Morgunblaðið - 10.02.1962, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.02.1962, Blaðsíða 20
20 MORCU1VBL4ÐIÐ Laugardagur 10. febr. 1962 Barbara James: 23 Fögur og feig Meðan á sögunni stóð hafði Rory ekki sagt orð og andlitið á honum var gjörsamlega svip- laust. Ég hafði enga hugmynd um viðbrigði hans við þessari ótrú- legu sögu. Svo ók ég heim til Crystal. Eins og þér vitið, stendur húsið d.álítið afsíðis í horninu á stórri útihúsaþyrpingu. Þarna var allt dimmt. Ég hringdi nokkrum sinn um, enda þótt ég byggist -ekki við, að þarna væri nokkur mað- ur. Ég vissi, að stúlkan hjtá Crystal bjó ekki þar heldur heima hjá^sér. Þegar ég þóttist viss um, að þarna væri enginn maður, opnaði ég dyrnar með lyklinum, sem ég hafði tekið úr handtöskunni hennar. Tók síðan líkið úr bílnum, sem stóð þannig, að enginn gat séð til mín. Ég bar það upp í svefnherbergið hennar og kom því fyrir í rúminu, sem allra líkast því sem það hafði áð- ur legið Ég lét teppið og kodd- ann vera kyrrt í fatapokanum og setti hann í skottið á bílnum mínum. Því næst ók ég beint í leikhúsið og hitti Rory. Þetta var rösklega gert hr. Gunter. En því miður víst til einskis gagns sagði Leó dauflega. Nú hafið þér sagt okkur, hvern ig þér frömduð þetta ofdirfsku- fulla og ef til vill glæpsamlega verk. Kannske þér vilduð nú segja okkur hversvegna þér gerð uð það? Mér finnst ég vera búinn að gera grein fyrir því. Var það til þess að bjarga fram tíð vinar yðar? Já, en það finnst mér bara dálítið ótrúleg óeigin- girni. Leó andvarpaði. Ég get senni- lega alls ekki komið yður í skiln- ing um það. Sumir verða alveg frá sér ef þeir sjá eitthvert lista- verk, sem þeir verða hrifnir af, og mundu ganga gegn um eld og vatn til að varðveita það. Mitt lífsstarf og áhugamál er að finna og varðveita snilligáfu og þroska hana. Það er orðið ástríða hjá mér. Ég skal játa, að Rory tákn- ar mikla og vaxandi hagsmuni fyrir mig, en þar við bætist ann- að. Ég trúi því statt og stöðugt, að snilligáfa hans taki flestu öðru fram, en sé ekki bara augna bliks fyrirbæri, sem er kannske búið að vera á morgun. Hann tekur raunverulega flestu fram og miklir gamanleikarar eru sjaldgæfari en flestir halda. Þess vegna væri það harmsaga, ef framtíð hans færi í hundana. Röddin í Leó var róleg, en samt talaði hann með svo mikilli á- herzlu og sannfæringu, að ég varð hissa. Ég vissi ekki, að hann hefði svona háar hugmyndir um Rory. En þetta virtist engin áhrif hafa á lögreglumanninn. Þér hafið nú sjálfsagt líka ver- ið að reyna að hjálpa frú Day? sagði hann. Leó horfði fast á hann. Það lá að, að yður dytti það fyrst í hug! Vitanlega vildi ég forða Rosaleen frá hneyksli, en það var samt ekki aðalatriðið fyrir mér. Og yður datt aldrei í hug, að ungfrú Hugo hefði verið myrt? Aldrei. Ég er jafn sannfærður um það nú eins og ég var þá, að þetta hefur verið sjálfsmorð. Ég er til í að leggja í hættu, en það hefði ég aldrei borið við, ef ég hefði haft nokkurn grun um, að um morð væri að ræða. Ég ber enga sérstaka virðingu fyrir lög- unum. en ég hefði aldrei