Morgunblaðið - 02.07.1961, Page 10

Morgunblaðið - 02.07.1961, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 2. Júlí 1961 Buffet sé ágætur teiknari, en hann er enginn málari bætir Watt við. Watt segist líka halda að hann sé sýndarmað- ur (exhibitionist). En hvaða listamaður er það ekki. Þetta er mjög algengt fyrirbrigði þegar menn sem skera sig úr fjöldanum koma fram. Gagn- rýnendurnir vita ekki hvaðan á þá stendur veðrið, en öfund- sjúkir starfsbræður reyna að spilla fyrir með illu umtali. Og það er furðulegt hvað þeim tekst það oft. Ein mynd Buffet er af stóli á gólfi og pönnu á vegg. Ekk- ert meir. Jú. Á stólnum hang- ir nýskotið dádýr. Var ekki maðurinn að verki. Er það ekki gleði hans að drepa. Vill hann ekki fá meira að drepa. Þannig málar nútímamálar- inn Bernard Buffet. Þannig talar nútímamaðurinn Bern- ard Buffet. Bernard Buffet: Nashyningur. Jóhann H|álmar§son: Nútímamálarinn Bernard Buffet _ á Franski málarinn Bernard Buffet hefur oft verið nefnd- ur vandræðabarn myndlistar- innar. Þetta er ekki svo vit- laus nafngift með tilliti til þess að Buffet fer sínar eigin leiðir. Myndir hans eru ekki í stíl Péturs eða Páls, þær eru eftir Bemard Buffet einstak- linginn Buffet. Það er erfitt að steia Buffet þyi áhrifin verða svo augljós. Á svipaðan hátt fráleitt og einhver teikn aði konur í líkingu við Mod- igliani. Bernard Buffet er hann sjálfur og það er mjög forvitnilegur maður sem við kynnumst í verkum hans. mótast. List er spurning um innri kraft. í mikílli myndlist er það- persónuleikinn sem drottnar. Þessvegna er hættu- legt að setja myndlist leikregl ur. Hitt er svo annað mál að starf og lærdómur auðgar per sónuleikann, hjálpar . til að komast að kjarnanum. Bernard Buffet er 32 ára að aldri. Hann er afkastamikill, sýnir oftast verk sín í hverj- um febrúarmánuði. Stundum einskorðar hann sig við ákveð ið viðfangsefni til dæmis ógn- ir stríðsins, hringleikahúsið eða Jóhönnu frá örk. Uppá síðkastið hefur hann mest Bernard Buffet: Krossfesting. Nú segir einhver að Bern- ard Buffet sé ekki nýskap- andi. En það er rökleysa. Á tímum vonleysis og uppgjafar kemur hann með myndir sem eru sannir fulltrúar þessara kennda. Hann ryðst ekki fram á sjónarsviðið með skæra liti Chagalts eða jafnvægi Her- bins. Myndir hans eru í grá- um tón, haustlitum stórborg- anna þar sem mannkynið streymir um göturnar eins og rottur. Dauðinn er nálægur, mennirnir halda áfram að pyndia hvern annan. Kannski er það eina gleðin sem þeir eiga eftir. Trén eru oddhvöss sverð eða spjót, þau kvelja skýin. Þau bera ekki safaríka ávexti, heldur lík. Heilagur Jerónímus situr nakinn and- spænis krossinum. Þetta eru bókmenntir, segir annar. Sá sami gerir sér varta grein fyrir að myndlist með sögulegu ívafi hefur alltaf verið til. Og ef við afneitum henni þá afneitum við líka gömlu meisturunum. Svíinn Aronsenius hefur verið kallað ur bókmenntalegur myndlist- armaður. Er ekki Picasso bók menntalegur í Guernica mynd inni. Þannig mætti lengi telja. Myndlistin lifir ekki nema hún sé fjölbreytt, sífellt að fengist