Morgunblaðið - 02.07.1961, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 02.07.1961, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 2. júlí 1961 Landsmót U.M.F.I. aö Laugum í blíðskaparveðrí Á 4. hundrað keppendur LAUGUM, 1. júlí. — 11. lands- mót Ungmennasambands íslands hófst að Laugum kl. 9 í morgun. Þá fylkti íþróttafólk sér vnð fánahyllingu sunnan við skólann. Voru keppendur frá flestum fé- lögum landsins og frá 19 héraðs- samböndum alls á fjórða hundr- að manns. Hefur það vakið at- Annríki í fluginu MIKLAR annir voru hjá Flugfé- laginu í gær, enda fyrsti dagur eftir að innanlandsflug varð með eðlilegum hætti eftir verkfallið. Fyrir 3 dögum biðu 200 síldar- stúlkur eftir flugfari til Kópa- skers, en búast má við að mikið af þeim hafi farið landveg. Flug félagið sendi tvaer fullar flugvél- ar þangað í gær. Auk þess voru farnar 2 ferðir til Akureyrar og ein til ísafjarðar, Vestmanna- eyja, Homafjiarðar og Kirkju- bæ jark 1 austurs. Auk þess var mikið að gera í utanlandsfluginu, flugvélar fé- lagsins fluttu á annað hundrað manns til Glasgow, Kaupmanna hafnar og London, og var áskip- að í sömu vélar til baka til ís- lands. hygli hve margt kvenfólk tekur þátt 1 íþróttakeppninni á þessu móti. Mótið setti sr. Eiríkur J. Ei- ríksson, en síðan hófst íþrótta- keppnin. Verður keppt í ýmsum íþróttum bæði í dag og á morg- un. Þing Ungmennasambands Is- lands var hér í gær og fyrradag. Er því nú lokið, en fulltrúar á þinginu verða hér fram yfir mót- ið. Hér er mjög gott veður, sól- skin og sunnan andvari og geysi- mikill fólksfjöldi. í morgun kl. 7 taldi ég 320 tjöld og á bifreiða- stæðunum má sjá bíla merkta bókstöfum frá A—ö. Búizt er við að hingað streymi mikiil mannfjöldi í dag, svo að áhorf- endur skipti þúsundum. —St. E. Sig. — Sildin Framh. af bls. 17. Mér finnst að síldina ætti að hag nýta meira í salt en gert hefur verið, og að þeir, sem bankamál- unum stjórna, hafi ekki gert sér næga grein fyrir því, hvílíkt gulls ígildi síldin er. Það er sífellt rætt um niðurlagningu síldar í dósir, en á meðan við ekki getum það, þá er að taka næst bezta kostinn, og hagnýta síldina meira í salt, en gert hefur verið. Til þess að það sé hægt þurfa allir að ilar að leggjast á eitt. Á meðan dæmið stendur þannig, að ein tunna í salt gefur það sama og sex í bræðslu, þá liggur það í hlutarins eðli, að við eigum að reyna að hagnýta saltsíldina", sagði Skafti að lokum. Signal ÞESSAR tvær myndir tók Sveinn Þormóffsson á Laugar- dalsvellinum sl. föstudags- Íkvöld, er Akureyri og Valur kepptu. Á stærri myndinni sést Einar markvörður Akur-. eyringa slá knöttinn frá. , Á hinni sést einn starfsmanna vallarins, sem var sá eini, er var búinn eins og viff átti. Nýtt tannkrem meö munnskol- unarefni í hverju rauðu striki Signal er fremra öllu öðru tannkremi því aðeins það gerir tennur yðar skínandi hvítar og gefur yður hressandi munnbragð Sérhvert gott tannkrem hreíns ar tennurnar, en hið nýja SIGNAL gerir miklu meira! Hvert og eitt hinna rauðu strika S I G N A L S inniheldur Hexa-Chlorophene. Samtímis því sem hreinsunarefni SIGN- ALS gætir og verndar tennur yðar, blandast þetta kröftuga rotvarnarefni munnvatninu um leið og það hreinsar munninn. Burstið því tennur yðar reglu- lega með SIGNAL og njótið þar með bezta fáanlega tann- kremsins, sem inniheldur hvort tveggja í senn, ríkulegt magn hreinsunar- og rotvarnarefna. Látið alla fjölskyldu /ðar nota þetta nýja undra-tannkrem, með munnskolunarefni í hverju rauðu striki. Byrjið að nota S I G N A L strax í dag. Þetta er ástæðan fyrir