Morgunblaðið - 10.02.1962, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.02.1962, Blaðsíða 8
8 MORGVNRL4Ð1Ð Laugardagur 10. febr. 1962 Lagaákvæði skortir til að vernda rétt læríra sjúkraþjálfara LAGT hefur verið fram á Al- þingi frumvarp Ragnhildar Helgadóttur um sjúkraþjálfun. Frumvarpið var flutt á síðasta þingi, og er nú endurflutt með nokkrum breytingum í sam- ræmi við ábendingar lækna- deildar Háskóla Islands, land- læknis og stjórnar Læknafélags íslands. Tilgangurinn tvíþættur 1 greinargerð frumvarpsins segir svo m. a.: Frv. þetta er flutt að beiðni Félags íslenzkra sjúkraþjálfara. 1 þeim félagsskap eru aðeins þeir sjúkraþjálfarar, sem stund- að hafa nám 'í grein sinni við viðurkennda skóla erlendis og lokið þaðan tilskildum prófum. Hér á landi starfar enginn skóli í þessari grein. Tilgangur þessa frv. er tví- þættur. Annars vegar lýtur það að því að tryggja þeim sjúkra- þjálfurum, sem lokið hafa námi í sérgrein sinni, rétt til að starfa við sjúkraþjálfun fram yfir þá, sem ekki hafa til starfs ins lært. Hins vegar lýtur það að öryggi þeirra sjúklinga, er á sjúkraþjálfun þurfa að halda. Á miklu veltur fyrir heilsu þeirra, að sú meðferð sé fram- kvæmd á réttan hátt, og því þeirra hagur, að þeir einir hafi heimild til að stunda þetta starf, sem til þess hafa kunnáttu. 1 lögum nr. 47 frá 1932 eru ákvæði um svokallað takmarkað lækningaleyfi. Samkvæmt þeim er það veitt tannlæknum, nudd- urum, sem tekið hafa upp starfs heitið sjúkraþjálfarar, og öðrum að fullnægðum nánar greindum skilyrðum í lögunum. Felur það í sér heimild til að stunda sjúkl inga undir eftirliti læknis. Ákvæði skortir í lögum til að vemda rétt lærðra sjúkraþjálf- ara til starfa. Á meðan svo stendur, er félagsskapur þeirra hér á landi ekki viðurkenndur sem þátttakandi í alþjóðasam- tökum sjúkraþjálfara, og hlýzt vitanlega af því ýmiss konar óhagræði. Sérstök lög gilda hér á landi Til stuðnings atvinnuvegunum Á FUNDI neðri deildar á fimmtudag gerði Lúðvík Jósefs- son (K) grein fyrir frumvarpi um stuðning við atvinnuvegina, sem hann ásamt Karli Guðjóns- syni er flutnmgsmaður að. Taldi hann, að stefna ríkisstjámarinn ar í fjármálum leiddi beint til öngþveitis og að með frumvarpi þessu sé bent á nokkur atriði, sem gjöra þurfi útflutningsat- vinnuvegunum til stuðnings. Er þar m. a. lagt til, að vextir á afurðalánum lækki um 4,5% og af öllum öðrum lánum um 2%. Þá er og gert ráð fyrir, að eig- endum fiskiskipa sé gert kleift að fá vátryggingu skipa sinna fyrir helmingi lægra gjald en nú er. Útflutningsgjöld af sjáv- arafurðum lækki úr 7,4% í 2,9% og flutningsgjöld íslenzkra skipa á útflutningsvörum lækki um 20%. I>á er og gert ráð fyr- ir, að Seðlabankinn verði skyld- ur til að greiða útflytjendum, einum mánuði eftir að vara þeirra er flutt úr landi, fulln- aðarverð vörunnar, enda séu þær ekki fluttar úr landi, nema þær séu seldar fyrirfram. Samþykkt var að vísa fmm- varpinu til 2. umræðu og sjáv- arútvegsnefndar. um tannlækna, ljósmæður og hjúkrunarkonur. Má segja, að sá flokkur heilbrigðisstarfs- manna, sen^ frv. þetta fjallar um, hafi orðið afskiptur og fyllsta ástæða sé til að bæta þar um. Twist í Lídó í FYRRAKVÖLD var ífyrsta skipti sýndur opinberlega tvistdans hér á landi. Var það Rigmor Hanson, dans- kennari, sem dansaði þennan -^i umtalaða dans í Lídó, ásamt einum nemanda sinna. Við birtum hér tværmynd ir sem teknar voru í Lídó í fyrrakvöld. Önnur sýnir Rig- mor og nemanda hennar, Bergsvein Alfonsson, dansa tvist, en hin af hrifnum á- horfanda, sem fljótur var að læra sporið, og eftir sýningu fór hann að æfa sig. Við spurðum Rigmor Han- son, hvort