Morgunblaðið - 10.02.1962, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.02.1962, Blaðsíða 22
MORGl’N BL AÐlto Laugardagur 10. febr. 1962 Ofy KR vann í knattspymu EUert skorar með skalla Enska knattspyrnan MARKAHÆSTU leikmennimir 1 Eng iandi eru nú þessir: 1. deild: Phillips (Ipswich) 29 mörk Chamley (Blackpool) 27 mörk. Crawford (Ipswich) 25 mörk Pace (Sheffield U.) 22 mörk Tamling (Chelsea) 20 mörk. Pointer (Bumley) 19 mörk. Dick (West Ham) 18 mörk. Charles (Arsenal) 17 mörk. Kevan ( W. B. A.) 17 mörk. 2. deild: Thomas (Newcasf i) 32 mörk. Hunt (Liverpool) 27 mörk. Cloug'h (Sunderland) 24 mörk. O’Brien (So-ithampton) 24 mörk. Peacock (Middlesbrough) 24 mörk. Curry (Derby) 22 mörk. Dunmore (L. Orient) 20 mörk. Allcock (Norwich) 19 mörk. 3. deild: Holton (Northampton) 27 mörk. Bly (Peterborough) 24 mörk. McLaughlin (Shrewsbury) 23 mörk. Bedford (Q. P. R.) 22 mörk. Rowley (Shrewsbury) 22 mörk Atyeo (Bristol City) 21 mark Hunt (Port Vale 21 mark. 4. deild: Hunt (Colchester) 33 mörk. King (Colchester) 28 mörk. Lord (Crewe) 24 mörk. Metcalf (Wrexham) 22 mörk. Burridge (MillWall) 21 mark. Frizzell (Oldham) 21 mark. Howfield (Aldershöt) 20 mörk. Blain (Southport) 19 mörk. Mikið hefur verið rætt um hver skuli 9kipa stöðu miðherja í enska landsliðinu. Hefur verið rætt um Gerry Hitchens, Ray Crawford, Kevan, Alan Peacock, Smith og Byme. Fyrr í þess ari viku voru tilkynnt nöfn þeirra leikmanna, sem eru á æfingum undir stjórn Winterbottom. Kom þá í ljós að nýr leikmaður var þar á meðal, en sá v*. Barrie Thomas, sem New- castle keypti nýlega af Scunthorpe fyrir 40 þús. pund. Mun ætlunin að reyna Thomas í æfingaleikjum gegn Wolverhampton og W. B. A. og gera margir sér vonir um að hann muni leysa vandamálið um skipan í stöðu miðherja í landsliðinu. — á afmælismóti ÍSÍ INNANHÚSSMÓTINU í knatt- spyrnu sem haldið var í tilefni af 50 ára afmæli ÍSÍ lauk í fyrra- kvöld. Lið KR gekk með sigur af hólmi og vann þann sigur verðskuldað. í úrslitaleiknum mættu KR- ingar liði Þróttar. Leikurinn var framan af afar jafn og í fyrri bolti i kvöld og á morgun ÍSLANDSMÓTIÐ í körfu- ) knattleik hefst í kvöld að Há- logalandi. Formaður Körfu- knattleikssambandsins Bogi Þorsteinsson setur mótið með ávarpi. í mótinu taka þátt 31 lið í 7 flokkum karla og kvenna, alls um 300 manns. ÍR og KR senda 8 lið hvort til mótsins, KFR og Á 5 lið, ÍKF og ÍS 2 lið hvort og Fim- leikafél. Björk í Hafnarfirði 1 lið. í kvöld verða tveir leikir ÍR og Ármann leika í 2. fl. karla og í mfl. karla leika KR og Ármann. Annað kvöld, sunnudag, verður mótinu haldið áfram. Þá leika ÍKF og KFR í mfl. karla og í sama flokki leika ÍR og stúdentar. hálfleik aðeins 1 mark skorað. Vera kann að lið Þróttar hafi ekki notið sín sem skyldi vegna þess að það átti næsta leik á undan og vann hann — og rétt- inn til úrslitaleiksins gegn KR — eftir framlengdan leik með 1 marks mun. Lítið var og um mörkin milli þessara úrslitaliða framan af síð- ari hálfleik en þó kom þar að KR opnaði flóðgáttina og skor- aði 3 