga rotvarn- arefni munnvatninu og drepur sóttkveikjur um leið og það hreinsar munninn. lega með SIGNAL og njótið Burstið því tennur yðar reglulega þar með bezta fáanlega tann- kremsins, sem inniheldur hvort- tveggja í senn, ríkulegt magn hreinsunar- og rotvarnarefna. Látið alla fjölskyldu yðar nota þetta nýja undra-tannkrem, með munnskolunarefni í hverju rauðu striki. Byrjið að nota SIGNAL strax í dag. l

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.