Morgunblaðið - 10.02.1962, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.02.1962, Blaðsíða 10
MORGIJNBLAÐIÐ Laugardagur 10. febr. 1962 19 HAFA S.Þ. BRUGÐIZT? MORGUNBLAÐIÐ las'ði MANNA ÞEGAR þessa spurningu fyrir nokkra menn: TELJIÐ ÞÉR, AÐ SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR ER YFIR SÖGU USTU ÁRA? Hér fara á eftir LITIÐ SEIN- svor HAFI BRUGÐIZT VONUM þeirra. Þór Vilhjálmsson, logfræðingur: í UPPHAFI sáttmála himia Sam einuðu þjóða er rætt um mark mið samtakanna og grundvallar reglur. Þar getux að líta hátíðleg orö og mikil fyrirheit. Við, sem vorum nýfermdir og þóttumst vera farnir að íhuga heimspóli- tíkina um það leyti, sem verið var að stofna Sameinuðu þjóðirnar, tókum þetta mjög bókstaflega og trúðum því, að hin nýja sitofnun myndi „bjarga komandi kynslóð um undan hörmungum ófriðar“ og „staðifesta að nýju trú á grund vallarréttindi manna“, eins og segir í sáttmálanum. Þessar von- ir hafa brugðizt. Þeir, sem meira vissu, hafa ef til vill litið öðrum augum á málið, ög gildi Samein- uðu þjóðanna skilst betur, ef menn hugleiða söguna um sam Skipti ríkja á þessari öld og sér staklega sögu Þjóðabandalags- ins. Sú saga sýnir, að búast mátti við mi'klum erfiðleikum, og þeir hatfa ekki látið á sér standa. Þó að Sameinuðu þjóðirnar hafi ekki tryggt Fróðafrið á jörð, hafa þær margt gott látið af sér leiða og einu sinni kaeft í fæðingu al- varlegt tilræði við heimsfriðinn. Það var, þegar ráðizt var á Suð- ur-Kóreu. Ýmsar framkvæmdir, sem eklki snerta hinar stórpóli- tísku deilur að ráði, hafa gert mik ið gagn. Má þar til nefna aðstoð við flóttafólk og ýmsa njálp, er veitt hef ur verið vanþróuðum löndum. Sameinuðu þjóðimar hafa því ékki uppfyllt vonir hinna bjart- sýnu, en e.t.v. ekki valdið mikl- Uim vonbrigðum hjá þeim raun- sæju. Hvað sem um það er, ákiptir hitt meiru, að menn reyni að gera sér grein fyrir, hvaða von ir má binda við Sameinuðu þjóð irnar í framtíðinni. Vafa er bund- ið, hve mikið má læra af því liðna, þegar svara á þeirri spurn ingu. Ástæðan er sú, að viðhorfin virðast vera að breytast til muna vegna aðildar fjöldamargra nýrra ríkja, sem flest eru í Afríku. Við horf ráðamanna í Asíu og Afríku til alþjóðamála er okkur Vestur landabúum oft ærið framand- legt, og finnst ökkur þá lítið sam ræmi milli orða og gerða og hvort tveggja ráðast af öðru en því, sem okkur þykir mestu varða og sáttmáli hinna Sameinuðu þjóða leggur áherzlu á. Þarf ekki ann að en minna í þessu sambandi á, að Indiverjar með Nehru í broddi fylkingar hafa lengi verið postul ar friðar og réttlætis en þó réð ust þeir inn í Goa og brutu þar með sáttmála Sameinuðu þjóð- anna. Þessir og aðrir atburðir hafa valdið því, að hjá ýmsum hefur orðið vart vafa um gildi starfs Sameinuðu þjóðanna. Hafa sjón armið af þessu tagi t. d. komið fram í Morgunblaðinu. Þá voru þau sett fram nú fyrir íramótin í ræðu, sem utanrikisráðherra Breta hélt og vakið hefur veru- lega athygli. Menn segja, að tvenns konar mælikvarði sé lagð ur á það hjá ýmsum aðildarríkj um, hvað sé rétt: Það, sem sé glæpur ef vestræn ríki eiga í hlut, sé ekki glæpur, ef það hend ir aðra. Sú breyting, sem orðið hefur hjá Sameinuðu þjóðunum, er í því fólgin, að Asíu- og Afrikurík- in eru orðin svo mlörg, að þau geta, þegar þau standa saman, haft