Morgunblaðið - 02.07.1961, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 02.07.1961, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 2. júlí 1961 i ! í í i i i Skyndibrúðkaup Renée Shann: 15 ~ Clive flýtti sér að segja: — Við ) förum þó aldxei að taka á móti | henni. — Nei vitanlega ekki við skip- ! ið. En ég ætla á járnbrautarstöð { ina. Veslings Júlía! Ég vorkenni | henni sannarlega. Geturðu hugs ; að þér önnur eins vonbrigði! — Já, það er ekki gott að verða { fyrir slíku. Jæja elskan, eigum i við ekki að flytja okkur eitthvað og fá okkur að borða? — f>að er víst, því miður sama sem ekki neitt. Þetta hefur verið daufur dagur. Ég hef aldrei vit- að fyrr, að London væri svona yfirfull af heimskum konum, sem geta ekki ákveðið sig um nokkurn skapaðan hlut. — Veslingurinn þinn. En kærðu þig kollóttan. Fyrirtæk- ið gengur prýðilega engu að síð- ur. Sandra vissi, að þetta var ekki nema satt. Brasted hafði fyrsta flokks viðskiptamannahóp og gekk eins vel og nokkur önnur samskonar verzlun í West End. Clive hafði á hendi innkaupin og var verulega slyngur á því sviði. Þó að stundum kæmi daufur dag ur inn á milli, þá gerði það ekki verulega til. Clive hélt henni nú með útréttum örmum og athug aði hana gaumgæfilega. — Ertu þreytt? — Já, það er ekki laust við það. Hún brosti hálf-vandræða- lega. — Eða kannske væri rétt- ara að segja, að ég væri áhyggju full. Clive hristi höfuðið. — Ég héf nú aldrei vitað annað eins. Hvað í guðs bænum....? Hún sneri sér frá honum til þess að læsa skrifborðinu sínu. Hvað þetta gat verið karlmönn um líkt! Clive var víst ekkert einsdæmi þó að hann hefði minni áhyggjur af sambandi þeirra en hún sjálf. Yfirleitt tóku karl- menn sér svona ástarævintýri miklu léttar en konur. Og sjálf- sagt var það líka skynsamlegt af þeim. — Komdu, við skulum fara héðan, sagði Clive. Ég held, að þú hafir lagt alltof hart að þér í seinni tíð. — Bull. Ég hef ekki nema gam an af að þræla. — Já, sjálfsagt ætti ég líka að vera þér þakklátur fyrir að sjá um þessa búð fyrir mig. En við skulum gleyma því rétt í bili. Við skulum fara út og skemmta okkur vel í kvöld. Hvert viltu fara? —Eitthvað, sem ekki kostar mikla fyrirhöfn. — Þá sting ég upp á, að við fáum okkur eitt glas einhvers- staðar- og komum okkur niður á einhverju. Mig langar mest til að borða á einhverjum góðum og næðissömum stað. Hún brosti við tilhugsunina um að hann myndi ekki verða hrif- inn af því, að hún yrði mjög dauf í dálkinn. Hún vissi það af fyrri reynslu að Clive gat orðið ön- ugur, ef hún lét bera á áhyggj- um sínum, svo að nokkur sæi. Hann kyssti hana snöggvast og opnaði síðan dyrnar fyrir hana. —Tilbúin? —Já. Bíllinn hans stóð við stét-tina. Þau óku svo til lítillar krár, sem þau þekktu vel og höfðu oft kom ið í saman. Clive pantaði vermút og sagði henni að drekka hann fljótt og þá mundi henni —strax líða betur. Hún smásaup á glasinu nokkra stund og sagði svo, og bar dá- lítið óðan á: — Mér þykir nú leiðinlegt, að ég er svona niður- dregin en ég er bara farin að hafa áhyggjur af þessu baktjalda makki okkar. — Við skulum vona, að það hætti bráðum að verða að tjalda baki. — Hefurðu frétt nokkuð? — Hvenær Margot kemur heim áttu við? — Vitanlega. — Ekkert ennþá, en það getur nú ekki dregizt lengi úr þessu. í síðasta bréfinu sínu, sagði hún, að það myndi líklega verða um miðjan þennan mánuð. — Og hvað verður þá? Heimt ar hún ekki að flytja inn í