Morgunblaðið - 06.05.1961, Side 16

Morgunblaðið - 06.05.1961, Side 16
16 ' MORGVNBLAÐIÐ Laugardagur 6. maí 1961 Bæjaríbiíðirnar senn tilbúnar til sðlu Á FUNDI bæjarstjórnar sl. fimmtudag urðu nokkrar um- ræður um byggingu bæjar- íbúðanna við Skálagerði og Grensásveg, en þær verða 108 talsins. Bæjarráð samþykkti á fundi sínum hinn 21. apríl skilmála um sölu íbúða þessara, en fulltrúi A1 þýðubandalagsins Guðmundur Vigfússon, hafði gert athugasemd við þá, enda þótt hann teldi sig fylgjandi þeim í veigamiklum atriðum. Málið kom svo til um- ræðu í bæjarstjórn á fundinum í gær. Tók Ingi R. Helgason þá upp þráðinn, þar sem Guðmund- ur Vigfússon hafði látið hann niður falla. Taldi hann verð íbúð anna, sem seldar eru á kostnað- arverði, of hátt miðað við aðrar íbúðir á markaðnum og áætlaðan kostnað Hagstofunnar, en þar sem svo margar íbúðir væru byggðar í einu ætti að vera hægt að gera þær mun ódýrari. Enda þótt sér hefði gefizt kostur á að fara yfir sundurliðaðan bygg- ingarkostnað umræddra húsa, væri sér ekki unnt að gagnrýna einstaka liði, nema hvað kostn- aður við teikningu, framkvæmda stjórn. o.þ.h. virtist of hár, yfir 5% af heildarverði. Auk þess sem gera þyrfti ráðstafanir til að lækka kostnað við slíkar bygg ingar bæjarins teldu þeir Alþýðu bandalagsmenn rétt, að bærinn ætti sjálfur og greiddi kostnað við kyndistöð, fjarhitunarkerfi og húsvarðaríbúð áðurnefndra húsa. Endurflutti IRH tillögu um það síðastnefnda og lagði enn- fremur til, að 5 manna nefnd yrði falið að athuga möguleika á lækkun byggingarkostnaðar. Gísli Halldórsson gerði athuga- semdir við og leiðrétti ýmsar töl- ur er IRH hafði farið með og sýndi fram á að staðhæfingar hans um að bygging íbúða þess- ara væri dýrari en annarra sam- bærilegra ættu ekki við rök að styðjast. Hann gat þess, að at- hugun sérfróðra manna hefði aukin leitt í ljós, að enda þótt byggð ar væru yfir 200 íbúðir samtímis, væru möguleik- ar til að lækka byggingarkostn- að þeirra mjög takmarkaðir. — Lækkun væri ekki fær, nema verksmiðj u vinna þegar kæmi til sögunnar, en henni hefði ekki reynzt unnt að koma við hér á landi nema að litlu leyti miðað við það sem erlendis gerðist. GH skýrði frá þvi, að íbúðirn- ar í hinum nýju bæjarhúsum mundu kosta um 300 þús. tveggja herbergja og 338 þús. þriggja herbergja íbúðir, við Skálagerði. Væri það verð sízt óhagstæðara en almennt gerðist og jafnvel lægra en áætlað væri í útreikn- ingum Hagstofunnar, gagnstætt því, sem IRH hefði haldið fram. í>á væri líka kostnaður við teikn ingar, bókhald, framkvæmda- stjórn og eftirlit mun lægri en fram hefði komið af hálfu Al- þýðubandalagsmanna, eða 4%. Þá minntist GH á, að á undan- förnum árum hefur nýting íbúða hér verið mjög léleg. Það kemur fram í nefndar'áliti því er At- vinnudeild Háskólans sendi frá sér, eftir að Mr. D. Davison hafði gert sínar athuganir hér á s.l. ári að nýting íbúða hér er aðeins 60%, en meðalnýting í nokkrum öðrum löndum er um 76%. í Skálagerðisíbúðunum er með alnýting 68%, en í tveggja herb. íbúðunum er hún 73%. Bætt nýt ing eykur kostnað pr. rúm., en verður til stórsparnaðar í