Morgunblaðið - 10.02.1962, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.02.1962, Blaðsíða 1
24 síður Engin rússnesk flugvél sást Þrátt fyrir hótanir Rússa um trufluoi á flugleiðum til Berlínar 9. febrúar. Vestur-Berlín, VESTURVELDIN héldu í dag fast við réttindi sín til flug- samgangna við Vestur-Berlín með því að láta hervélar sínar vera á stöðugu fiugi eftir „göng unum“ til borgarinnar þrátt fyrir aðvaranir Rússa um að rússneskar hervélar yrðu á ferð í þessu svæði fjórar stundir dag. — Á miðvikudaginn tilkynntu Rússar herstjómum Breta, Bandaríkjamanna og Frakka,'að þeir ætluðu sér að nota hluta „ganganna“ þrjár stundir á fimmtudag og fjórar stundir á föstudag. Þess vegna væri bezt fyrir Vesturveldin að stöðva flugumferð á þessum tíma aust- Ur til Vestur-Berlínar til þess að ekki yrði hætta á slysum. Vesturveldin mótmæltu og sögðu þetta brot á fjórvelda- samningnum um Berlín. Flug- vélar þeirra voru stöðugt í för- um frá Frankfurt, Hannover og Hamborg til Berlínar — og aft- ur til baka — báða dagana. — Flugmennimir sáu aldrei rúss- neska flugvél og ekki dró til tíðinda. Hins vegar sneri rússneski hernámsstjórinn í Austur-Berlín, Dndrej Solovjev, frá hliðinu inn á bandaríska hernámssvæðið í Berlín í dag, er bandarískir verð ir kröfðu hann skilríkja. Rúss- inn svaraði ekki einu orði, held- ur sneri við — og var þetta fyrsta tilraun hans til að fara inn á bandarrska hemámssvæð- ið síðan í september. Þá kröfðu Rússar bandaríska starfsmenn hernámsstjórnarinnar skilríkja er þeir héldu inn á rússneska hernámssvæðið — og tóku 1 Bandarílcjamenn upp sams kon- ar starfsaðferðir með fyrr- greindum afleiðingum. Rússneski hernámsstjórinn vár á leið til fundar við brezka her- námsstjórann, en hefði getað farið beint yfir á brezka her- námssvæðið — og sneitt hjá því bandaríska. Mistök fSugstjórans SALISBURY, Suður Rhodesíu, 9. febrúar. — Það voru mistök flug- stjórans, sem leiddu til dauða Hammarskjölds, segir í niður- stöðu rannsóknarnefndarinnar, sem S-Rhodesíustjóm setti á lagg irnar til þess að komast fyrir orsök slyssins: Flugvélin flaug of lágt og rakst á trjátoppa. — Nefndin staðhæfir, að ekkert hendi til þess að vélin hafi verið skotin niður. „OAS-moröingjar“ Parísarbúar sýndu hug sinn til OAS i verki — almenn þátttaka / mótmælaverkfaHi París, 9. fébrúar. T U G IR þúsunda Parísarbúa tóku þátt í klukkustundar verk- falli til að mótmæla hermdar- aðgerðum OAS. Þúsundir fóru um götur miðborgarinnar og báru mótmælaspjöld, sem á var letrað m. a. „OAS — morðingj- ar“. — Samgöngur lömuðust í mörgum borgarhlutum, skrif- stofum var lokað, jafnvel franska útvarpið varð að leika hljómplötur — og fella niður aðra dagskrárliði vegna þess að starfsmenn útvarpsins lögðunið- ur vinnu. Það voru verkalýðssamböndin þrjú, kennarar og stúdentar, sem boðuðu verkfallið og þátt- takan varð mun almennari en Óskað aðgerða NAT O-ríkjanna? WASHINGTON, 9. febr. — Banda ríkjafltjóm hu.gleiðir að fara |>o3S á leit við Atlantslhaifsráðið, Flúðu hungur MACAO, 9. febrúar. - Þrettán flóttamenn úr landi kín- verskra kommúnista hlupu fyrir borð á fiskiskipi sínu í dag og komust undan byssu- kjöftum eins af varðbátum kommúnista. Leituðu þeir hæl is hér og sögðust hafa undir- búið flóttann lengi — því þeir væru hungraðir. 1 að athugað verði, hvort Atlants hafsbandalagsríkin vilji ekki stöðva útflutninig til Kúbu á sama hártt Og Bandaríkin. Reutens-fréttastofan heifur eft- ir góðum heimildum, að fyrst og fremst eigi þetta við varninig, sem hægt sé að nota til hernaðar þarfa, en Bandaríkjastjóm sé líka umhugað um að Vesturveld in stöðvi útflutning annarrar vöru til Kúbu. Er þetta í samræmi við saim- þykiktina, sem gerð var á fundi Ameríkuríkjanna í Punte del Esto — og miðar að einangrun Kúbu að svo miklu leyti sean Vesturveldin geta beitt sér. Málið hefuir verið rætt við Stikker, framikvæmdastjóra NATO, en hann hefur verið á ferð veetan hafs. búizt hafði verið við. ESckihafði lögreglan sig neitt