Morgunblaðið - 10.02.1962, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 10.02.1962, Blaðsíða 11
Laugardagur 10. febr. 1962 MORGVNBLAÐ1Ð 11 Hjalti Steingrímsson Hólmavík — Minning MALNINGARVERKST ÆÐi ALLT Á SAMA STAÐ Á málningarverkstæði okkar er einungis 1. flokks bifreiðalökk notuð. Allir þekkja og treysta merki eins og DITZLER. Blöndum samkvæmt formúlum PITTSBDRGH PLATE GLASS Co., U.S.A. yfir 1500 liti á allar amerískar, enskar, transkar og þýzkar bifreiðir með fyllstu nákvæmni. Onnumst einnig alls konar AUGLÝSINGARMÁLNINGU, og SKILTAMÁLNINGU. Gjörið svo vel og leytið upplýsinga. H.F. EGILL VILHJÁLMSSON, Laugaveg 118 — Sími 2-22-40 HINN 19. desember sl. lézt að heimili síno á Hólmavík Hjalti Steingrímsson, 79 ára. Hann var fæddur .á Hólum í Steingrímsfirði, 3. maí 1882. For- eldrar hans voru þau Steingrím- ur Hjaltason og Kristín Magnús- dóttir, búandi hjón á Hólum. Hjalti ólst upp í Hólum en fór þaðan alfavinn árið 1907, sett- ist þá að á Hólmavík Og átti heim ili þar til dauðadags. Stuttu áð- ur hafði myndast þar vísir að kauptúni. Ekki þarf að minna eldra fólk é hvílíkt hörmungarástand ríkti hér á landi i kringum 1880 og lengur. Eins og menn vita ligg- ur ísland þannig, að það er mið- stöð allra vályndra veðra og þegar haf isinn kom að landinu varð oft líuð um björg. Fyrir Hjalta var ekki frá miklu að hverfa í Hólum. Hann ólst upp í fátækt og átti því lítið þegar hann fór að heiman. Sumt af frændliðinu var farið til Amer- íku en hafísa og harðindaárin mögnuðu til dáða þá sem eftir eátu og nokkur dugur var í. Systkinin höfðu verið sjö en nú voru þrjú á lífi. Bræðurni.r, sem upp komust, voru tveir. Hét hinn Magnús. Hann haslaði sér völl inni í döl- unum en Hjalti út við sjóinn. Má með sanni segja, að saga þeirra beggja hafi orðið fast- mótuð. Báðir stóðu þeir vel á verðinum og héldu sig að því iífsstarfi er þeir völdu sér sem ungir menn Auk þess sem Hjalti var ágæt ur sjómaður mikinn hluta ævinn- ar, var hann einnig góður smið- ur en lagði giörva hönd á margt fleira. Trésmíði lærði hann á ísafirði hjá Þorláki Magnússyni. Landssímastöð var opnuð á Hólmavík árið 1908. Mun Hjalti hafa unnið að lagningu símans ásamt öðrum og varð síðan fyrsti simastjóri þar og til ársins 1922 að hann sagði starfinu lausu. Nokkru áðar réðist kauptúnið í ©ð koma upp rafstöð til ljósa. Mun þar hafa munað vel um stórhug og dugnað Hjalta og var hann í stjórn Rafveitufélags Hólmavíkur 17 ár. En löngu áður en hér var komið sögu, hafði Hjalti verið formaður bæði á áraskipum og seinna á eigin mótorbátum. For- mennsku Og sjósókn stundaði hann alls 32 ár. Hann varð fyrst ur manna til að koma með vél- knúinn bit á Húnaflóa. Kom framtakssemi hans í þeim efn- um sér oft og tíðum harla vel fyrir byggðirnar þar. Stranda- hérað var og er mjög erfitt til ferðalaga t. d. fyrir héraðslækn- inn. Meðan hinn ötuli læknir, Magnús Pétursson, var á Hólma- vík, fóru þeir Hjalti marga ferð- ina á m.b. Geir í sjúkravitjanir. Skipaskcðunarmaður í Stranda sýslu var hann 20 ár og vita- vörður á Hólmavík frá því vit- inn var reistjr þar 1916, til dauða dags. Nokkur sumur stundaði Hjalti einnig hvalveiðar