fram- tíðinni fyrir kaupendur.. Óeðli- legt taldi GH að bærinn stefndi að því að verða eigandi hitakerf- isis og húsvarðaríbúða úti um bæ, enda yrði kostnaðinum af slíku ekki létt af bæjarbúum með því. Ingi R. Helgason tók til máls aftur og leitaðist við að halda til streitu nokkrum fyrri staðhæf- ingum sínum, en lagði síðan aðal- áherzlu á það, að bærinn yrði að kappkosta að byggja ódýrt. bbbbbbbbbbbbbtbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbb b Splittatengur Ceymafengur Gormatengur ygging a vö r urh.f. Siml 35697 Lougaveg 178 b b b b b b b b b b .b Borgarstjóri, Geir Hallgríms- son, benti á það, að ef saman- burður á kostnaði við húsbygg- ingar ætti að koma að gagni, yrði að nota samskonar tölur og réttar, en á það hefði skort í sam anburði IRH. Auk þess væri meira að byggja á raunveruleg- um kostnaðartölum úr bókum bæjarsjóðs en áætlunum. Tölurn- ar sýndu, að bygging umræddra íbúða væri síður en svo óhag- kvæm, og drægi hann í efa, að á markaðnum væru nokkrar sam bærilegar íbúðir á sama verði eða ódýrari. Verð íbúðanna byggðist reyndar á almennu og frjálsu útboði að því er nær alla kostnaðarliði snerti, og hefðu allir aðilar hjá bænum verið sammála um öll þau tilboð, sem tekin hefðu verið. Vissulega væri æskilegt, að byggingarkostnaður inn gæti verið sem lægstur, og mætti að óréyndu aetla að betri árangur næðist í því efni, þegar byggt væri í stórum stíl. Það heði hins vegar sýnt sig í til- boðum byggingameistara, að þeir teldu sig lítið sem ekkert Se^-a sparað, hvort sem byggð ar væru t.d. 32 eða 64 íbúðir í senn. Til þess að ná hagkvæm ari árangri þyrfti stór og dýr tæki, sem ykju afköstin en af ýmsum ástæð um hefði íslenzkur byggingariðn aður ekki haft bolmagn til slíkr- ar fjárfestingar á undanförnum árum. Þyrfti að gefa þessu at- riði meiri gaum. Þá sagði borgarstjóri, að auð- vitað gægðist fram í málflutningi Alþýðubandalagsmanna sá raun- verulegi tilgangur þeirra, að reyna að klekkja á Gísla Hall- dórssyni, sem átt hefði hlut að byiggingu húsanna. Ekki stæðu þó efni til þess, svo sem í ljós kæmi, þegar athugað væ.i, að af tæplega 1,4 millj. kr. kostnað- arlið, þ.e. teikningar, fram- kvæmdastjórn, bókhald, eftirlit o.fl. sem IRH hefði gagnrýnt, hefðu aðeins um 250 þús. kr. ver ið greiddar til GH, en til saman- burðar mætti þar hafa, að við byggingu húsanna við Grensás- veg hefði öðrum húsameistara verið greiddar 356 þús. kr. ein- göngu fyrir teikningar. Loks sagði borgarstjóri, að í umrædd- um kostnaðarlið, sem næmi um 4% af heildarbyiggingarkostnaðin um, væru talin mörg fleiri atriði en í fólgin væru í þeim lið, er IRH hafði talið sambærilegan I áætlunarútreikningum Hagstof- unnar og var þar 1,7%. Að síðustu lagði borgarstjóri til, að tillögu IRH um athugun á möguleikum til lækkunar á bygg ingarkostnaði yrði vísað til bæj- arráðs. Ingi R. Helgason mælti síðast örfá orð og sagðist vilja mót- mæla því, að hann hefði nokkuð veitzt að Gísla Halldórssyni. Tillagan um að bærinn gerðist eigandi kyndistöðva o.fl. var felld með 10 atkvæðum gegn 3, og tillögu IRH vísað til bæjar- ráðs með 11 atkvæðum gegn 4. Þing