úrslitaáhrif í atkvæðagreiðsl um. Vesturveldin munu t.d. ekki hafa treyst sér til að leggja álykt unartillögu um fordæmingu á innrásinni í GOa fyrir allsherjar þingið af ótta við, að hún fengi eklki nægan stuðning. Hér er vissulega um að ræða ný viðhorf, sem hafa mikla siðferðilega þýð ingu, a.m.k. í vestrænum löndum. Hins vegar hefur sá raunveru- leiki, sem búið hefur að baki deil unum á vettvangi Sameinuðu þjóðanna á undanförnum árum, enn ekki breytzt hvað sem síðar verður. Sá raunveruleiki er, að í heiminum eru tvö stórveldi, Bandaríkin og Sovétríkin, sem keppa sín í milli og láta stjórnast af gerólikum viðhorfum, og að Sovétríkin hafa ekki viljað hlíta sáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem þau höfðu þó átt hlut að í upphafi og gengizt undir. Þótt mál, sem varða deilur stórveld- anna tveggja, komi til atkvæða hjá Sameinuðu þjóðunum og úr- slitin verði stundum önnur en orð ið hefði fyrir nokkrum árum og við teljum rétt, þarf það ekki að tákna, að stofnunin sé tæki í höndum þeirra, sem vilja hug- sjónir stofnskrárinnar feigar. Framtíðin mun skera úr um það. Margt bendir til, að þýðing Sam einuðu þjóðanna sé mikil emmitt nú, bæði til að gefa stórveldun- um kost á að ræða deiumál sín og skýra sjónarmið sín opinber- lega í áheym allra manna og til að leiðbeina nýjum og vanþróuð um ríkjum á leið til betri af- komu og meiri mennngar. Styrmir Gunnarsson, háskólanemi: ENDA ÞÓTT miklar vonir hafi verið bundnar við stofnun SÞ á sínum tíma, gerðu rnenn sér þó ljóst þá þegar, að starf samtak- anna mundi verða miklum erfið- leifcuim báð og margar hindranir ætti eftir að yfirstíga áður en tekizt hefði að skapa stoínun, sem á raunhæfan hátt stæði dygg an vörð um frið og frelsi í heim- inum. Það hefur og líka komið í ljós, að samtökin hafa verið þess mjög vanmegnug að rækja hlut verk sitt sem skyldi. Samt sem áður hafa þau átt sínar stóru stundir, eins og þegar hersveitir börðust í fyrsta skipti undir fána Sameinuðu þjóðanna í Kóreu til þess að verja þá litlu þjóð, sem þar býr árás hins kommúníska imperíalisma. Á síðustu árum hefur hins veg ar mjög stefnt til hins verri vegar, og er þar fyrst og fremst um að kenna áhrifum. hinna „nýju ríkja“ Asíu og Afríku, sem reka innan samtakanna óábyrga hentistefnupólitík, er miðar að því annars vegar að gera hinum „gömlu nýlenduveldum“ allt til bölvunar og eira þeim einskis friðar, og hins vegar að plokka sem mest fé út úr bæði Banda ríkjamönnum og Rússum, þó aðal le0a þeim fyrrnefndu, með tví- skinnungslegri afstöðu í atkvæða greiðslum og afstöðu til mála á þingi SÞ. Á næstliðnum mánuðum hafa svo þeir atburðir gerzt, að mér virðist einsýnt, að vestrænum þjóðum gagni ekki lengur að byggja megin-vonir sínar um frið í heiminum og varðveizlu frelsis þjóðanna á þessum samtökum. Of beldisárás SÞ á Katangafylki í Kongó er hneyksli. Undir því yf- irskyni að verið væri að fram- fylgja ályktun Öryggisráðsins um brottflutning „erlendra málaliða" frá Katanga, var hersveitum SÞ beitt til þess að eyðileggja varnar mátt hers Katangaþjóðar, sem vill hljóta sjálfstæði. Hér var um að ræða fullikomlega óafsakan- legt og algjörlega ólögmætt fram ferði. Úr því að stjórnin í Leo- poldville taldi sig ekki geta fall- izt á aðskilnaðarstefnu Katanga stjórnar var það auðvitað