því, að SIGNAL inniheldur munnskol- unarefni í hverju rauðu striki. X-SIG 2/IC-644S — Leitarskip Framh. af bls. 17. fyrir í gamla daga að við gátum bjargað kasti með því að láta skipið vera með skrúíu í gangi, ef síldin óð á móti báínum, og fengið hana þannig til þess að snúa við inn í nótina. Þá hefur færeyskur skipstjóri sagt mér, að það sé hans fyrsta verk, þegar hann er kominn í fisk, að taka dýptarmælinn úr sambandi. — Hvað er hægt við þessu að gera? — Skipin verða stöðugt fleiri, og fleiri skrúfur eru í gangi á miðunum með ári hverju. Eftir að leitartækin komu er aldrei stoppað, þannig að skrúfuvatniö deyr aldrei út. Sé skrúíuvatnið ástæðan er ekkert hægt að gera annað en að fækka skipum, og það held ég að verði erfiít vanda mál. Spádómar ekki að byggja á. * — Hvað um vertíðina, sem framundan er? — Eg vil ekki spá um haná. Spádómar um síld eru ekki til að byggja á. Hinsvegar virðast átuskilyrði góð, og síldin hefur verið heldur horuð til þessa. Mín reynsla er sú, að eftir því, sem síldin er feitari fyrst á sumrin, því fyrr hverfur hún af miðun- um, en möguleikarnir eru meiri fyrir því, að hún tolli ef hún er horuð fyrst í stað. — Síldarleitin er á fleiri stöð- um en Siglufirði? — Það er síldarleit á Raufar- höfn og í ár höfum við bætt við síldarleit á Seyðisfirði. Þessar þrjár stöðvar hafa samband sín á milli, við flotann og flugvélarn ar, og Seyðisfjarðarleitin hefur gefist vel til þessa. Það hefur lengi vantað síldarleit fyrir aust an. Að svo mæltu kveðjum við „Síldarsetrið", enda nóg að gera við að tala við flotann og síldar leitina fyrir austan. —h.h. • Washington. — Kennedy, Bandaríkjaforseti lagffi fyrir þingiff í dag frumvarp um að komiff verffi á fót sérstakri stofn- un er sjái um afvopnunarmál. — Nú eru þau mál í höndum fá- mennrar nefndar innan utanrik- isráffuneytisins. FYRSTA umferð í einvíginu um þátttökurétt í Evrópumótinu fór fram í fyrrakvöld. Spiluð voru 40 spil og er staðan nú þessi, að sveit Stefáns J. Guðjohnsen hefir- 37 stig yfir sveit Halls Símonar- sonar, en stigin eru 62:25. Sveit Eggrúnar Arnórsdóttur hefir 41 stig yfir sveit Laufeyjar Þorgeirs dóttur. Stigin eru 61:20. Leikur Stefáns og Halls var sýndur á sýningartöflunni og vakti það mikla athygli og á- nægju hjá hinum fjölmörgu á- hörfendum. Er þetta til mikils hagræðis fyrir þó, sem vilja fylgj ast með bridgekeppnum, og þá sérstaklega þegar um einvígi eins Og þessi er að ræða. Eru allir áhugamenn um bridge hvattir til að lioma og sjá spennandi keppni því að mikið má af sýningar- töflunni læra þegar hægt er að fylgjast með spilum allra spil- ara, heyra allar sagnir, fylgjast nákvæmlega með úrspili og bera samun árangurinn á báðum borð um. , Næsta umferð fer fram annað kvöld kl. 8 í Breiðfirðingabúð Og verður þá fyrri hálfleikurinn hjá kvennasvéitunum sýndur á sýn- ingarspjaldinu og sá síðari hjá karlasveitunum. Staðarfellsskóli FYRIR MÍNA hönd og húsmæðra skólans að Staðarfelli, færi ég Breiðfirðingafélaginu í Reykja- vík og formanni þess alúðarþakk ir fyrir vinsemd í garð skó’ana og það myndarlega fjárframlag, sem Breiðfirðingafélagið hefur á kveðið að afhenda til verðlauna veitinga fyrir beztu námsafrek við skólann ár hvert. Jafnframt því, að ég árna Breiðfirðingafélaginu i Reykja- vík allra heilla er það ósk mín og von, að Staðarfellsskóli beri gæfu til að veita fegurð o% menn- ingarbirtu inn á sem flest heim ili þessa lands um ófyrirsjáan- lega framtíð, svo að vegna hana verði betra að vera Breiðíirðing ur. , Kristín Guðmundsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.