mörk. Þróttur svaraði að- eins með 1 marki og þau urðu úrslit leiksins 4—1. Ekki er vafi á því að lið KR var bezta lið sem fram kom á þessu móti, en innanhússknatt- spyrna stendur ekki hátt hjá okkur. Þróttur átti vel skilið annað sætið. En það hreppti lið félags- ins ekki fyrr en eftir fram- lengda baráttu við A-lið Fram sem lauk með 11—10. Þar á undan var athyglisverð- astur leikur KR og Akraness, sem menn bjuggust við að væri annar úrslitaleikur mótsins. Eftir jafnan fyrri hálfleik tók KR öll völd á vellinum og vann með 6—2. Olli lið Akraness vonbrigð- um. Japanir Sigurvegarar KR Leikur þeirra var í fyrstu lotunum spennandi og jafn. Fyrst í 3. lotu gekk Ingimar „hreint til verks“. Hann leit- aði fyrir s§r mjög ákveðið með vinstri handar höggum en Bygreaves forðaði sér með því að klemma sig upp að honum í hvert sinn sem hann eygði hættuna. í þessari lotu hitti Ingimar mótstöðumann- inn með hægri-vinstri högg- fléttu sem sýnilega kom flatt upp á Bygreaves. En Ingo fylgdi ekki fast eftir. En þrátt fyrir það fóru að sjást greini leg þreytumerki á Englend- ingnum eftir öll þau högg, þung og létt, sem Svíinn hafði gefið honum — og hann vék undan sí og æ, flýði og flýði. Bygreaves sótti sig þó í lokin og kom nokkrum vinstri handar höggum á Ingo sem þó ekki höfðu veruleg áhrif. Bygreaves fann að Ingo tók illa höggum á skrokkinn og reyndi að fara þá leið að honum, en þá tók „gamli heimsmeistarinn“ af skarið. Hann „gaf honum 3 hægri handar högg“ og þrengdi Jamaikanegranum upp að köðlunum. Þar var aftur bar izt í faðmlögum, og undir lokin tók Bygreaves frum- kvæðið. í 5. umferð sást greinilega að Ingo ætlaði að sigra. Hann byrjaði vel með höggfléttu, sem kom illa við kjálka By- greaves. Bygreaves tók Ingo í „faðmlög" til að forðast höggin — og Ingo hætti að sækja á. En skömmu síðar varð By- greaves að þola hörkumikið högg hægri handar upþ und- ir höku. Bygreaves var hart leikinn og hann var ,,groggy“ þegar bjallan hringdi fimmtu lotu lokið. En hann átti eftir að ná sér. í byrjun 6. lotu kom hann góðu vinstri handar höggi á Ingo, sem virtist erta heimsmeistarann fyrrverandi. Og nú sótti Ingo vel á. Á- horfendur biðu eftir „Ingo- vopninu", hægri handarrot- höggunum. Og þeir biðu ekki án árangurs. Hægri hönd Ingimars lenti þrívegis á negranum og blóðið rann úr vinstri augabrún hans. Bjall- an bjargaði honum enn einu sinni, en hann var ekki upp á marga fiska esr sjöunda og síðasta lota hófst. Hann riðaði í hringnum, blóðið rann frá skurðinum á augnabrúninni og næstum blindaði hans litla skyn. Þeg- ar þannig hafði gengið í 2 mín. af 7. lotu stöðvaði dóm- arinn leikinn og lýsti Ingi- mar sem sigurvegara. Sigurinn opnar Ingimar aft ur leið í átt að heimsmeist- aratitli. Eftir einn sigur eða tvo til viðbótar getur hann keppt um heimsmeistaratitil ' á ný. Svíar fögnuðu auðvitað ákaft, en leikurinn var í heimaborg Ingimars, Gauta- borg. ,,Eg var ekki ánægður með mina hægri hendi“, sagðd Ingo eftir keppnina. „Hún þarf að fá betri þjálfun". sigurstranglegir í skíðastökki