íbúð- ina? — Hjálpi oss vel! Nei, ég held nú síður. Samkomulagið er ekki svo gott hjá okkur. Æ, elskan mín, ég er ekki að blekkja þig. Ég er búinn að segja þér hutidrað sinnum, að við Margot höfðum ákveðið áður en hún fór héðan úr landinu að láta öllu vera lokið hjá okkur. Ég býst við, að hún fari bara inn í eitthvert gistihús. Sandra andvarpaði. — Og þá ætlar þú að fara til hennar og segja henni að þú viljir fá skiln að? — Já, ætli það verið ekki úr. — Og ef hún neitar? — Það er ólíklegt að hún geri það. Eins og ég hef oft sagt þér, er ekkert líklegra nú en hún láti það verða sitt fyrsta verk að losna við mig. Hann tæmdi glas ið sitt og bað þjóninn um það sama aftur. —Ég held ég vilji ekki meira, Clive. — Víst viltu það. Eftir því sem þú talar held ég þér veitti ekki af einum sex. Hún hristi höfuðið. — Það yrði nú aldrei annnað en svika- kæti úr því. Nú.. én.. það er víst ekki vert að gera sér ofmikla rellu. En feginn verð ég þegar þú ert orðinn laus og liðugur og ég get farið með þig heim til mín og sagt við fjölskylduna: — Þetta er hann Clive Brasted, maðurinn, sem ég ætla að ganga að eiga. — Úr því að þú minnist á fjöl- skylduna: Hvenær kemur hún systir þín heim aftur? —Á morgun. Sandra hresstist ofurlítið í bragði af tilhlökkun- inni að sjá Júlíu aftur. — Ég hringdi 1 skipafélagið í dag. Þau borðuðu síðan kvöldverð í uppáhalds-veitingahúsinu sínu. Ma-turinn var góður og eins vínin og svo luku þau máltíðinni með kaffi og líkjör og Sandra var næstum alveg búin að jafna sig, að því loknu. Yfir matnum hafði hún játað fyrir Clive, hvað hefði aukið á raunir hennar. — Mér lenti heldur betur sam an við mömmu yfir morgunverð- inum í morgun. —Út af hverju? — Það vill nú svo til, að það var út af þér. Henni fannst ég gera of mikið að því að hitta þig, og hún hefur komizt að því, að þú ert giftur maður, og ég er viss um, að hún leggur höfuðáherzl- una á giftur. — Það er leiðiníegt, en þó fæ ég ekki séð, að það varði hana nokkuð, þar sem þú ert nú orðin tuttugu og fimm ára og sjálfri þér ráðandi. — Það sé eg ekki heldur og það sagði ég henni, svo að ekki varð misskilið. En hún er á öðru máli, enda hefur hún nú nokkuð úreltar hugmyndir um það, hvern ig góð stúlka á að hegða sér. Málflutningsskrifstofa JÓN N. SIGURÐSSON b æstaréttarlögmaSur Éaugavegi 10. — Sími: 14934 GUNNAR JÓNSSON LÖGMAÐUR við undinrétti oq hæstarétt Þingholtsstrcti 8 — Sími 18259 Nýir Hattar Nýjar Regnkápur Nýjar Dragtir Nýir Sumarkjólar MARKAÐURIN Laugavegi 89 N .— Það verða notuð tvö blöð í umbúðir um hvern Birkibite, Markús? Hversvegna spyr þú? — Hversvegna ekki að prenfca veiðiráðleggingar innan á annað blaðið .... og búa hitt út þannig að það verði þægilegt til að kveikja með varðeld! — Ágætt! .... Geyrna' annað blaðið, brenna hinu .... Það kemur í veg fyrir óþarfa rusl! Seitma,. — Þetta hljómiar ágætlega! — Ég held við séum viesu- lega á réttri leið, Jessie! — Við komumst að því fljót- legí ‘ Ciive brosti. — Ert þú góð stúlka? — Ja hvað finnst þér? — Allt —of góð fyrir mig. En 'hvernig komst hún annars að því að ég átti konu bak við tjöldin? — O, það hefur verið eins og gengur og gerist, einhver ,,leki“. Hún á vinkoriu, sem á aðra vin- konu, sem á búð í West End. Og sú kona.. ég man ekki lengúr, hvað hún heitir.. hafði þekkt Mar got. Clive hafði yfir hið fornkveðna að veröldin væri lítil. —aÞð er ekki anriað fyrir þig að gera en —að segja alls ekki henni mömmu þinni að þú sért að fara út með mér. — Ég veit það. En mér er bara svo illa við að vera að ljúga. — Það verður ekki bæði sleppt og haldið, —góða mín. Hann leit sillltvarpiö Sunnudagur 2. júlí. 9:30 Létt morgunlög. — 9:00 Fréttir. 