Morgunblaðið - 02.07.1961, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 02.07.1961, Blaðsíða 23
Sunnudagur 2. júlí 1961 MORGU'NBI, AÐ1Ð 23 Gæði ullarirmar ráða verði hennar Mat fer fram eftir þvott Tíðar mótmælagöng'ur gegn Ir ak hafa verið farnar í Kuwait undanfarna daga. Hafa borg- ararnir borið myndir af Abdullah fursta auk hins nýja þjóðfána síns. I SUMAR munu Ullarþvottastöð SÍS á Akureyri og Ullarþvotta- stöð Garðars Gíslasonar í Reykja vík gera ráðstafanir til að merk ja ull bænda um leið og hún er lögð inn. Síðan verður ullin send þvottastöðvunum og metin þar gæðamati og rýrnun hennar á- kvörðuð. Fer uppgjör hvers bónda þá eftir óhreinindum í henni. Þetta kom fram í frétta- auka, sem Stefán Aðalsteinsson, flutti sl. fimmtudag. Þetta fyrirkomulag er nýjung, því hingað til hefur bændum, sem hafa lagt ull sína inn í ákveðið kaupfélag eða einkaverzl un, yfirleitt verið greitt meðal- verð kaupfélagsins eða verzlun- arinnar fyrir þá ull, sem þeir hafa lagt inn Og þeir lítið borið úr býtum, er reynt hafa að rækta ullargott fé Og vandað meðferð ullarinnar. Flokkun á ullinni til bænda verður byggð á notagildi og sölu verðmæti hennar. 1 flestum met- um verður þelmikil ull með fín- gert Og áferðarfallegt tog, en laus við rauðgular illhærur og gula togenda. Munu bændur því njóta þess að leggja inn eðlisgóða, vel með farna og óhreinindalitla ull en gróf, illhæruskotin og óhrein ull verður felld í flokkun. Við uppgjör verður greitt fyrir út- reiknað magn af hreinni uir frá hverjum framleiðanda, en óhrein indin ekki borguð. Stefán gat þess að ódýrara væri að merkja, flytja og meta ullina, ef hún kæmi í stórum sendingum, að heilleg reyfi væru auðveldari í mati og dýrmætari, Og að ullin þyrfti að vera hrein- leg og um fram allt þurr í pok- unum, þar eð þeir verða ekki opnaðir fyrr en um leið Og þeir verða metnir 1 ullarþvottastöðv- unum. Einnig gat hann þess að mislit ull mætti ekki fara sam- an við hvíta. Kuwait Framh. af bls. 1 um talsmanni, að liðssveitir úr Jiinum 60 þúsund manna her ír- «iks, hefðu nú búið um sig nálægt landamærum Kuwait. Var þessu einnig 'haldið fram í yfirlýsingu frá ríkisráði furstadæmisins, sem jrafnframt tilkynnti, að bæði Bret land og Saudi-Arabía hefðu heit ið hernaðai'aðstoð til verndar Kuwait k ' Fjölmennt liS til taks / Herflokkar úr Kuwait-her, sem alls er skipiaður um 2000 mönn- um, eru komrnar til norðaust- ur-landamæranína, þar sem helzt er óttast að íröksk innrás kunni að verða gerð. — Um 8000 manna forezkt herliði í Kenyia, Aden og Bahrein hetfur verið gert aðvart um að vera til taiks, ef nauðsyn ikrefur, vegna atburðanna í Kuwait. Hammarskjöld tilkynnt Brezkia utanríkisráðuneytið gaf í morgun út yfirlýsingu, þar eem tekið er fram, að Bretar muni hverfa á brott frá Kuwait roeð herlið sitt, jafnskjótt og furstinn telji hættima liðna hjá. Þangað til svo yrði, myndi furst- inn hins vegar geta gripið til liðsiins. Það væri þó von ráðu- meytisins, að ekki þyrfti til sliks að koma. — Tilikynning um l;ðs flutningana hefur verið send Dag H ammarislkj öld, fnamikvæmda- etj óra Sameinuðu þjóðanna. Reynt að miðla málum Fregnir bárust um það, að Mo- Ihammed Hassouna, fulltrúi ráðs Arababandalagsins, væri á för- um frá Beirut í Líbanon til írak og Kuwait, og hyggðisit hann reynia að miðla miálum. Araba- handalagið hefur annars sem Ocunnugt er lýst yfir eindregn- ium stuðningi við Kuwait og við- urkennt sjálfstæði þess. Þá mun ibrezka stjórnin hafa mælzt til þess við Nehru, forsætisráðherra