farið að gerast þátttakandi í morði. Mér finnst nú lítil takmörk fyrir því, sem þer getið fundið upp á, hr; Gunter, sagði Wood kuldalega. Þér vitið vel, að ef ekki hefði svo illa til tekizt, að stúlkan hennar ungfrú Hugo þurfti að fara í húsið á þessum sérstaka tíma,*hefði ekkert ósamræmi orð- ið viðvíkjandi dánarstundinni, og að þér og læknarnir og allir aðrir hefðu tekið það gott og gilt, að hún hefði framið sjálfsmorð heima hjá sér. Hver veit það. Én nú fór stúlk- an þarna inn. Þér voruð búinn að vera heppinn, hr. Gunter, en þarna brást heppnin yður. Þetta er áreiðanlega sjálfs- morð! Við litum öll við og á Rory, enda hafði hann varla sagt orð fyrr en nú. Ég laug að yður um daginn, vegna konunnar minnar og mann orðs míns yfirleitt. Ég vildi ekki verða við þetta riðinn. Ég sagði, að Crystal hefði verið kát við um ekki rifizt. En sannleikurinn hádegisverðinn og að við hefð- var sá, að það gerðum við. Ég sagði henni, að þessum kunnings- skap okkar yrði að vera lokið, og hún tók sér það afskaplega nærri. Og svo hafði hún aðra ástæðu í viðbót til þess að vilja ekki lifa lengur. Hún þjáðist af ólæknandi sjúkdómi. Mér fannst ég verða var við undrun í augnaráði lögreglu- mannsins. Var það? Já, og sjálfsagt hafið þér kom- izt að því. Við höfum enn ekki fengið skýrslu læknanna, svaraði hann eins og hann vildi færast undan. Hversvegna sögðuð þér mér þetta ekki um daginn? Ég hélt, að þér yrðuð ekki lengi að komast að því sjálfur. Og ég vildi ekki að þér fengjuð of miklar hugmyndir um kunn- ingsskap okkar, því að að frá- töldum læknum hennar, var ég eini maðurinn sem hafði hug- mynd um þetta. Það er eins og allir, að sjálf- um yður meðtöldum hafi lagzt á eitt að vernda mannorð yðar, hr. Day. Maður gæti haldið, að þér væruð biskup en ekki gaman leikari. Ég gef fjandann i mannorð mitt, en mér er ekki sama um tilfinningar konunnar minnar og reyndar heldur ekki um fram- tíð mína hraut út úr Rory. Já, nú. .þegar það er orðið of seint, hugsaði ég. Ef þú hefðir verið sama sinnis dálítið fyrr, hefði þessi kunningsskapur ykk- ar Crystal og afleiðingar hans, aldrei komið til sögunnar. Og svo er annað, sem ég ætti að minnast á, sagði Rory. Eg tók upp handtöskuna hennar Crystal, þegar við vorum búin að borða. Hún var lítil, en furðulega þung, og gæti vel hafa geymt skamm- byssu. Það var gott að fá að vita það. Við höfum öll gert rangt í því að vera ekki nógu hreinskilin strax, skal ég játa, og þannig höfum við flækt málið. En yður hlýtur að vera það fullkomlega ljóst nú, að þetta var sjálfsmorð. Og ef svo er, er þá nauðsyn- legt að opinbera þetta allt? spurði Leó eftirvæntingarfullur. Ef lögreglan er sannfærð, án alls vafa, um, að hún hafi framið sjálfsmorð, er þá nokkur nauð- syn að auglýsa hvar það hafi verið framið? Er nauðsynlegt, að saklaust fólk líði fyrir illkvittnis- legt uppátæki hefnigjarnrar konu? Þér skuluð láta mig um, hvað rétt sé að gera. Þér skiljið það hr. Gunter, að ég gæti vel kært yður fyrir að reyna að blekkja lögregluna. Það var vægast sagt, mjög vítavert. Ég vildi