Morgunblaðið - 10.02.1962, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 10.02.1962, Blaðsíða 3
Laugardagur 10. febr. 1962 MORGUNBLAÐIÐ 3 ☆ p' * i ÞAG voru 16 ánægðir menn, sem voru saman komnir í Ing- ólfsapóteki síðdegis í gær, og raunar ekki aS undra, því að allir taöfðu þeir lokið embætt- isprófi í læknisfræði í gær og í fyrradag. Ingólfsapótek hef- ur síðan 1960 taaft þann sið að bjóða nýútskrifuðum lækn um upp á glas af góðu vínx daginn, sem þeir taka síðasta prófið. Og að loknu prófi í réttarlæknisfræði hjá prófes- sor Níels Dungal í gær, komu hinir nýútskrifuðu læknar saman í húsakynnum Ingólfs- apóteks til þess að fagna unn- um sigri. Eins og fyrr getur hefur Ing ólfsapótek haft þann sið að bjóða nýútskrifuðum læknum að lyfta glasi daginn, sem þeir ljúka síðasta prófinu. Var þessi siður upp tekinn 1960, er læknastúdent, sem starfaði í apótekinu, lauk em- bættisprófi. Bauð Guðni Ól- Halldór sýnir gestunum lyfjaíager Ingólfsapóteks. Frá vinstri: Halldór Magnússon, Loftur Magnússon, Þröstur Laxdal, Árni Ólafsson og Halldór Guðnas.. Ljósm. Mbl. Ól.K.M. Kandidataplássin eru ekki ndgu mörg í Rvík 76 læknar útskrifuðust frá Háskólanum i gær afsson, apótekari, þá öllum hópnum að koma og skoða apótekið og þiggja veitingar og hefur þessi siður haldist síðan. Halldór Magnússon, fulltrúi Guðna í fjarveru hans, bauð hina nýútskrifuðu lækna vel- komna í gær með nokkrum orðum, og var þeim síðan sýnt apótekið. Það ríkti mikil „stemning“ í hópnum og er læknarnir voru spurðir hvað nú tæki við svöruðu þeir: — Það er nú það, sem eng- inn veit. Sennilega að slappa af og hvíla sig í nokkra daga. — Við erum margir, sem útskrifuðumst í dag, og kandi- dataplássin eru alltof fá. Það eru í mesta lagi 4—5 pláss í Reykjavík laus og ekki öll strax. Það er skylda að vinna samtals 13 mánuði á sjúkra- húsi og sex mánuði í héraði áður en við fáum lækninga- leyfi. Við getum unnið á sjúkrahúsi erlendis en héraðs- lækningarnar verðum við að inna af hendi hér heima. Við gerum ráð fyrir að sumir okk- ar fari á spítala erlendis. — Ætla ekki einhverjir í sérgrein? — Það er ennþá allt laust í reipunum varðandi það. En flestir munu hafa hug á því. Hinir nýbökuðu læknar eru Ágúst Jónsson, Nýja Garði, Árni Kristinsson Sólvallagötu 29; Árni Ólafsson, Mávahlíð 44; Ásgeir Karlsson, Freyju- götu 34; Gunnar Gunnlaugs- son, Kleppsvegi 22; Halldór Guðnason, Miklubraut 13; Halldór Jóhannsson, Hverfis- götu 36, Hafnarfirði; Ingvar Kjartansson, Miklubraut 58; Jón Níelsson, Sörlaskjóli 92; Kristján Baldvinsson, Úthlíð 7; Loftur Magnússon, Baróns- stíg 61; Ólafur Stephensen, Skaftahlíð 88; Óli Björn Hann esson, Nýja Garði; Pedro Riba Ólafsson, Kleppsvegi 48; Svan ur Sveinsson, Akurgerði 11; Þröstur Laxdal, Hátúni 4. 1 gærkvöldi héldu læknarn- ir síðan inn í Klúbb þar sem þeir snæddu kvöldverð og fögnuðu unnum sigri ásamt eiginkonum sínum, en allir munu þeir kvæntir utan einn. — hh. Halldór Magnússon ávarpar hina nýútskrifuðu Iækna í Ingólfsapóteki í gær. ,Skrúfudagur' í Vél- skólanum á mánud. í RÁÐI er að stofna til tyllidags í Vélskólanum, er nefnist Skrúfu dagur 12. febr. ár hvert og verð- ur hann því á mánudaginn. Til- efni dagsins er að kynna starf- semi skólans út á við og jafn- fram að tengja saman eldri og yngri nemendur um velferðar- xnál hans. Er Skrúfudagur í um- sjá nemenda og formanns skóla- félagsins. Dagskrá dagsins að þessu sinni verður sem hér segir: kl. 10 verður skólinn sýndur boðsgest- um. Kl. 13.30—16 verður starf- •emi skólans kynnt vélstjórum og öðrum, sem áhuga hafa á mál- efnum hans. Kl. 17 verður há- tíðafundur í samkomusal skól- ans og dagskráin eftirfarandi: 1) Formaður skrúfuráðs flytur ávarp og afhendir skrúfuna ein- um kennara til eignar 2) vél- stjóri flytur erindi. 3) ávörp gesta. 