Morgunblaðið - 10.02.1962, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 10.02.1962, Blaðsíða 17
Laugardagur 10. febr. 1962 MORGUNBLAÐIÐ 17 - HAFA S. Þ. BRUGÐIZT — Dómsmál Hilmar BjÖrgvinsson, háskólanemi: Framh. af bls. 10. Eg svara spurningunni neitandi og mun leitast við að færa nokk- ur rök fyrir því svari mínu. Vonir þjóða heimsins um frið og öryggi eru að miklu leyti tengdar Sameinuðu þjóðunum. Þetta á ekki sízt við um smáþjóð- irnar. í Sameinuðu þjóðunum eygja þær það afl, sem reynast mun nægilega öflugt til að vernda þær fyrir ofbeldi og yf- írgangi stórþjóðanna. Hammarskjöld kom á þeirri nýbreytni að beita herliði Sam- einuðu þjóðanna í ríkara mæli en áður, til að tryggja frið og hnekkja á skrílræði. Með til- komu f ramkvæmdavalds þessa styrktist trú manna á Sameinuðu þjóðunum stórum. Að undanförnu hefur verið deilt ákaft á Sameinuðu þjóðirn- ar og það ekki að ástæðulausu. Aðgerðir samtakanna í Kongó hafa reynzt ófullnægjandi og Góamálið var mikill hnekkir fyrir þau. Þrátt fyrir þessa vankanta og réttmæta gagnrýni megum við ekki gleyma því, sem unnizt hef- ur. Eg nefni t.d. árangurinn af starfi Sameinuðu þjóðanna á sviði efnahags- og menningar- mála. Ástandið í heiminum er nú eins og svo oft áður, mjög uggvæn- legt. En hræddur er ég um, að óbjörgulegt væri um að litast á jarðarkringlunni, ef Sameinuðu þjóðanna hefði ekki notið við. Eg tel það skyldu hvers manns, að stuðla að því að efla Samein- uðu þjóðirnar, sem eru þrátt fyrir vanmátt þeirra í dag ómet- anlegar. Þór Whitehead, sölumaður: svara þessari spurningu á þá leið, ' að SÞ hafa ekki brugðizt neinum j vonum mínum, því ég hef aldrei bundið neinar vonir við slík samtök. Dómur sögunnar yfir samtök- ium sem Sameinuðu þjóðunum, Ihefur verið kveðinn upp fyrir löngu, þ. e. a. s. þegar Þjóða- bandalagið sáluga gaf upp önd- ina. Þjóðabandalagið tryggði engan frið, hvað þá heimsfrið. Þetta er einmitt grundvallar- atriði fyrir stofnun NATO. Sam- einuðu þjóðirnar, afturganga Þjóðabandalagsins, hafði mis- Iheppnazt sem fyrirrennarinn, iþví var hlATO stofnað og það eru þau samtök, sem hafa vernd- að friðinn. Skrípalerkurinn Sameinuðu- þjóðirnar hefur vtrið í algleymi síðustu ár. í þeim leik hafa Bandaríkin leikið eitt af aðalhlut verkunum; það virðist stundum svo, sem utanríkisstefna Banda- ríkjanna gangi út á það eitt að verða sér úti um atkvæði hinna svokölluðu „nýju ríkja“, þótt auðsjáanlegir hagsmunir þeirra og alls hins vestræna heims fari Iþar ekki saman. Á þingum Sam- einuðu þjóðanna þeysa fram og gala hátt sjálfkjörnir riddarar „sjálfsákivörðunarréttar, friðar og mannúðar" svo sem leiðtog- ar hinna nýju „lýðræðisríkja" í Afriku, þeir N’Krumah frá Ghana og Sekou Touré frá Guineu o fl. sem ávallt hrópa hæst um fyrrnefnt. Það ætti því að vera viðeigandi að samtökin flyttu aðalstöðvar sínar til ann- ars hvors þessara landa, þar sem „sjálfsákvörðunarréttinn" ber hæst, og leyfa þeim og nágrönn- um þeirra í Afríku og Asiu að skeggræða þar um hið sama, og taka aðrar ákvarðanir um mál- efni heimsins! AÖaSfundur Svifflugfélags íslands verður haldinn í dag, laug_ ardag, kl. 4 e.h. í Breiðfirðingabúð (uppi). Stjórnin Framhald af bls. 13. en þar tekið berum orðum fram, að kaupendur njóti frá afsals- degi allra afnota og réttinda hinn ar seldu eignar. Þá hafi ekki ann að komið fram, en að Stafnes I tieldist enn jörð eða býli, þrátt fyrir skerðingu lands þess við eignarnámið. Dómur Hæstaréttar Meirihluti' Hæstaréttar komst að nokkuð annarri niðurstöðu. Segir í forsendum þess dóms svo hljóðandi: „Svo sem afsalsbréf- íð ber með sér, seldi áfrýjandi (Þorsteinn Guðmundsson) ekki jörð sína Stiafnnes I í heild held- ur aðeins sérstaklega tilgreinda hluta hennar, þ. e. í fyrsta lagi land nefndrar jarðar „utantúns", skipt og óskipt, ásamt girðing- um að undantekinni framan- greindri eignarnámsspildu; í öðru lagi sjávarrekarétrtindi á- frýjanda á jörðinni og í þriðja lagi húseignir hans á Stafnesi, sem seldar voru Guðjóni Eyleifs- syni sér í lagi. Beitarréttsu: á eignarspildunni er ekki getið með al hinna seldu eigna, og hefur stefndu ekki tekizt að sanna, að þeir hafi með afsalsbréfi eða á annan hátt orðið eigendur að honum.