Morgunblaðið - 02.07.1961, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.07.1961, Blaðsíða 12
12 MORGUNTJLAÐIÐ sunnuaagur 2. JQIí 1961 Utg.: H.f. Arvakur Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni CHa, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgieiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. KAUP HÆKKAÐ EN KJARABÖTUM FRESTAÐ <5>~ yiNNUDEILUNUM er nú * að ljúka með víðtækum kauphækkunum. Er þegar sýnt að kaup allra mun hækka nokkurn veginn um sömu hundraðstöluna, og at- hyglisvert er að stjórnarand- stæðingar, sem hófu verk- föllin á þeim forsendum að hinir lægstlaunuðustu þyrftu kjarabætur, leggja nú meg- ináherzlu á að þeir, sem við betri kjör búa, fái líka sitt kaup hækkað. Launajöfnuður í hinu ís- lenzka þjóðfélagi er orðinn það mikill, að allir virðast nú sammála um, að því hlutfalli verði ekki breytt til hags- bóta þeim, sem við lægst laun búa, í vinnudeilum. — Annars mundu verkamenn auðvitað ekki taka í mál að hafa samstöðu með þeim, sem hærri laun hafð, í kröfu gerðum. Þegar vinnudeilunum lýk- ur, þá hafa allir fengið sitt kaup hækkað; en enginn raunhæfar kjarabætur. En verst er að hin hækkuðu laun eru svo mikil að útilok- að er að atvinnuvegir standi imdir þeim án sérstakra ráð- stafana. Þannig verður ekki hjá því komizt að styrkja grundvöll efnahagslífsins að nýju. Þeim raunhæfu kjara- bótum, sem grundvöllur var að skapast fyrir vegna við- reisnarráðstafanna, hefur þannig verið frestað um nokkurt skeið. FORINGJASKIPT- IN í VARNAR- LIÐINU í GÆR fóru fram foringja- skipti í varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli. Benja- min G. Willis ofursti, . sem verið hefur yfirmaður varn- arliðsins, kveður nú Island. Hann hefur getið sér hér gott orð og tekizt vel að halda á hinu vandasama starfi. Er ástæða til að þakka honum góð störf hér á landi í þágu sameiginlegra hugsjóna At- lantshafsbandalagsríkjanna. Robert B. Moore aðmíráll tekur við embætti yfirmanns varnarliðsins og Wiliam R. Mayer kapteinn við yfir- stjórn flugstöðvarinnar í Keflavík. Báða þessa menn bjóða íslendingar velkomna og vænta þess að heilla- drjúgt samstarf megi verða milli þeirra og íslenzkra yf- irvalda. Vonandi kemur að því að ástand heimsmálanna verði með þeim hætti að ekki þurfi lengur varnir hér á landi, en meðan þær eru eftir okkar óskum, þá ber okkur að leggja okkur fram um að samskiptin við varnarliðið verði byggð á gagnkvæmum skilningi og trausti. AFMÆLI LANDSBANKANS ¥ ANDSBANKI Islands minntist í gær 75 ára af- mælis síns. Með stofnun hans var stigið eitt merkilegasta skrefið til efnahagslegrar við reisnar í landinu eftir margra alda kyrrstöðu og fábreytni íslenzks atvinnulífs. Bankinn varð athafnalífi landsmanna stórkostleg lyftistöng. Má segja að vöxtur hans og við- gangur sé nátengdur allri þróun og uppbyggingu í land inu. Fjármagnsskorturinn hefur lengstum skorið framkvæmda möguleikum Islendinga þröng an stakk. En þótt Lands- bankinn væri stofnaður með aðeins 500 þús. kr. framlagi, þá markaði stofnun hans þó tímamót. Þjóðin hafði eign- azt banka, sem hafði það hlutverk að styðja bjargræð- isvegi landsmanna, stuðla að aukinni fjölbreytni þeirra og hvers konar framförum í landinu. Starfsemi hins fyrsta banka hefur áreið«anlega átt ríkan þátt í því að glæða sjálfs- j traust íslendinga og gefa, þeim