Morgunblaðið - 10.02.1962, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.02.1962, Blaðsíða 6
6 MORGVNBLÁÐIÐ Laugardagur 10. febr. 1962 Stofnaö fulltrúaráb Sjálf- stæðisfélaganna í Kjósarsýslu í>ANN 30. janúar s.l. var hald- inn atofnfundur Sjálfstæðisfélag anna í Kjósarsýslu. Matthías Á. Mathiesen, alþingismaður, retti fundinn og skýrði tilefni hans. Ólafur Bjarnason, Brautarholti var kosinn fundarstjóri og Gísli Andróssoin, Hlálsi, fundarritari. Fundur í Moskvu MOSKVU, 9. febr. — Thompson, sendiherra Bandaríkjanna, rseddi við Gromykö, utanrikisráðherra Rússa, í hálfa klst. í dag. Þetta er fjórði fundur þeirra tiil könn unar á grundvelli til samninga um Berlínarvandamálið. Til fundarins voru maettir kjörn ir fulltrúar frá Sjálfstæðisféiag- inu „Þorsteinn Ingólfsson“ og Sjálfstaeðisfélagi Seltiminga. Þá var mættur á fundinum Þorvaldur Garðar Kristjánsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðis- flokiksins. Hélt hann ræðu um skipulag og starfsemi Sjálifstæð isflokksins með sérstöku tillifi til Reykjaneskjördæmis. Gerði hann grein fyrir frumvarpi að lögum fyrir fulltrúaráðið. Voru síðan umræður um mál þessi Og tóku til miáls Ólafur Bjarnason, Jón M. GuðmundssOn, Reykjum, Jónas Magnússon, Stardal, Ólaf- ur Þórðarson, Varmalandi og Matthías Á. Mathiesen. Þegar samþybkt höfðu verið lög fyrir fulltrúaráðið var kjörið í stjórn þess. Stjórnina skipa Ó1 afur Bjarnason, Brautarholti, for mjiður, Friðrik Dungal, Seltjarn arnesi, varaformaður, Gísli Andrésson, 'Hálsi ritari, Snæ- björn Ásgeirsson, Seltjarnarnesi og Jón M. Guðmundsson, Reykj um. í varastjóm voru kjörnir Ólafur Þórðarson, Varmalandi, Vilhjálmur Vilhjálmisson, Sel- tjarnarnesi óg Ólafur Á. Ólafsson Valdastöðum. Þá fór fram kosn- ing fulltrúa í kjördæmisráð Sjálf stæðisflokksinis í Reykjanesikjör dæmi. ------------«, Fyrsta íslenzka messu- bókin síðan 1779 Endurtryggingariðgjöld Samábyrgðar lækka um 8 milljónir króna Á FUNDI neðri deildar Alþingis j lag endurtryggjenda, sem hag- I gær var tekið fyrir frumvarp ríkisstjórnarinnar um vátrygg- ingarfélag fyrir fiskiskip, en frumvarpið er flutt tii staðfesting ar bráðabirgðalögum, er giidi tóku 1. jan. s.l. Emil Jónsson sjávarútvegsmála ráðherra skýrði frá því, að Sam ábyrgð íslands á fiskiskipum hefði tekið að sér endurtryggingu á þeim fiskiskipum, sem frum- tryggð væru hjá bátaábyrgðarfé- lögunum, þar af tæki hún í eigin áhættu hluta af hverju skipu, en endurtryggði afganginn að nokkru hjá innlendum vátrygg- ingarfélögum. — Áhættuhlutur Samábyrgðarinnar væri takmark aður í lögum við 25% af vátrygg- ingarfjárhæð hvers skips, en kvæmast þykir hverju sinni. Frá 1. jan. 1962 er fyrirhugað, að vátrygging iiskiskipa, sem tryggð eru hjá Samábyrgðinni, verði hagað þannig: Bátaeigendur bera fyrstu 10% áhættuna í hverju skipi; báta- ábyrgðarfélögin bera síðan um 10% áhættu í hverju skipi. Af eftirstöðvunum bera innlendu tryggingarfélögin 60% og Sam- ábyrgðin 40% af áhættunni. Nauðsynlegt þykir, að Sam- ábyrgðin endurtryggi erlendis það, sem þessi 40% fara fram úr 400 þús. kr. í hverju skipi. Þessi endurtrygging kostar um 2 millj. kr. og vafalítið kemur verulegur hluti hennar aftur í tjónagreiðslum. En samkvæmt þó má hann ekki fara fram í þessu lækka endurtryggingarið- úr 100 þús. kr. j gjöld Samábyrgðarinnar um 8 millj. kr., án þess hagsmunum hinna tryggðu sé stefnt í tvísýnu. í einu skipi. Sam ábyrgðin hefur því orðið að end urtryggja frá sér mikinn meiri- hluta af þeirri áhættu, sem hún hefur yfirtekið. Þetta sést glöggt af því, að af 32,6 millj. kr. iðgjöldufn, sem