Morgunblaðið - 02.07.1961, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.07.1961, Blaðsíða 16
16 MORCVNBLAÐIÐ Sunnudagur 2. júlí 1961 rj< Sunnudagskrossgdtan -jc Tóo- P>C5- 1 MS íftTO- reNT- íNor LilCftMi HUUTifl r <\V n m So°Á SIAtMi'Á ( ( ( fi s-n Jl J ,Á'S \ f-V 'OTTR trc- LO- Nfl- FH r E — 01 SKoRDýfl \l£tf)|R unct- V\f)l HLufH fl n TvjE'R etp* RfTpKU- 5 rflpþfj JlROMg * s?& i i oP- or i ■ C«CT- «« - T'lf> HuT o 9 ir«\9w v'ef- V)4t M - 0 0 0 va?.?h . y fioLTf? OMKWj Sk/R|R TRft FRRiP ÖFOCT SfM' TZtOCt* t/R M- sewiR Nflöfk'flR 2 f: iT- TTc>tA beill % . r LK- Rl ftMR- 1 Í ▼ rvnenw mns y* DRTúPI fv\fl rJ rJ - öRfl'T- HLSbflO rtLFfC'Ff. Sf?M TtíK OrtíAFfí BÆR’fl ITfllfU iBtJPI- ee«i> Wtil- Hflffl . rvu*1-* BoS\u L í K SOLU BL’om DVftLI L oT|N M 1—*. '<\V KSfcu- U <Y\ - SkCHU ft v'ffffl 3 SflM- HUJ. EPTIR RÆ 9 OPeKKr > 1 RS .'bO OÝ £V.9|Tp- p Slfftvv)- OVl ■ 1. ■■■ mmmmm — - - w • 7 jr y FtL- ftff- IHfl i cö’ 4* & M Kjft> 1 < V í T \ ernoiw V n K ? ff R T K 1 V 'w i j> U s ruHci h ft R Cx Á' L T '0 K '1 Ki 5 N X) R u N ft m b 1 N ;í''v r b L K e & N 1 ft Bucutcfl "íflSr R S K ft SS' 'U L ft r 1 L U N N 1 N & ’fi K K l s V? K' N a i) IKlflV N N ’Pt s T 'fl 1 KlHD & T? u & Cf ✓5 £ T 'o 1 DflíuR N '1. s K 'fi R StR- HLT. E F Mi ".VA s N Á < K 'fi T 'i N ft X k kfl.rfl V O T R HllfllRT .iHM- IIKM h '1 K r trfti S ft' 1 N N- HVF 0' F R ') 9 U S r af«£< s P R K cr R R N iHiifl S T f? fí K ff R ro ft' L ft 1 1 ft H N artm SPIL K Æ r ’l. N X m s vírr f? U T s> ? 5 H fl T * r*A .fh ft N ‘ff K ft m ■3 L5 R K.Kll! flOCfl T 'fl 1 N [á u K «’ N iíf: ’fí s 'R '/fflVfl L Ú T ft L. ; F u Gr L R f? r' T 0 M. £ R B 1 t'HL Cfl-Tfl ? ft Ý>K»v- V)tA Æ p u •m MTKTl Kflu. O' s 'ft C y M ’O RÍ L s ? e R T u R ft ft N 1 ífl-’ p T 9 SV R| R 0 s T SPufl- ^UT. T ro 9 'O í> O Landssamband smá- bátaeigenda stofnað um. Margrét áttræð HINN 29. maí, var Margrét Björnsdóttir fyrrverandi hús- freyja á Stóru-Seylu í Skagafirði áttræð. Hún er fædd að Syðra- Skörðugili hér í hreppi. Foreldr- ar hennar voru Björn Finnsson og kona hans Salóme Jónasdóttir. Voru þau bæði af skagfirzkum bændaættum, langt í ættir fram. Björn faðir Margrétar, andaðist veturinn fyrir fæðingu hennar, hinn nafnkunna heljarvetur 1881. Systkinin voru: Halldór, Björn, Ingibjörg og Margrét, voru þau öll á unga aldri, er faðir þeirra lézt. Er nú Margrét ein lifandi þeirra systkina, hin eru öll látin fyrir mörgum árum. Salóme hélt búskapnum áfram með börnum sínum, en naut að- stoðar, tveggja systkina; Jóns og Margrétar, er voru hjá henni til dauðadags. Salóme bjó óslitið yfir 30 ár, eftir lát manns síns. Hún var orðlögð þrek- og dugn- aðarkona, sem hefir verið nokk- uð algengur ættararfur enn í dag. Salóme var sæmdarkona í hví- vetna. Hún andaðist hjá Mar- gréti dóttur sinni háöldruð. Mar- grét var alla stund hjá móður sinni þar til hún giftist 1915. Birni bónda og síðar hreppsstjóra Jónssyni á Stóru-Seylu. Hún var síðari kona hans. Þegar Margrét var gift og orð- in húsfreyja á Stóru-Seylu, kom sér vel fyxir hana, að vera eigi með öllu óvön bústjórn úr móður garði. Þegar hún varð þar hús- freyja, var á Seylu eitt með stærstu búum í Seyluhreppi. Þar við bættist mikil gestanauð. Bæði voru þau hjónin gestrisin mjög