Landssambands verzi un arm anna * Ur skýrslu formanns ÞRIÐJA þing Landssambands íslenzkra verzlunarmanna var sett í Tjarnarcafé í gærkvöldi. Þingið sitja 70 fulltrúar frá 20 sambandsfélögum. Forseti þingsins var kosinn Guðjón Einarsson. Þá var kosið í nefndir, en síðan flutti formað ur L.f.V., Sverrir Hermannsson, skýrslu framkvæmdastjórnar samtakanna. Skýrslan var mjög ýtarleg og yfirgripsmikil, svo að hér er ekki færi á að rekja nema örfá airiði hennar. Fjárskortur Formaður hóf skýrslu sína með því að rekja sögu sambands ins frá stofnun þess 1957.. Formaður drap þá á eitt helzta vandamál sambandsins, þ.e.a.s. fjárskort, Og taldi hann starf- semina hafa verið mun minni en æskilegt hefði verið af þeim sök um. Þá minntist formaður á nauð- syn þess að ráðinn verði sér- stakur starfsmaður L.f.V. og sett á stofn skrifstofa sambands- ins, en fjárskortur hefði hingað til komið í veg fyrir ráðningu sérstaks starfsmanns. Enn er verið að stofna ný fé- lög víðs vegar um landið. Fræðslumál f sambandi við fræðslumálin skýrði formaður frá því, að í þeim efnum hefði lítið sem ekkert vérið gert vegna fjár- skorts. Kvað hann brýna nauð- syn á að bæta fræðslu verzlunar fólks, þar eð hann taldi Verzl- unarskóla fslands gersamlega hafa brugðizt skyldu sinni í því efni. Samvinnuumleitanir við vinnuveitendur hefðu engan ár- angur borið og ekki heldur þegar leitað var á náðir félagsins Sölu- tækni. Kvað formaður því senni legt að í þessum efnum yrði verzlunarfólk að vera sjálfu sér nógt innan samtaka sinna. Ofbeldi A.S.f. Þá rakti formaður í alllöngu máli synjun Alþýðusambands ís- lands á inntökubeiðni L.Í.V. Er sú saga þegar allkunn af blaða- skrifum, og því eigi ástæða til að rekja hér skýrslu formanns um að atriði. Mun það ekki of- mælt, sem formaður sagði að lokum, að þetta mál yrði kallað einn ljótasti kaflinn í sögu verka lýðshreyfingarinnar í landinu, þegar fram líða stundir. Aðild að Norræna verzlunar- mannasambandinu Þá skýrði formaður frá aðild L.Í.V. að Norræna verzlunar- mannasambandinu. Hefur L.f.V. tekið nokkurn þátt í starfsemi sambandsins, sótt þing þess o. fl. Þá var skýrt frá bréfi Lands- sambandsins til iðnaðarnefndar Nd. Alþingis, þar sem farið er fram á aðild L.Í.V. að Iðnaðar- stofnun íslands. Samstarfsnefndir Síðan rakti formaður nauðsyn þess að endurskoðuð yrðu lögin um verzlunaratvinnu. Ennfrem- ur var skýrt frá umsögn L.Í.V. sem ýmsar nefndir Alþingis höfðu farið fram á, þ. á. m. um- sögn L.Í.V. til allsherjarnefndar S. Alþ, þar sem skýrt er frá áliti sambandsins á tillögu til þingsályktunar um rannsókn á starfsgrundvelli samstarfsnefnda launþega og vinnuveitenda innan einstakra fyrirtækja. Er þar álit L.f.V. að slíkar nefndir og störf þeirra séu mjög mikilvægar að öllu leyti. Per Dragland Þá var skýrt frá aðild L.f.V. að samstarfsnefnd launþegasamtak- anna en auk L.