Morgunblaðið - 02.07.1961, Page 15
Sunnudagur 2. 'Júlí 1961
MORGUNBLAÐIÐ
15
Allar þessar stúlkur eru stöð-
ugt í fréttunum, og þá ósjaldan
í sambandi við hugsanlega biðla.
Sá sem fær einhverja þeirra,
fær líka gott kvonfang, því hver
um sig er hlutgeng í drottningar-
stöðu. En það er bara ekki svo
mikið af lausum tilvonandi kon-
ungum lengur. Konstantín
BRUNABÖTAFÉLAG ÍSLANDS
Uúsí
smíðum
H úsbyggjendur
Dragið ekki að brunatryggja
hús yðar eftir að bygging er
hafin
Umboðsmenn um land allt.
Skrifstofur: Laugavegi 105
Sími 24425.
í fréttunum
Grikkjaprins Og Haraldur prins
í Noregi eru nálega þeir einu.
Stúlkurnar eru, talið frá vinstri
að ofan:
Isabella í Frakklandi, hin 29 ára
gamla dóttir greifans af París,
arftaka konunganna í Frakk-
landi. er sögð eiga góðan vin,
sem er flugmaður.
María Beatrice af Savoy er 18
ára. Fjölskylda hennar varð
skelfingu lostin fyrir skömmu,
er fréttist um að hún hefði átt
stefnumót með syni borgaralegs
bankastjóra.
Margrét prinsessa í Svíþjóð er
26 ára gömul. Konungurinn afi
hennar varS ekkert hrifinn af því
þegar hún varð ástfangin af
píanóleikaranum Douglas Home.
Desirée í Svíþjóð er 23 ára.
Hún var sögð ástfangin af ungum
manni Greger Lewenhaupt, en
það fór út um þúfur.
Irena Hollandsprinsessa er 21
árs. Blöðin sögðu einu sinni að
hún liti Boudouin Belgíukonung
hýru auga og nú Konstantin
Grikkjaprins.
Konstantin Grikkjaprins, sem
sagt er að geti valið hverja þeirra
sem er.
Alexandra af Kent. Hún er 24
ára gömul, og síðan Margrét gifti
sig er hún hægri hönd Elízabetar
drottningar sem opinber fulltrúi
krúnunnar.
Anna, í Fraifcklandi, er 22 ára
gömul. Hugsanlegt hjónaband
hennar Og Simeons af Búlgaríu,
sem er grízk-kaþólskrar trúar
fann ekki náð fyrir augum páf-
ans.
Maria Gabriella af Savoy er
21 árs gömul. Hún vildi ekki
keisarann í Iran, þegar hann stóð
til boða. Hún er stundum kölluð
„dularfulla prinsessan".
Margrét, erfðaprinsessa í Dan-
mörku er 21 árs gömul. Hún hef-
ur ekki verið orðuð við neinn,
hvorki tiginn né ótiginn.
Sophie Grikklandsprinsessa er
22 ára gömul og hefur lengi ver-
ið nefnd sem væntanleg brúður
Haraldar Noregsprins. Hún þykir
kát og er vinsæl hvar sem hún
fer.
Beatrix Hollandsprinsessa er 28
ára gömul og erfðaprinsessa. Hún
er sögð ástfangin af Bob
Steensma, hollenzkum stúdent.
Skv. stjórnarskránni er hugsan-
legt að hún geti átt hann.
Gömlu Hollywoodkempurnar
týna nú ört tölunni. Tyrone
Power, Clark Gable Og nú síðast
Jeff Chandler, sem var þeirra
yngstur, 42 ára að aldri. Chandler
sem byrjaði leiklistarferil sinn á
sviði og fór að leika í kvikmynd-
um eftir stríð, var undanfarin ár
einn af þeim leikurum, sem mest
dró áhorfendur í kvikmyndahús-
in. Skemmd á hryggnum og mæn
unni dró hann til dauða, eftir
nokkurra mánaða veikindi. í
haust vildi hann ekki hætta við
að leika erfitt atriði í kvikmynd
inni í frumskógum Fiíippseyja,
þrátt fyrir mjög miklar kvalir
og sú neitun kostaði hann lífið.
Hér er leikarinn, ásamt fjórðu
konu sinni, Marjorie Hoshelle,
sem hann var skilinn við, en ekki
vék frá honum í banalegunni.
Með þeim eru dætur leikarans
tvær frá fyrri hjónaböndum,
Jamie, 14 ára og Dana, 11 ára.