áframhald yrði á tvist-danssýningum hennar. Kvaðst hún ekki geta sagt um það að svo komnu máli. Á þessum árstíma væri hún mjög tímabundin við dans- kennslu. Einmitt um þessar mundir væri hún að reyna að finna tíma fyrir nýja nem endur sem vildu læra tvist og aðra nýja dansa. En hún myndi áreiðanlega sýna tvistdans seinna í vet- ur. — ***** Dr. Benjamin Eiriksson: Skattamálin Lántaka vetjna Lan dssp ítalans Kvikmynd um akstur í dag FÉLAG íslenzkra bifreiðaeig- enda endurtekur kvikmyndasýn- ingu um umferðarmál í Gamla Bíói kl. 3 í dag. ’ Síðastliðinn laugardag var hús- fyllir á sýningu félagsins og var gerður hinn bezti rómur að kvik- myndunum. Sérstaklega er kvik- myndin um akstur í hálku, at- hyglisverð og lærdómsrík nú í vetrarfærðinni. Félagið hefur að undanfömu sýnt myndirnar félagsmönnum sínum og öðrum samtökum, en nú gefst öllum áhugamönnum tækifæri til að sjá kvikmyndirn- ar endurgjaldslaust. — Þess er að vænta að sem flestir notfæri sér þetta. Sigurður N. Þorsteins- son, ökukennari flytur skýringu við myndina um akstur í hálku og lýsir þeim sérstöku vandamál- um, sem hálir og sleipir vegir valda ökumönnum og hvað öku- mönnum ber að gera í slíkri færð. Á F U N D I neðri deildar á fimmtudag gerði Einar Ágústs- son (F) grein fyrir frumvarpi um, að ríkisstjórninni sé heimilt að taka allt að 30 millj. kr. lán til að fullgera sem fyrst þær viðbyggingar Landsspítal- ans, sem nú er verið að koma upp. Það sé kunnara en frá þurfi að segja, að mjög tilfinn- anlegur skortur sé á spítala- rúmi í Reykjavík, enda spítal- amir reknir meira eða minna fyrir landið allt. Við Landsspít- alann sé nú í smíðum allmiklar viðbyggingar í þremur álmum. Þegar þær verði fullgerðar muni bætast 225 rúm við í 9 sjúkra- deildum og það mundi bæta talsvert úr brýnustu þörfinni. Til þess að ljúka þessum bygg- ingum muni þurfa 35—40 millj. kr., en ekki sé gert ráð fyrir að veita nema um 9 millj. kr. á næsta ári. Miðað við sömu fjárveitingu muni taka 4—5 ár að fullgera þessar byggingar og slík bið yrði of löng. Samþykkt var að vísa frum- S’öðugt gæftaSeysi SUÐUREYRI, 8. febr. — Stöðugt gæftaleysi er nú hér vestra eða því sem næst. Þó hefur tekizt að róa þrjá síðustu daga en sjóveð- ur þó vont, mikill straumur og oft hvasst. Bátarnir hafa fengið 4—8 tonn og er það mest þorskur. varpinu til 2. umr. og heilbrigð- is- og félagsmálanefndar. 4 stjórnarfrum- vörp til 3, umræðu f EFRI deild var í gær samþykkt að vísa frumvörpum ríkisstjórn- arinnar um breytingu á lögum um prentrétt, eftirlit með skip- um og á almennum hegningarlög um til 3. umræðu, en Friðjón Skarphéðinsson skýrði frá því að allsherjarnefnd hefði orðið ásátt um að leggja til að frumvörpin yrðu samþykkt, en í þeim felst aðallega orðalagsbreyting vegna stofnunar ríkissaksóknaraembætt isins. Þá var á fimmtudaginn tekið til 2. umræðu frumvarp ríkis- stjórnarinnar um sveitastjórnar- kosningar, en það hafði verið samþykkt í neðri deild. Friðjón Skarphéðinsson (A), framsögumaður allsherjarnefnd- ar, skýrði frá, að nefndin hefði orðið sammála um, að leggja til að frumvarpið yrði samþykkt með örlitJum brej'tingum, sem nauðsynlegar væru vegna mis- ræmis. Púll Þorsteinsson (F) mæltist til þess, að það yrði athugað í nefnd fyrir 3. umræðu, hvort ekki væri heppilegra að taka það form upp við kosningar í sýslu nefndir, að sami þáttur yrði hafð ur á og var í tvírrtenning.skjör- dæmunum, áður en kjördæma skipuninm var breytt. ur, hinn sæmilegasti fiakur. RfKISSTJÓRNIN hefur Iagt fyr- ir Alþingi nýtt frumvarp í skattamálum. Með tiiliti til þess hvernig ástandið er í skatta- málunum, má telja víst, að öll nýmæli í því