henn- ar hlutverk að binda endi á þemn an aðskilnað með þeim ráðum, sem henni voru tiltæk. Vinstri- sinnaðir stjórnmálaleiðtogar Afríku með Ghanabúann Nkrum ah í fararbroddi fengu því hins vegar framgengt, að hersveitum SÞ var beitt til þess að reyna að steypa af stóli þeirn stjórnmála- leiðtoga hins fyrrverandi belg- tíska Kongó, sem hlynntastur hef ur verið vestrænum ríkjum. Einis og við mátti búast, létu Banda- ríkjamenn hafa sig til stuðnimgs þessu athæfi og borga auðvitað brúsarm. Til þess svo að emginn þyrfti að fara í grafgötur um hverjum að- ferðum SÞ beita nú til dags til varðveizlu friðar í heimimum, neitaði öryggisráðið að hafa af- skipti af ofbeldisárás Indlamds á Góa og önnur landsvæði Portú- gala þar í grend. Þar með var vegið að þeim megin stoðum, sem tilvera SÞ byggist á. SÞ hafa alltaf fram til þessa for- dæmt hvers konar ofbeldi í sam skiptum þjóða, hver sem í hlut hefur átt, enda þótt þær hafi tíðast reynzt þess vanmegnugar að grípa inn í á raunhæfan hátt, a.m.k. þegar Sovétrílkin hafa átt í hlut sbr. þjóðarmorðið á Ung verjurn. En nú hefur ný regla verið tekin í aflskiptum samtak- anna af deilumálum þjóða. Ef eitt hinna svokölluðu „gömlu ný lenduvelda" beitir hervaldi til varnar eða framgangs hagsmun u’ \ sínum stendur ekki á fordæm ingu SÞ. Fremji hins vegar eitt hvert hinna „nýju ríkja“ ofbeld isverknað, virðist málið eikki eins alvarlegt í augu-m meiri h-luta að ildarríkja samtakanna. Hver láir svo Portúgölum, að þeir hyggja á úrsögn úr samtökunum? Frá mínu sjónarmiði séð er sá ^iðferðilegi styrkur, sem SÞ er svo nauðsynlegur til þess að geta gegnt hlutverki sínu, ekki leng ur fyrir hendi eftir þá tvo atburði sem hér hefur verið minnzit á. SÞ hafa brúgðizt trausti og tiltrú þjóða víða um heirn og það verð ur erfitt að vinna aftur. Mér virð ist ljóst, að sú byrjun á endi-n’.im, sem Ad-lai Stevenson, aðalfulltrúi Bandaríkjann-a hjá SÞ, óttaðist, að yrði afleiðing afstöðu samtak i anna til Góamálsins, sé þegar naf< in. Fram að þessu h-afa vestrænar þjóðir og þó sérsta-klega Banda- rikjamenn mjög byggt á SÞ í bar áttunni gegn hinni sovézku heimsvaldastefnu. Með tilbomu „nýju ríkjanna" og þeim starfs aðferðum, sem þau ha-fa innleitt í samtökin verður ebki séð, að SÞ verði að miklu gagni á næstu ár um í baráttunni fyrir friði og frelsi. Vestrænum þjóð-um og öðr um frjálsum þjóðum heims, sem þeim fylgja að málum er hollast að snúa nú við blaðinu og grípa til áhrifameiri aðferða, en SÞ geta beitt, til þess að sigur megi vinnast á heimsvaldastefn-u Sovét ríkjanna. Knútur Hallsson, ráöuneytisfulltrúi: Það er eins og sumir menn haldi, að það sé álíka auðvelt •að friða heiminn eins og „að borða eitt stykki af rúgbrauði með rúllupylsu", lí-kt og frænd- ur okkar Danir myndu segja. Þetta eru vísast menn, sem ráða kannski lítið við sína kerlingu eða krakka, að maður ekki tali um, að þeir hafi neina teljancH stjórn á sjálfum sér. Auðvitað hafa Sameinuðu þjóðirnar brugðizt vonum manna, þegar litið er til sögu síðustu ára. Af þeirri einföldu ástæðu, að menn hafa bundið tálvonir við þær og gert til þeirra meiri kröfur en sanngjarnt get. ur talizt. Aldur Sameinuðu þjóð- ann-a er aðeins 16 ár, sem er frumbernskulegur aldur á mann. kyn-ssögulegan mælikvarða, Menn mega gjarnan vera bjart- sýnir og