Morgunblaðið - 10.02.1962, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.02.1962, Blaðsíða 12
12 MORCVNBLÁÐIÐ Laug^rdagur 10.febr. 1962 Otgefandi: H.'f Arvakur. Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (áóm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og aígreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. SKATTRÁNS- STEFNAN Á UNDAN- HALDI íslenzkur almenningur mun fagna því, að skattráns- stefna sú, sem Framsóknar- flokkurinn hefur átt ríkast- an þátt 1 að móta er nú á undanhaldi. Núverandi ríkis- stjóm beitti sér þegar í upp- hafi kjörtímabils síns fyrir stórkostlegum lækkunum á tekjuskatti, sem m.a. höfðu það í för með sér að skatt- greiðendum fækkaði úr rúm- lega 63 þúsundum niður í 16 þúsund. Þetta þýddi m.a. það, að hjón með tvö börn og 90 þúsund kr. nettó tekjur, urðu skattfrjáls. Þessi skattalækkun á ein- staklingum fól í sér mikla kjarabót fyrir þúsundir fjöl- skyldna í landinu. — Hinni skammsýnu skattránsstefnu Framsóknarmanna hafði ver- ið vísað á- bug. Núverandi ríkisstjórn snerist gegn þeirri stefnu að refsa bæri einstakl- ingum fyrir að leggja sig fram um að afla sér tekna og skapa verðmæti í þágu þjóðfélagsins. Kjarninn í skattastefnu Framsóknarmanna hefur æv- inlega verið sá að það væri allt að því óheiðarlegt að fólk legði sig fram um að eignast eitthvað, hafa góðar tekjur og leggja fyrir af þeim. Þannig hefur fjár- málastefna Framsóknar- manna, sem um langt skeið fóru með fjármálastjórn rík- isins, átt ríkan þátt í að gefa eyðslu- og verðbólgustefnu byr undir vængi. Það er fyllilega í samræmi við þessa stefnu, sem Fram- sóknarmenn berjast nú eins og ljón gegn því að spari- fjáreigendur fái hækkaða vexti af innstæðum sínum og skapist aukin hvöt til þess að leggja sparifé sitt í banka og sparisjóði. En ekk- ert er nauðsynlegra fyrir efnahagslegt sjálfstæði þjóð- arinnar en að einstaklingarn- ir spari og hafi traust á gjaldmiðli hennar. Það er sparnaðurinn, sem skapar það lánsfé, sem bankamir hafa til umráða hverju sinni til útlána. Núverandi ríkisstjórn hef- ur nú einnig lagt fram til- lögur um víðtækar breyting- ar á skattgreiðslu félaga og atvinnufyrirtækja. — Fela þessar tillögur í sér margar breytingar, sem munu verða atvinnufyrirtækjunum til mikilla hagsbóta og eiga þátt í því að auðvelda endurnýj- un þeirra og uppbyggingu í framtíðinni. Svo er nú komið, að Fram- sóknarmenn og kommúnistar standa einir uppi sem for- mælendur skattránsstefnunn- ar. Leiðtogar þessara flokka mæta öllum skynsamlegum breytingum á skattalöggjöf með sömu hrópyrðunum: Það er verið að ívilna hin- um ríku á kostnað hinna fá- tæku! Það er sama, þótt takmark skattalagabreytinganna sé einmitt að létta byrðum af öllum almenningi, um leið og aðstaða framleiðslutækj- anna er bætt. Framsóknar- menn og kommúnistar þrá- stagast alltaf á þessu gamla slagorði sínu. En það er löngu gatslitið orðið. Þjóðin hefur árum saman stunið undan ranglátri og heimsku- legri skattheimtu. Núverandi ríkisstjóm hefur haft kjark og manndóm til þess að segja skilið við skattráns- stefnuna og marka nýja stefnu, sem byggir á hóflegri skattheimtu, en fullnægir þó tekjuþörfum hins opinbera. HEIMSÓKN ADOULA í SÞ idoula, forsætisráðherra ^ Kongó, heimsótti fyrir skömmu Sameinuðu þjóðirn- ar og flutti þar ávarp. — Einnig ræddi hann við aðal- framkvæmdastjóra samtak- anna um vandamál þjóðar sinnar. Horfur á lausn Kongó- vandamálsins eru nú bjartari en oftast áður. Til samkomu- lags hefur dregið milli Tsjombe, leiðtoga Katanga- manna, og landsstjórnarinnar í Leopoldville. Adoula hefur nú einnig losað sig við Giz- enga, flugumann kommún- ista, úr ríkisstjórn sinni. En hgnn var þá orðinn sannur að sök um