Morgunblaðið - 17.10.1961, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 17.10.1961, Qupperneq 5
Þriðjudagur 17. okt. 1961 morcvis nr. a »ið 5 MENN 06 = MLEFNI= FYRIR helgina tilkynnti Ah- med konungur í Yemem, hin- um 4.500,000 þegnum sínum, að hann hefði sagt af sér kon- ungdómi og bað þá að sýna arftaka sínum og syni Al-Badr prins, hollustu. Konungurinn, sem kallaður er Imam, er um sjötugt, en sonur hans, hinn nýi þjóðhöfðingi er 41 árs. Heilsu Ahmeds konungs hefur hrakað mjög á síðustu árum og er nú gert ráð fyrir að Ahmed, konungur hann fari til Italíu til lækn- inga. Samkvæmt erfðavenju á rá® Iærðra manna að útnefna kon- ung Yemen, en er Ahmed ætl- aði að koma syni sínum til valda fyrir fáum mánuðum, var ráðið á öndverðum meiði og studdi bróður konungs Hassan, sem hefur verið full- trúi Yemen hjá Sameinuðu þjóðunum. AI-Badr prins er gagnrýnd- ur fyrir stuðning sinn við Nasser og vinstri stefnan, sem hann aðhyllist á ekki upp á pallborðið hjá mörgum íbúum Yemen. Krónprinsinn hefur ferðazt til Peking og Moskvu og kom- ið heim með 17 þús. pund, sem eru f járhagsaðstpð frá kommúnistaríkjunum. í júlí sl. gerði faðir hans hann að forsætis- og innanríkisráð- herra. Ahmed konungur hefur stjórnað landi sínu, sem alger einræðisherra og hefur staðizt mörg samsæri og banatilræði. Hann kom til valda 1948 eft- ir að faðir hans hafði verið drepinn með vélbyssuskotum. Hann var ekki einn um að krefjast valda, en sigraðist á keppinaut sínum, sem síðar var hengdur. 1955 var Ahmed knúinn til að segja af sér um tíma, af hernum, sem gerði samsæri gegn honum undir stjórn tveggja bræðra hans. En hann safnaði að sér hóp manna og stjórnaði sjálfur sókn gegn samsærismönnunum, — með sverð í annari hendi og vél- byssu í hinni, eftir því sem sagt var. Al-Badr, krónprins Bræður hans voru síðan teknir af lífi opinberlega. 1959 fór Ahmed til Rómar til lækninga, en á meðan stjórnaði Al-Badr landinu og ríkti þá mikill óróleiki í Yem- en. — í marz í vor var Ahmed konungi sýnt banatilræði og særðist hann þá á öxl. ÍRANSKEISARI og drottning hans Farha Diba komu fyrir skömmu til Parísar í þriggja daga opinbera heimsókn. — Drottningin fór m.a. á tízku- sýningu hjá Jaques Heim og sýningarstúlkurnar hurfu í skuggann við hliðina á hinni ungu drottningu, en hún dró að sér mjög mikla atliygli, þar ■cm hún sat meðal áhorfenda. Drottningin heimsótti, að tizkusýningunni lokinni, bíla- verksmiðjur fyrir utan París ásamt manni sínum og þar var henni gefinn bíll. Þegar hún settist undir stýri bílsins, sagði hún: — Mér þykir svo óskap- lega gaman að keyra. — Til hvers er þessi takki? "—o—• Tveir hershöfðingjar hittust á götu í Paris. — Hvaða skoðun hefur þú á de Gaulle? spyr annar. Oft má vaskur víkja, þá vondur skal ríkja. Mörg eru mungáts orð. Einn fer í kaf, þá annar kemst af. Tak þér vara fyrir teygjubitum og tálgresi. Hver er vaskur, er slg ver. Nótt verður nauðþreyttur feginn. Oft á ástsæll sér öfundarmann. Aumur er öfundlaus maður. ^ (Islenzkir málshættir). fT.æknar fiarveiandi Alma Þórarinsson til 15. október. — (Tómas A. Jónasson). Árni Björnsson um óákv. tíma. — (Stefán Bogason). Bjarni Bjarnason fjarv. til 5. nóv. (Alfreð Gíslason) Esra Pétursson um óákv. tíma — (Tryggvi Þorsteinsson). Gísli Ólafsson frá 15. april I óákv. tíma. (Stefán Bogason). Halldór Arinbjarnar til 21. okt. — (Tryggvi Þorsteinsson). Hjalti Þórarinsson til 15. október. — (Olafur Jónsson). Jón Hannesson til 18. okt. (Ofeigur J.' Ofeigsson). Jón Hjaltalín Gunnlaugsson fjarv. til októberloka. — (Stefán Bogason, SLaugavegsapóteki frá