muni vera til bóta. Eitt af því sem menn eru yf- irleitt sammála um, er það, að skattar þurfi að vera ákveðnir og ekki handahófskenndir eða tilviljunarkenndir hvorki álagn- ing þeirra né innheimta. í allri skattalöggjöf okkar undanfarin ár er samt eitt stórt og mikið tilviljunaratriði, sem ekki hefur verið leiðrétt. Þar sem málið er ákaflega einfalt, en þýðingar- mikið, vil ég leyfa mér að fara um það nokkrum orðum á opin- berum vettvangi. Við skulum taka dæmið þar sem peningatekjur manna hækka, segjum tvöfaldazt. Þetta þarf ekki að þýða mikið, vegna þess að verðlagið hefur — segj- um tvöfaldazt — á tímabilinu. Hver króna, sem menn fá í kaup, er þá aðeins helmingur að gildi við það sem hún áður var. Að öllu öðru óbreyttu eiga menn því að borga tvöfalt fleiri — en helmingi minni — krónur í skatt. Nú hagar þannig til, að skattstigar eru stighækkandi. Af þessu leiðir, að séu skattstig- arnir óbreyttir þegar peningarn- ir rýrna í gildi, þá þyngist skatt byrðin hlutfallslega. Maður, sem byrjar að borga skatt við 70 þúsund króna tekjur, hann byrj ar í rauninni að borga skatt við 35 þúsund krónur, ef verð- lagið hefur tvöfaldazt. Hafi skattstiginn verið réttur þegar hann var settur og manninum gert að borga skatt við 70 þús kr., hlýtur skattstiginn að vera orðinn meira en lítið rangur, miðað við tilgang löggjafans, eftir að verðlagið hefur tvöfald azt og hver króna aðeins 50 aura virði. Einkum vex stig- hækkunin (progressionin) ákaf' lega ört. Þetta er nú samt það ástand, sem ríkt hefur hér á undanförnum árum og ríkir enn í dag. Vegna háékkandi verðlags hefur hlutfallsleg skattbyrði sí- fellt þyngzt, án þess að löggjöf- in hafi sett þar um neinar regl- ur, eða gert þar um samþykkt ir. Er þetta þá ekki mjög erfitt mál viðureignar? Nei, það er einfalt. Það eru fá mál einfald- ari viðureignar heldur en það að leiðrétta skattstigana fyrir breytingum á verðgildi pening- anna. Til þess að leiðrétta skattstig- ann þarf ekki annað heldur en margfalda bilin í skattstiganum með 100 plús þeirri prósentu- hækkun, sem orðið hefur á verð laginu og deila með 100. (Við 25% verðlagshækkun þarf því að margfalda með 1,25). Og það þarf einnig að margfalda peningaupphæðina, sem á að borga í skatt, (í bilinu) með sömu tölu. Þetta er allur vand- inn. Þessa margföldun skattstig- anna getur einn maður gert á einum degi. Skattstigarnir, sem nú gilda, bæði fyrir tekjuskatt einstakl- inga og eins fyrir útsvarið, voru settir í apríl 1960. Þeir eru tæplega tveggja ára gamlir. Á þessum tveimur árum hefur verðlagið, neyzluvöruverðlagið, hækkað um 25%. Maður, sem borgar skatt við 70 þúsund kr. tekjur samkvæmt lögunum þeg- ar þau voru sett, borgar því I dag í rauninni við 56 þúsund, og síðan stighækkandi meira, eftir því sem hann hefur meiri tekjur. Beinu skattarnir hafa þess vegna hækkað stórkostlega á þessum tveimur árum, eða langtum meira en um 25%, vegna aukinnar stighækkunar, í frumvarpi ríkisstjórnarinnar 1 skattamálum er ekki eitt ein- asta orð um þetta mikilvæga atriði. Á þá að hækka alla beinu skattana um miklu meira en 25% vegna fyrr byrjandi og stór lega aukinnar stighækkunar? Hafi skattstigarnir verið álitnir réttlátir af ríkisstjórn og Al- þingi fyrir tveimur árum, þá eru þeir í dag mjög mikið úr leið; þeir eru ranglátir, nema viðhorf þessara aðila sé óbreytt. En hið nýja frumvarp bendir ekki til slíks. Eða á að láta handahófið ráða áfram? Er ekki nóg að gert með þvl að halda dauðahaldi í mj ög slæmt skattakerfi, þótt ekki sé líka haldið dauðahaldi í það handahóf, sem réttnefnt er skattabr j álsemi?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.