ýmis konar svik- ræði gagnvart stjórn lands- ins. Var auðsætt að Rússar ætluðu að nota hann sem handbendi sitt til þess að hindra að sættir tækjust milli hinna stríðandi afla í landinu. Þegar svo var kom- ið, að Adoula hafði vikið Gizenga úr stjórn sinni, heimtuðu Rússar fund í Ör- yggisráðinu um Kongómál- ið. En af þeim fundi varð ekki. Stjórn Kongó mótmælti honum og mikill meirihluti SEM kunnugt er var mikill viöbúnaður í Frakklandi og Alsír á mánudagiinn, þegar de Gaulle flutti útvarps og sjónvarpsræðu sína. Meðfylgj- andi mynd var tekin snemma á mánudag í Algeirsborg, þeg- ar hermenn voru að byrja að hópast inn í borgina í bryn- vörðum bifreiðum. Krúsjeff við bezfu heilsu Moskvu 8. febr. (AP). — ÉG ER sannfærður um að Krúsjeff er við góða heilsu. Ég veit ekkert um stjórnmálaástandið, en for- sætisráðherrann kennir sér einskis meins. Þetta sagði sendifulltrúi Brazilíu í Sovétríkjunum Ro- þeirra þjóða, sem sæti eiga í Öryggisráðinu, voru því mótfallnar að það tæki mál- ið fyrir. Adoula, forsætisráðherra, hefur haldið á máli þjóðar sinnar af festu og dugnaði. Undir forystu hans hefur verið lagður grundvöllur að samkomulagi milli Leopold- villestjórnarinnar og Kat- angamanna. Áhrifum komm- únista hefur verið eytt og horfur á sameiningu lands- ins stóraukizt. FIMMTA LÝÐ- VELDIÐ í HÆTTU Átökin, sem urðu í París í fyrradag, sýna greini- lega að mikil hætta vofir ennþá yfir fimmta lýðveld- inu. Alsírmálið heldur áfram að kljúfa og sundra frönsku þjóðinni. De Gaulle heldur hinsvegar beint að settu marki. Hann hefur ákveðið að leysa þetta mikla vanda- mál, hvað sem það kostar. Og hann er áreiðanlega eini franski stjórnmálaleiðtoginn, sem getur gert það. En and- staðan gegn honum er stöð- ugt að magnast í sjálfu Frakklandi. Hinar blóðugu óeirðir á götum Parísar eru enn ein sönnun þeirrar upp- lausnar og óvissu, sem ríkir í frönskum stjórnmálum. — De Gaulle er hinn sterki maður Frakklands. Hann bjargaði landinu frá blóð- ugri byltingu á örlaga- stundu. En nú er spurningin aðeins sú, hvort honum muni takast að bera fram til sig- urs þá hiklausu stefnu, sem hann hefur markað í Alsír- málinu og áreiðanlega bygg- ist á óhjákvæmilegri nauð- syn, eða hvort öfgaöflunum muni takast að efna til nýrr- ar byltingar, sem að öllum líkindum mundi hafa í för með sér hrun fimmta lýð- veldisins. Vinir Frakklands og frönsku þjóðarinnar hljóta að vona að de Gaulle takist að leysa Alsírvanda- málið og binda endi á hin sorglegu mannvíg, sem þar hafa stöðugt verið unnin sl. sjö ár. berto L. Assumpaco de Araujo brosandi við fréttamenn, er hann kom til Moskvu í dag frá S.-Rússlandi, þar sem hann hefur dvalizt nokkra daga. Sendifulltrúinn hefur um- sjón með opnun sendiráðs Brazilíu í Moskvu, en nýlega ákváðu Sovétríkin og Brazilía að skiptast á sendiherrum. Á miðvikudaginn átti sendi fulltrúinn klukkustundar við- ræður við Krúsjeff í húsi hans við Svartahafið. Var hann fyrsti erlendi sendimaðurinn, sem Krúsjeff tók á móti í hálfan mánuð. Sendifulltrúinn sagði, að forsætisráðherrann hefði hleg ið að orðrómnum, sem gengið hefur um að honum hafi verið sýnt banatilræði., ■— Hann gekk með mér um garð sinn og sýndi mér sund- laugina, sem hann sagðist synda í á hverjum morgni, hélt sendifulltrúinn áfram. — Ég hef heyrt það sagt, að Krúsjeff hafi fengið skot í þindina, en það er ekki rétt. Hann gekk með mér á milli trjánna léttur á fæti, gekk upp stiga og virtist liggja mjög vel á honum. Krúsjeff og sendifulltrúi Brazilíu ræddu um samband- ið milli landanna, en eins og< áður er sagt hafa þau ákveðið^ að skiptast á sendiherrum. Krúsjeff — hann gekk milli trjánna léttur á fæti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.