gjarna fá loforð yðar um, að þér farið ekkert í burt án þess að tilkynna hvert þér farið og undir engum kringumstæðum úr land- inu fyrr en málinu er lokið. Ég nenni ekki að fara að taka af yður vegabréfið yðar. Sjálfsagt. Ég get víst ekki neitað, hvort sém er? Varla. Jæja, þetta verður þá víst að vera nóg í bili. Hann stóð upp. En svo langar mig’ til að segja eitt orð við hr. Wingrove áður en ég fer. Við stóðum öll upp og gengum inn í setustofuna. Þar var engin sála. Ég fór fram í forstofu. Vandy! kallaði ég. Hún kom þjótandi ofan úr barnaherberg- inu. Hvar er Tony? spurði ég. Hann er farinn, góða mín. Hann og Lísa héldu, að þið hefð- uð nóg ónæði af þessu öllu, þó að þau væru ekki að auka á það. Þau báðu mig skila kveðju til þín og þakklæti fyrir þennan ágæta mat. Ég varð hissa. Wood lögreglu- fulltrúi vildi tala við þau, sagði ég. Hann var nú frammi í dyrum, ásamt Rory og heyrði til okkar. Það gerir ekkert til, sagði hann. Ef á þarf að halda, get ég talað við hr. Wingrove seinna. Þakka ykkur fyrir að sýna mér svona mikla þolinmæði. Eruð'þér viss um, að þér viljið ekki bíða og fá te? spurði ég og háðið leyndi sér ekki. Nei, þakka yður fyrir, ekki í dag. Kannske seinna. Verið þér nú sælar. Loksins var hann far'inn. Þetta er meiri bölvaður hræsn- arinn, sagði Vandy með mikilli áherzlu. Það er allt í lag með hann. Hann verður að gera skyldu sína, sagði Rory. Hann gæti gert hana einhvers staðar annarsstaðar. Þú ert alveg að leka niður, væna mín. Á ég að ná þér í tebolla? Te var undra meðalið, sem átti við öllu, í aug- um Vandy. Nei, þakka þér fyrir, sagði ég. Ekki strax. Ég ætla þá að líta til krakk- anna. Hún fór svo upp, en við Rory fórum til Leós í setustof- una, og Rory lokaði dyrunum á eftir okkur. Ég settist í hægindastól, spark- aði af mér skónum og dró að mér fæturna. Guði sé lof, að hann er farinn, sagði ég. Ég er alveg orðin máttlaus. En nú vitum við að minnsta kosti það versta. Já, við vitum það versta, sagði Rory. En röddin var þannig, að það fór um mig. Það er aðeins hugsanlegt, að lögreglan geri sér þetta að góðu og trúi, að það sé sjálfsmorð, sagði Leó. Ég held nú ekki, að Wood sé sem verstur. Vitanlega verður hann að beita hörku, ef á þarf að halda, en innst inni held ég, að hann sé okkur hlynntur. — Halló, Gvendur! Eg er að taka bílpróf! >f >f >f GEISLI GEIMFARI >f >f >f •— Þú varst stórkostlegur, Geisli höfuðsmaður! — Nei, Lúsí, mér hafði nærri mis- tekizt! Pétur, Gar læknir og Pála vorkunn með. Vesalings Mystikus voru bæði slóttug og hættuleg. En metallikus! það er einn úr hópnum, sem ég hef Og þú beldur, að hann sé sann- færður um, að hún hafi framið sjálfsmorð? sagði Rory. Já, það er ég hér um bil viss um — nú orðið. Þá getum við verið hreykin af að hafa blekkt hann sagði Rory hörkulega. Hvað áttu við? spurði ég, steinhissa. Rory var alls ekki neitt sjálf- um sér líkur. Andlitið var eins og gríma úr sorgarleik, með hörkulegum dráttum. Hann kom að stólnum mínum og stóð þar yfir mér — eins og ógnandi, fram andi maður. Hversvegna trúðirðu mér ekki fyrir