9:10 Morguntónleikar: — (10:10 Veð urfregnir). a) Tríó nr. 1 í B-dúr op. 99 eft ir Schubert. — Vitor Schiöler leikur á píanó, Henry Holst á fiðlu og Erling Blöndal Bengtson á selló. b) Gladys Swarthout syngur lög eftir frönsk tónskáld. c) Píanókonsert nr. 3 í d-moll op. 30 eftir Rachmaninoff. — Vladimir Horowitz og RCAc Victor-hljómsveitin leika. —• Fritz Reiner stjórnar. 1:00 Messa í Laugarneskirkju. (Prest ur: Séra Garðar Svavarsson; organleikari Kristinn Ingvars* son). 12:15 Hádegisútvarp. 13:20 IJtvarp frá opnun Matthíasar* safns á Akureyri. Ræður flytja: Marteinn Sigurðsson form. Matthíasarsafnsins á Akureyri, Davíð Stefánsson skáld frá Fagraskógi, séra Sigurður Stef* ánsson vígslubiskup á Möðru* völlum og dr. Gylfi I>. Gíslason, menntamálaráðherra. (Hljóðrit- að á Akureyri sunnudaginn 25, júni s.l.). 14:00 Miðdegistónleikar: a) Carlo Bergonzi syngur óperu aríur. Hljómsveit Santa Cecilia tónlistarháskólans í Rómarborg leikur með Gian- andrea Gavezzini stjórnar. b) „Svanavatn“ — balletttónlist op. 20 eftir Tsjaikovskí. —• NBC-sinfóníuhlj ómsveitin leikur. Leopold Stokowski stj, 15:30 Frá landsmóti Ungmennafélaga Islands á Laugum. (Sig. Sig.), 16:10 Sunnudagslögin. — 16:30 Veður- fregnir. 17:30 Barnatími (Helga og Hulda Val« týsdætur): a) Vísur úr sögunni: „Förum til Fiskalands" eftir Ingebrigt Davik. (Höf. syngur). b) Upplestur. c) Framhaldsleikritið: „Leynf* garðurinn“, VII þáttur. Leik- stjóri: Hildur Kalman. 18:30 Tónleikar: „Myndir frá ítalíu**. Hollywood Bowlhljómsveitin leikur vinsæl lög. Carmen Drag on stjórnar. 19:00 Tilkynningar. 19:20 Veðurfp, 19:30 Fréttir. 20:00 „Um lax og silung'* — dagskrá, sem Sveinn Skorri Höskuldsson magister tekur saman. 20:45 Kvöld í óperunni (Sveinn Ein* arsson). 21:20 „Fréttapistlar úr fuglaparadís* inni" (Birgir Kjaran alþingis* maður). 21:40 Tónleikar: íslenzk sönglög viS kvæði um fugla. 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:05 Danslög. — 23:30 Dagskrárlok. Mánudagur 3. Júlí 8:00 Morgunútvarp (Bæn. — 8:03 Tónleikar. — 8:30 Fréttir. 8:35 Tónleikar — 10:10 Veður« fregnir). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar. 12:25 Fréttir og tilkynningar).f 12:55 ,,Við vinnuna": Tónleikar. 15:00 Miðdegisútvarp (Fréttir. — 15:05 Tónleikar. —16:00 Fréttip og tilkynningar. — 16:05 Ton« leikar. — 16:30 Veðurfregnir), 18:30 Tónleikar: Lög úr kvikmyndum, 18:55 Tilkynningar. — 19:20 Veðurfp, 19:30 Fréttir. 20:00 Um daginn og veginn (Helgi Hjörvar rithöfundur). 20:20 Einsöngur: Einar Markan syng* ur (plötur). 20:40 Af vettvagi dómsmála (Hákon Guðmundsson hæstaréttaritari), 21:00 Tónleikar: Mansöngur fyrir strengjahljómsveit op. 22 eftir Dvorák. Fílharmoníska hljóm* sveitin í Leningrad leikur. Khaikin stjórnar. 21:30 Utvarpssagan: „Vítahrigur" eftir Sigurd Hoel; XVI. lestur (Arn- heiður Sigurðardóttir). 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Búnaðarþáttur: í slátturbyrj un (Kristján Karlsson erindreki). 22:25 Kammertónleikar: Konsert í D- dúr op. 21 fyrir fiðlu, píanó og strengjasveit eftir Chausson. —• Yehudi Menuhin leikur á fiðlu, Louis Kentner á píanó ásamt Pascalkvertettinum. 23:05 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.