lék JAPANSKI flokkurinn sem keppa á í göngu og stökki á heimsmeistaramóti skíðamanna í norrænum greinum kom til Warsjá í gær. Vakti flökkurinn mikla athygli, ekki sízt vegna litauðgra búninga sinna — Og þess að sumir skíðamennirnir báru grímur eins Ok skurðlæknar hafa, en slíkur er siður kvefaðra í Japan. Þeir sögðu þó að kvefið væri efcki alvarlegt, og mundi ekki aftra þeirra mönnum. Það styrkír þessa frétt, að Rúss ar hafa látið í það skína að þeir óttist frekar keppni af hálfu Jap- ana en af hálfu Norðurlandabúa í sérstöku stökkeppninni. WlMM í GÆRDAG mættust þeir í hnefaleikahringnum Ingimar Johanson, fyrrum heims- meistari í þungavigt og Joe Bygreaves, fyrrum meistari brezka samveldisins. Keppni þeirra var að því leyti merki leg að hefði Ingo borið lægri hlut, var hans hlutur „í hringnum“ allur, en þar sem hann sigraði stefnir hann nú aftur að því að fá að berj- ast um heimsmeistaratignina í fjórða sinn. 50. skjaldarglíman er á sunnudaginn sér aö negranum 50. SKJALDARGLÍMA Ármanns verður háð í íþróttahúsi ÍBR við Hálogaland, sunnudaginn 11. febr. nk. kl. 16:00. I þessa afmæl- isglímu eru alls 13 keppendur skráðir, 5 frá Glímufélaginu Ár- manni og 8 frá Ungmennafélagi Reykjavíkur. Meðal keppenda eru margir glímumenn og skal þá fyrst nefna Trausta Ólafsson, frá Ármanni, sem sigraði í Skjaldarglímu Ármanns árið 1957. Hilmar Bjamason UMFR, hefur marga hildi háð undan- farin ár á glímuvöllum Reykja- víkur og hefur ýmsan kappann lagt. Sveinn Guðmundsson Á er einnig meðal þátttakenda, en hon um hafa margir spáð glæstri framtíð sem glímumanni. Er Sveinn kunnur fyrir drengilega glímu og skætt öfugt klofbragð. Af öðrum keppendum mætti nefna Ólaf Guðlaugsson, Á, Guð- mund Jónsson, UMFR, sem lengst allra var drengjameistari, Hannes Þorkelsson, UMFR og Guðmund Frey Guðmundsson, Á. í sambandi við þessa 50. skjald arglímu verða allir núlifandi skjaldarhafar viðstaddir, þar eð þeir verða heiðraðir, en þeir eru 19 að tölu. Heiðurslaunin erú eftirmynd af Ármannsskildin- um, sem keppt er um en Eggert Kristjánsson gefið. Meðal boðsgesta verða m.a. for- seti íslands, herra Ásgeir Ás- geirsson, Benedikt G. Waage, forseti íþróttasambands íslands o. fl. Drengjum úr Gagnfræða- skólanum við Lindargötu verður boðið að fylgjast með keppninni. Strætisvagnar Reykjavíkur sjá um greiðar ferðir inn að Háloga- landi. í sambandi við þessa Skjaldar- glímu verður gefið út vandað rit, sem ýmsir þekktir menn skrifa í, svo sem Helgi Hjörvar, rithöf- undur; Þorsteinn Einarsson, í- þróttafulltrúi; Ben G. Waage, forseti ÍSÍ; Kjartan Bergmann o. fl. Þjálf araefnum boð ið til Danmerkur HANDKNATTLEIKSSAM- BANDINU hafa borizt boð frá Dönum og Svíum um að HSÍ sendi þjálfaraefni í handknatt- ieik á námskeið danska og sænska sambandsins. Hsifa Danir boðið tveimur þjálfaraefnum ís- lenzkum til þjálfaranámsskeiðs 1 Vejle um mánaðamótin júlí—■ ágúst. Sænska sambandið býður einum á námskeið í sumar. Nára skeiðin taka um mánaðartíma. WAMtMÍ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.