byr undir vængi í bar- j áttunni fyrir efnahagslegu > og pólitísku sjálfstæði. Heilbrigð bankastarfsemi er sérhverri þjóð mikils virði. Reynsla okkar Islend- inga á því sviði er stutt. En hún hefur kennt okkur margt, m.a. það að sparnað- ur og fyrirhyggja er frum- skilyrði fjármagnsmyndunar og framkvæmdamöguleika. Þjóðin þakkar Landsbank- anum merkilegt brautryðj- andastarf um leið og hún árnar honum áframhaldandi vaxtar og gengis. OFSTÆKISSKRIF rpíMINN fjargviðrast yfir því í gær að Loga Ein- arssyni skyldi veitt embætti yfirsakadómara en ekki Þórði Björnssyni. Morgunblaðið tel ur Loga Einarsson ekki í neinu tilliti eftirbát Þórðar Björnssonar, að hinum síð- arnefnda ólöstuðum, enda er áiaferlin í Finnlandi EINS og skýrt hefur verið frá í fréttum sagði Veino Johannes Sukselainen af sér sem forsætisráðherra Finnlands síðastl. fimmtu- dag. En Sukselainen hafði deginum áður verið svipt- ur embætti aðalforstjóra lífeyrissjóðs finnska ríkis- ins. Auk þess höfðu þá . sextán menn aðrir úr I stjórn sjóðsins hlotið fáar fésektir og sumir þeirra sviptir stöðum sínum. Var mönnum þessum gefið það að sök að hafa misfarið með fé lífeyrissjóðsins til hagsbóta fyrir starfsmenn hans. Dómurinn var upp kveð- inn í lögmannaréttinum í Helsingfors á miðvikudag og hefur Sukselainen lýst ) yfir sakleysi sínu og á- 1 frýjað málinu til hæsta- réttar. 2. Vegna breyttrar reglu- gerðar var ekki unnt að lána úr lífeyrissjóðnum til fjögurra sambýlishúsa, sem hafin var smíði á. Lífeyr- issjóðurinn yfirtók þá hús in og leigði starfsmönn- um sínum íbúðir gegn lágu gjaldi. Utanaðkom- andi fjölskyldur sem íbúð- ir fengu í þessum húsum, voru látnar greiða mun hærri leigu. 3. Lífeyrissjóðurinn var aðal eigandi að byggingarfé- lagi. Hlutabréf í þessu félagi voru seld starfs- mönnum sjóðsins á mun Meðal annarra, sem dæmd- ir voru, var Reino Ruuskoski forseti æðsta umboðsdómstóls Finnlands, en hann var áður í stjórn lífeyrissjóðsins. Var hann sviptur dómsforsetaem- bættinu. GAMALT MÁL Mál þetta kom 'fyrst til sögunnar þegar reikningar lífeyrissjóðsins fyrir árin 1956—57 voru lagðir fram. Gerðu þá endurskoðendur at- hugasemdir við það hvemig Sukselainen tekjum sjóðsins hafði verið (Myndin tekin í Reykjavík í ráðstafað. Fór málið þá fyrirfyrrasumar). þingið, sem lýsti sig andvígt samþykktum sjóðstjórnarinn- ar að því er varðaði bygg- ingu á starfsmannaíbúðum. Olavi Ronka ríkissaksókn- ari Finnlands fékk málið í sínar hendur árið 1958 og að rannsókn lokinni var það tek ið fyrir í lögmannaréttinum í Helsingfors á síðasta ári. 1. Byggingarfélag, sem starfs menn lífeyrisssjóðsins áttu, byggði á árunum 1950—51 þrjú fjölbýlishús. 90% byggingarkostnaðarins voru greidd með lánum frá lífeyrissjóðnum, sem voru til 50 ára og með lágum vöxtum. lægra verði en öðrum var gefinn kostur á. Eins og fyrr segir voru 17 af stjórnendum sjóðsins dæmd ir fyrir misnotkun á eignum hans. En auk þess voru þrjú byggingafélög, sem hlut áttu að málinu, dæmd til að greiða ríkinu 343 milljónir marka (rúml. 40 milljónir króna) í bætur. HEIMSÓKN TIL ÍSLANDS Sukselainen er ýmsum"Is- lendingum kunnur, m.a. frá heimsókn " sinni hingað um mánaðarmótin júlí-ágsút 1960 er hann kom til að sitja þing Norðurlandaráðs. Hann hef- ur lengi staðið framarlega í stjórnmálabaráttunni í Finn- landi. Hann varð formaður