Í.V. standa að nefndinni Bandalags starfsmanna ríkis og bæjar, Iðnnemasamband íslands, Samband íslenzkra bankamanna og Farmanna- og fiskimannasamband íslands. Hið merkasta í störfum nefndarinn- ar sl. ár var, að hún réð hingað til lands hagfræðing norska Al- þýðusambandsins, Per Dragland. Óskaði nefndin eftir að fá álit hans sem óhlutdrægs sérfræðings á hinum nýju ráðstöfunum í efnahagsmálum, sem komu til framkvæmda snemma árs 1960. Sérfræðingurinn dvaldi hér- lendis um hríð og kynnti sér mál in allrækilega; var leiðbeinandi hans hér Torfi Ásgeirsson, hag- fræðingur Alþýðusambands ís- lands. Per Dragland skilaði síð- an skýrslu um málið, sem birzt hefur í blöðum. Rakti formaður helztu niðurstöður þeirrar skýrslu. Undir lokin fórust for- manni svo orð m. a.: Breyting á högum verkalýðshreyfingarinnar „íslenzk verkalýðshreyfing verður að átta sig á þeirri ger- breytingu, sem orðin er á högum hennar frá því sem var á fyrstu áratugum þessarar aldar. Þá var baráttan sannarlega háð gegn ranglátu þjóðskipulagi, gegn ’ranglátri skiptingu lands- ins gæða . . . Nú í dag hafa launþegarnir náff rétti sínum til jafns viff affr- ar stéttir þjófffélagsins. Þaff er enginn þeim rétthærri og vafa- samt aff nokkur annar affili sé þeim sterkari, ef þeir beita sam- takamætti sínum .... Þess vegna ber þeim skylda til að haga starfi sínu og baráttu með velferð allrar þjóðarinnar fyrir augum. Þeirra eigin stund- arhagsmunir verða að víkja. Það er að vísu vandséð, að laun- þegar eigi sérhagsmuna að gæta, heldur eru þeirra hagsmunir um leið hagsmunir heildarinnar eða þannig á það a. m. k. að vera. Nú hefur þannig háttað í ís- lenzkum ríkisbúskap, því miður, að hann hefir verið rekinn með halla um margra ára bil. Við höfum eytt meiru en við höfum aflað. Afleiðing þess hefir verið gífurleg söfnun erlendra skulda“. Síðan vitnaði form. til skýrslu Pers Draglands og sagðist hafa við hana litlu að bæta. „Hér er athygli launþega vak- in á ástandinu eins og þaff raUn- verulega er, og þaff er alveg lífs- nauffsyn, aff allir launþegar taki ihugaffa ábyrga afstöðu til vanda málanna, áður en þeir láta til skarar skríða um aðgerðir í kjarabaráttunni. EUa gætu vopn- in snúizt í höndum þeirra og bitiff þá sjálfa sárast. Mín skoðun er sú, að við eig- um að afla okkur sem nákvæm- astra upplýsinga um þjóðarhag- inn á hverjum tíma. Síðan eigum við að krefjast bindandi samn- inga um aukna og ákveðna hlut- deild í aukinni þjóðarfram- leiðslu. Það kann að vera að fjárhags- kerfið geti staðið undir hækkuð- um launum, þótt ég dragi það stórlega í efa. En öruggasta kjara bótin er tvímælalaust samnings- bundin ákveðinn hluti af aukn- ingu þjóðarframleiðslunnar. Slíkt myndi ennfremur án efa hvetja alla launþega til að leggja sig fram við framleiðslustörfin, Það er höfuðnauðsyn að takast megi að vekja hagsmunalegan áhuga almennings fyrir aukinni og bættri framleiðslu á öllum sviðum. Þá mun árangur ekki láta á sér standa. Enda þótt ástandið í þjóðfélag- inu sé þannig, að nálega sé úti- lokað að ná almennum kjara- bótum án þess að eiga á hættu að bjóða heim öðru verra ástandi í efnahagsmálum, sem vissulega myndi bitna hvað harðast á laun þegum, þá er hitt jafn víst, að högum okkar lægst launuðu verzlunarmanna er þann veg háttað að við hljótum að krefj- Framhald á bls. 23.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.