“ Þá var það tiekið fram, að á- frýjandi hefði ásamt öðrum eig- endum Stafnestorfunnar staðið að samningi þeim, er utanríkis- ráðherra f. h. ríkisins tók við beitarafnotum á Miðnesjörðum gegn leigugjaldi, en hluti þess sé sú upphæð, sem deilt sé um í máli þessu. Talið var því að Þórstieinn Guð mundsson ætti rétt til leigu- gjalda að sínum hluta fyrir beit- arafnot af eignarnámsspildunni. Málskostnaður fyrir héraði og Hæstarétti skyldi niður falla. Sératkvæöi Einn Hæstaréttardómari Gizur Bergsteinsson skilaði sératkvæði og varð mðurstaða hans sú sama og fyrir héraðsdómi. í forsendum að niðurstöðu hans segir m. a.: Beitarafnot þau, sem í máli þessu greinir, urðu, eins og þeim og allri afstöðu var háttað, ein- ungis hagnýtt af ábúendum þeirra jaröa, sem að hinni eignar numdu landsspildu liggja, eink- um stefndu. Atvinnu- og sam- göngumálaráðuneytilð lét jarð- eigendurna upphaflega halda beitarafnotunum til að afstýra því, að eignarnámsbætur hækk- uðu vegna fyrirsjáanlegrar bú- ,1 SKIP/liUTGCRB BIKISINS Ms. SKJALDBREIÐ vestur um land til Akureyrar hinn 14. þ. m. — Vörumótiaka í dag til Sveinseyrar, áætlunar- hafna á Húnaflóa og Skagafjarð- arhafna og Ólafsfjarðar. — Far- seðlar seldir á mánudag. M.s. HEKLA austur um land í hringferð hinn 15. þ. m. — Vörumóttaka í dag og á mánudag til Fáskrúðsfjarð- ar, Reyðarfjarðar, Eskifjarðar, ííorðfjarðar, Seyðisfjarðar, Rauf- arhafnar og Húsavíkur. — Farseðlar seldir á mánudag. fjárskerðingar ábúenda af völd um örtraðar Og búsifja. Bætur þær, sem gerðardómurinn ákvað og virðast mjög háar, eru aug- sýnilega miðaðar við örtröð og búsifjar, er jarðeigendur urðu fyrir. En áfrýjandi varð eigi fyrir örtröð og búsifjun vegna niður- fellingar á beitarafnotunum, þar sem hann hafði selt jörð sína og flutzt til Reykjavíkur, áður en beitarafnotin voru aftekin. í Sam ræmi við þetta mótmælti hann því á engan hátt, að kaupend- ur Stafness I hagnýttu beitar- afnotin til 1 ágúst 1951 og styrkti hann kaupendur með þeirri hátt- semi sinni í þeirri trú, að þeir mættu hafa bústofn á Stafnesi 1, er svaraði til beitarafnotanna." Síðan segir, að niðurfall beit- arréttindanna hafi ekki valdið stefnanda tjóni, heldur kaupend- um Stafness I örtröð og búsifj- um. Taldi dómarinn, að afsal á- frýjanda, sem ekki minntist á beitarréttindin, yrði að skýra með hliðsjón af aðdraganda af- salsins, eftirfarandi hegðun á- frýjanda, atvikum málsins, skýr- ingarreglum samninga og lög- rökum. Þessi atriði öll leidu til þess, að bæturnar skyldu renna til stefndu, en eigi til áfrýjanda, sem ekki hefði orðið fyrir örtröð og óþægilegum búsifjum vegna aftöku beitarréttindanna. „6uS geeíi, að ég v<æri feominn í rúmið, háttaður, sofnaðui; vaknaður aftur og farinn að éta" " jl' am Málningarvörur Höfum ennbá á lága verðinu allskonar utan- og innanhússmálningu. Ódýrast í bænum. * Hafnarstræti 19 — Sími 13184 bbbbbbbbbbbbbfcbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbÍ SKAPAHANDFONG SKÁPASMELLUR fyrirliggjandi í miklu úrvali . . Slml 3569? yggingavorur h.f. Laugaveg 178 b b b b b b b b b b b b NIINIOM PLASTKÁPUR 975,-— PLASTJAKKAR 825,— FROTTÉ SLOPPAR 125,— VATTERAÐIR SLOPPAR 250,— DRAGTIR 1200,— POPLÍNKÁPUR 725,— TWEEDKÁPUR 785,— NINON INGÓLFSSTRÆTI 8 ÚTSALA TNGÓL FSSTRÆTI 8 ÚTSALA INGÓLFSSTRÆTI 8 ÚTSALA I'NÓÓLFSST r Æ T I 8 NINO N PELSAR m. húfu 1500,— PELSAR síðir 2000,— PELSAR stuttir 2800,— PELSAR stuttir 3500,— PELSAR síðir 5490,— PFLSAR síðir 6900,— PELSAR síðir 11.000,— NINO N

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.