og margir áttu erindi við húsbóndann, vegna margvíslegra starfa hans fyrir sveitunga sína. Húsfreyjan brást eigi heldur í BjörnsdótHr stöðu sinni. Var myndarskapur húsfreyjunnar á orði hafður, enda er Margrét ágætum hæfi- leikum gaédd og hög á hendur, þótt eigi gengi hún á kvenna- skóla á yngri árum. Margrét var mjög glæsileg kona á yngri árum, þótt aldur- inn hafi sett sín merki á útlit hennar, hefir árunum eigi tekizt að afmá tíguleik hennar, þrátt fyrir veila heilsu lengstaf ævinn- ar. Mann sinn missti Margrét 10. ágúst 1943. Hún hélt búskap á- fram til 1947, þá tók sonur henn- ar Halldór við búi á Seylu, og hefir búið þar síðan. Hann er kvæntur Ástu Guðmundsdóttur borgfirzkri að ætt. Tvær dætur áttu þau líka Björn og Margrét: Lovísu og Ingibjörgu. Margrét dvelur hjá syni sínum og tengdadóttir á Seylu. Ég vil eigi láta hjá líða að færa Mar- gréti mínar hjartanlegustu þakk- ir, fyrir alla umönnun hennar á móðurlausri dóttur minni, sem ég kom með á heimili hennar á 1. ári, og dvaldi þar undir um- sjá hennar í 4 ár, við móðurlega umhyggju hennar og gömlu kvennanna tveggja, sem áður er getið. Sú umhyggja hennar og tryggð við litlu stúlkuna til ævi- loka, er mér ógleymanleg. Ég óska þér svo, gamla vin- kona, allrar blessunar og bið þess að ævikvöldið verði þér bjart og rólegt. Guð veri með þér. Hjörtur Kr. Benediktsson. SEOL, S-Kóreu, 21. júní. (Reuter NTB). — Byltingarstjórnin í Suð ur-Kóreu tilkynnti í dag, að 11 hæstaréttardómarar, 3 forsetar við æðri dómstóla og 9 forsetar héraðsdómstóla hefðu sótt um lausn frá störfum. — Samtímis upplýsti viðskipta- og iðnaðar- málaráðuneytið, að 4000 opinber- um starfsmönnum hefði verið vik ið frá . NÝLEGA var stofnað Samband smábátaeigenda (skammstafað SSB). Tilgangur sambandsins er að standa vörð um sameiginlega hagsmuni útvegsmanna og sjó- manna, sem eiga báta undir 50 lestum. Tilgangi sínum hyggst Sam- bandið ná m.a. með því: 1. að vinna að stofnun félaga smábátaeigenda. 2. að vinna gegn rányrkju á grunnmiðum. 3. að koma fram fyrir hönd sambandsfélaga við samninga- gerðir um sölu og verðlagningu afurða. 4. að vinna að bættum hafnar skilyrðum og þjónustu í höfnum. 5. að vinna að aukinni þekk- ingu félaga sambandsins um veiðar og hagnýtingu afla. 6. að stuðla að öflun stofnfjár og rekstrarfjár til handa félög- unum. 7. að glæða áhuga ungra manna fyrir sjómennsku m.a. með virkri þátttöku í fiskveið- 8. að vinna að kynningu beztu og hagkvæmustu öryggistækja smábáta. 9. að leita upplýsinga fyrir félagsmenn Sambandsins um hag kvæmust kaup á veiðarfærum og stofna innkaupadeild, ef það þykir henta. 10. að vinna að öðrum sam- eiginlegum málum félagsmanna, sem upp kunna að koma á hverj um tíma. Stjórn Sambandsins er þannig skipuð: Form.: Bjarni Kjartansson, for stjóri, Rvík; Varaform.: Guðm. Þórarinsson, útg.m., Garði; Rit- ari: Haukur Jörundsson, fulltr., Rvik. Gjaldkeri: Björn Bene- diktsson, póstm., Rvík; Meðstj. Geirharður Jónsson, sjómaður, R; Árni Vilmundarson, bifreiðastj., Keflavík og Mark^s B. Þorgeirs- son, skipstjóri, Hafnarfirði. Varastjórn: Ingimundur Leifs- son, Akranesi, Vilhjálmur Magn ússon, Höfnum og Svanberg Magnússon, Hafnarfirði. — Bókmenntir Framh. af bls. 9. gömlum vini sem skyndilega skýt ur