við að mála myndir af konu sinni. Buffet er snjall teiknari. Til eru menn sem álíta hann jafn ingja Picassos á því sviði, en það er held ég of langt geng- ið. Picasso er ábyggiléga einn mesti teiknari sem uppi hefur verið. Myndir hans byggjast , mjög á teikningu. Húsamyndir Buffet frá Par- ís eru skémmtilegar. Þær búa yfir þessum sérkennilega blæ sem einkennir Buffet. Nútíma blæ. Þetta eldgamla viðfangs- efni sem flestir málarar hafa glímt við lifnar á ný í hönd- um Buffet. Gatan sem við göngum og húsin sem við bú- um í, trén og gamla brúin hljóta staðfestingu á léreft- inu Tómleikakenndin er þarna komin. Við sjáum það sem við hugsum. Vígvöll okkar. Ekki aðeins götu, hús, tré, brú, heldur baráttu okkar. Þetta er okkar grái kaldi heim ur, þótt við séum í feluleik á bakvið. Kyrralífsmyndir (nature morte) Buffet einkennast af þessu sama. Við sjáum ekki nýdreginn fisk sem hamingju- söm fjölskylda hlakkar til að borða. Nei. Við sjáum beina- grind fisks. Karfinn, fiskur- ínn sem vissast er að snerta ekki með berum höndum, því hann stingur, er í uppáhaldi hjá Buffet. Hann málar karf- ann með þanda ugga þar sem - hann. liggur á borðinu. Vafa- samur og þrjóskur eins og mannskepnan. Margir eru hálfvolgir.gagn- vart Buffet. Þeir dást að hon- um í laumi, en þora ekki að segja álit sitt. Gagnrýnandinn Alexander Watt, sem skrifar myndlistarfréttir frá París í tímaritið The Studio (það blað ei kynnt sem leiðbeinandi nú- tímalistar: The leading Maga- zine of Contemporary Art) ræðir einkum um Rolls-Royce bifreið hans. Honum verður tíðrætt um hvað aðrir segja um Buffet og að það séu birt- ar af honum myndir í heims- blöðunum. Nafn hans veki sömu athygli og nafn Birgitte Bardot, þau eigi bæði sömu upphafsstafina og svo fram- vegis. Hann viðurkennir þó að Bernard Buffet ásamt konu sinni, Annabel. Þjóösögur Jóns Árnasonar IMýrri 3600 bls. ú'tgafu lokið SÍÐASTA bindið af hinni nýju útgáfu af Þjóðsögum Jóns Árna- sonar er nú komið út, og er útgáfan, sem hófst árið 1954, orð- in sex bindi, samtals rúmar 3000 lesmálssíður, að viðbættum at- hugasemdum aftan við hvert bindi, formálum, greinargerðum, skrám o. fl. Alls er verkið um 3600 blaðsíður í stóru broti. Útgáfuna önnuðust, eins og kunnugt er, þeir Árni Böðvarsson cand. mag. og Bjarni Vilhjálms- son cand. mag. Á fundi með blaða mönnum nýlega, í tilefni af út- komu þessa síðasta bindis, skýrðu þeir, ásamt Hafsteini Guð mundssyni, prentsmiðjustjóra Hóla h.f., sem sá um prentun á verkinu, frá tildrögum þessarar útgáfu, vinnubrögðum, efnisvali Og niðurröðun í bindi, en útgáfan er rnjög aukin frá hinni upphaf- legu, sem var gefin út í Leipzig 1862—’64, og síðan Ijósprentuð snemma á þessari öld. „Að hefja þetta verk“, sagði Bjarni Vilhjálmsson, „var eins og að fara inn í dimman skóg, þar sem erfitt var að átta sig, en síð- an birtust fögur blóm og kynja- gróður, sem fönguðu hugann . . Engar vanefndir „Þegar ráðist var í nýja útgáfu þjóðsagnanna fyrir næstum átta árum, var það ýmsum vandkvæð- um bundið að segja til um, hversu umfangsmikið og langt