Morgunblaðið - 17.10.1961, Síða 11
Þriðjudagur 17. okt. 1961
MORCVIS' BLAÐIÐ
11
Katrín Frímannsdótti
Sem bliknar fagurt blóm á engi
svo bliknar allt sem jarðneskt er,
ei standa duftsins dagar lengi,
Iþott dýran fjársóð geymi í sér.
Það eitt er kemur ofan að,
um eilífð skín og blómgast það.
— V.B.
1 DAG fer fram frá Dómkirkj-
unni jarðarför Katrínar Frí-
mannsdóttur, en hún andaðist í
sjúkrahúsi Hvítabandsins, þriðju
daginn 10. þ.m. eftir stutta sjúkra
legu.
Okkur er eftir stöndum setur
hljóð, er við beinum sjónum vor-
um yfir móðuna miklu milli lífs
og dauða sem leið okkar allra
liggur um fyrr eða síðar og að
lokum fá að finnast þar sem
að enginn dauði er framar held-
ur friður og fögnuður um alla
eilífð.
En Guðs orð segir: Sælir eru
jþeir sem búa í húsi þínu, því að
einn dagur í Forgörðum þínum
er betri en þúsund aðrir.
Katrín Regina, en svo hét hin
látna fullu nafni, var fædd 12.
okt. 1906 á Bíldudal, dóttir hjón-
anna Valgerðar Stefánsdóttur og
Frímanns Tjörvasonar, en þau
eru bæði orðin háöldruð og búa
hér í bænum. Katrín ólst upp í
foreldrahúsum og hiaut hið bezta
uppeldi ásamt fleiri systkinum
hjá ástrikum foreldrum.
Öll voru systkinin hið mesta
myndarfólk. Valgerður og Frí-
mann fluttust til ísafjarðar og
bjuggu þar með börnum sínurn
|þar til 1922 en þá fluttust þau
hingað til bæjarins og hafa átt
heima hér síðan.
Katrín giftist 1930 eftirlifandi
manni sínum Gunnlaugi Einars-
syni bifreiðastjóra og eignuðust
jþau tvo syni Frímann, kvæntur
Karólínu Guðmundsdóttur og
Einar Björgvin 18 ára heima í
foreldrahúsum.
Katrín bjó manni sínum og
börnum mjög gott heimili enda
var hjónaband þeirra ástúðlegt
alla tíð. Katrín og Gunnlaugur
voru samvalin í að rétta öðrum
hjálparhönd, bæði skyldum og
vandalausum og láta gott af sér
leiða. Og nú þegar leiðir skilja
reikar hugurinn til hins liðna og
til hinna mörgu ánægju og gleði
stundar er vinir og kunningjar
hafa í ríkum mæli notið á hinu
yndislega heirtlili þeirra og lang-
ar mig til að flytja þeim báð-
um þakkir mínar fyrir allt gott
frá okkar fyrstu kynnum.
Þungur harmur er nú kveðinn
að hinum aldurhnignu foreldr-
um, vinum og ættingjum öllum,
við hinn mikla missi, en sárast-
ur er söknuður elskaðs eigin-
manns og sonanna ástkæru sem
Guðjón Eyjólfsson
löggiltur endurskoðandí
Hverflsgötu 82
Simi 19658.
mest hafa misst og biðjum við
algóðan Guð að senda þeim bless
un og styrk í þeirra miklu raun.
Svo kveð ég hina látnu með
innilegri þökk fyrir allt og allt og
bið henni blessunar á hinum ó-
kunnu leiðum er hún nú hefur
lagt út á. Lýk ég svo þessum
kveðjuorðum með hinu fagra er-
indi Jónasar:
Efa, maður, ei það ráð,
Eitt ég veit um alla vegu
alheims speki dásamlegu.
Þeir eru einskær ást og náð.
Telur drottins föðurhönd
harma vora og hjarta þunga, —
hann á sjálfur gamla og unga,
frjáls að leysa líkams-bönd.
— Vinur.
Menntamálaráðherra
flutti erindi um Island
í 2 þýzkum borgum
Sigurður Bell ráðunautur
Mætur maður, _sem átti sér
víða vini, einnig á íslandi, er horf
inn af sviðinu, fyrr en við mátti
búast. Sigurður Bell ríkisráðu-
nautur í sauðfjárrækt lézt laug-
ardaginn 23. september, 66 ára
að aldri. Jarðarför hans fór fram
í dag frá sóknarkirkjunni í Höy-
land, að viðstöddu miklu fjöl-
menni, en þar í sveit átti Bell
heima eftir að hann gerðist rík-
isráðunautur í suðfjárrækt 1946.
Stjórnarvöldin í Osló toguðu í
hann, sem ráðunautur átti Bell
að hafa búsetu í höfuðborginni,
en hér vildi hann heldur búa,
mitt á meðal bændanna í imestu
sauðf j árræktarhéruðum landsins.
Það eitt lýsir manninum nokkuð,
trúmennsku hans í starfi og nan-
um tengslum við bændur og bú-
skap þeirra.
