Morgunblaðið - 02.07.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.07.1961, Blaðsíða 6
6 m o r r, r v n T 4 ð í ð Sunnudagur 2. Júlí 1961 skrifar um Tjarnarbíó: FJÁRKÚGUN ÞAÐ ER alltaf eitthvað sérstætt og athyglisvert við franskar kvik myndir hvort heldur þær fjalla um ástrabrall eða glæpalýð skuggahverfanna í París. Svo er einnig um sakamálamynd þá, sem hér er um að ræða. Myndin segir frá strafsemi bófaflokks í stórborginni, sem hefur fjárkúgun að sérgrein. — Stjórnandi bófanna á bak við tjöldin er enskur maður, Kendal að nafni, kaldrifjaður fantur undir fáguðu yfirborði heims- mannsins. Hefur hann skipulagt starfsemina út í æsar svo að aldrei skeikar. Hann hefur á að skipa fjölda karla og kvenna, sem hann „gerir út“ til þess að tæla giftar konur og menn til ásta við sig og fer jafnan svo að þegar „elskendurnir" njóta samvist- anna sem bezt, hefur hann til taks ljósmyndara, sem taka myndir af þeim. Og ástarbréfin, sem hin auðtrúa fórnardýr láta frá sér fara komast vitanlega jafnharðan í hendur Kendals eða manna hans. Með slík mikilvæg gögn í höndum reynist bófunum léttur leikur að kúga fé út úr hinium breyzku og brotlegu kon- um og körlum. Fyrirtækið er því blómlegt og gefur geysimiklar tekjur, enda heldur Kendal sig ríkmannlega. Myndin hefst á því, að ung kona, sem lent hefur í gildru Kendals, fremur sjálfsmorð. í fórum hennar finnast hótunar- bréf ásamt mynd af henni og ung um manni, Jean-Louis Labouret (Raymond Pellegrin), en hann Fullveldis- „cha-cha-cha64 í Leopoldville LEOPOLDVILLE 30. júní. — Mikið var um dýrðir í Leopold- ville í dag, i tilefni þess, að ár er liðið síðan Kongó hlaut sjálf stæði eftir langa nýlendustjórn Belgíu. íbúarnir höfðu uppi mik M fagnaðarlæti, dönsuðu m.a. „Cha-cha-cha“ á götum úti þegar snemma í morgun til að minn- ast fullveldisins sungu og virt- ust skemmta sér konunglega. Allt fór fram með friði og spekt, a.m.k. urðu engir árekstrar, sem orð er á gerandL Aðalatriði hátíðahaldanna var mikil hersýning — og vakti það athygli, að þegar heirmennimir „marséruðu" um göturnar, fór herflokkur frá Katanga í broddi fylkingar. Þrátt fyrir glaðværðina í dag, hvíídi þó skuggi sundrungarimt ar yfir hátíðahöldunum. Eru þar táknræn eftirfarandi ummæli eins blaðs um iiðið ár: „Eitt ár reyndar, 11 mánuðir ógæfu, 52 vikur bræðravíga, 365 dagar stjórnleysis." KVIKMYNDIR er einn af starfsmönnum Ken- dals. Við rannsókn málsins vitn- ast að gamall maður, Brisse, sem ast að gamall maður, Brisse að nafni. hefur tekið myndina. Er hann tekinn fastur og dæmd- ur í fangelsi. Kemur þetta sem reiðarslag yfir Denise, hina ungu dóttur Brisse, sem jafnan hafði haft -tröUatrú á föð- ur sínum. Labouret kemst í kynni við hana og tekst að vinna ástir hennar. En Kendal lítur hana einnig hýru auga. Labouret, sem er orðinn ástfanginn af Den- ise hefur fengið samvizkubit og hyggst hverfa úr þjónustu Ken- dals. Nótt eina kemur hann heim til Kendals til þess að gera upp sakir við hann. Hittist þá svo á að Denise er þar næturgestur. Heyrir hún hvað þeim Labouret og Kendal fer á milli og þá verð ur 'henni ljóst 'hver maður Kendal er og allt hans hyski. Kendel verður líka ljóst, að Denise hefur kom- izt að öllu hinu sanna um starfsemi hans og hann ákveður að ryðja henni úr vegi með að- stoð manna sinna. En þá kemur Labouret til sögunnar á síðustu stundu í veg fyrir áform Kendals og Denise heldur rakleitt á lög- reglustöðina. Mynd þessi er ágætlega gerð og afbragðsvel leikin, enda fara þarna með aðalhlutverkin önd- vegisleikarar svo sem Reymond Pellegrin, Léon Genn, Noel Boquert o.fl. Myndin er einnig skemmtilega tekin og spennan mikil. „ . .... .. .... .............................. .......... ■ ........ „ -J Grímseyjarlaxinn 1 SÝNINGARGLUGGA Morgun- blaðsins var hafin í gær sýning á hinum fræga Grímseyjarlaxi og á ljósmyndum af eldisstöðvum í Bandaríkjunum. Hefur blaðið haft samvinnu við Þór Guðjóns- son, veiðimálastjóra um þessa sýningu. Grímseyjarlaxinn er sem kunnugt er stærsti lax, sem veiðst hefur hér á landi. Laxinn veiddi Óli Bjarnason í þorskanet við Grímsey 8. apríl 1957. Laxinn vó 49 pd blóðgaður, var 132 cm á lengd og mesta ummál hans var 72 cm. Reyndist hann vera 10 vetra gamall, hafði verið 4 vetur í fersku vatni og 6 vetur í sjó og hafði hrygnt tvisvar. Laxinn var stoppaður upp í Bandaríkjunum og hefur það tekizt ágætlega. Ljósmyndirnar eru frá eldis- stöðvum í Bandaríkjunum og hef ur veiðimálastjór' tekið þær flest ar, en hann hefur verið á ferða- lagi vestan hafs að undanförnu til þess að kynna sér nýjungar í veiðimálum. Myndirnar eru að- allega frá þremur eldisstöðvum, frá hinni merku tilraunaeldis- stöð Fiskideildar Washingtonhá- skóla 1 Seattle, hinni mjög at- hyglisverðu laxaverksmiðju í Lindarlæk (Spring Creek) í Washingtonríki og frá stærstu silungaeldisstöð 1 Bandaríkjun- um nálægt Buhl í Idahoríki, sem er í eigu Snake River Trout Company. Eru myndirnar hinar athyglisverðustu. JlvaðaJteUtsýninff^ til íslands Sveinn Einarsson, fil. kamd. er nýkominn heim, eftir að hafa gist stórborgir um skeið. Ég þóttist vitia að hann hefði séð obbann af þeim leikritum, sem á boðstólum voru í þeim borgum, og bað hann því um að segja okkur hvaða leifesýn- ingu bann hefði séð merkasta og hvaða leikrit hann teldi einkum ei@a erindi til okkar eða sérstakur fengur i að færa upp hér. Hann svaraði: • 60 sýningarí mmmmammmmmmmmmmmmmmmmmmi 4 borgum „Þetta eru tvær spumingar, svo að ég má svara þeim í tvennu lagi, er það ekki? Það er nefnilega mjög erfitt að svara þeim, það er þetta gamla, að sá á kvölina, sem á völina. Ég sá um 60 lei-k- óperu- og ballettsýningar í fjór um borgum, Kaupmannahöfn,' Stokkhólmi, Paris og Lundún- um. Auðvitað voru þær ekki allar jafngóðar, en margar var viðburður að sjá. Engin bar svo af öllum hinum, að hún yrði mér lamgtum minnisstæð- ust, en ef ég ætti samt að nefma eina sýningu, yrði það sýning Alfs Sjöbergs á leikriti Sartreg Hin innilokuðu í Alt- ona; sú sýning var á Dranaaten í Stokkhólmi. Bæði er það, að ég tel leikritið eitthvert hið merkasta, sem samið hefur verið á okkar tímum og svo var sýningin einhver hin bezta, sem ég hef séð. Leikrit- ið er heimspekilegs eðlis, nán- ar tiltekið siðferðilegs. Þar segir frá þýzkri fjölskyldu rúmum aratug eftir lok síðari heimsstyr jaldar innar. Faðir- imn hafði á stríðsárumum leigt land sitt undir fangabúðir, en nú er hann einn aðal-iðjuhöld urinm í hinni nýju þýzku við- reisn. Eftirlætissonurinn tók þátt í stríðinu, sat síðan í fangabúðum, en lokaði sig inni eftir heimkomuna i herbergi uppi á lofti í húsi fjölskyld- unnar. Enginn hefur fengið 'að komia inn til hans nema systir hams og hún fræðir hann um hrun og áframhaldandi hrun og auðn Þýzikalands, a-nnað vil'l hann ekki heyra, öðru vill hann ekki trúa. En mágkona hans kemst að því að svipir fortíðarinmar reika á loftinu, og hún laumast upp til hans. Hún flytur honum lífsvon, möguleikann að snúa aftur til lífsins úti fyrir: en til þess að það megi takast verður húm að geta tekið líka á símar herð ar sekt hans. Þetta leikrit er aamvizkuspuming um sam- ábyrgð mannsins í því sem dunið hefur og dynur enn yfir mannkynið í heild. • Sartre eða Shaw iwmamwemmmma^mmmmmmmmmmmmmmm Víst myndi mig langa að sjá íslenzka leikara glíma við þetta erfiða verkefni. Ég brenn líka í skinninu eftir því að sjá hér mörg leikrit, sem avant-garde höfundamir eru að semja. Og ég hlakba til þess, þegar íslenzku leikararm ir flytja klassisku harmleikina með jaifnmiklum glæsibnag og þeir í Comédie ^rancaise Andromaque og Britannicus eða þegar við sjáum hér jafn skemmtilega sýningu á Rómeo og Júlíu Shakespeares og ít- alski leikstjórinn Eeffirelli setti upp á Old Vic í vetur, En kamnski eru meiri likindi til þess að við sjáum fyrr lei'k- rit eins og Kæri lygari, etftir bandaríska höfundinn og leik arann Jerome Kilty, og það er alveg ógætt fyrir sinh hatt líka. Eiginlega er þetta ekki leikrit, heldur er bréfaskrift. um George Bernardg Shaw og leikkonunniar Mrs. Patrick Campbell snúið í leikform. Það er óneitamlega gaman að kynnast hinum gáfaða háð- fugli einu sinni enn, og ekki er (kvenlýsingin síðri: glitrandi* í senn af hræsni og einlægni, Ég sá Kæra lygana í París i meðförum Mariu Casarés og Pierre Brasseur og í Stokk- hóimi í höndum Gunn Wállgr- en og Holgers Lövenadler og á báðum stöðum var flutning- urinn frábær og mi'kil s'kemmt un að þessu einkennilega ein- vígi. En ég fæ ekki betur séð en við eigum fullboðlega túlk- endur í hlntverkin hérna heima líka".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.