upp kollinum í stóru sam- kvæmi. Og hugleiðingar Josée um mennina, sem liggja sofandi við hlið hennar eins og kreistar sítrónur, gera út af við allar hugmyndir þess efnis að kúnan leggist ekki með karlmanni nema tilfinningarnar komi til skjal- anna. 1 Það sem Josée er sífellt að leita að er ljóðrænan í lífinu, lyrisme. Þetta orð gengur eins og rauð- ur þráður gegnum hugsanir henn ar og drauma. Hún lætur sig dreyma um að baða sig í skýj- unum, þar sem loft, vatn og vind- ar gæla við húð hennar. Hún nýt- ur þess að innsta hjartans grunni að liggja á ströndinni og láta sólina þrýsta geislum sínum inn úr skinninu. Hún þráir að geta flúið frá því sem aðrir kalla „lífið“, frá tilfinningum ann- arra og eigin takmörkunum. Ef hún væri aðeins andblær í hin- um mikla samleik náttúrunnar! En dauðinn bíður á næsta leiti* og áður en þangað er komið verða menn að drepa tímann, og það verður aðeins gert með áfengi og heimskupörum þ. e. a. s. ástaleik. Þetta er að sjálfsögðu lífsskoð- un margra æskumanna í heimi nútímans, Og þess vegna er það kannski ekki svö furðulegt, þeg- ar öllu er á botninn hvolft, að Francoise Sagan skuli vera „spákona" samtímans. Þessa dagana á brezki rithöf- undurinn John Waine mjög ann- ríkt í London, því hann er að undirbúa alþjóðlega „ljóðskálda- hátíð“ sem haldin verður dagana 16.—23. jiílí. Hátíðin fer fram í Mermaid Theatre og þar verða á boðstólum 23 „sýningar", fyrir- lestrar, kvikmyndir sem samdar hafa verið eða stjórnað af ljóð- skáldum, eitt kvöld með ljóðlist og djassi, ljóðalestur af plötum, Og svo koma ljóðskáldin auðvit- að fram í eigin persónu og lesa úr verkum sínum. Meðal enskra þátttakenda sem lesa munu úr verkum sínum eru William Empson, Louis MacNeice (sem kom til íslands með Auden 1936), Charles Causley ög tíu ára undra- barn, Royston Ellis, sem á bæði að lesa eigin ljóð og leika á raf- magnsgítar. Útlend Ijóðskáld munu einnig taka þátt í hátíðinni og lesa verk sín á frummálinu. Þar verða m. a. skáld frá Grikklandi og Venezu- ela. Systir Pasternaks, Lydia Slater, mun lesa þýðingar á verk- um bróður síns. Ætlunin með hátíðinni er að treysta böndin milli skálda og lesenda þeirra og jafnframt að taka til umræðu ýmis vandamál sem ljóðskáld nútímans verða að horfast í augu við. Meðal þeirra er t. d. sú staðreynd að hljóm- plötur og segulbönd eru nú óð- (im að taka við hlutverki ljóða- bóka. Það gæti leitt til eins kon- ar endurfæðingar hias talaða Ijóðs sem var í hávegum haft áð- ur en prentlist kom til sögunn- ar. — Þjóbsögur Framh. af bls. 10. nöfn. — í nafnaskránum öllum eru því samtals um ellefu þúsund nöfn, Og þær vísa til um 24 þús. staða í allri útgáfunni. Þriðja skráin er atriðaskrá, 55 bls. Hún vísar til um 21 þús, staða í útgáfunni. Fjórða skráin er flokkun ævin- týra í útgáfunni eftir alþjóðlegu táknkerfi þjóðsagnafræðinga. Fimmta og síðasta skráin er á ensku, orðalykill og stutt skrá fyrir erlenda þjóðsagnafræðinga til að finna í útgáfunni þjóðsög- ur eða minni þeirrar tegundar sem þeir leita að. Alls taka út- lendu skrárnar 21 bls. — Loks er í lokum sjötta bindis skrá um rithandarsýnishorn (alls 72) 1 öllum bindunum, efnisyfirlit og leiðréttingar á prentvillum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.