báta- ábyrgðarfélögin greiddu Sam- ábyrgðinni á árinu 1960, runnu 27,7 millj. kr. til endurtrygginga, en af því hafa um 7,5 millj. kr. verið hagnaður endurtryggjenda og af því sést, að viðskiptin hafa verið Samábyrgðinni óhagstæð. Vátryggingarkerfið í endurskoðun Vátryggingarkerfi fiskiskipa- flotans er nú allt í endurskoðun. Óvíst er, hvenær henni verður lokið. En heppilegra verður að teljast, að hámarksáhætta Sam- ábyrgðarinnar sé ekki bundin með lögum, heldur eingöngu háð samþykki sjávarútvegsmála- ráðherra. Þá er meira olnboga- rúm til að velja það fyrir komu- ÚT er komin messubók, sú fyrsta á íslenzku sðan 1779. Bók þessi er tekin saman af séra Sigurði Pálssyni, presti á Selfossi, sem lengi hefur fengizt við rannsókn- ir á þessu sviði. Ýmsar nýjungar eru í þessari bók. Er þar fyrst að telja, að messur eru miklu fleiri en áður hefur tíðkazt. Messur eru fyrir alla postuladaga, auk þess sem sérstök messa er fyrir hvern sunnudag og hátíð kirkjuársins og nokkrar fleiri tækifærismess- ui. Einnig er það nýjung að marg- ir liðir eru teknir inn í messuna, sem féllu burt, þegar danska messan var innleidd um aldámót- in 1800, og höfðu flestir fylgt messunni frá frumkristni. Einnig er þessi messa frábrugð in þeirri sem nú er notuð í því, að hægt er að syngja hana eða lesa, eftir því sem aðstaða er til. Þess vegna eru teknir með Dav- íðssálmar, eins og tíðkaðist að fornu, þar sem nú eru sungnir sálmar. Getur slíkt oft verið heppilegt í sveitakirkjum, þar sem söngkraftar eru takmarkað- ir. Sé messan sungin, má nota sálma eins og venja er. Síðasti grallarinn kom út 1779, og hefur engin raunveruleg messubók komið út síðan. Und- anfarið hafa handbækur verið ætlaðar prestum einum, en ófúll- komið messuform, fremst í sálma bókinni, verið setlað söfnuðum. Þessi bók er hins vegar ætluð jafnt söfnuði sem presti og gerir ráð fyrir miklu meiri þátttöku safnaðarins í guðsþjónustunni. Aftast í bókinni er bókar- kynning, um efni hennar og not- kun. Sömuleiðis er þar tafla yfir alla helgidaga kirkjuársins til 1981. Útgefendur eru Kristján Jó- hann Kristjánsson og séra Sig- mar Torfason, og hafa þeir vand- að mjög til útgáfunnar. Bókin er 170 síður að stærð auk eftirmála og er prentuð í tveim litum, sem ekki hefur fyrr verið gert við ís- lenzka messubók. Hun er prent- uð í Kassagerð Reykjavíkur hf. Leiðrétting VEGNA fréttar í Morgunblaðinu á fimmtudag, þar sem skýrt var frá því, að Plútó hf hefði fengið rétt sinn á nafninu „Plútó“ við- urkenndan og staðfestan með dómi hjá borgardómara, skal það tekið fram, að fyrirtækið smíðar alls konar muni úr gulli, silfri og öðrum málmum. Af fyrrnefndri frétt hefði mátt skilja, að Plútó hf fengizt eingöngu við merkja- gerð, en hún er aðeins einn liður í starfsemi fyrirtækisins. • Hljótt um Kol- viðarhól J. O. sendir Velvakanda eftirfarandi: „Nú hefur of lengi verið hljótt um Kolviðarhól. Ekki er það fyrir það, að enginn hugsi til hans. Seint á árinu 1960 var stofnað félag, er hafði að markmiði að endur- reisa staðinn og sýna honum verðugan sóma. Hefur nokkuð verið gert til þess, en ekki nóg, og kemur margt þar til, ekki sízt fjárskortur, þó að margir hafi sýnt góðan vilja og stuðning með fjárframlög- um. Ég efast samt ekki um, að þeir eru fleiri, sem gjarnan vildu eitthvað leggja til þeirr- ar viðreisnar, þó ekki hafi þeir enn gefið sig fram. Þeir Sunnlendingar eru á- reiðanlega margir, sem hafa komið á Kolviðarhól, þreyttir og illa til reika, og fengið þar alla beztu aðhlynningu og fyrirgreiðslu, sem hægt var að láta í té, og alltaf við góðu