kl. 4—5, sími 19690). Kjartan R. Guðmundsson frá 21. sept. 1961 til 31. marz 1962. (Samlagssj. Ol- nfur Jóhannsson# Taugasj. Gunnar Guðmundsson). Ólafur Geirsson fjarv. fram í miðj- ftn nóvember. Sigurður S. Magnússon um óákv. tíma (Tryggvi Þorsteinsson). Sveinn Pétursson frá 5. sept. f 4—5 ▼ikur. (Kristján Sveinsson). Vikingur Arnórsson til marzloka 1962. (Olafur Jónsson). Loftleiðir h.f.: — Þriðjudaginn 17. okt. er Leifur Eiríksson væntanlegur frá N.Y. á hád. og heldur síðan áleið- is til Gautab., Kaupmh. og Hamb. eftir skamma viðdvöl. — Eiríkur rauði er væntanlegur frá Luxemborg kl. 24:00 og fer til N.Y. kl. 01:30. H.f. Eimskipafélag íslands: — Brúar- foss, Dettifoss og Fjallfoss eru í Rvík. — Goðafoss er á Seyðisfirði. — Gull- foss er á leið til Hambzorgar. — Lagár- foss er á leið til Leningrad. — Reykja- foss er á leið til Lysekil. — Selfoss og Tröllafoss eru á leið til N.Y. — Tungu- foss er í Hamborg. H.f. Jöklar: — Langjökull fer frá Jakobstad í dag til Kotka. — Vatna- jökull fer frá Haifa í dag til Spánar. Hafskip h.f.: — Laxá er á leið til Spánar. Eimskipafélag Reykjavíkur h.f.: — Katla fer frá Rvík í dag til Norður- landshafna. — Askja er í Patras. Skipadeild S.Í.S.: — Hvassafell er í Onega. — Arnarfell kemur til Rvíkur í dag. — Jökulfell fer frá London í dag til Rendsburg. — Dísarfell fer frá Seyðisfirði í dag til Rússlands. — Litlafell er á leið til Rvíkur að austan. — Helgafell fer frá Akranesi í dag til Norðurlandshafna. — Hamrafell fer væntanlega frá Batumi í dag til Isl. — Þá sömu ög þú, svarar hinn. — Þá neyðist ég til að taka þig fastann. ■—o— Hann var á rölti fyrir utan heimili vinkonu sinnar, er lítill bróðir hennar kom út. — Sæll, litli minn, sagði vin- ur systurinnar. — Halló! — Veiztu hvort systir þín á von á mér? — Já. — Hvernig veiztu það? .— Hún er farin út. 14. þ.m. opinberuðu trúlofun sina ungfrú Guðrún Sigríður Jó- hannsdóttir, hjúkrunarnemi, Mávahlíð 24 og Ragnar H. Guð mundsson, Flókagötu 61. Sl. laugardag voru gefin saman í Hallgrímskirkju af séra Sigur- jóni Arnasyni, ungfrú Kristín Pálmadóttir og Svavar Markús- son, bankamaður. — Heimili brúð hjónanna er að Austurbrún 4, 8. hæð. Skellinaðra í góðu lagi til sölu. — Til sýnis í pakkhúsi Ríkis- skip. Stúlka óskast í mánaðartíma frá kl. 8% til 2 við heimilishjálp. — Uppl. í síma 11944. STÍJLKA Rösk stúlka óskast nú þegar til starfa í kjörbúð (við kassa). — Upplýsingar í síma 11112 milli kl. 6—7 í kvöld og næstu kvöld. Vanur skrifstofumaður óskast strax. Upplýsingar í ríkisbókhaldinu, Arn- arhvoli. 4ra herb. íbúðarhœð tilbúin undir tréverk til sölu við Goðheima. — Sérhiti. Mjög fallegt útsýni. Óvenju lítil útborgun. STElNN JÓNSSON, hdl. Lögfræðistofa — Fasteignasala Símar 1-9090 og 1-4951 Sendisveinn óskast strax Piltur eða stúlka óskast til sendiferða hálfán eða allan daginn. (Þarf að hafa hjól). Heildverzlunin HEKLA h.f. Hverfisgötu 103 — Sími 11275. Oliudrifin nótarulla smíðuð af Sigurði Sveinbjörnssyni lítið notuð og i góðu lagi er til sölu ódýrt. Haraldur Böðvarsson & Co. Akranesi Sendisveinn óskast eftir hádegi. HELGI MAGNÚSSON & CO. 2 herb. og 4 herb. til Ieigu neðarlega við Hverfisgötu. Leigist fyrir skrifstofur eða léttan iðnað. Nánari uppl. gefur: MÁLFI ,U TNIN GSSKRIFSTOFA Einars B. Guðmundssonar, Guðlaugs Þorlákssonar Guðmundar Péturssonar, Aðalstræti 6 Símar: 1-2002, 1-3202, 1-3602 Ný fiskbúð til sölu í einu af fjölmennustu úthverfum bæjarins. Stórt og rúmgott verzlunarhúsnæði, fyrstiklefi. Austurstræti 10 — Símar 24850 og 13428

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.