bændaflokksins finnska (Agr ar flokksins) 1945 og hefur verið það síðan. Hann hefur gegnt ýmsum ráðherraem- bættum og lengi verið for- seti finnska þingsins. Við þingkosningarnar 1958 hlaut flokkur Sukselainens rúmlega 23% atkvæða og 48 af 200 þingsætum. Kommún- istar hlutu 50 þingsæti, sósíaldemókratar 48, íhalds- menn 29, Sænski þjóðflokk- urinn 14, Finnski þjóðflokk- urinn 8 og óháðir sósíaldemó- kratar 3 þingsæti. Samsteypu stjórnir féru með völd í Finn landi frá kosningunum 1958 þar til í desemberbyrjun sama ár. Þá slitnaði endanlega upp úr samvinnunni. ítrekaðar til- raunir vorú gerðar til að mynda enn eina samsteypu- stjórn, er nyti stuðnings meiri hluta þingsins, en án árang- urs. Loks eftir að samninga- umleitanir höfðu staðið í 41 dag fól Kekkonen forseti Sukselainen að mynda minni hlutastjórn Bændaflokksins og tók sú stjórn við völdum 13. janúar 1959. HVER TEKUR VIÐ? Margar tilraunir hafa ver- ið gerðar frá því stjórn Sukselainens tók við völdum að mynda meirihlutastjórn í Finnlandi, en þær tilraunir hafa allar verið árangurs- lausar. Ekki er á þessu stigi máls- ins kunnugt hvaða áhrif það hefur á stjórnmálin í Finn- landi að Sukselainen hefur nú sagt af sér, en hugsanlegt er að Bændaflokkurinn fari áfram með stjórn og að ein- hver af flokksbræðrum Sukse lainens taki við embætti hans. Líklegastir til þess eru taldir núverandi utanríkisráðherra Ahti Karjalainen, sem er 30 ára og verkamálaráðherrann Kauno Kleemola. Salazar kvaríar und- an almenningsálitinu — og vísar á bug áskorun ÖrYggisráðsins það einróma álit þeirra, sem til þekkja, að Logi Einarsson sé með allra beztu lögfræð- ingum landsins. Tíminn heldur því fram, að Þórður Björnsson gjaldi þess að hann er bæjarfull- trúi Framsóknarflokksins í Reykjavík. Þetta er algjör- lega úr lausu lofti gripið, en hins vegar er auðvitað engin sérstök ástæða til að veita' starfið fremur þeim, sem er virkur þátttakandi í stjórn- málum. Það segir sig sjálft. Þjóðviljinn er álíka tauga- veiklaður í gær, en af öðr- um ástæðum. Þar er hat- rammlega ráðizt að ráðherr- unum Gunnari Thoroddsen og Guðmundi I. Guðmunds- syni. Eru þeir nefndir „of- stækismenn auðvaldsins“ og öðrum álíka nöfnum. Slík skrif dæma sig sjálf. LISSABON, 30. júní (Reuter) — Salazar, forsætisráðherra Portú gals, sagði í dag á þingftmdi, að ríkisstjórnin hefði alls ekki í hyggju að láta ályktun Öryggis- ráðs SÞ frá 9. júní þröngva sér til að hætta aðgerðum í því skyni að bæla niður uppreisnina í Afríkunýlendunni Angóla, sem nú hefir staðið um fjóra mánuði. Öryggisráðið samþykkti að skora á Portúgalsstjórn að hætta „harð ýðgislegum aðgerðum“ í nýlendw sinni. „Angóla er porúgalskt land“, sagði Salazar á þingfundinum. „Hvaða erfiðleikar sem á vegi okkar verða, og hversu miklar fórnir sem við verðum að færa til að sigrast á þeim, sé ég enga aðra skýnsamlega leið en halda áfram“ (aðgerðum í Angóla). — Salazar sagði, að Portúgal mundi ekki láta þvinga sig. „Við erum öruggir um, að við erum 1 full um rétti og erum að gera hið eina rétta — og við getum sýnt pað og sannað“, sagði einvaldurinn. , ■— ★— Hann kvartaði undan þvi, að nú séu höfð „hausavíxl á öllu I heimi hér“. Þeir, sem gera árás ir, séu taldir frelsishetjur, en hinir, sem verji hendur sínar, séu stimplaðir glæpamenn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.