verði og eins með slíku við- móti hjá síðustu gestgjöfum, er þar bjuggu, að það var al- veg óviðjafnanlegt. • Verum samtaka Ég trúi því ekki, að þeir séu margir af þessum ferða- mönnum sem enn eru á lífi, er vildu ekki taka þátt í við- reisn Kolviðarhóls og láta nafn sitt sjást í bók Kolviðar- hóls, en hana á að geyma á staðnum um aldur og ævi. Sjálfsagt eru líka margir Reykvikingar, sem hafa kom- ið á Hólinn og dvalizt þar skamman eða langan tíma, sér og sínum til ómetanlegs gagns og skemmtunar. Ég efast ekki um, að margir þessara manna vildu taka þátt í að endur- reisa og prýða staðinn á verð- ugan hátt. Reykjavíkurborg hefur tek- ið Árbæ að sér. Verum nú samtaka, og tökum að okkur Dansað við kertaljós AKRANESI, 9. febr. — Hér er hann á vestan og hörkuskaf- renningur í allan dag. Hefur gengið á með hatrömmum élj- um. Hingað kom Skagfirðingur, skipstjóri Helgi Ibsen, úr úti- legu. Fékk hann 36 lestir í stór- um lögnum. Af því voru 20 lestir þorskur. Hér er þó nokk- uð mikið brim. Fjörmikið og fjölsótt þorra- blót var haldið að Miðgarði i innri Akraneshreppi laugardag* inn 3. þ. m. Var alíslenzkur veizlumatur borinn fram í lok- uðum trogum. Yfir borðum skemmtu menn með leikþáttum og ræðum. Eftir að borð voru upp tekin, hófu menn þorra- dansinn. Á miðnætti fór raf- magnið af, en dansfólkið lét sig hafa það að dansa við kerta ljós til kl. 2.30 um nóttina. Úti var moldöskubylur. Skemmtun- in fór vel fram. — Oddur. 10 millj. umfram fjárveitingu Á FUNDI efri deildar Alþingis í gær var tekið til umræðu frumvarp Hermanns Jónassonar og fleiri framsóknarmanna um vegagerð á Vestfjörðum og Aust urlandi. Samþykkt var að vísa frumvarpinu til 2. umræðu og samgöngumálanefndar. Hermann Jónasson (F) gat þess m. a., að í frumvarpinu væri gert ráð fyrir að á árim- um 1963—1967, að báðum með- töldum, skuli verja árlega 10 millj. kr. umfram fjárveitingar á fjárlögum til nýbyggingar á þjóðvegum á Vestfjörðum og Austurlandi. Kvað hann ekki aðrar leiðir færar en þessa til að koma þessum málum í 15g, og verði þetta frumvarp ekki samþyklit, muni það verða til þess eins, að aðrir taka það upp. Ekki þurfi að fara mörg- um orðum um, hve nauðsynlegt vegakerfið sé byggðum landsins, en þarna séu enn ýmis byggða- lög einangruð frá vegakerfi landsins, en önnur hafa aðeins ófullnægjandi bráðabirgðavegi. Hólinn! Ríkið og Reykjavíkur borg hljóta að leggja okkur lið. — J. 0.“. • Nafnaruglingur vagnstjóra J. P. biður Velvakanda fyrir þessar áðfinnslur til strætis- vagnabílstjóra: „Það finnst trúlega fleirum en mér, að ærsl og háváði barna og unglinga keyri stundum úr hófi í strætis- vögnum, án þess að vagn- stjórarnir geri minnstu til- raun til að þagga niður í þeim. Hvers vegna nota þeir ekki hátalarana til þess að hasta á ólátaseggina? Svo er annað, sem er alveg fráleitt, en það er að allir vagnstjórar, sem aka á sömu leiðum, skoili ekki kalla upp sömu nöfn á þeim stöðum, þar sem vagnamir eiga að nema staðar. Á þeirri leið, sem ég nota mest, þ. e. leið Voga- og Álfheima-vagna, er það t. d. algengt, að einn vagnstjórinn kallar „Tunga“, en annar „Nóatún“ á sama stað; eða að einn kallar „Hálogaland", en annar „Skeiðarvogur". Þetta er ófært, og sérstaklega getur þetta verið bagalegt fyrir ó- kunnuga. t. d. utanbæjarfólk. Því er e. t. v. sagt, að það eigi að stíga úr vagninum, þegar vagnstjórinn kalli „Háloga- land“. Það gerir hann svo aldrei, og fólkið situr áfram í vagninum og ekur langt úr leið. Þessu ætti að vera auð- velt að kippa í lag“. — J. P,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.