þessu? spurði hann. Hvað fær þig til að halda það? Þú veizt hversvegna. Við höf- um ekki getað talað mikið sam- an í seinni tíð. Þú varst að minnsta kosti nógu mikið í trúnaði við Leó til þess að segja honum það. Hversvegna heldurðu það? Vitanlega gerðirðu það. Hann sneri sér að Leó, ásakandi. Þess vegna varstu vona æstur að fara inn í íbúðina mína um kvöldið. Þú vissir þá þegar, að Crystal lá þar dauð. Nei! svaraði ég og greip andann á lofti. Nei, svaraði Leó. Ég vissi ekk- ert þá. Rosaleen trúði mér ekki fyrir þessu fyrr en tveim dögum seinna, þegar hún var svo míður sín eftir fyrsta viðtalið við lög- reglumanninn. Þetta er satt. Þú verður að trúa því. Hvernig get ég trúað nokkru, sem þið segið héðan af? Og það gerir nú líka heldur lítið til eða frá, hverju ég trúi. Augun hvíldu á mér, hörð og framandleg. Þú trúðir Leó fyrir þessu en ekki mér. Hvernig ætti ég líka að trúa þér fyrir nokkru? sagði ég og sleppti mér nú alveg. Þú varst víst það upptekinn af kærust- unni að þú kærðir þig ekki mik- ið um mig, til eða frá. Of sorg- bitinn af að missa hana, til þess að taka eftir mínum áhyggjum. Hann sneri sér undan og gekk út að glugganum og stóð þar og sneri í okkur baki. Ekkert okkar sagði orð í nokkr ar mínútur. Hvað áttirðu eiginlega við, þegar þú sagðir, að okkur hefði tekizt að blekkja lögregluna? spurði Leó loksins. Það ætti að liggja í augum uppi. Ekki minum augum. Ég sagði honum ekki annað en bláberan sannleikann, og það held ég Rosaleen hafi líka gert. Rory snarsneri sér við. Það er ágætt En það gerði ég ekki. Ég veit mætavel, að hún var myrt. Hvaða ástæðu hefurðu til að halda það? spurði Leó rólega. SHUtvarpiö Laugardagur. 8.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.06 Mo’'gunleikfimi. — 8.15 Tónleik- ar. — 8.30 Fréttir. — 8.35 Tón- leikar. — 9.10 Veðurfregnir. —■ 9.20 Tónleikar). (10.00 12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12.25 Fréttir og tilkynningar). 12.55 Oskalög sjúklinga (Bryndís Sig- urjónsdóttir). 14.30 Laugardagslögin. — (15.00 Frétt- ir). 15.20 Skákþáttur. (Guðmundur Am- laugsson). 16.00 Veðurfregnir. — Bridgeþáttur (Stefán Guðjohnsen). 16.30 Danskennsla (Hreiðar Ásitvalds- son). 17.00 Fréttir. — Þetta vil ég heyiras Þórgunnur Arsælsdóttir velur sér hljómplötur. 17.40 Vikan framundan: Kynning á dagskrárefni útvarpsins. 18:00 TJtvarpssaga barnanna: „Nýja heimilið" eftir Petrú Flagestad Larssen; VIII. (Benedikt Arn- kelsson). 18.20 Veðurfregnir. 18.30 Tómstundaþáttur bama og og unglinga (Jón Pálsson). 18.55 Söngvar í léttum tón. — 19.10 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 Tónleikar: a) Öperusöngkonan Eileen Farr ell syngur djasslög með hljóm sveit Luthers Henderson. b) Hljómsv. André Kostelaneta leikur fyrri þátt „Bluea opera“-svltunnar eftir Har- old Arlen. 20.30 Leikrit: „Allah heitir hundrað nöfnum" eftir Guntherr Eich, í þýðingu Bríetar Héðinsdóttur. — Leikstjóri: Helgi Skúlason. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Danslög. — 24.00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.