Sigurður Bell var ættaður af
Gaulum í Suðurfjörðum (Sönn-
fjord). Að loknu kandídatsprófi
frá Ási 1922 gerðist hann brátt
starfsmaður við Búnaðarfélagið á
Rogalandi og fékkst þá um skeið
mest við rannsóknir á sviði sauð-
fjárræktar og bithagaræktar.
Árið 1931 gerðist Bell forstjóri
við hið kunna suðfjárræktarbú
ríkisins á Hodne, en varð ríkis-
ráðunautur í sauðfjárrækt árið
1946. í báðum þessum stöðum tók
Bell við starfi af þjóðkunnum af-
burðamönnum, þeirn Símoni
Hauge á Hodne og Jóni Sæland
sauðfjárræktarráðunaut. Var það
eigi vandalaust, en Bell var vand
anum vaxinn, naut hann mikils
og vaxandi vinsælda í starfi,
gerðist vinmargur og aufúsu-
gestur hvar sem hann fór um
landið. Á Hodne dvöldu fleiri ís-
lendingar hjá Bell og munu allir
minnast hans og þeirra hjóna að
góðu. Bell kom. þrívegis til fs-
lands og eignaðist þar góða vini
bæði sem sérfræðingur og eigi
síður sem drengur góður.
Bell skrifaði mikið í norsk
búnaðarblöð, en aðalverk hans á
prenti er bókin SAUEN Handbok
i al, foring og stell af sau — sem
kom út 1955, allmikið verk, 463
bls. Er það hin víðtækasta og
bezta bók sem til er á Norður-
landamálunum um þetta efni, ög
er þá ekki ísland» undanskilið,
enda er, sem kunnugt er, því mið-
ur ekki til nein sæmileg bók á fs-
lenzku um sauðfjárrækt, þótt ó-
trúlegt sé. Eigi veit ég hvort þessi
bók Sigurðar Bell hefir verið
keypt nokkuð á íslandi, en vel
getur hún orðið ísl. bændum til
fróðleiks og að liði, meðan ekki
er völ á ísL bók jafngóðri eða
betri.
Þó maður komi í manns stað
munum við hinir íslenzku vinir
Sigurðar Bell sakna hans og
minnast hans sem hins góða
drengs og fræðimanns, sem alltaf
var gott að hitta og blanda geði
við en þó bezt að hitta heima,
okkur, sem þess áttum kost.
Jaðri, 30. sept. 1961.
Árni G. Eylands.
Á HEIMLEIÐINNI frá fundi Al-'
þjóðagjaldeyrissjóðsins í Vín
flutti menntamálaráðherra dr.
Gylfi Þ. Gíslason erindi um ís-
land í 2 borgum í Þýzkalandi,
Köln og Lúbeck, um síðustu
helgi. Nefndist erindið ,,Island, I
Probleme eines kleinen Volkes
in Vergangenheit und Gegen-
wart“ (ísland, vandkvæði smá-
þjóðar fyrr og nú). Voru erindin
flutt fyrir fullu húsi og fjölmenni
í báðum borgunum og margir
komnir langt að til að hlýða á
mál ráðherrans.
í Köln kynnti aðalborgarstjór-
inn, dr. Max Adenauer, ráðherr-
ann fyrir áheyrendum og mælti
þá, og einnig að fundarlokum,
einkar hlýlega til ráðherrans og
fslendinga yfirleitt, en að erind-
inu loknu hélt dr. Adenauer ráð-
■ herranum og konu hans samsæti
með ýmsum _ forystumönnum
borgarinnar og fslandsvinafélags
ins, en dr Adenauer er forseti
þess félags.
í ráði var, að erindið yrði flutt
í V.-Berlín, en sökum þess að
ráðherrann gat ekki stanzað í
Berlín nema s. L laugardag og
sunnudag, gat ekki orðið úr því.
Hins vegar bauð stjórn borgar-
innar honum að vera gestur sinn
þá daga, og var hann kynntur
fyrir forystumönnum borgarinn-
ar, heimsótti leikhús, söfn og
annað markvert í borginni.
f Lúbeck var móttökusamkoma
fyrir ráðherrann og konu hans í
ráðhúsi borgarinnar, þar sem
Róðstefna um veikalýðsmól
borgarstjórinn bauð gi.stina vel-
komna, en ráðherrann þakkaði
mjög vingjarnlegar móttökur
hvarvetna í Þýzkalandi, þar sem
hann hefði komið. Voru blaða-
menn viðstaddir, einnig sjón-
varps- og útvarpsmenn, og var
ráðherrann spurður margs
fslandi viðkomandi. Um eftirmið-
daginn voru verksmiðjur þær, er
framleiða fiskflökunarvélar, m.
a. fyrix íslendinga, skoðaðar, en
að því búnu var ráðherrann gest
ur aðalræðismanns íslands, Áma
Siemsens. Að erindinu loknu var
ráðherrahjónunum haldið sam-
sæti, þar sem margt manna var
saman komið.