á m.b. Geir. Var harm oft fengsæll en slíkur veiðiskapur mikil nýlunda þar um slóðir. Auk þess, sem nú hefur verið nefnt, fékkst hann einnig mikið við bókband á vetr- um, einkum seinni hluta ævinn- ar. Fiskimatsmaður var hann í fleiri ár. Þótt mér sé málið skylt, tel ég að hvert það starf, sem Hjalti gekk að hafi verið vel og traust- lega af hendi leyst. Hann var hinn mesti hirðu- og smekkmað- ur en líka kappsfullur. Hann var þrekmaðar og sístarfandi. Jafn- an var hann glaður og reifur, þægilegur í viðmóti og hinn bezti félagi en hafði einnig mik- inn myndugleika. Hann gaf sig ekki mikið að venjulegum sveit- arstjórnarmálum enda vart hugs anlegt að hann hefði getað bætt slíku á sig ásamt öllum þeim margháttuðu framkvæmdum, sem hann hafði með höndum. í skoðunum var hann ákveðinn sjálfstæðismaður en deildi þó ekki mjög um þá hluti við vini sína, en mat mikils dugnað og áræðni einstakiingsins. En hver var arfurinn sem þessi sonur tók við. Af verald- legum munum var það aðeins ein iöð. Hana sýndi hann mér einu sinni. En „foreldrarnir gáfu hon um bænir sínar og blessunarorð, gott mannorð, iðjusemi, reglu- semi og sparsemi". Og hvar lærðu þessir menn að lesa og sknfa? Auðvitað á heimilunum. 1 annað hús var ekki að venda með þá hluti. Engin skólaganga, en þó hraðlæs, vel reiknandi og listaskrifari. — Hjalti var ákveð inn í að rífa sig upp úr öllum eymdarskap og honum tókst það. Oft varð honum hugsað til eymd aráranna, þegar hann var að al- ast upp og hafísinn lá við land- ið en hungurvofan við hvers manns dyr. Þegar aðeins eitt skip á ári komst til einhverrar hafnar á Norðurlandi Og svo lok- aði ísinn öliu aftur. En með nýrri öld komu nyjar vonir og loks fó.r að rofa til Hann lét ekki á sér standa en var jafnan í fylkingar- brjósti og opinn fyrir öllum þarf legum nýjungum, ötull og fram- sýnn. Nú er þessi kempulegi og glaðlyndi maður horfinn til feðra sinna, síðastur af systkinunum sjö. Kona Hjalta var Sigurlína Tómasdóttir, ættuð úr Arnar- firði. Hún unni manni sínum mjög mikið og kunni vel að meta hæfileika hans. Hún var lítt mannblendin og þótti ekki við allra skap en hin bezta húsmóð- ir. Þau áttu eina dóttur barna, sem þeitir Fanney. Maður henn- ar er Þórður Guðmundsson og eru þau búsett á Hólmavík. Þeirra böm eru þrjú, tvö uppkom in, Ásthildur, lærð hjúkrunar- kona og Hjalti Ingimundur, stúdent og Guðmundur nú á Reykjaskóla. Hjalti unni listum og fagur- fræði. Hann mun einna fyrstur hafa kunnað að meta hæfileika Tryggva Magnússonar, hins snjalla teiknara og keypt fyrstu myndir hans, en þeir voru sveit ungar. Einkum síðustu ár ævinn- ar safnaði Hjalti gömlum bók- um og mun hafa orðið allvel á- gengt. Nú voru tímarnir breytt- ir frá því að hann var ungur og öll orkan fór í það eitt að hafa í sig og á. Nú skyldi kvöldstund- in notuð, að loknu miklu dags- verki, til þess að auka þann arf, er hann hafði hlotið frá fátækum foreldrum en aldrei haft tæki- færi til að sinna fyrr en nú. Sjálf ur hafði hann aldrei hlotið háar einkunnir í skóla en þrátt fyrir það lifir arfleifðin frá foreldr- unum.. Þau gáfu honum bænir sínar og blessunarorð og ættar- tölur raktar til