í frammi þrátt fyrir bann við kröfu- göngum. Kommúnistar tengdu verkfall- ið atburðunum í gærkvöldi, sögðu það líka mótmæli gegn afskiptum lögreglunnar af úti- fundum, en í gær kom til átaka, sem leiddu til þess að átta biðu bana, þar af ein kona og 16 ára unglingur. Átökin í gærkveldi eru sögð þau mestu, sem átt hafa sér stað í París síðan 1934. í dag bárust fregnir um að OAS hefði numið á brott 19 ára gamlan frænda Debré, forsætisráðherra, son Marc Stórkosdegor myndir iró Tiros IV WASHINGTON, 9. febrúar. - Tiros IV hefur þegar reynzt betur en vísindamennirnir þorðu að vona. Fyrsta sólar- hringinn sendi henn myndir, sem þykja taka öllu fram, sem fyrri veðurhnettirnir hafa sent áður. Sögðu vísindamenn, að myndirnar væru stórkost legar — og mundu örugglega hjálpa veðurfræðingum mjög mikið við veðurspár. í dag voru myndir af skýjamyndun um yfir N-Ameríku notaðar við veðurathuganir Og veður- Ispár. Myndirnar gáfu og góða heildarmynd af snjóalögum í N-Ameríku. Þá er gert ráð fyrir að góðar myndir fáist af hafísbreiðunum á norðurslóð- um — og verða allar upplýs- ingar um ísinn sendar sæfar- endum jafnharðan og þær ber ast. Schwartz, prófessors, sem þekkt ur er af andstöðu sinni við OAS. Róstusamt var í Alsír í dag, OAS-menn felldu nokkra Serki — og ekkert útlit er fyrir að ógnaröldinni linni þar. ÞESSI mynd var tekin af 16 nýútskrifuðu læknunum frá Háskóla ísl. í Ingólfsapóteki í gær. Talið frá vinstri: Ólafur Stephensen, Ingvar Kjartans- son, Svanur Sveinsson, Ásgeir Karlsson, Þröstur Laxdal, Jón Níelsson, Ágúst Jónsson, Árni Ólafsson, Kristján Baldvins- son, Halldór Jóhannsson, Loft ur Magnússon, Pedro Riba Ólafsson, Óli Bjöm Hannes- son, Gunnar Gunnlaugsson, Árni Kristinsson og Halldór Guðnason. SJÁ BLS! 3. — (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) " Spánn vill í Efna- hagsbandalagið BRUSSEL, 9. febrúar. — Spánn óskaði í dag formlega eftir við- ræðum um upptöku í Efnahags- bandalag Evrópu. Þetta var kunn gert samtímis í Madrid og Brussel, en í bréfi Castiella, utan- rikisráðherra Spánar, til de Mur ville, utanríkisráðherra Frakka og form&nns ráðherranefndar Efmahagsbandalagsins, óskar Spánn að tengjast bandalaginu með það fyrir augum að öðlaat með tímanum fulla aðild. í tilkynningu Efnahagsbanda- lagsins segir í þessu sambandi, Atfoula hélt vongóður heirn GENF, 9. febr. — Adoula, forsæt isráðherra stjórnarinnar í Leo- poldville, héilt í dag heimleiðis og hafði skamma viðkomu 1 Genf. Sagði hann í viðtali við blaðamenn, að mikils árangurs væri að vænta af Bandarilkja- förinni. Hann hefði skýrt af- stöðu Kongóstjórnar fyrir full- trúum stórveldanna oig á vett- vangi SÞ. Sagðist hann vænta þess, að Sovétstjómin gerði sér ljósari hugmyndir um ástandið í Kongó eftir viðræðurnar við Zorin. Adoula bætti því við, að hann hefði hvatt Zorin til þéss að fá stjórn sína til að greiða hennar hluta í koetnaði SÞ í Kongó að ekki geti orðið um fulla aðild að ræða fyrr en Spánn hafi sam- ræmt efnahagsmál sín aðstæð- um innan Efnahagsbandalagsins; Grikkir eru þeir einu, sem tengzt hafa Efnahagsbanda- laginu nú þegar, en Tyrkir, Svíar, Austurríkismenn Og Sviss- lendingar hafa farið fram á auka aðild — og Bretar og Danir hafa óskað fullra aðildar. Allar eru mntökubeiðnirnar enn á umræðu stigi. 375 fórust SAARBRUCKEN, 9. febrúar — Nú er tala þeirra, sem létust í námuslysinu stóra, komin upp í 305. Enn eru 10 ófundnir en full víst er talið, að þeir hafi látizt — svo að talan fer sennilega upp í 315. — Yfir 36 millj. króna hafa þegar safnazt til stuðnings fjöl- skyldum, sem þarna misstu fyrir vinnu sína. — Á morgun verður námumannanna minnzt viða um Þýzkaland — og kirkjuklukkum verður hringt í 10 mín. til minn- ingar um þá, sem fórust. Jamaika sjálfstæð LONDON, 9. febr. — Samkomu- lag hefur náðst með brezku stjóm inni og fulltrúuim Jamaika um stjórnarskrá fyrir eyjuna Og hlýt ur hún sjálfstæði hinn 6. ágúst

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.