verkið mundi verða. Harla erfitt var að ætla á um það, hversu rúmfrekar þær sögur yrðu, sem ekki voru prentaðar í upphaf- legu útgáfunm. Ennfremur var álitamál og krafðist langrar athug unar, hvar skyldi staðar numið að prenta ýmiss konar afbrigði sagna, er áður voru komnar. í niðurröðun eftirmála 1. bindis er heitið að minnsta kosti einu viðbótarbindi, en þau hafa í reyndinni orðið fjögur. Væntum við þess, hvernig sem á málin verður litið, að við verðum aldrei sakaðir um vanefndir. — Því lengur og betur, sem við könn- uð um handritin, því ljósari varð okkur nauðsyn þess, að sem allra mest af þjóðsagnaefni því er Jóni Árnasyni barst í hendur og safn- að var og skráð fyrir hans at- beina, lægi fyrir í samfelldri og aðgengilegri útgáfu. — Auk þess lögðum við mikið upp úr því hagræði, sem við töldum fræði- mönnum og ýmsum lesendum mundu verða að þeim sameigin- legu skrám yfir allt verkið sem útgáfunni fylgja hér í lokabind- inu. Þótti okkur því ekki áhorfs- mál að taka einnig upp í útgáf- una þær sögur, er ekki voru í gömlu útgáfunni, en hafa síðan verið vel út gefnar." Þá gera útgefendur grein fyrir vinnubrögðum við útgáfuna og segja að lokum: „Það er von okkar, að þessi nýja útgáfa megi verða sem flestum til ánægju og aukins skilnings á lifnaðarháttum, hugar heimi og óskalöndum horfinna kynslóða, og fræðimönnum nokk ur örvun og góður grundvöllur til frekari rannsókna á merkum þætti íslenzkrar menningarsögu.“ Til varnar álfatrúnni í þessu sjötta og síðasta bmdi af þjóðsögum Jóns Árnasonar ber mest á skrá um allt verkið. Fremst í því er þó álfasagnasafn Ólafs í Purkey á Breiðafirði, en huldufólk var honum jafn raun« verulegt og hvert annað fólk. Rit sitt samdi hann fyrst og fremst til varnar álfatrúnni, óg skín barnsleg trú hans á tilvern þeirra gegnum hverja frásögr* hans, jafnframt því sem húu geislar af heilagri vandlætingvi yfir þeim, sem neita að trúa til- veru álfa. Hann' færir margt fram til sönnunar máli sínu, heimspekilegar hugleiðingar, ýmsan vitnisburð heyrnar- og sjónarvotta o. fl. Skrá um mannanöfn Skrárnar í VI. bd. eru í fimm aðalhlutum. Fyrsti hlutinn er um handrit Og heimildarmenn, skráe um heimildarmenn og skrásetj- ara allra þjóðsagnahandrita Jóna Árnasonar, svo og stuttorð lýsing á handritasafninu sjálfu. — Ann« ar hlutinn er langstærstur, nafna skrár, 194 bls. Þær eru í þrennu lagi. Skrár um mannanöfn, drauga og vætta tekur yfir 5300 nöfn. Er þar gerð grein fyrir hverri persónu, sem í þjóðsögun* um er nefnd, bæði sannsöguleg* um og öðrum. Þegar heimildir (kirkjubækur og ættfræðirit) hafa hrokkið til, er getið um fæð- ingarár og dánardag hvers ein* staklings, sagt frá hvar hann átti heima, hvar hann er nefndur i sögunum eða skýringum, og ýmis legt annað sem merkilegt má þykja um manninn. 11000 nöfn Annar hluti nafnaskrár eru staðanöfn, alls um 4700, þar sem tilgreint er hvar hver staður er. Þriðji hluti nafnaskrár eru svo ýmis nöfn, heiti rita, galdrastafa, ætta, þjóða o. s. frv., alls 1000 Framh. á bls. 16.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.