kröfuharðir í g-arð Sam- einuðu þjóðanna, en verða jaín- framt að láta sér skiljast, að öll viðleitni samtak-anna hlýtur fyrst og fremst að mótast af þol- inmæði og þrautseigju. Sameinuðu þjóðirnar heyj-a -hógláta. en árangursríka bar- áttu gegn sjúkdómum, hungri og fáfræði víðs vegar um heim. Þar með leitast þær við að ryðja úr vegi hindurvitnum, hleypi. dómum og tortryggni. en með því móti einu verður lagður skynsamlegur grundvöllur að heimsfriði og virðingu fyrir lög. um og rétti í samskiptum þjóða. Kristján Ragnarsson, erindreki: Sameinuðu þjóðirnar eru stofn aðar, til þess að vernda frið og mannhelgi í heiminum. En hefur Sameinuðu þjóðun- um tekizt það hlutverk, sem þær eru stofnaðar til að gegna? Eg tel að svo sé í aðalatriðum. Samtökin eru tvímælalaust hið víðtækasta samstarf. sem hægt hefur verið til þessa að koma á þjóða á milli. Að vísu eru innan samtakanna þjoðir, sem hvorki hafa frið né mannhelgi að stefnu miði, heldur hið gagnstæða, yf- irgang og kúgun, en með því að í upphafi var hægt að fá þær til þess að vera í samtökunum, hef- ur verið hægt að halda svo aft- ur af þeirn sem raun ber vitni. Mikil fjölgun aðildarríkja hef- ur átt sér stað undanfarið í sam- tökum hinna sameinuðu þjóða, og er þar um að ræða þjóðir, sem fengið hafa frelsi frá gömlum nýlenduþjóðum. Afstaða þessara þjóða á alþjóðavettvangi hefur í mörgum tilvikum valdið von- brigðum frjálsra m-anna, þvi svo virðist, sem í hvert skipti, er marg-ar þessara þjóða hafa feng- ið tækifæri til yfirgangs á sér smærn þjcðir, þá hafi það verið notað. Austur-Evrópuríkin reka mik- inn áróðui gegn nýlendustefnu, en er það ekki oft svo, að þeir kasta mestu grjótinu, sem í gler- húsi búa. eða hv-aó er nýlendu- stefna, ef ekki að halda fjölda þjóða í örbirgð og umkomuleysi auk andlegs ófrelsis, eins og á sér stað í svo ríkum mæli aust. ur þar? Þar finnst mér liggja vanmáttui hinna Sameinuðu þjóða, hversu lítið hefur verið gert, eða hægt að gera til hjálp- ar þessum undirokuðu þjóðum, eins og dæmin sýna t. d., þegar Ungverjalandsb.yltingin átti sér stað. Svar niitt við spurn!..gunni er því, að Sameinuðu þjóðirnar hafi orðið til mikils g-agns til efling- ar friði í heiminum, en þó skorti mikið á, að þær hafi verið þess umkomnar, sem vonir manna stóðu til. Viggó Oddsson, myndmælingamaöur Mér finnst að sem stofnun hafi SÞ gegnt sínu hlutverki eins og til var ætlazt í upphafi og mun betur í ýmsum atriðum t.d. í al- þjóða tæknifræðslu, líknarstörf- um, menningarmálum o. fl. Hitt er svo ann-að, að einstaka þjóðir innan SÞ hafa brugðizt, þegar hagsmunir þeirra hafa rek izt á þau atriði. er snerta frelsi og j-afnrétti allra þjóða, og þá stefnu að láta færustu menn hverrar þjóðar ráða fram úr milliríkjadeilum, í stað hervalds, Ný, gömul og deyjandi stór- veldi reyna að halda fornri frægð m,eð því að hampa atómkrafti, en ný ríki reyna með ofbeldi að sýna hvað þau geta. Indland er sorglegt dæmi um þetta. SÞ er eiiii vettvangurinn, þar sem hin ólíku sjónarmið geta sætzt. SÞ verður -að hafa afl til að hindra ofbeldi einnar þjóðar við aðra. Tilvera smáþjóða er undir því komin. Þótt nokkur ríki ræki ekki skyldur sínar við SÞ verða hin rí-kin að stand-a fastar saman, þar má ekki spara. Framhald á bls. 17.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.