Indlands, að hann beitti áhrif- «m sínuim til laiusnar á þessu eilvarlega ágreiningsmáli. Byrjaðl fyrlr vlku Vandamál það, sem frarnan- Igreindar ráðstafanir eru sprottn- ar af, upphófst síðastliðinn sunnu dag, er Kassem, forsætisráðherra íraks, lýsti yfir því, að Kuwait væri óaðskiljanlegur hluti lands fcíns. Gaf hann yfirlýsingu sina í ikjölfar þess, að hinn 19. þ. m. var lokið verndargæzlu Breta yfir furstadæminu, sem staðið hafði . í 62 ár, _ . ‘ Síldarflutningaskip- in tekin til starfa NORSKA síldarflutningaskipið Talis tók síld á Ólafsfirði, og landaði henni í gær í bræðslu á Krossanesi. Voru þetta afgangar, sem ekki fóru í söltun á Ólafs- firði, en síldarverksmiðjan þar er ekki í gangi. Síidarverksmiðjurnar á Hjalt- eyri og Krosaanesi hafa tekið á leigu tvö norsk skip eins og áð- ur er sagt til að taka við síld í sumar af skipunum á miðunum og flytjia hana til verksmiðjanna. í fyrra var gerð tilraun með þetta, og gafst hún vel, en þá komiu skipin full seint á síldar- vertíðinni. Þá var tilraunin styrkt af ríkí og Fiskimálasjóði, en nú hafa verksmiðjurnar tvær skipin á leigu alveg á eigin kostn að. Munu þær kaupa síldina á miðunum fyrir 10 kr. lægra verð málið en í landi, og þá reiknað með að verksmiðjurnar beri sjálf ar ekki minni kostnað af flutn- ingnum en bátamir. Þetta fyrir- komulag getur sparað síldveiði- Nœsta geímferð eftir hálfan mánuð? Washington, 30. júní TALSMAÐUR Geimferða- stofnunar Bandaríkjanna skýrði frá því í dag, að fyr- irhugað væri að senda annað mannað geimfar á loft frá Kanaveral-höfða á Florida um miðjan júlí n.k. eða í vikunni þar á eftir. Yrði þar um svip- aða tilraun að ræða og hinn 5. maí sl., þegar Alan Shepard fór fyrstur Bandaríkjamanna í stutta ferð út í geiminn. Talsmaðurinn sagði, að um 500 innlendum og erlendum fréttamönnum yrði leyft að vera viðstaddir „geimskotið“, og væri verið að senda út til- kynningar til þeirra þar að lútandi. skipunum langa siglingu með afl ann í land, og þá skiptir ekki eiins miklu máli þó síldin veiðist ekki alveg í næsta nágrenni við stóru verksmiðjurnar. Skv. reynslunini í fyrra var á- kveðið að taika nú annað skipið stærra. Talis ber 5000 mál, en Aska 3200, eins og bæði skipin í fyrra. Skipin eru komin hingað fyrir nökikru, Talis komið í síld- arflutninga, en Aska er að flytja tunnur frá Siglufirði til Raiufar- hafnar, en verður einnig sett í síldarflutninga, um leið og á- stæða þykir til. Dánarfregn BISKUPSSTOFAN skýrði blað- inu svo frá í gær, að látinn væri vestur í Bandarikjunum, séxa Kristinn K. Ólafsson. Hann var meðal hinna fyrstu fslendinga, sem fæddust í Bandaríkjunum og hlaut hann alla menntun sína vestra. Hann þjónaði lengi ís lenzku söfnuðunum í Dakota og Vatnabyggðum og forseti i lenzka kirkjufélagsins var hann á árunum 1923—32. Þó séra Kristinn væri borinn og barnfæddur vestra mun hann hafa haft gott vald á íslenzku máli, og meðal síðustu verka hans var að þýða á enska tungu bók Ásmundar Guðmundssonar fyrrum biskups: „Æfi Jesú“. Von Brentano vill: Friðarsamning við Þýzkaland allt BONN, 30. júní — (Reuter) — Heinrich von Bretano, utanrik- isráðherra Vestur-Þýzkalands, sagði í dag, að vestrænar þjóð- ir verði að neyta síns ýtrasta til þess að koma í veg fyrir, að Sovétríkin geri sérfriðarsamn ing við Austur-Þýzkaland. Frelsi Berlín Lét von Brentano m.a. svo um mælt, að slíkum samningi, sem stefnt væri gegn Berlín, yrði því aðeins afstýrt, að Sovét- ríkjunum og öðrum, er hlut ættu að máli, yrði gert ljóst, að Vest- urveldin myndu grípa til sinna ráða, ef úr samningsgerð yrði. Og hann bætti við: „Sá tími izt á sínu.