4) skólastjóri flytur ávarp og afhendir einum nemanda heið- ursvott. Vélstjórum og konum þeirra er sérstaklega boðið að taka þátt í hátíðafundinum. Allar verk- legar deildir verða starfræktar kl. 13.30—16 og gefst þá gott tækifæri til að kynnast þeirri hlið á starfsemi skólans. Æskulýðsguðs- þjónusta í Hafnarf HAFNARFIRÐI — í fyrramálið kl. 11 verður þriðja æskulýðs- guðsþjónusta skáta og séra Garð ars Þorsteinssonar í Þjóðkirkj- unni. Tvær hinar fyrri á vetrin- um hafa inælzt mjög vel fyrir og kirkjan fullsetin í bæði skiptin. Guðsþjónustuhaldið er með þeim hætti, að skátar flytja ýmsa liði við messugjörðina. Þeir hafa einn þátt sérstaklega og flytja þá ávarp eða frásögn. Þá les skáti guðsspjallið pistilinn og flytur guðsspjallið, pistilinn og flytur ávarp. Þá fer fram lestur úr Bibli unni milli prestsins og safnaðar- ins, en kaflarnir eru á blöðum, sem úthlutað verður. Eins og fyrr er guðsþjónusta þessi sérstaklega ætluð ungling- um og skólafólki Er æskufólkið beðið að nafa með sér sálmabók. Slæmar sprengjur LONDON, 9. febrúar — Aðaknál gagn Ráðstjórnarinnar, Pravda, segir í dag, að ákvörðun Breta Oig Bandarikjamanna um að hefja kjarnorkusprengingar að nýju sé alvarleg ógnun við heimsfriðinn. Þetta sé gert til þess að magna kalda stríðið og kjarnorkukapp- hlaupið svonefnda. ifnarfjarðarkir1’ Ósæmileg blaðamennska t kommúnistamálgagninu i gær er fjallað um Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og sölufélag þess í Bandaríkjunum, Cold- water. Þar segir m.a. að gera megi því skóna, „að eftir ís- lenzkum mælikvarða sé hér og hafi verið að gerast efni í ó- venjulega umfangsmikinn glæpa reyfara“. Síðan er talað um forstjóra Coldwater, sem „aðalskúrk“, fjölyrt um „rjúkandi glæpa- reyfara" og annað í þeim dúr. Að sjálfsögðu er hér um að ræða alveg ósæmandi blaða- mennsku og einhverjar hrotta- fengnustu aðdróttanir, sem um geíur. Málefnalegar umneður Morgunblaðið skýrði á sínum tíma frá því, að deilur væru innan Sölumiðstöðvar hraðfrysti húsanna. Báðir sölustjórar Cold- waters í Bandaríkjunum hefðu gefið stjórn SH ítarlega skýrslu um rekstur þess fyrirtækis og talið að í óefni stefndi, einkum að því er varðaði rekstur verk- smiðju félagsins í Nanticoke. Eftir þessar ádeilur hefði for- stjóri Coldwater, Jón Gunnars- son, sagt sölustjórunum upp starfi. Morgunblaðið bætti því við, að eðlilegt væri að stjóm SH gerði opinberlega grein fyr- ir þessum málum. Önnur blöð hafa síðan skýrt frá þessum ágreiningi og yfirleitt rætt mál- ið á sæmandi hátt. En Þjóðvilj- inn grípur til glæpabrigzla. Segja má, að ekki sé óeðli- legt, að stjóm SH vilji fyrst gera félagsmönnum grein fyrir málefnum samtakanna, enda verður haldinn aukafundur SH í næstu viku. Vafalaust verða samtökin svo við þeirri áskorun að skýra opinberlega frá þess- um málum að þeim fundi af- loknum. Þangað til eru dylgjur ósæmandi öðrum en kommún- istamálgagninu. Hitt er svo allt annað mál, að vafalaust má gagnrýna ýmislegt hjá SH eins og fleirum og e.tv. hafa óeðli- lega mikil störf og völd verið falin Jóni Gunnarssyni, þótt enginn neiti því að hann sé harð- duglegur maður, sem unnið hef- ur brautryðjandastörf við að útvega markaði fyrir íslenzkar afurðir. Fólitísk rannsðkn Á samat hátt og skrif komm- únistamálgangsins eru ósæm- andi, eins og málin horfa við i dag, er einnig tillaga þeirra um að skipa pólitíska rannsóknar- nefnd til höfuðs SH í hæsta máta óeðlileg. Samtökin eiga að sjálfsögðu sjálf að fjalla um á- greiningsefni sín, og ef um ein- hver afbrot væri að ræða, þá eru það málefni dómstólanna, en ekki pólitískrar nefndar. Auð- vitað mundi það æra óstöðug- an, ef stöðugt ætti að skipa pólitískar rannsóknarnefndir, ef ágreiningur væri milli stjórn- enda atvinnufélaga um rekstur þeirra. Það segir sig sjálft, að fyrir kommúnistum vakir ekki að koma á umbótum í fisksölu- málum, heldur að reyna að stofna til ófriðar. — Afstaða kommúnista breytir þó engu nm nauðsyn þess, að Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna geri opinbera grein fyrir málefnum þeim, sem nú eru mjög rædd meðal almennings, enda hlýtur það fyrst og fremst að vera í hag samtakanna sjálfra, að hið rétta komi í Ijós, svo að menn þurfi ekki að vera með neinar get- sakir. —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.