Um erindi dr. Gylfa Þ. Gísla-
sonar birtu blöðin langa útdrætti
og vöktu þau athygli manna á
erindinu áður en það var flutt,
enda talaði hann fyrir fullu húsi
í bæði skipti. Gætir hvarvetna
mikillar hrifningar í blaðaum-
mælum, og í einu blaðinu segir
m. a., að „áheyrendur hafi auð-
sýnilega verið fangnir af mál-
flutningi ráðherraiis".
Kvikmynd í litum frá íslandi
var sýnd að erindi loknu í bæði
skiptin.
Mótttökurnar, sem mennta-
málaráðherra og kona hans hlutu
á ferðinni um Þýzkaland, sýna
það ljóslega. hvilíkra vinsælda
íslendingar njóta þar á landi og
hvílíkan áhuga margir mætir
menn þar hafa á því að kynna
land og þjóð.
Að undirbúningi fyrirlestra-
halds menntamálaráðherra stóðu
félagið Germanía í Reykjavík,
íslandsvinafélagið i Köln og
Deutsche Auslandsgesellschaft í
Lúbeck.
Vil kaupa íbuð
helzt á hitaveitusvæði,
húsi. — Upplýsingar í
4—5 herb., má vera í gömlu
síma 10457.
NYJA
GERÐIN
Heildsölubirgðir:
TERRA
TRADING H.F.
Sími: 11864
DAGANA 24.—30. sept. 1961, var
haldin í Kaupmannahöfn, að til-
hlutan NATO, á vegum danska
æskulýðsráðsins, ráðstefna ungra
manna um verkalýðsmál.
Héðan fóru, að tilhlutan
VARÐBERGS, fél. ungra áhuga
manna um vestræna samvinnu,
þeir Asgeir Sigurðsson, rafvirki,
Helgi Hallvarðsson, stýrimaður
og Jónatan Sveinsson, sjómaður,
og sátu ráðstefnuna.
Ráðstefnan fór fram í Magle-
aas Höjskole, Birkeröd, og sátu
hana um 30 manns frá 12 ríkj-
um. A ráðstefnunni fluttu ýmsir
kunnir danskir stjómmálamenn
fróðleg erindi um verkalýðsmál.
svo og um ýms þau mál sem nú
eru efst á baugi svo sem Berlín-
ardeiluna, markaðsbandalagið
o. fl. Þá var rætt um uppbygg-
ingu verkalýðsfélaga í hinum
ýmsu löndum og skipzt á upp^
■lýsingum um verkalýðsmál og
verkfallstilhögun í hinum ýmsu
ríkjum, sem þarna áttu fulltrúa.
I sambandi við markaðsbanda
lagið urðu miklar umræður,
Kom þar m. a. fram sú hugmynd,
að þau lönd, sem gengju í mark
aðsbandalagið mynduðu með sér
eitt verkalýðssamband fyrir öll
ríkin.
A ráðstefnúnni var samþykkt
eftirfar£uidi ályktun:
„Þar sem þátttakendur í ráð-
stefnunni eru almennt á móti
kjamorkutilraunum, hvar sem
þær eru gerðar, mótmæla þeir
harðlega aftur uppteknum kjarn
orkutilraunum Rússa, sem knúðu
Bandaríkjamenn til að fara inn
á hliðstæða braut. Ráðstefnan
telur að hér sé um örlög mann-
kynsins að tefla og setur fram
þá ósk, að samkomulagstilraun-
um sé ákveðið haldið áfram, um
bann á slíkum tilraunum og
va»ntir þess, að ríkisstjómir
hinna ýmsu landa vinni að alls-
herja rsamningi um afvopnun."
Forsætisráðherra Danmerkur
bauð þáttakendum ráðstefnunn-
ar til hádegisverðar, og flutti við
það tækifæri ræðu um það helzta
sem framundan er í dönskum
stjómmálum.
Fulltrúi NATO, Yavuz Kara-
özbek. sleit ráðstefnunni, sem
hafði verið bæði lærdómsrík og
ánægjuleg, en þar ríkti algjör
einhugur um að vinna að því að
útiloka áhrif komúnista í verka-
lýðsfélögum, og gera verkalýðs-
samtökin að sterkri heild, sem
ynni í anda friðar og réttlætis.
Fréttatilkynning frá Varð-
bergi, fél. ungra áhugamanna
um vestræna samvinnu.
Jóhannes Lárusson
héraðsdómslögmaður
lögfræðiskrifstofa-fasteignasala
Kirkjuhvoli — S:mi 13842.
ÞAÐ ER
KLEMMAN
SEM
VARNAR
ÞVÍ
Nýtt!
Sheaffer’s
kulupenni
EKKERT
BLEK
> _• •■
I FOT
VÐAR
Þrýstið á klemmuna Þrýstið aftur á
og penninn er reiðu- klemmuna og rit-
búinn til skrifta. oddurinn dregst
inn.
Þegar ritoddurinn er í skriftarstöðu
getið þér ekki fest pennann í vasa yðar.
Stórar og endingargóðar fyllingar fást
í 4 litum.
£HEAFFERS
TRYGGIR GÆÐIN