konunga og jafn- vel guða. Og þannig hefur arfur- inn oft verið. Aðeins þessar gömlu og skítugu ættartölur á- samt forrisögum, riddarasögum, þjóðsögum og víkivökum, edd- um og rúnaþulum. Nú gafst loks ins tóm tii að grúska dálítið í þessu öllu og fara um það bæt- andi hendi íyrir kæra afkomend- ur. Hjalti hetur markað mörg og góð spor á lífsleiðinni. Fyrir kjark hans og störf ber að þakka. Hann hefur hlotið háar einkunn- ir í skóla lífsins. „Þeir, sem fremst á frárri skeið faldana drifnu skáru, eiga sporin alia leið eftir á hverri báru.“ Farðu heill, kæri vinur og frændi og hafðu þökk fyrir allt. Skrifað í janúar 1962 Guðbrandur Magnússon F élagslíl Skiðaferðir um helgina. Laugardaginn kl. 2 og 6 p. h. (ÍR kl. 7.). Sunnudaginn kl. 9 og 1 e. h. Afgreiðsla hjá BSR. Mullersmótið verður haldið við Skíðaskálann á sunnudaginn kemur. Nafnakall við Skíðaskál- ann kl. 11 f. h. Keppendur mætið stundvíslega. Skíðaráð Reykjavíkur. Heimsmeistarakeppnin í bridge hefst í dag í New York. Þátttak- endur í keppninni, sem fer fram í BARBIZO-PLAZA Hótelinu, eru fjórir, þ.e. Ítalía. Bandaríkin, Argentína og England. Keppnin mun standa yfir í 9 daga og verða spiluð 144 spil í hverjum leik. Keppendur eru þessir: ÍTALÍA. D’Alelio, Chiaradia, Avarelli, Belladonna Forquet og Garrozzo. Fyrirliði er A. Per- roux. ARGENTÍNA: Attaguile, Ja- ques, Calvente, Rocdhi, Berisso og Cabanne. BANDARÍKIN: Coon, Murray, Key, Nail, Matihe og Porten. Fyr- irliði er John Gerber. ENGLAND: Gardener, Rose, Konstam, Rodrigue, Priday og Truscott. Fyrirliði «r Louis Tarlo. Kerfi þau, sem notuð verða í þessari heimsmeistarakeppni eru mörg og mjög mismunandi. Ital- arnir nota Neapolitan Club-kerf- ið, nema Avarelli og Belladonna, sem nota Roman Club-kerfið. Argentínumennirnir nota flest- ir Goren-kerfið með smávægi- legum breytingum. Bandaríkjanmenirnir nota Standard American-sagnkerfið, ef hægt er að tala um eiginlegt sagnkerfi. Englendingarnir nota allir Acol-sagnkerfið, en þeir Rose og Gardener þó með nokkrum breytingum. Ekki er hægt að neita því, að allt bendir til, að ítalarnir muni sigra og verða heimsmeistarar í 5. sinn. Þessir spilarar hafa spil- að saman í 6 ár og náð ótrúleg- um árangri, m ,a. unnið heims- meistaratitiiinn fjórum sinnum í röð. Öryggi þeirra og prúð fram- koma hefur ávallt unnið hylli áhorfenda og þar að auki hafa þeir fyrirliða, sem aðrar þjóðir öfunda þá mjög af. England hefur sjaldan eða aldr ei sent sterkari sveit á heims- meistarakeppni og er reiknað með að þeir lendi í öðru sæti. Bandaríkin senda að þessu sinni lítt þekkta spilara til keppni, og er ekki reiknað með að þeir endurheimti titilinn. Argentína sigraði í keppni Suður-Ameríkuríkjanna og vann þannig rétt til þátttöku. Margir hafa bent á, að áhugi fyrir bridge hafi aukizt mjög í Suður- Ameríku og vel geti verið að sveit þessi sé góð og muni ef til vill koma á óvart. Guðiaugur [inaisson málfluti.ingsskrifstofa Freyjugötu 37 — Símj 19740. VERIÐ VAMDLAT VELJIÐ FORD Consul 315 bifreiðir fyrirliggjandi 'fbrcC U M B O Ð I Ð Kr. Kristjánsson h.f. Suðurlandsbraut 2 Sími 35300

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.