“ að Berlín glati frelsi Ósigur afdrifaríkur Neðri deild vestur-þýzka Sam- bandsþingsins gerði í dag álykt- un um málið, þar sem segir, að slíkur friðarsanmingur verði að taika til Þýzkaliands allls. Að- gerðir Sovétríkjanna í málinu hafi það markmið, að leiða yfir hiinn frjálsa heiim „stjórnmála- legan og isiðferðileglBin ósiigur, sem ef til vill verði afdrifaríkur fyrir sögu mannkynnsins." Frjálsum Oig fúsum vilja Vestur-þýzka stjómin hefur í opinberri yfirlýsingu vísað á kann að koma, að Atlantshafs- hug austur-þýz'kri kröfu um að bandalagið verði að gera lýð- um ljóst, að það getur ekki fall- FJÁRSÖFNUN BSRB til styrkt.ar verkfaHsmönnum heldur áfram, þar sem ósamið er enn við all- mörg verkalýðsfélög. Söfnunar- listar hafa þegar verið sendir út til sambandsfélaga, sem eru beðin að gera skil hið fyrsta á inn- komnu fé. Skrifstofa BSRB Bræðraborgarstíg 9 er opin kl. 5—7 hvern virkan dag meðan söfnun stendur. (Frá BSRB). viðræður um friðarsamninga verði bafnar. Halda Vestur-þjóð verjar því fraim, að slíkair sarnn- ingaumleitanir geti aðeins haf- izt, þegar mynduð hefur verið þýzk samstjórn, reist á frjáls- um og fúsum vilja allrar þýzku þjóðarinnar. — Sjóherinn Framh. af bls. 1 og kvaðst vona, að hann ætti eft- ir að eignast marga góða vini hér. * * * Tók Moore aðmíráll formlega við yfirstjórn varnarliðsins Og þjóðsöngvar íslands og Banda- ríkjanna voru leiknir. Gengu fylkingar flughers Og flota síðan út af svæðinu með lúðraflokk í fararbroddi, en Neptune-gæzlu- vélar og orrustuþotur flugu í fylk ingu yfir. Willis, hershöfðingi, kvaddi þarna samverkamenn og vini, landa og íslenzka kunningja. Síð- an ók hann ásamt konu sinni og tveimur börnum að flutningavél hersins, sem stóð álengdar og beið hershöfðingjans. Kvaddi hershöfðinginn því ísland nokkr- um mínútum eftir að hann hafði látið af stjórn varnarliðsins — og flaug áleiðis til Stewart flug- stöðvarinnar í New York, en þar mun hann taka við yfirstjórn varaliðs flughersins. * * * Moore aðmíráll hafði boð inni fyrir ýmsa gesti að athöfninni lokinni. AðmíráUinn kom hingað frá Argentia flugstöðinni á Ný- fundnalándi en þaðan hefur hann stjómað hinu „fljúgandi" ratsjár- kerfi yfir N-Atlantshafi. Á blaðamannafundi fyrr í gær morgun sagði aðmírállinn, að á- kveðið hefði verið að færa þessa „fljúgandi“ ratsjárkeðju norður á bóginn eftir að ratsjárstöðarn- ar á Grænlandi voru fullbúnar. Nær samfelld keðja ratsjár- stöðva Atlanitshafsbandalagsins frá Alaskia til Tyrklands. Þetta ratsjárkerfi er eingöngiu til að vara við óvinaflugvélium, en viðvörunarkerfi gegn flugskeyt- um er nú verið að koma upp með stöðvum í Alaska, Græn- landi og á Bretlandi. ♦ * * Þá sagði aðmírállinn að litlar sem engar breytingar yrðu á Keflavíkurfl'UgveHi við komu sjó hersins, nema hvað snertir Sup- er-Constellation natsjárflugvél- amar, sem setjasit að hér. Nep- tune-könnuniairvélamar verða á- fram og flugberinn annast enn um skeið sveit orustuiþota í Keflaviik. Ekki sagði aðmánáll- inn að nein skip fylgdu þessari deild sjóhersins og tala her- manna á flugvéUinium yrði svip- uð og verið hefur. Almennar samkomur Boðun fagnaöarerindisins Sunnudag að Austurgötu 6 Kafnarfirði kl. 10 f. h. Að Hörgs- hlíð 12 kl. 8 e- h. Reykjavík. Þökkum hjartanlega auðsýnda vinsemd og vinarhug á 70 ára afmælisdegi okkar þann 20. júní s.l. Gíslína SigurðardótUl', Sigurjón Sigulðsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.